Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Líftími byggingarhluta Steinsteypa 80 ár Klæöning 30-60 ár Gluggar 30-60 ár Gler 20-30 ár Lagnir Stjórnbúnaöur 30-60 ár 15-20 ár Innréttingar Rafkerfi 25-35 ár 30-50 ár rs^i hæfum viðhaldsáætlunum, gera að verkum að enginn er að sligast und- an viðhaldskostnaði. Komið er í veg fyrir kostnað vegna lántöku en al- gengt er að fjármagsnkostnaður sé 10% af viðhaldskostnaði. Með því að leggja í framkvæmdasjóð sparast lántökukostnaður og innstæðan safnar vöxtum. „Svona sjóður er einn besti fjár- festingarkosturinn á markaðnum," segir Ragnar. -hlh Húsfélög alls staðar Húsfélög þarf ekki að stofna sérstaklega heldur eru þau þegar til i krafti laganna um fjöleigna- hús. í öllum fjöleignahúsum (fjöl- býlishúsum) er því húsfélag, hvort sem stofnfundur hefur ver- ið haldinn eða ekki. Húsfélagi ber að sjá um varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameign- arinnar svo að hún fái þjónað sem best sameiginlegum þörfum eigenda. - og lífsgæði íbúanna aukast Ragnar Gunnarsson verkfræðingur með Viðhaldsmenningu, nýjan bækling. Upplýsingar má einnig nálgast á www.verkvangur.is „Það er óumdeiianlegt og stutt áratugareynslu sérfróðra aðila að reglulegt viðhald húseigna, bæði úti og inni, leiðir til lækkunar á við- haldskostnaði, bættra samskipta innan húsfélags, aukinnar virðing- ar fyrir húseigninni og vellíðunar yfir því að búa í fallegu húsi. Lífs- gæðin verða einfaldlega meiri. En of margir hugsa því miður um viðhald á neikvæðum nótum, sem botnlausa peningahít tengda deilum og jafnvel málaferlum. Þessum hugsunarhætti viljum við gjarnan snúa við enda er til mikils að vinna, bæði fjárhags- lega og tilfinningalega," segir Ragn- ar Gunnarsson, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Verkvangi. Verkvangur hefur gefið út bæk- ling sem nefnist Viðhaldsmenning. Hann er á svipuðum nótum og ann- ar bæklingur Verkvangs, Hitamenn- ing, sem sagt hefur verið frá á þess- um síðum. í Viðhaldsmenningu er fjallað cilmennt um viðhald húsa, augljósa kosti þess að huga vel að viðhaldi og um leið dýrum afleið- ingum trassaskapar. Þungamiðjan er hins vegar Við- haldsvörður, viðhaldskerfl sem þró- að hefur verið af Verkvangi og hús- félög geta fært sér í nyt. Viðhaldsfríar bygg- ingar ekki til „Það er því miður algengt að fólk sem kaupir sér íbúð í fjölbýlishúsi lendir skyldilega í miklum fjárútlát- um vegna ófyrirséðra viðgerða á húseigninni. Þá hefur viðhaldi ver- ið frestað of lengi og sumir íbúanna hafa hreinlega ekki viljað aðhafast neitt eða neitað að horfast i augu við ástandið. Svo loks þegar skemmdimar eru orðnar mjög al- varlegar er ráðist i viðgerðir sem verða mun dýrari en ef farið hefði verið fyrr af stað og allir viðurkennt að árlegur viðhaldskostnaður yrði ekki umflúinn. Viðhaldsfríar bygg- ingar eru nefnilega ekki til,“ segir Ragnar. Vítahringur aðgerðaleysis Hann vísar í ítarlegar rannsóknir um ástand mannvirkja og viðhalds- þörf þar sem fram kemur að verja þurfi 1-2% af byggingarkostnaði húseignar eða söluverðmæti í við- hald á ári hverju. Sé verðmæti hús- eignar 300 milljónir er viðhalds- Framkvæmda- áætlun Á aðalfundi er skylt að leggja fram framkvæmda- og fjárhagsá- ætlun fyrir næsta ár. Jafnmikil- vægt er að gera slíkar áætlanir fyrir 300 milljóna króna fasteign og fyrir meðalstórt fyrirtæki. Skynsamlegt er að fólk í hús- stjórn, sem er nær undantekning- arlaust í fullu starfi annars stað- ar, fái aðstoð sem einfaldar, minnkar en jafnframt bætir vinnu þeirra. Laun þeirra sem eru í trúnaðarstörfum fyrir hús- félög eru oftar en ekki vanþakk- læti. kostnaðurinn 