Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Fréttir DV Sjálfstæðismenn í borgarráði: Spurt um kostnað við Japansför Júlíus VífUl Ingvarsson borgar- fulltrúi lagði fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í fyrradag fyrir hönd sjálfstæðismanna um Japans- ferð Ingibjargar Sólrúnar Gisladótt- ur borgarstjóra, Alfreðs Þorsteins- sonar, formanns stjómar Orkuveitu Reykjavíkur, og fylgdarliðs nýlega. Júlíus óskaði eftir upplýsingum um heildarkostnað af ferðinni, sundur- liðun á því hvemig sá kostnaður skiptist upp í hótelkostnað, risnu- kostnað og ferðakostnað og hvernig greiðsla þessa kostnaöar skiptist milli borgarsjóðs og Orkuveitu Reykja- víkur. Júlíus Vífill spurðist einnig fyr- ir um kostnað borgarinnar vegna starfa verkfræð- inga frá bresku ráðgj afarfyrirtæki að þróunaráætlun fyrir miðborgina. Upphaflega voru greiddar 12 milljónir fyrir tiltekna Júlíus Vífill Ingvarsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar hún lagði upp í fræga ferð sem plönuð var af Mltshubishi. vinnu en allt umfram það sam- kvæmt reikningum, þannig að heildarupphæðin mun vera tals- vert hærri. „Vinnu þeirra lauk um síðustu áramót og ég vil vita hver niðurstaðan varð,“ sagði Júlíus í samtali við DV. -SÁ Jóhann A. Jónsson: Ánægður að málinu er lokið „Þótt samningurinn sýnist rýr, er ég nokkuð ánægður með að málinu er lokið, því ég sé ekki hvenær við hefðum fengið botn i málið ef það hefði ekki gerst núna“ segir Jóhann A. Jónsson útgerðarmaður á Þórs- höfn um samninginn við rússa og norðmenn um veiðarnar í Barentshafi. „Við höfum staðið frammi fyrir því núna að semja eða leggja málið á hilluna um ein- hvem tíma. Sókn okkar t þers- sar veiðar hefur farið minnk- andi síðustu árin og það er hætta á því að það heföi frekar fjarað undan okkur en að staða okkar þarna hefði styrkst. Samningurinn sjálfur en hinsvegar þannig að það virð- ast allir óánægðir með hann. Spumingin er bara sú hvort við áttum einhverja möguleika á að fara lengra í þessu máli. Það er ekki einfalt að meta samning- inn góðan eða slæman, en það Jóhann A. Jónsson. hefði heldur ekki veriö auðvelt fyrir okkur að láta bara ráðast með framhaldið" segir Jóhann. -gk Afmæli Vísis.is: Allir vilja með til London Árið 1999 verður ferðaár hjá Elínu Margréti Kristinsdóttur, 21 árs starfs- manni á Grandaborg. Elín hafði þegar keypt sér ferð til Benidorm hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn þegar hún vann fjögurra daga ferð til London í Afmælisveislu Vísis.is á Netinu. Elín er mikili netverji, heimsækir Vísi daglega og varla dregur úr þvi núna þegar hún hefur dottið svona hressi- lega í lukkupottinn. Aðspurð hverjum hún hyggst bjóða með sér til London segir Elín: „Það hafa allir sem ég hef hitt boðist til að koma með mér, en ég býst við að ég bjóði Agli, kærasta mínum, með mér og að við forum í skemmti- og versl- unarferð til London í haust.“ í gær var dregin út ferð til París- ar og hlaut Heiða Óskarsdóttir þann vinning. Alls hafa nú um 14000 manns komið í Vísisaf- mælið, hver að jafnaði um þrisvar og hálfu sinni, þannig að skráningar ahs hafa verið um 49.000. Vísisafmælið heldur áfram til 21. apríl þegar upplýst verður á Vísisvefnum hver vinnur Daewoo Hurricane sportbílinn. Billinn verður dreginn út 20. april og verður að taka þátt fyrir þann tíma tO að eiga möguleika á að vinna hann. Næsti ferðavinningur sem dreg- inn verður út er til Punta Reina á Mallorca og verður hann dreginn út • 16. apríl. Elín Margrét Kristinsdóttir vann ferð til London í afmælisveislu Vísis.is. Á myndinni afhendir starfsmaður Samvinnuferða-Land- sýnar henni vinninginn. Vitlausasta fólkið Eitthvert gagnlegasta innleggið í -------- kosningabaráttuna fram að þessu eru ummæli Guðmundar Ólafssonar, lekt- ors í Háskólanum, þess efnis að i Samfylkinguna hefði nú safnast sam- an „allt vitlausasta fólkið í efnahags- málum í landinu". Þessu greindi lektorinn frá í sam- tali við Sjónvarpið. Fyrir það fékk hann að vísu ávítur frá yfirmönnum sínum, en ummælin verða ekki aftur tekin, enda hent á lofti, jafnt af Sam- fylkingarmönnum sem andstæðing- um þeirra. Þetta mun áreiðanlega lífga upp á annars afar daufa kosningabaráttu og í staðinn fyrir að ræöa um landsins gagn og nauðsynjar, eins og menn neyðast stundum til í pólitík, gefst frambjóðendum og flokkum færi á I jiví aö hefja skarpa umræðu um jiað I hvort Guömundur hafi rétt fyrir sér I eða ekki. Spurningin snýst nefnilega ekki I um það hverjir hafa vitlegast til mál- anna að leggja - heldur um hitt, hver sé vit- lausastur þeirra sem gefa