Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Bætt heilsa fyrir sumarið: Raunhæf lang tímamarkmið Sjálfsagt hafa sumir vaknað upp við vondan draum eftir páskana og uppgötvað að buxnastrengurinn var orðinn of þröngur. Höfðu buxumar þá hlaupið eða var það páskaeggja- átinu og hátíðarmatnum að kenna? Hagsýni fékk Laufeyju Stein- grímsdóttur, forstöðumann Mann- eldisráðs, til að gefa lesendum nokkur góð ráð um hvemig snúa má mataræðinu til betri vegar á til- tölulega ódýran og einfaldan hátt. Sjálfsagt taka margir þessum ráð- um fegins hendi og verða hressari og sprækari í sumar fyrir vikið. Fimm á dag Aðspurð um leiðir til að bæta mataræðið nefnir Laufey fyrst að Meðal-Islend- ingurinn mætti borða meira af grænmeti og ávöxtum. „Við höfum sagt að meiri neysla grænmetis og ávaxta sé stóra málið í átt til bætts mataræð- is. Við höfum verið með áróður þar sem við hvetj- um fólk til að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Það er t.d. sniðugt að fá sér salat í hádeginu og ávexti á milli mála þegar hungrið sverfur að og síðan eitthvert grænmeti með að- almáltíð dagsins. Heitur matur á hverjum degi Laufey nefnir einnig að afar mik- ilvægt sé að borða góðan morgun- mat og borða síðan reglulega yfir daginn. „Fólk á að borða almenni- legar máltiðir í hádeginu og á kvöldin, s.s. fisk og kjöt með græn- meti. Við mælum með því að fólk borði heitan mat á hverjum degi. Það er ekki vegna hitans heldur það að það hefur sannað sig að heimatil- reiddar máltíðir eru langtum nær- ingarríkustu máltíðir dagsins. Þeg- ar maður eldar sjálfur er líka auð- veldara að halda hitaeiningunum í skefjum." Laufey segir að það sé útbreiddur misskilningur að snarl, þar sem brauð með áleggi er aðaluppistaðan, sé hollEua og fituminna heldur en hefðbundin fisk- eða kjötmáltíð. „Brauðmáltíðir verða oft mjög fitu- ríkar þegar fólk smyr brauðið sitt með smjöri og setur feitt álegg ofan á. Þá er vesalings brauðsneiðin, sem ein og sér er fitulitil, orðin mjög fiturík og jafnvel miklu fitu- ríkari en lambakjöt með kartöflum og grænmeti.“ Laufey segir að svona þurfi þetta alls ekki að vera því auðvelt sé að borða fitu- snauða brauð- máltíð ef not- að sé fitus- nautt álegg og drukk- in létt- mjólk eða fjörmjólk í stað ný- m j ó 1 k u r. með. Óhófleg saltnotkun Óhófleg salt- og kryddnotkun er eitt af því sem Laufey nefnir sem stóran ókost við hið dæmigerða mataræði íslendinga. „Það er talsvert talað um saltnotkunina eftir jólin þegar margir fá bjúg vegna jólamatarins, s.s. hamborgarhryggjarins, hangi- kjötsins og sOdarinnar, sem eru svo saltur. En auk þess að valda bjúg getur saltið leitt tO of hás blóðþrýst- ings sem er alvarlegt mál. Fólk finn- ur nefnOega ekkert fyrir því að það sé með hækkaðan blóðþrýsting fyrr en hann er orðinn gífurlega hár. Salt i mat hefur gífurlegt áhrif á heOsuna og ofnotkun salts er mikið heilsufarlegt vandamál hér á landi. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, segir íslendinga geta bætt mataræði sitt mikið með þvi' að auka neyslu á grænmeti og ávöxt- um. Raunhæf markmið Aðspurð um tObúna megrunar- kúra, þar sem uppistaðan í matar- æðinu eru einhvers konar megrun- ardrykkir, segir Laufey að mjög al- gengt sé að kOóin, sem fjúka á með- an á kúmum stendur, komi öU tO baka þegar honum lýkur. „Aðalá- stæðan fyrir því að kílóin koma aft- ur er sú að fólk tekur upp fyrri lífs- hætti að kúmum loknum í stað þess að halda í við sig. Það má eiginlega segja að þegar þú ferð á svona kúr er eins og þú stígir á svamp eða gorm og þrýstir þyngd þinni niður en þegar kúmum er lokið skýstu upp í loftið og þyngdin með.“ Laufey segir að ekki sé nóg að bæta mataræðið heldur sé einnig mikUvægt að fólk setji sér raunhæf markmið í megruninni. „Kannski þurfúm við að einhverjum leyti á svona blekkingu og draumórum um mikinn kUóamissi að halda. En manni svíður það sárt að sjá sama fólkið láta narra sig aftur og aftur út i einhverja vitleysu þar sem það missir mörg kOó sem koma síðan aftur þegar kúmum lýkur. AUtof margir setja sér mjög óraunhæf markmið og ætla sér að losa sig við aUtof mörg kíló á mjög stuttum tíma. Svona duftkúrar og aðrir megrunarkúrar geta e.t.v. verið hvatning í byrjun fyrir þá sem vOja léttast mikið en tO lengri tíma litið ætti annað að taka við og fólk að breyta mataræðinu og lífsstUnum til þess að halda sér í formi,“ segir Laufey að lokum. -GLM Verðkönnun á rafhlöðuborvélum: Mikið úrval og verðmunur Vorið er tími framkvæmdanna og sjálfsagt æOa margir sér að breyta eða bæta innanhúss hjá sér fyrir sumarið. Þá er gott að hafa rafhlöðu- borvél við