Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 18
i8 Ifeygarðshornið
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 JjV
Allt eru þetta tilfinningar og rök
sem þarf að gefa gaum í umræð-
unni um ESB. En það er skammur
vegurinn frá fagurri ættjarðarást
til nokkurs konar vegsömunar fá-
tæktarinnar - sem er kitsdraumur
um einfalt líf í fátækt: stundum
hvcirflar að manni að einkennis-
söngur sumra íslenskra vinstri
manna ætti að vera Dísa í Dalakof-
anum.
****** •
Er það nú endilega ósamrýman-
legt ættjarðarást og þjóðarstolti að
aðhyllast þá hugmynd að íslend-
ingar gangi í ESB sem fuilgildir
þátttcikendur, þjóð meðal þjóða,
stoltiu- og sérstaktur partur af álf-
unni með sínar óumræðilegu sér-
þarfir? Þegar Norðmenn verða
komnir þama inn: verður ekki
hlutskipti íslendinga svolítið eins
og Rósu í heiðinni í Bók aldarinn-
ar, þegar hún saug upp í nefið að-
spurð um lífið með harðstjóranum
Bjarti og sagði dauflega: Það er
sosum ósköp frjálst. . .
ísland og ESB
ar missi forræðiö yfir eigin land-
helgi, missi stjóm á fiskveiðum
sínum, missi lífsbjörgina í hendur
útlendingum, og til hvers var þá
barist? Allir sjá fyrir sér hundrað
spænskra togara uppi í landstein-
unum hér, sem vissulega er hroll-
vekjandi hugmynd.
Hvað nú ef þetta er orðum auk-
ið? Það fæst ekki einu sinni rætt
hvort eigi að láta reyna á það.
******
Hægt er að vera andvígur aðild
að ESB af ýmsum orsökum.
Þannig líta sumir á sambandið
sem lokaðan klúbb ríku þjóðanna
sem tryggi þannig hagsmuni sína
gagnvart fátæku löndunum - sem
eflaust má til sanns vegar færa.
Kynslóðin sem var á Þingvöllum
árið 1944 á líka erfitt með að sjá
fyrir sér ísland í þessum félags-
skap vegna þess fúllveldisafsals
sem því fylgir - það er líka virð-
ingarvert sjónarmið.
Og loks er það rík hefð í ís-
lenskri vinstrimennsku að tor-
tryggja „útlenskt gull“; fólki ftnnst
sem verið sé að kaupa okkur til
fylgilags. Það sjónarmið á sér líka
rök í þeim fjáraustri sem beint var
hingað til að sætta íslendinga við
erlenda hersetu til frambúðar í
landinu. Þetta er sjónarmið þeirra
sem leggjast eindregið gegn allri
erlendri stóriðju, líta á landið sem
„okkar gömlu móður“ eins og
Tómas Sæmundsson Fjölnismaður
orðaði það í bréfi til Jónasar Hall-
grímssonar.
Nokkrir verka-
lýðsforkólfar gerðu
sig seka um ófyrir-
gefanlegan hlut á
dögunum: þeir fóm
sjálfir til Bmssel og
öfluðu sér upplýs-
inga um ísland og
ESB. Þeir létu sér
ekki nægja orð ís-
lenskra ráðamanna
heldur kynntu sér
sjálfir málið. Hingað
til hefur verið farið
með allt sem við-
kemur tengslum ís-
lands og ESB sem
trúnaðarmál; til
þessa hafa þetta ver-
iö upplýsingar sem
ráðherramir einir
skuli hafa aðgang að
og það sem til þegn-
anna berst um þessi
mál hefur verið und-
ir ströngu eftirliti,
nánast dulkóðað úr
munni fréttamanna.
Verkalýðsfor-
kólfamir gerðu ann-
að sem ekki var síð-
ur ámælisvert: þeir
vöktu máls á Evr-
ópumálum rétt fyrir
kosningar. Jafnvel
þótt íslendingar
þurfi vafalaust að gera upp við sig
á næsta kjörtímabili hvemig þeir
vilja að tengslum sínum við ESB
verði háttað þá virðist ríkja al-
mennt samkomulag um það milli
flokkanna - þeirra stóru að
minnsta kosti - að ræða þetta mál
ekki fyrir kosningar. Um það mál
ganga þeir óbundnir til kosninga.
Eins og gildir raunar um öll mál
sem þegnana varða, eins og Jón
Ormur Halldórsson benti þráfald-
lega á í sínum
fínu pistlum um
íslensk stjórn-
mál í Víðsjá Rík-
isútvarpsins.
Ekki er að efa að
verkalýðsforingj-
amir hafa hver
og einn fengið
„bréf ‘ eða hvað á
að kalla þetta
sem Davíð Odds-
son virðist
stunda að senda
mönnum eins og
hann væri Amt-
maðurinn, og
heilsar hvorki né
kveður í þeim
orðsendingum.
Hann brást að
minnsta kosti
ókvæða við I
fréttum og gerði
lítið úr öllum
sem hann gat
gert lítið úr, án
þess þó að fjalla
efnislega um
málið.
