Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 23 Frambjóöendur í Reykjaneskjördæmi um kosningamálin: Fjölskyldan skal í öndvegi Siv Friðleifsdóttir efsti maður á lista Framsóknarflokks. Fjölskyldumálin „Flölskyldumál eru í öndvegi hjá okkur og við viljum taka á málefnum gölskyldunnar af sama krafti og við tókum á málefn- um atvinnulífsins á síðasta kjör- tímabili," segir Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og efsti maður á lista Framsóknar- flokksins. Um sér- mál Reykjanes- kjördæmis segir Siv að framsóknar- menn vilji bæta samgöngur í Reykja- neskjördæmi og bæta stöðu vertíðar- báta. Siv segir að markmið framsóknar- manna, sem sé ekki einungis bundið við Reykjaneskjördæmi, sé það að efnahagslegur stöðugleiki haldi áfram en það sé undirstaða velferðarinnar. Jafnframt þurfi að huga að velferðar- málunum á ýmsan hátt, m.a. þurfi að lengja fæðingarorlof, I fyrsta áfanga í níu mánuði, auka rétt tii feðraorlofs og stytta vinnutíma fólks án þess að laun lækki, til að skapa meiri tíma til samvista foreldra og bama.-SÁ Júlíus Valdimarsson, efstl maður á lista Húmanlstaflokksins. Afnám fátæktar „Húmanista- flokkurinn setur einn flokka fram skýrar tillögur um afiiám fátæktar í þessum kosning- um og er það aðal- stefnumái flokks- ins í öllum kjör- dæmum,“ segir JuUus Valdimarsson, efsti maður á lista flokksins. Húmanistar vilja einnig breyta líf- eyrissjóðakerflnu. í stað núverandi lifeyrissjóða viljum húmanistar koma á einum sameiginlegum lífeyrissjóði allra landsmanna sem starfi á grund- velli gegnumstreymis í stað uppsöfn- unar. Hvað varðar fiskveiðistjómun- ina er kvótakerfið óréttlátt, að mati húmanista, og hættulegt hagsmunum þeirra mörgu Reyknesinga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. „Finna þarf lausn með lýðræðislegum hætti og skal ráðgast við fiskvinnslufólk og sjó- menn og finna á þeim grundvelli sjáv- arútvegsstefhu sem tryggir lífsaf- komu þessa fólks," segir Július Valdi- marsson, efsti maður á lista Húman- istaflokksins.-SÁ Kristín Halldórsdóttir efsti maður á llsta Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs. Fatlaðir fyrst Uppbygging þjónustu og úrræða fyrir fatlaða er að minu mati algjört forgangsmál í þessu kjördæmi. Ástandið í þeim efiium er afar slæmt og líklega hvergi á landinu verra, þar eru á annað hundrað manns á biðlista eftir búsetu og svipaður fjöldi bíður þar eftir dagþjónustu eða vinnuúrræðum,“ segir Kristín Haildórsdóttir sem skip- ar efsta sætið á lista Vinstri hreyfmg- arinnar - græns ffamboðs. í Reykjaneskjördæmi, eins og ann- ars staðar, segir Kristín að beðið sé eftir breytingum á lögum um stjómun flskveiða. Brýnast sé að efla smábáta- og bátaútgerð, sem á að njóta forgangs að grunnmiðum, samhliða bættri um- gengni við náttúruna og líffíkið. Leggja þurfi Suðurstrandavegi sem mun gjörbreyta aðstæðum, m.a. í ferðaþjónustu. Þá þarf að byggja upp braut fyrir hjólreiðamenn meðfram Reykjanesbrautinni en það er bæði öryggisatriði og stuðningur við ferða- þjónustu. Það þarf að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu á svæðinu, styrkja vistkerfi þess,“ segir Kristín Halldórsdóttir. Valdimar Jóhannesson, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins á Reykjanesi. Réttlæti Réttlætis er þörf „Stóra málið sem gildir fyrir allt landið er auðvitað að koma á réttlæti í fiskveiðistjómun. Það er ekki síst í okkar kjördæmi yfirþyrmandi mál. Ég tel einnig að leggja beri höf- uðáherslu á að rétta hlut þess hluta þjóðarinnar sem hefur orðið undir - öryrkja, gamla fólksins, sem margt er svo illa sett að það er okkur til skammar og við getum ekki setið þegjandi hjá. Þetta em höfúðbaráttumál Frjáls- lynda flokksins," sagði Valdimar