Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 17
AUK k959d35-101 sia.is
■ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
Geir H. Haarde fjármálaráðherra setti vináttuna f annað sæti.
Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki:
Notaði ástríðuna til að
komast á leiðarenda
Forgangsröðun Geirs:
1. Sæti: Ástríður (hestur)
2. sæti: Vinátta (kind)
3. sætir: Frumþarfir (kýr)
4. sæti: Bömin (api)
5. sæti: Stolt (ljón)
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
skildi ljónið fyrst eftir svo það æti
ekki hin dýrin. Svo losaði hann sig
við apann.
„Það er til trafala að vera með
hann á bakinu,“ sagði Geir og stuttu
seinna losaði hann sig við kúna af
því að hún var aðeins of hægfara.
Að lokum varð kindin eftir í eyði-
mörkinni og Geir notaði hestinn til
að komast klakklaust á leiðarenda.
Og hvemig líst þér svo á niður-
stöðuna?
„Ég hefði nú kannski svarað
þessu á annan veg hefði ég vitað að
apinn táknaði börnin,“ sagði Geir.
Ögmundur Jónasson setti ástríðuna í fyrsta sæti.
Ogmundur Jónasson, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði:
Stoltið felst í umhyggju
fyrir börnunum
Forgangsröðun Ögmundar:
1. sæti: Ástríða (hestur)
2. sæti: Vinátta (kind)
3. sæti: Frumþarfir (Kýr)
4. sæti: Börnin (api)
5. sæti: Stolt (ljón)
Ögmundur Jónasson hjá vinstri
grænum var ekki lengi að taka prófið,
svaraði spurningunum hverri á fætur
annarri og fékk siðan að vita niður-
stöðuna og var ekki alveg nógu
ánægður.
„Ég hefði nú viljað passa betur upp
á bömin,“ segir Ögmundur og bætir
því við að það hefði verið meira ætt
við sínar hugsjónir.
í miðju prófinu spurði Ögmundur
líka hvort það ætti ekki að halda ap-
anum. Hann hætti að vísu við og hafði
svo sem ekkert um það að segja en var
svolítið sár yfir því að hafa ekki pass-
að betur upp á börnin (apann).
„Þá hefði ég ekki haft neinar
áhyggjur af þessu með stoltið því
stoltið felst í umhyggju fyrir börnun-
um,“ segir Ögmundur Jónasson.
viðtal i7
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
setti kindina, vináttuna, í fimmta
sæti.
Finnur Ingólfsson,
Framsóknarflokki:
„Hesturinn þarf-
asti þjónninn"
Forgangsröðun Finns:
1. sæti: Ástríður (hesturinn)
2. sæti: Stolt (ljónið)
3. sæti: Bömin (apinn)
4. sæti: Frumþarfir (kýr)
5. sæti: Vinátta (kind)
„Mér þykir nú leitt að hafa losað mig
við kindina fyrst,“ sagði Finnur fngólfs-
son, Framsóknarflokki, þegar hann
fékk að vita niðurstöðuna úr prófmu.
„Ég treysti á að ljónið kæmi mér á leið-
arenda."
En hann lét það samt fjúka og fór á
hestinum lokasprettinn. „Hesturinn er
þarfasti þjónninn," segir Finnur og
hugsaði frekar rökrétt í prófmu. Hann
losaði sig fljótlega við beljuna af því að
hún mjólkar ekki vel á langri og
strangri göngu í gegnum heita eyði-
mörk.
finndu frelsið í fordfiesta
á aðeins milljón og tólf