höndina enda em þær meðfærUegar og nýtast ágætlega tU að bora í tré, mjúka steypu og stein. Neytendablaðið birti nýlega nið- urstöðm stórar verðkönnunar á raf- hlöðuborvélum og þar kemur í ljós að úrvalið er mikið hérlendis en verðmunurinn er einnig mikUl. Rafhlöðuborvélar eru léttar og þægUegar en ekki jafn kraftmiklar og rafkerfistengdar borvélar og vinn- an með þeim tekur því lengri tíma. Rafhlöðuborvélin dugar best við ein- faldar smíðar og smærri verkefni, t.d. þegar festa á upp hillur og mynd- ir eða skipta um hurðarskrár. Rafhlöðuborvélarnar eru einnig upplagðar þar sem erfítt er að kom- ast í rafmagn eða það er hættulegt, t.d. vegna loftraka. Þær era því iðu- lega notaðar í sumarbústöðum og bátum. Val á borvél í stóram dráttum segir hækkandi voltatala tO um meiri styrkleika, átak og endingu rafhlaðanna. Variö ykkur samt á því að þótt voltatalan sé oft áberandi í kynningum fram- leiðanda segir hún lítið um hæfni vélarinnar og annan búnað hennar, s.s. hraðastiUingar, átaksstOlingar eða höggvirkni. í einfoldustu verkin era 7,2 volta vélar góðar en fyrir venjulega heim- Oisnotkun era 9,6 volta vélar yfir- leitt betri því þær eru léttar, þægi- legar í notkun og yfirleitt á hóflegu verði. Eigi hins vegar að bora og skrúfa oft og mikið era 12 volta vélar betri kostur. 14,4 volta vélar era einnig vinsælar tU heimilisnota enda kraftmeiri en 12 volta vélamar. Mörgum finnast hins vegar 14,4 volta vélarnar fuUþungar tO heimO- isnota. Annað sem hafa verður í huga þegar borvél er valin er vattatala (W) vélarinnar. Há vattatala gefur tU kynna að vélin geti erflðað lengi án þess að ofhitna. Þessu er þó ekki aUtaf hægt að treysta því komiö hef- ur í Ijós að margar vélar sem era skráðar með háa vattatölu (input power) skila minna afli en aðrar vélar með lægri tölu. TO þess að komast að raunverulegu afli vélar- innar era því nauðsynlegt að skoða vinnsluafl vélarinnar við mis- munadi skUyrði eða svokaUað „out- put power“. Aðrir eiginleikar hvort gripið hentar notandanum nógu vel og einnig þarf að skoða snúningshraða vélanna. Snúnings- hraðinn er mikUvæg vísbending um notkunarmöguleika og gæði vél- arinnar og hversu fljótt er hægt að klára verkið með vélinni. í grafrnu hér á síðunni má sjá verð ódýrastu rafhlöðuborvélarinn- ar í hverjum voltaflokki. Vélamar era að sjálfsögðu mjög mismunandi að gerð og þeim fylgir mismunandi búnaðar. Þvi er rétt að skoða vel eiginleika vélanna, búnað þeirra og í hvað á að nota þær áður en nokk- uð er keypt. Fleira þarf að hafa í huga við val - ódýrasta vélin í hverjum voltaflokki Skjögrandi stólfætur Festið lausa stólfætur með því að vefja smábút af nælonsokki eða tvinna um lausa endann áður en limið er sett á og endanum stungið á sinn stað. Fastar skúffur Það er auðvelt að renna þeim ef kertavax eða sápa er borin á brautina þar sem skúffan virðist festast. Ertu með lausa skrúfu? Stingið þá eldspýtu í skrúfugat- ið og brjótið af við opið. Skrúfið síðan skrúfuna í. Einnig má vinda stálull um skrúfúganginn áður en skrúfan er skrúfuð. Málið skrúfúna á skúffuhöld- unni með naglalakki áður en hún er skrúfuð í. Þegar naglalakkið þomar helst skrúfan föst. Einnig má dýfa henni í lím eða kítti til að hún haldist betur. Erfiðleikar við að losa skrúfu Hitið endann á skrúfjáminu áður en skrúfan er losuð. Eða setjið nokkra dropa af peroxiði á fóstu skrúfuna og látið bíða í nokkrar mínútur. Að losa ryðgaðan bolta Oft má losa ryðgaða bolta með því að vefja þá með tusku vættri í gosdrykk. Einn til tveir dropar af ammoníaki gera sama gagn. Áður en boltinn er skrúfaður aftur i skaltu vefja þræði um skrúfganginn og væta með vasel- íni til að forðast að sagan endur- taki sig. Skjögrandi borð Ef borðið skjögrar vegna þess að einn fótur er styttri en hinir er gott að setja örlítið af viðarfylli á vaxpappír. Setjið undir stutta fót- inn og látið þoma. Skerið viðar- fyllinn síðan til með hníf og slíp- ið að lokum með sandpappír. Engar tilraunabor- holur Til að losna við tilraunaborhol- ur á veggnum er festa á mynd upp er gott ráð að klippa mót af myndinni sem hengja á upp og festa við vegginn með teiknibólu eða límbandi. Þegar þú hefur ákveöið nákvæmlega hvar naglinn á að vera stingur þú blý- anti í gegnum pappírsmótið til að merkja á vegginn. Áður en þú rekur naglann í vegginn skaltu setja límbandið í kross þar sem naglinn á að vera. Þetta kemur í veg fyrir að múr- húðin brotni upp þegar þú byrjar að negla. Blautt fmgj-afar sýnir einnig nákvæmlega hvar nagli á aö vera. Fingrafarið hverfur þegar það þomar. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.