Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1999 9 Utlönd Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu: Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna: Skrifar bók um veislu- höld í Hvíta húsinu Cresson beðin að taka pokann sinn Þingmenn á Evrópuþinginu hvöttu Edith Cresson, fyrrum for- sætisráðherra F'rakklands og einn af framkvæmdastjórum Evrópusam- bandsins, að taka pokann sinn strax í stað þess að halda dauðahaldi í starfið þar til eftirmaður hennar finnst. í yflrlýsingu frá þingmönnum segir að þeir séu algjörlega andvígir því að hún sitji áfram í fram- kvæmdastjórninni og að ekki verði um neina samvinnu við hana. Framkvæmdastjórn ESB sagði öll af sér í mars í kjölfar skýrslu þar sem framkvæmdastjórnin var harð- lega gagnrýnd fyrir spillingu og klíkuskap. Hörðust var gagnrýnin þó á Cresson sem fór með vísinda- og menntamál innan framkvæmda- stjómarinnar. Ekki er búist við nýrri framkvæmdastjóm fyrr en einhvem tíma með haustinu. Edith Cresson er ekki sérlega vin- sæi meðal Evrópuþingmanna. Bouteflika eini frambjóðandinn til Alsírforseta Abdelaziz Bouteílika, fyrrum utanríkisráðherra Alsírs, er eini frambjóðandinn í forsetakosning- unum þar i landi í dag. Hinir frambjóðendurnir sex hættu allir við framboð sitt í gær og sökuðu stjórnvöld um að skipuleggja svindl til að tryggja kosningu Bouteflika sem nýtur velvildar hersins. Margir telja að kosningarnar verði alveg marklausar eftir brotthvarf Irambjóðendanna sex. Liamine Zéroual forseti sagði engu að síður í gær að kosning- amar yrðu haldnar. Sexmenningarnir bám fram ásakanir um kosningasvindl þeg- ar hermenn og lögregla fengu að kjósa í búðum sínum fyrr í vik- unni. Það mun vera alsiða í Alsír til að öryggissveitir geti einbeitt sér að því halda uppi lögum og reglu á kjördag. Tugþúsundir hafa fallið í ofbeldisverkum bók- stafstrúaðra múslíma í Alsír und- anfarin ár. Stúdent í Zimbabweháskóla varpar táragassprengju i átt að óeirðalögregiu en námsmenn þar i landi hafa undanfarið krafið stjórnvöld um aukin framlög til menntamála. Símamynd Reuter SfMINN vmujwm® Eldflaugakapphlaup hafið: Pakistanar skjóta tvisvar Pakistanar létu hvatningarorð um að sitja á sér sem vind um eyr- un þjóta og hafa nú skotið tveimur stýriflaugum sem geta borið kjam- orkuvopn á tveimur dögum. Fyrri tilraunin var gerð í gær en sú síðari í morgun. Með tilraunum vildu Pakistanar jafna metin við nágranna sína og erkifjendur, Indverja sem gerðu til- raun með langdræga stýriflaug um helgina. Vestrænir leiðtogar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af tilraunum land- anna tveggja sem bæði ráða yfir kjamorkuvopnum. Pakistanar sögðu að tilraununum væri lokið að sinni. ÍSLANDSBANKI Hillary Clinton, forsetafrú Band- arikjanna, er þessa dagana að skrifa bók um veisluhöld í Hvíta húsinu. Þetta er þriðja bók Hillary en hún nýtm aðstoðar rithöfundarins Cheryl Messer við skrifin. Hillary hefur eins og menn vita verið húsfreyja í Hvita húsinu um langt skeið og er bókinni ætlað að varpa ljósi á hvemig forsetahjónin hafa opnað Hvíta húsið þegnum sín- um. Gestalistar Clintonhjónanna hafa orð á sér fyrir að vera bæði meiri að vöxtum og fjölbreyttari en í tíð fyrrum forseta landsins. Þá kvað smekkur þeirra hjóna á ýmiss konar skemmtan vera fjölbreyttur en þau hafa boðið gestum sínum upp á allt frá popptónlist Lou Reed til heimsfrægra klassískra hljóð- færaleikara. Að sögn útgefandans, Marilyn Reidy, eiga veisluhöld forsetahjón- anna fullt erindi í bók enda Hvíta Hillary Clinton hyggst deila reynslu sinni af stórveislum í nýrri bók. Hér eru forsetahjónin á góðri stundu meö kínverska forsætisráöherranum. húsið í þeirra tíð þekkt fyrir gest- risni og sérlega glæsilegar uppá- komur. „Lesendum verður ljóst hvemig stíll forsetahjónanna hefm þróast á þeim tíma sem þau hafa dvalið í Hvíta húsinu,“ segir Reidy jafnframt. í bókinni verða tuttugu stórveisl- um undanfarinna ára gerð nákvæm skil. Birtir verða gestalistar, skýrsl- m um undirbúning og þrjátíu upp- skriftir að gómsætum veislméttum úr eldhúsi Hvíta hússins. Þá mun vaka fyrir forsetafrúnni að sýna fram á hvemig halda má í banda- rískar hefðir; jafnt í skemmtiatrið- um sem matargerð þegar tigna gesti ber að garði. Bókin er væntanleg í haust en út- gefandi Hillary segir fólk geta átt von á mun persónulegri bók frá for- setafrúnni þegar kjörtímabili þeirra hjóna lýkur. Allm ágóði af bókinni mun renna til góðgerðarmála. AJ2H1I*ER |^eilabilun af völdum Alzheimer sjúkdóms er æ meira áberandi með auknum fjölda aldraðra. Alzheimer sjúkdómur rænir einstaklinginn og fjölskyldu hans þv( sem mestu varðar, minni og annarri vitrænni getu, og veldur miklum mannlegum þjáningum auk mikilla fjárhagslegra útgjalda. Rannsóknir hafa þegar aukið innsæi í meingerð Alzheimer sjúkdómsins og það er raunhæft að vænta þess að á næstu árum og áratugum komi fram meðferðarleiðir er bægja frá þessum ógnvaldi. Lionshreyfingin gerir vel í því að stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Pálmi V. Jónsson, forstööulæknir öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.