Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 32
-* 44 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 viðtal leikaranum, Harold Perrineau, sem leikur Mercutio. „Hann er með rastafléttur, krossklæddur í siifurlitað mínipils og töltir um á klossuðum skóm - túlkun sem er langt frá karlmannlegri og rudda- legri sviðsframkomu Laurence Oliviers í sama hlutverki á sviði árið 1935. Þegar leikarinn skiptir svo um föt og klæðist bol og galla- buxrnn, dýpkar bara leikur hans. Og Shakespeare lifir þetta allt af í myndinni. Hugsun og tiifmningar eru alltaf til staðar og þvílíkur léttir að heyra amerískan hreim glíma við Shakespeare. Þeir hljóma miklu meira ekta en hinar yfirfinu tilraunir okkar.“ Sem faðir Brown í samnefndri kvikmynd (1954). Prestbúnlngurinn lagði sitt á vogarskálarnar tii að Sir Alec tók kaþólska trú ári síðar. „Leikari er venjulega aðeins brotahaugur sem vart getur myndað heila manneskju. Leikari er túlkandi orða annarra manna, oft sál sem þráir að afhjúpa sjálfa slg gagnvart umheiminum en þorir ekki, handverksmaður, handfylli töfrabragða, hégómakútur, kaldur áhorfandi að mannlífi, barn, og þegar honum tekst best upp; prestur sviptur kjóli sem getur í klukkustund eða tvær kallað yfir sig himnaríki eða helvíti til að heltaka hóp saklausra." En hver er þá galdur Sir Alecs að leika vel lítil hlutverk og stór? Hann svarar þessari spumingu í sjálfsævi- sögu sinni þegar hann segir frá fyrstu fundum leikarans Sir Johns Gielguds og sín. Sir John var þá ungur leikari, kominn á toppinn sem Shakespeare- túlkandi í leikhúsunum í London. Hann aðstoðaði Alec Guinness við að komast inn í leiklistarheiminn og um árabil lék Alec i leiklistarhópi Gielguds. Ein jól á fjórða áratugnum gaf hann Alec bók með bréfum Ellen Terrys og hafði áritað hana eftirfar- andi: „Til Alecs sem fer vaxandi." Síð- an fylgdi tilvísun úr fimmta þætti Hamlets eftir Shakespeare: „The rea- diness is all.“ (Að vera viðbúinn skipt- ir öliu). Sir Alec segir að síöan hafl þessi tilvísun verið kjörorð sín í líf- inu. Gagnrýninn en einnig hriflnn Aðspurður imi unga leikara í dag, segir Sir Alec að þeir séu auð- vitað misjafnir. Hann er þó gagn- rýninn á hvunndagslegan fram- burð margra þeirra á sviði sem á hvíta tjaldinu og er ekki hrifinn af þvi að þeir noti eigin málýsku sem hann kallar oft „slappa“. Þeg- ar Sir Alec var að byrja í leiklist- inni var gríðarlega mikið lagt upp úr því að útrýma öllum málýskum eða framburði sem komið gæti upp um uppruna og stétt leikar- sms. Það er ein skýringin á þvi að allir breskir leikarar af eldri kyn- slóðinni tala eins og menn af aðal- sætt - hina fullkomnu ensku. Sir Alec er af þessum skóla. En Sir Alec er einnig fúllur að- dáunar á mörgum ungum leikur- mn í dag og mörgum kvikmynd- um sem eru framleiddar nú á dög- um. Sérstaklega er hann berg- numinn af kvikmynd Baz Luhrmann's „Rómeó og Júlíu“ (1996) sem er byggð á samnefndu leikriti Shakespeares. Einkum er Sir Alec hrifinn af unga, þeldökka f»> w rsi J - Mikill Englendingur en ákafur Evrópusinni Þrátt fyrir ákveðnar skoðanir á ölium hlutum, segist Sir Alec vera gjörsamlega ópólitískur („nema þegar ég var átján ára og kallaði mig kommúnista án þess að hafa lesið staf eftir Marx eða Lenín eða eftir nokkurn annan kommún- ista“). Sir Alec Gunniess, einn þekktasti fulltrúi Englands og með frægasta andlit þjóðarinnar á þessari öld, segist þó vera mikill Evrópusinni, trúir sterklega á samstarf þjóða og aukinn mann- skilning og frið með færri landa- mærum og varar sterklega við þjóðernisrembu. „Anthony Troll- ope (breskur rithöfundur á 19. öld), einn mesti Englendingur sem uppi hefir verið, skrifaði í bréfi 1862: „Þjóðland manns hefrn- eng- an rétt að krefjast eins eða neins. Það eru hlutir sem eru hærri og betri og meiri en ættjörðin. Maður er þjóðemissinni einungis vegna þess að maður er of smár og veik- burða til að vera alþjóðasinni.“ Sir Alec Gunniess lýkur áritun bókanna með léttri hreyfingu. Hann réttir mér þær og brosir: „Jæja þá ..." segir hann. Ég tek við bókunum og tek í hönd hans. Fingurnir eru stuttir og þéttir og höndin mjúk. „Ég haföi hug að taka við þig viðtal," segi ég, „en mér var sagt að þú sért hættur að veita viðtöl?" Hann horfir á mig þungum, dökkum augum undir svörtum og þungiun gleraugun. Hann hefur átt við augnsjúkdóm að stríða og farið í aðgerðir á und- anfömum árum sem flestar hafa reynst jákvæðar. Augu hans brosa. „Það er rétt,“ segir Sir Alec Guinness. „Ég veiti ekki nein við- töl lengur." Sir Alec kom með konu sína til íslands í ágúst árið 1968. SirAlec á Hagatorgi í íslandsheimsókninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.