Jó- hannesson, efsti maður á lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjaneskjördæmi. Valdimar sagðist telja að í atvinnu- málum væri það hagur kjördæmisins að aðrir landshlutar séu í góðum mál- um. Það sé ekki hagur kjördæmisins að í það streymi fólk úr öðrum lands- hlutum sem háifgerðir flóttamenn. „Nú er uppsveifla, en það er ekki langt síðan að síðasta niðursveifla var. Hvað gerist þegar hún kemur aft- ur? Við skulum mrma að í sólskininu hans Davíðs eru skýjabakkamir einmitt nú að hrannast upp. “ segir Valdimar Jóhannesson. Guðlaugur Laufdal, efsti maður á lista Kristilega lýðræðis- flokksins. Heimilin lifi af „Við leggjum megináherslu á fjöl- skyldumálin, skattamál, atvinnumál, sjávarútvegsmál og utanríkismál, menntamál, landbúnaðarmál og sið- ferði. Þetta eru allt heit mál sem verða auðvitað að vera í jafhvægi," segir Guðlaugur Laufdal, efsti mað- ur á lista Kristi- lega lýðræðis- flokksins. Guðlaugur seg- ir að öll mál sem varða stjóm lands- ins og hag fólks snúi í raun að fjöl- skyldunni. Afkoma heimilanna verði að vera viðunandi. Það sé undirstaða alls annars, en vitað mál sé að fjöldi heimila er að leysast upp vegna þess að fjárhagslegur grundvöllm- þeirra er ekki nægilega traustm-, þau komist ekki af. Árni M. Mathiesen, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Fjölskyldan fyrst Höfuðáherslumál okkar á næsta kjörtímabili verða málefni aldraðra, málefni fjölskyldunnar, málefiii fatl- aðra og atvinnu- málin,“ sagði Ámi M. Mathiesen efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í samtali við DV. Samgöngumál Reykjaneskjör- dæmis hafa verið talsvert í umræð- unni, bæði breikkun Reykjanesbraut- ar og nýr vegur af Suðumesjum til Suðurlands. „Viö viljum halda áfram þeim framkvæmdum sem þegar era hafhar í vega- og hafnamálum og ekki síst hraða þeim sem nú þegar em komnar á áætlanir og tryggja að fjár- munir fáist til þeirra,“ segir Ámi. Hann segir nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða í kjör- dæminu og halda áfram að styrkja fjárhagsgrundvöll aldraðra í þeim anda sem gert hefur verið að undan- fömu að frumkvæði ríkisstjómarinn- ar. Varðandi atvinnumálin sagði hann að miklir möguleikar væra fólgnir í kjördæminu í ferðaþjónustu- geiranum. Eins séu miklir möguleik- ar í orkugeiranum, ekki síst i sam- bandi við nýtingu jarðgufu. „Við munum leggja mikla áherslu á það i framtíðinni og styrkja Hitaveitu Suð- umesja í því sem hún er að gera og stuðla að víðtæku samstarfi milli sveitarfélaganna í kjördæminu í þeim málum sem tengjast nýtingu jarðgufu og jarðvarma.“ Rannveig Guðmundsdóttir, efsti maður á lista Samfylkingar Vélferðarmál „í mínu kjördæmi og rnn land allt verða fjölskyldu-, jafhréttis- og vel- ferðarmál stóra málið í þessum kosn- ingum, vegna þess að i því mikla góð- æri sem einkennt hefur þetta kjör- tímabil hefur fiöl- skyldan farið hall- oka,“ segir Rann- veig Guðmunds- dóttir, efsti maður á lista Samfylk- ingarinnar. Fyrir utan fiölskyldu- og velferðar- málin segir Rannveig samgöngumál og sjávarútvegsmál mjög mikilvæg fyrir kjördæmið. Reykjanesbrautin sé lífæð fyrir alla landsmenn þar sem hún tengi landið við umheiminn. í samgöngumálum segir Rannveig að athuga verði með að fara nýjar leiðir i fiármögmm samgöngumannvirkja, ekki síst við breikkun Reykjanesbrautar. „Við höf- um búið við úrelta skiptingu á vegafé á liðnum árum og höfum þess vegna þurft að gera áætlanir um Reykjanes- brautina við mjög þröngar kringum- stæður," segir Rannveig. Hún segir að einnig verði að leggja hinn nýja Suð- urstrandarveg af Suðumesjum til Suðurlands, vegna þess ekki síst að ný kjördæmaskipan kalli á þá sam- gönguæð. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.