Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 5 Fréttir DV fylgir Austurlandsþingmanni eftir óveðurshrakningar í miðri kosningabaráttu: Abba mátar leðurföt „Ertu með stefnuskrána með þér, Abba mín?“ spurði veðurtepptur Seyðfirðingur á Egilsstöðum, Arn- björgu Sveinsdóttur, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, þegar DV var þar á ferð með henni á miðvikudag. Já, Abba er hún kölluð, Seyðfirðingurinn sem hefur vakið athygli fyrir að vera eina konan í röðum flokks síns sem leiðir kjördæmalista enda fékk hún mikið fylgi i prófkjörinu á Austfjörð- um. Klukkan var átta að morgni. Am- björg var nær ðsofin - nýkomin úr mikilli svaðilfór frá Vopnafirði um nóttina með hinum trausta jeppa- manni, Kára Ólasyni, 7. manni á lista Arnbjargar, og Albert Eymundssyni (nr. 2) og Ólafi Áka Ragnarssyni (nr. 3). Hjálpararsveit skáta fór reyndar til móts við frambjóðendurna en sú að- stoð reyndist ekki nauðsynleg þegar til kom. Leiðangurinn viiitist síðan í miklu óveðri uppi á svokallaðri Há- reksstaðaleið. En allt fór vel - það varð að „halda kosningabaráttuplan- inu“ og komast niður á Hérað - á fleiri fundi, hitta fólk og undirbúa kosningamar. Ég hélt að jeppinn myndi velta Arnbjörg og félagar lentu í því að drifið brotnaði í jeppanum stuttu áður en halda átti frá Vopnafirði á mánu- dagskvöldið. Þetta þýddi að gista þurfti um nóttina en síðan var lagt í hann seint á þriðjudagskvöld eftir við- gerð og þegar útséð var með að flugvél kæmist til að ná í þingmanninn. „Ég hélt að jeppinn myndi velta þegar við lentum í lækjarfarveginum við Þrí- vörðuháls," sagði Ólafur Áki. Jeppaferðin tók síðan nær afla nótt- ina - fólkið var nýkomið tfl Egils- staða. Seyðflrski þingmaðurinn lét hrakn- jngana og þreytuna ekkert á sig fá og leyfði blaðamanni að slást í fór með sér til Signýjar Ormarsdóttur sem framleiðir fót úr hreindýraskinni á Egflsstöðum. „Ég ætla að máta eitthvað sem ég get verið í fyrir sjónvarpsþátt sem verður sendur út beint 2. maí. Kannski legg ég mig aðeins á eftir,“ sagði Arnbjörg. Signý og Arnbjörg kynntust í gegn- um dóttur þeirrar síðarnefndu sem var módel fyrir Signýju. Arnbjörg Sveinsdóttir mátar flík, nýkomin af fjöilum. Signý Ormarsdóttir fatahönnuður ætlar að sauma á Arnbjörgu jakka úr hreindýraskinni sem þingmaðurinn verður í „í beinni" þann 2. maí. DV-myndir Teitur Hún er ákveðin en mannleg Þegar komið var til Signýjar tók leðurhönnuðurinn á móti þingmann- inum með bros á vör: „Kynni okkar Ambjargar urðu þannig að hún á dóttur, Guðrúnu Rögnu, sem hefur gjarnan sýnt fyrir mig á tískusýning- um. Stúlkan hefur líka verið ljós- myndamódel fyrir mig. Það hefur því oft verið á döfinni hjá mér að sauma eitthvað á Arnbjörgu - ég ætla að gera það núna. Hún verður í einfóldum hálfsíðum brúnum jakka með rúskinnsáferð - ég ætla að vera búin að þessu fyrir 2. maí. Dálítið sérstök flík en samt klassísk," sagði Signý. Hún sagði Arnbjörgu hafa stutt sig fyrir nokkrum árum: „Hún var þá ný- byrjuð sem þingmaður en ég var ný- komin úr námi og var skólastjóri Hús- stjómarskólans á Hallormsstað. Am- björg reyndist mér vel þá og hefur síð- an stutt mig „móralskf ‘ í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hún er traust kona. Ég held að fólki finnist hún fyrst og fremst ákveðin en mann- leg,“ sagði Signý Ormarsdóttir. Eftir að hafa kvatt Signýju var haldið inn í Valaskjálf á kosninga- skrifstofu flokksins þar sem Hrafnkell A. Jónsson ræður ríkjum. „Hvað seg- ir þú? Fóruð þið Háreksstaðaleiðina?" spurði Hrafnkell alveg hlessa þegar Arnbjörg tæpti brosandi á ferðasögu flokksfélaganna um nóttina. Kannski ekki skrýtið því leiðin, sem er gríðar- leg „stytting" á leiðinni frá Vopnafirði niður á Hérað, er aðeins búið að leggja að hálfu leyti. En það er ekki málið - þingmenn verða margt á sig að leggja þegar þeir eru að sinna kjör- dæmi sínu. Við þökkuðum Arnbjörgu fyrir góð kynni. -Ótt í ) kukkan á'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.