Fram til þessa
hefur það verið
nánast eins og
trúarsetning í íslenskri umræðu
að sjávarútvegsstefna ESB komi í
veg fyrir aðild íslendinga að þessu
bandalagi - þar hefúr verið upphaf
og endir umræðunnar um þau
mál. Haft er fyrir satt að íslending-
dagur í lífi
Bókavikudagur í lífi Sævars Sigurgeirssonar:
Hér um bil í
umfelgun
Þriðjudagur 20. apríl. Snerist
nokkra hringi í svefnherberginu
áður en ég fann vekjaraklukkuna.
Af illri nauðsyn hef ég þurft að finna
henni nýja staði reglulega, annars er
þetta of auðvelt og ég sofna aftur. í
þetta skiptið sá ég þó við eigin
brellu, slökkti á henni til hálfs,
skreið upp í aftur og beið þess að
hún hringdi í annað sinn... og
þriðja... o.s.frv... og spratt svo ffarn
úr alltof seint aö vanda, rauk fram á
bað og bölvaði stífluðum vaskinum
þriðja daginn í röð. Hér dugar
greinilega enginn meðaldrullusokk-
ur, hér þarf alvörupípara. Ég deildi
því vaski með óuppþvegnu leir-
tauinu frá í gær og þegar ég hafði
þomað sæmilega í uppþvottagrind-
inni fór ég í að vekja konu og son.
Klæddi annað þeirra en hitt bjargaði
sér sjátft. Eftir hæfilegan skammt af
morgunkomi í bland við nokkur
gullkom þriggja ára heimspekings
var ekið af stað, í leikskólann, í
myndlistarskólann og bókabúð Máls
og menningar, í einhverri röð.
Litaður vinnudagur
Vika bókarinnar hefst í dag með
tilheyrandi degi bókarinnar á föstu-
daginn og auðvitað litaðist vinnu-
dagurinn dálítið af því. Það þurfti að
redda plakötum og lækka verð og
koma fyrir tilboðsborðum og breyta
gluggum og stressast svolítið yfir
því að nýjar bækur sem lesa á úr á
Súfistanum í kvöld verði örugglega
komnar í hús glóðvolgar úr prent-
smiðjunni. Fyrir utan þetta venju-
lega, að bregðast við öllum kúnnun-
um og símtölunum og sjá um að allt
sé nú örugglega til sem þarf að vera
til. Annars eru náttúrlega allir dag-
ar dagar bókarinnar hjá okkur sem
vinnum viö þær allt árið en allar
svona tilbreytingar lífga upp á og
það er óneitanlega þakklátt að fá að
gefa viðskiptavinunum bókina
Þrisvar þrjár sögur af þessu tilefni.
Hinar sérhönnuðu umbúðir skreytt-
ar ljóðum sem leiðtogar stjómmála-
flokkanna völdu hafa einnig átt sinn
þátt í að lífga upp á afgreiðsluna því
það er ekki öllum sama með hvaða
leiðtoga hann labbar út í vorið.
Ætti að kæra Tvíhöfða
í hádeginu var ég hér um bil
lagður af stað með bílinn í umfelg-
un þegar ég mundi að ég var ekki
á bílnum, svo ég ákvað að rölta
Sævar segir frá annasömum degi þar sem við sögu koma drullusokkur, Tvíhöfði og Poulenc. DV-mynd
niður í Bankastræti og sækja
myndir í framköllun og líta jafn-
framt inn í nýrri verslun sem Mál
og menning er að opna þar, rétt til
að vita hvemig undirbúningur
gengi. Fór svo yfir textann minn á
kaffistofunni en í kvöld stendur til
að endurflytja franskt kvöld í
Kaffileikhúsinu þar sem ég lék
og/eöa flutti ljóð eftir ýmsa Frakka
sem Þórunn Guðmundsdóttir söng
svo við tónlist Poulenc við undir-
leik valinna tónlistarmanna. Stóð
til, öllu heldur, því seinnipartinn
var hringt frá Kaffileikhúsinu og
tilkynnt að sýningin félli niður.
Það vora vissulega vonbrigði því
þegar dagskráin var frumflutt var
aðsóknin slík að færri komust að
en vildu. Það hafði því verið
ákveðið að endurtaka leikinn
„vegna fjölda áskorana“ en allir
þessir áskorendur höfðu ekki pant-
að miða. Það var því ákveðið að
hittast í Kaffileikhúsinu kl. 7 og
taka saman en til að drepa tímann
eftir vinnu kl. 6 opnaði ég tölvu-
póstinn og viti menn, þar var
„Þetta helst“ handrit frá Hildi
Helgu sem ég las yfir með fáum at-
hugasemdum, einhverjar tilkynn-
ingar frá fyrrverandi skólafélögum
vegna tíu ára stúdentsafmælis í
vor, tilkynningar frá félögum mín-
um í Hugleik, m.a. um næstu skref
í fjáröflun vegna yfirvofandi Lithá-
enferðar auk bókapantana sem
bíöa morgundagsins. Eftir kvöld-
mat heima með fjölskyldunni gerði
ég heiðarlega tilraun til að þýða
danskan revíutexta en sofnaði svo
fyrir framan sjónvarpið. Rumskaði
við Tvíhöfðamenn hjá Áma Þórar-
ins og sofnaði aftur. Ég ætti nú eig-
inlega að kæra þá.