Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 24. APRIL 1999 ^riðsljós 47 i. James Woods: Erfiður í samstarfi James Woods hefur aldrei haft það orð á sér að vera auð- veldur í samskiptum og ekki skánar það með árunum. Hann er nú við tökur á nýjustu mynd Olivers Stones, Any Given Sunday. Ekki hefur allt gengið sem skyldi á tökustað og byrj- aði það á því að miklar illdeil- ur voru milli samstarfsmanna James, LL Cool J og Jamie Foxx sem enduðu með því að Jamie kærði rapparann LL. James fmgurbraut sig í fót- boltaatriði en steininn tók fyrst úr þegar bílstjórinn hans varð of seinn að ná í hann á töku- stað. Eftir að hafa hrópað ókvæðisorð að samstarfsfólk- inu og stormað í burtu náði umboðsmaður hans að róa hann niður og Oliver Stone lof- aði að ekki yrðu fleiri uppá- komur. Jennifer Lopez í strákavandræðum: Tengdamamma vill hana burt Hin 28 ára Jennifer Lopez á eftir því sem best er vitað í ást- arsambandi við 21 árs gamlan stúdent að nafni Karl Boeh- ringer. Það gengur vel út af fyrir sig ef ekki væri fyrir tengdamömmuna, Nidiu Boeh- ringer, sem hringir stanslaust í blöð og vill að Jennifer láti litla strákinn sinn í friði. Tengdó segir að litli strákur- inn hafi verið vanur að koma heim um helgar og læra en al- veg sé búið með það. Hann klæði sig í leður og líti út eins og melludólgm-. „Ég er að reyna að veita honum mennt- un,“ segir tengdó, „en hún eyðileggur allt.“ Kirstie Alley: Reynir að verða ólétt Kirstie Alley ætlar ekki að láta aldurinn standa í vegi fyr- ir því að hún verði móðir í fyrsta sinn. Leikkonan er nú 48 ára gömul en er svo ákveðin í því að eignast bam að hún hef- ur lagt til hliðar 625.000 pund fyrir nýrri frjósemismeðferð sem er sérstaklega ætluð eldri konum. „Ég er ein af ríkustu konunum í skemmtanabrans- anum og ég hef efni á að láta þetta takast,“ á hún að hafa sagt við vin sinn. Kirstie ætlar að ala bamið upp með kærasta sínum James Wilder, og ef meðferðin heppnast verður óléttan skrifuð inn í sjónvarps- þætti hennar Veronica’s Closet. Óléttan mun líka - allavega í niu mánuði - stöðva leiðind- araddir um þyngdarvandamál hennar sem sögð em umtalsverð. Margir hafa það nú á orði að leikkon- an hafi verið að borða fýrir tvo um alllangt skeið. Mariah Carey: Tæp á tauginni Við höfðum öll rangt fyrir okkur. Mariah Carey er ekki þessi freka prímadonna sem all- ir héldu að hún væri, heldur við- kvæmt lítið blóm sem þarfiiast ástar og umhyggju. Söngkonan segist þjást af svo margvíslegu óöryggi að hún geti varla sofið um nætur. Til dæmis er hún mjög hrædd um að hún finni aldrei ástina af því að hún er svo ógeðslega fræg. „Karlmönn- um finnst sér ógnað,“ kvartar hún. „Maður heldur að þeim sem eru frægir líði vel en sú er ekki alltaf raunin.“ Mariah kennir m.a. uppeldinu mn óör- yggiskenndina svo og hjóna- bandi með miklu eldri manni. „Ég geng ekki til sálfræðings þótt ég ætti sjálfsagt að gera segir stjaman og er ekkert að skafa utan af því. Ný og breytt útgáfa Formúlan, golf, körfubolti, torfæra, frjálsar, handbolti, skíði, unglingar, fótbolti... \ íldiSSIUr ■ ■ ■ ■ mm ■ tölvui tækni og vísinda Heimasíður stjórnmálaflokkanna: Góðar eða slæmar? Óttast íslendingar 2000-vandann? Getnaðarvarnir karlmanna Landbúnaður 20 síðna aukablað um landbúnaðinn - Borgarbarn tekið tali í sveitinni - Innviðir Hvanneyrar skoðaðir - Forvitnilegt viðtal við 3 kynslóðir sem búa undir sama þaki - Lífrænir bændur rf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.