kost á sér. Þeir hafa til að mynda deilt um það að undan- fomu, Geir Haarde og Össur Skarphéðinsson, hvort í viðskiptahallanum tifi tímasprengja og hvort hallinn sé meiri eða minni. Geir segir að Össur viti ekki hvað hann sé að tala um og Öss- ur segir að fjármálaráðherrann sé svo vitlaus að hann viti ekki einu sinni hve viðskiptahallinn sé mikill. Davíð Oddsson hræðist ekki samstjórn Sam- fylkingar og Framsóknar vegna þess að efnahags- tillögur Samfylkingarinnar eru svo vitlausar að þær nái ekki nokkru tali. Þorsteinn Pálsson seg- --------- ir að tillögur í efnahgsmálum frá „gáfnaljósum" í Háskólanum séu svo vitlausar að þær séu ekk einu sinni svEma verðar. Og svo mætti áfram telja. Stjómmálabaráttan snýst um það að segja kjósendum hver sé vitlausast- ur og þessi sé vitlausari en hinn og sá sem segir að aðrir séu vitlausir er síð- an sakaður um að vera vitlaus í vit- leysunni um að aðrh- séu vitlausari en sá sem er vitlaus. Og allt sem sagt er er vitlaust og nú er sem sagt farið að mæla það í hóp- um hverjir séu vitlausastir og lektor- inn í Háskólanum hefur greinilega reiknað það út að í Samfylkingunni sé allt vitlausast fólkið. Þetta er kannske of mikið sagt, vegna þess að Dagfari hefur grun um að í hinum flokkunum leynist nokkr- ir sem séu að minnsta kosti jafn vit- lausir og þeir vitlausu í Samfylking- unni og svo má heldur ekki gleyma ----- kjósendum, sem eru áreiðanlega vit- lausastir allra, þegar kemur að þvi að kjósa. Þeir kjósa nefnilega alltaf vitlaust og kosningarnar verða því ómark því það er vitlaust kosið og þeir vitlausustu kosnir af því að það er vitlaust stillt upp af vitlausu fólki sem hefur ekki áttað sig á því hverjir eru vitlausastir. Dagfari Kall tímans í ræðu Margrétar Frímannsdótt- ur á stórfundi Samfylkingarinnar í Háskólabíói talaði hún i löngu máli um kall tímans." í auglýsingu sem birt var í Mogganum daginn eftir skoraði Margrét Sjálfstæðis- flokkinn á hólm og enn var það undir fyrirsögninni kali tímans. í kjördæmi Margrétar á Suður- landi velta menn vöngum yfir því hver þessi kall sé sem Margréti verður svo tíðrætt um. Tæpast telja menn það geta verið Jón Gunnar Ottósson, eiginmaður Margrétar, sem þykir með unglegri mönnum. Hafa menn helst komist að þeirri niðurstöðu að „kall tímans" hljóti að vera meðframbjóðandi henn- ar, Lúðvik Bergvinsson.... Kjósið mig í fullt starf Það vakti mikla athygli á framboðs- fundi á Siglufirði á dögunum að Árni Gunnarsson, 2. maður á hsta Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, marg- sagði fundarmönnum að ef þeir kysu Fram- sóknarflokkinn væru þeir að kjósa sig í fullt starf á Alþingi en ef þeir kysu Sjálf- stæðisflokkinn væru þeir að kjósa Vilhjálm Egilsson í hálft starf þar sem hann sinnti öðru starfi jafnhliða þing- mennsku. Ámi mun hafa lagt mikla áherslu á að þingmannsstarfið væri fullt starf en ekki hlutastarf. Þessi framsetning Áma, og að vahö stæði milli hans og Vilhjálms, þykir stað- festa að framsóknarmenn séu ekki aht of vissir um að halda tveimur mönn- um í kjördæminu. Hins vegar er vitað um svipaðan „titring" innan raða sjálfstæðismanna ... Upp til handa og fóta Verið var að sýna nýja íslenska Hummer-rútu í vikunni og var Finn- ur Ingólfsson viðskiptaráðhema viö- staddur. Átti að mynda ráðherrann við jeppann. En skyndilega varð að gera hlé á frumsýninguO. Tíð- indamaður Sand- korns á staðnum seg- ir Finn hafa bmgð- ist illa við þegar til stóð að sefja stórt merki frá Ailra- handa hf. á bílinn. Ástæðan er sögð sú aö einstaklingar tengdir fyrirtækinu hefðu tengst mjög Alfreð Þorsteinssyni í prófkjöri framsóknarmanna á dögunum en þar var mikið plottað og bandalög mynd- uð. Segja menn þetta merki um að ekki sé gróið um heilt milli þeirra fé- laga eftir prófkjörsslaginn. Sú túlkun hlaut síðan byr undir báða vængi þeg- ar í ljós kom að Alfreð var víðs fjarri þegar kosningamiðstöð Framsóknar á Hverfisgötunni var vígð á laugardag... Hjálpin niður Uttekt Fókuss á sundlaugum höf- uðborgarsvæðisins, undir fyrirsögn- inni Siglingakort sundmannsins, vakti mikla athygli. Þar vora sund- laugarnar dæmdar eins og veitingahús eftir viðmóti starfs- manna, búningsklef- um, flottu kvenfólki, pottaslúðri og fleiru. Sundlaugar- stjórinn í sundlaug Seltjamarness var svo ánægður með að laugin sú skyldi fá hæstu einkunn að opnan úr Fókusi var römmuð inn í silfraðan ramma og hengd upp á vegg þar sem áður vom leiðbeiningar um hjálp í viðlögum. Stendur sundlaugarstjórinn nú hróð- ugur viö opnuna og sýnir gestum ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.