Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 11 þeim mjólkur- fernum. „Þær sögðu nú að þú værir vön að gera þetta en ég hélt að þú vildir sofa að- eins lengur." „ E i n m i 11 “ sagði konan. Af látbragðinu mátti merkja að til þú ferð aftur í vinnuna?“ Það var svo að sjá að bæði kona og börn teldu það nokkra lausn að komast í vinnu og skóla. Frímann sat eftir og bjó sér til verkefni í aðgerðaleysinu. Fyrsta fórnarlambið Ungi maðurinn á heimilinu var verkefni þessa annars dags vetr- arfrísins. Þegar hann kom inn úr dyrunum að loknum skóla henti hann af sér yfirhöfninni í nálæg- an stól og sparkaði af sér skónum. „Hingað og ekki lengra, drengur minn,“ sagði faðir hans strangur á svip. „Svona göngum við ekki um á þessu heimili. Hengdu hið snarasta upp þín plögg, góði, og gerðu svo framvegis." Þá er móð- ir og dætur komu heim stóð orra- hríðin enn yfír. Faðirinn, Frí- mann sjálfur, var kominn vel áleiðis í ræðu sinni um umgengni og einbeitti sér nú að herbergi sveinsins. Þær heyrðu þann gamla æpa á strákinn og hóta honum mein- dýraeyði í herbergið hreinsaði hann ekki hið snarasta út glös og diska, gosflöskur og sælgætisbréf. Þá þóttust þær einnig skilja að fram færi skyndikennsla í al- mennum umbúnaði rúma og frá- gangi fata. Konan taldi að vísu að þar leiddi haltur blindan en lét afskiptalaust ef vera kynni að fyrirlestur þessi hefði bætandi áhrif á hinn uppkomna son. Ákall um hjálp „Hvenær fer pabbi aftur í vinn- una?“ spurði eldri dóttirin og leyndi ekki skelfingu sinni. Hún óttaðist með réttu að röðin kæmi að sér meðan á vetrarfríi fóðurins stæði. Martröð hennar birtist í líki pabbans sem kom út úr þvottaherbergi heimilisins með fullt fangið af fötum úr tauþurrkaranum. „Þarft þú ekki að læra að strauja, góða?“ sagði hann og sneri sér beint að dóttur- inni. „Mamma, gerðu eitthvað," hrópaði stúlkan og horfði bænar- augum á móður sína. „Pabbi er orðinn óður í þessi vetrarfríi sínu.“ „Ætli það kæmi sér ekki betur að þú lærðir að strauja sjálfur áður en þú ferð að kenna öðrum,“ sagði konan við mann sinn. Hún taldi nóg komið og snerist til varnar börnum sinum. Vetrarfrí húsbóndans var farið að raska eðlilegu heimilislífi. „Ég er vön að gera það sem gert er hérna heima,“ bætti hún við. „Það verð- ur varla mikil breyting á, hvað sem líður þessum látum í þér núna. Hefur þú kannski í hyggju,“ sagði konan við orkubúntið Frí- mann, „að halda áfram skúring- um og ryksogi eftir að þessu vetr- arfríi þínu lýkur? Með fullri virð- ingu fyrir þér finnst mér það ótrú- legt.“ Þetta sagði konan um leið og hún greip straujárnið og renndi yfir flíkumar. Krakkarnir komu sér hljóðlega burt. Það var von á bót. Mamma hafði tekið málið í sínar hendur. Langþráðar samvistir „Hvernig var vetrarfríið?" spurðu vinnufélagarnir þegar ég mætti á ný eftir þessa tíu daga. „Það var fint,“ sagði ég, „bara slökun heima, langþráðar sam- vistir fiölskyldunnar. Svona dagar treysta böndin milli hjóna og ekki síður milli foreldra og barna. Slíkt verður ekki metið til fjár. Það er verst hvað þessir frídagar eru fljótir að líða. Feður eru allt of lítið með börnum sínum, geta ekki leiðbeint þeim og hjálpað sem skyldi. Þau hljóta að sakna þess.“ „Hvað er að gerast á þessu heimili?" spurði konan þegar hún kom úr vinnunni síðdegis. „Skúraðir þú. gólfið? Misstir þú eitthvað niður, góði minni, og þurftir að hreinsa það í örvænt- ingu?“ Hún beindi orðum sínum til eiginmanns sins á fyrsta degi nokkurra daga vetrarfrís. „Ég verð nú að segja það,“ sagði kon- an og vissi enn ekki hvað hún átti að halda, „að þetta er í fyrsta skipti í okkar sambúð sem þú skúrar gólf óumbeðið. Er ekki allt í lagi með þig?