3-6 milljónir á ári, allt eftir upprunalegum gæðum hússins og fleiri þáttum. „Þeir sem hunsa þessar stað- reyndir lenda gjarnan í vítahring aðgerðarleysis. Viðhaldi er frestað og um leið versnar ástand eignar- innar. Þá minnkar virðingin fyrir Mikilvægi viðhalds Meö fyrirbyggjandi viöhaldi Ósklpulagt viöhald ■ Aldu' elgnar eigninni sem aftur leiðir til versn- andi ástands sem að lokum leiðir til verðmætarýmunar, algers virðing- arleysis og loks niðumíðslu. Fái þessi vítahringur að viðgangast horfa eigendur á endanum upp á svimandi háa viðgerðareikninga, ósætti og vanlíðan. Við- hald á að fara fam áður en eðli- SS ieg hrörnun leiðir til skemmda," segir Ragn- I gíslingu Ragnar lýsir núver- andi ástandi í við- haldi húseigna sem ómenningu. Ástæð- ur geti verið marg- ar, t.d. sú að sam- staða er ekki í hús- félagi um fram- kvæmdir, sumir ibúa séu krónískir andstæðingar fram- kvæmda og enn aðrir ætli ekki að búa lengi í húsinu, sjá íbúð- ina sem stökkpall í stærri eign. „Viðhaldsframkvæmdir verða oft tilviljunarkenndar, ósætti getur skapast og húsfélagið getur einfald- lega verið í gíslingu nokkurra ein- staklinga sem stjómast af röngum viðmiðunum. Afleiðingarnar eru dýrari viðhaldsframkvæmdir, ósætti, samstöðuleysi og síðast en ekki síst að tilfinningin við að búa í góðu og fallegu húsi hverfur." Hús þurfa hirði „Þegar rætt er um nausðyn viðhaldsað- gerða nægir að finna samlík- ingar eins og viðhald líkama eða bíls. Fólk fer í líkamsrækt, til tanlæknis eða fer með bílinn smurn Viðhaldstíðni - til að halda eðlilegum líftíma Málun steins 6-10 ár Málun timburs 3-6 ár Málun þakjárns 8-12 ár Steypuviögeröir 6-10 ár Klæöning 10-20 ár 1 Reglulegt viðhald getur sparað húsfélögum verulegar fjárhæðir. mgu. Sama lög- mál gildir um húseign- ir. Ef tekist er á við vandann strax má losna við umtalsverö óþægindi," segir Ragnar. Hann segir einfalda lausn fyrir húsfélög að vera einfaldlega með hirði sem búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á rekstri og viðhaldi húsa. Hann er alltaf til staðar, óháð þvi hverjir flytja úr og í húsið og skuld- bindur sig til að öll viðhalds- vinna sé fyrsta flokks. Sú lausn sem Verkvangur hefur þróað, Viðhaldsvörð- ur, er í raun alhliða lausn á við- haldsmálum húsfélaga. Grunnhugs- unin er viðhaldvöktun og fyrir- byggjandi viðhald. „Við höfum þróað þetta kerfi á síöustu 15 árum og notum það í dag til viðhaldsstýringar i fjölda fjölbýl- ishúsa. Við gerum úttekt á húseign- inni og setjum í gagnabanka magn- tölur, framkvæmdaáætlun, fjárhags- áætlun, viðhaldsvöktun og heil- brigðisvottorð fasteignar. Það síð- astnefnda er ekki síður mikilvægt því þá er á hreinu við sölu íbúöar hvað hefur verið gert og hvað á að gera. Viðhaldsvörðurinn heldur utan um skrá með eignaskiptasamn- ingi, orkuvörð, þjónustuaðila, stýr- ingu framkvæmdastjóðs, fram- kvæmdastýringu og viðhaldssögu. Mánaðarlegur kostnaður á íbúð er frá 300 krónum á mánuði." Góður fjárfestingar- kostur Ragnar segir að líkja megi við- haldsverði við greiðsluþjónustu bankanna. „Haldið er utan um alla þætti við- halds og rekstur fasteignar og húsfé- lagafundimir geta farið í eitthvað uppbyggilegra en deilur og ósætti. Við mætum á aðalfundi húsfélags, gerum grein fyrir því sem gert hef- ur verið og segjum hvað er fram undan. Við leitum tilboða í stærri verk og útvegum verktaka í smærri verk. Hlutunum er ekki skotið á frest.“ Reglulegar greiðslur í fram- kvæmdasjóð, sem byggjast á raun- Viðhaldssjóður húsfélags einn besti fjárfestingarkosturinn á markaðnum: Vidhalds- menning lækk- ar kostnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.