“ spurði hún og Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri bætti því við að sambúðin hefði staðið langt á þriðja áratug. Því væri vart hægt að tala um breytt- an og bættan mann heldur endur- hannað eintak. „Já, elskan," svaraði ég. „Ég rétt si svona fór með þvegilinn yfir parketið,“ bætti ég hæversk- ur við og talaði eins og maður sem hefði haft viðurværi af skúr- ingum. „Það er alveg spurning hvort við ættum ekki að endur- nýja þessar græjur okkar,“ hélt ég áfram og lét að því liggja að skúr- ingasett heimilisins væri fábrotið. „Ættum við ekki að fá okkur svona vagn sem hægt er að keyra um gólfin, stinga þveglinum í og vinda?“ „Er þetta í fyrsta skipti sem þú sérð skúringakústinn, hvað þá handleikur hann?“ sagði frúin. „Ég veit ekki hvað hefur hlaupið í þig. Ef þú heldur að þú sért að skúra gólfin 1 Laugardalshöllinni þá er það misskilningur." Hún benti á eldhúsið og stofuna. „Þessi kústur hefur dugað á þennan bleð- il og dugar áfram. Við þurfum ekki farartæki á hjólum til þess að renna yfir þetta. Rök tuska nægir." Lengi ífríi? Konan leit yfir sitt hefðbundna yfirráða- svæði á heimilinu og spurði svo. „Ryksug- aðir þú líka? „Já,“ sagði ég með sama litiilætinu og fyrr, „ég renndi yfir með ryksug- unni og barði motturnar." Konunni varð svo um að hún settist og mátti ekki mæla um stund. „Þið gangið svo snyrtilega um heimili ykkar, krakkar," sagði ég og beindi máli mínu til ungmennanna. „Verður kallinn lengi i fríi, mamrna?" spm’ði ungi maðurinn á heimil- inu. Honum leist engan veginn á fóður sinn eftir þennan fyrsta dag í seintekna vetrarfríinu. „Ég held að hann verði hér heima í eina tíu daga,“ stundi konan. Hún mátti loks mæla. Greinilegt var að henni leist heldur ekki á blikuna. Víst var um miklar framfarir að ræða hjá eiginmanninum. Hún þekkti sinn mann þó það vel að hún reiknaði með einhverjum aukaverkunum samfara hrein- lætisæðinu. Frímann einn á ferð Sama gilti um börnin þótt bróð- irinn hefði einn orðað vandann. Systurnar á heimilinu biðu þess eins sem verða vildi. Þau borðuðu þögul um kvöldið. Vetrarfrí eru nefnilega allt annars eðlis en sum- arfrí. í sumarfrium fer fjölskyldan saman í ferðalög og gleymir hvunndagserli. í vetrarfríi er yfir- leitt aðeins einn. Aðrir heimilis- menn halda áfram í sinni vinnu eða skóla. Frí- mann gengur því einn um sali og hætt er við að hann baki öðrum vand- ræði því hann langt þangað stendur skyndilega frammi fyrir því að hafa ekkert að gera. Kona og börn sáu hið bráða aðgerða- leysi heimilisföður- ins brjótast út í skelfílegu tusku- brjálæði. Vart með sjálfum sár Næsta morgun, á öðrum degi vetrarfrís húsbóndans, vaknaði hann fyrstur manna, gott ef ekki við fyrsta hanagal. „Ég held að þú sért ekki eölilegur," sagði konan þegar hún kom fram löngu síðar. „Þú kannt ekki að vera í fríi, allra síst einn.“ „Ég gekk frá skólanesti fyrir stepum- ar,“ sagði ég, „smurði brauð og stakk að auka- verkan- ir Frí- manns væm enn að koma fram. Hið snöfur- mann- morgunat væri hluti þeirra. „Má ekki bjóða þér kaffi og eina ristaða, elsk- an?“ sagði ég og hellti um leið snarpheitu kaffi i bolla frú- arinnar. „Hvort viltu epla- eða appelsínusafa með?“ Konan starði á stökk- breyttan eigin- mann sinn. „Ég held í alvöru að ég verði að láta líta á þig,“ sagði hún, „þú ert ekki með sjálfum þér. Hvað er eigin- heima sökun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.