Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 X^"V i6 ýiðtal Börnin urðu undir hjá frambjóðendunum DVfékk sex stjórnmálamenn, hvern í sínum flokki, til aö taka japanskt per- sónuleikapróf Þetta var ekki keppni, athugun eöa greindarvísitölupróf bara léttur leikur í hálfleik frá kosningunum. Hvaö niðurstöður stjórnmálamann- anna varöar kom margt á óvart og þá sérstaklega hversu börnin lentu neöar- lega en ástríðurnar ofarlega. En hér verður ekki lesið í hvort þessir frambjóð- endur séu eitthvað öðruvísi en annað fólk eða hafi fengiö óvenjulega útkomu úr prófinu. Lesendur verða bara sjálfir að spreyta sig á prófinu og bera niðurstöð- ur sínar saman við þeirra. Það gœti jafnvel orðið til þess að einhverjir óákveðn- ir fyndu sinn mann og jafnvel sinn flokk. Japanskt persónuleikapróf Hér er prófið sem frambjóðendurnir tóku og er um að gera fyrir lesendur að spreyta sig áður en þeir vita hvernig niðurstaðan er reiknuð út. 1. Þú ert í eyðimörk og með þér eru flmm dýr: ljón, kýr, hestur, kind og api. Til að komast yflr eyðimörkina verður þú að losa þig við eitt dýranna. Hvaða dýr myndir þú skilja eftir?- 2. Nú áttu fjögur dýr eftir. Það er brennandi heitt í eyðimörkinni og þú sniglast þetta áfram í sandinum, kílómetra eft- ir kílómetra. Þú áttar þig á því að til að komast alla leið verður þú að losa þig við annað dýr. Hvaða dýr skilurðu nú eftir?-- 3. Þú átt þrjú dýr eftir og gengur og gengur og gengur. Hitinn er óbærilegur. Vinin í eyðimörkinni, sem þú varst að leita að, er löngu þomuð upp. Það eina sem þú getur gert er að losa þig við enn eitt dýrið. Því miður.- 4. Aðeins tvö dýr fylgja þér nú. Þetta er ansi heitur labbitúr. Við sjóndeildarhringinn sérðu þó fýrir endann á auðn- inni. En því er nú verr og miður, þú kemst aðeins út úr eyðimörkinni með eitt dýr. Hvort dýrið skilur þú eftir? 5. Dýrið sem þú situr uppi með er efst í forgangsröð þinni og það sem þú losaðir þig við fyrst lendir í fimmta sæti. Merking svaranna Ljón = stolt Api = bömin þín Kind = vinátta Kýr = frumþarfir Hestur = ástríða þín Þess má geta að eyðimörkin merkir þrengingar. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu: w Astríðufullur kuldaboli Forgangsröðun Össurar: 1. sæti: Vinátta (kind) 2. sæti: Frumþarfir (kýr) 3. sæti: Ástríða (hestur) 4. sæti: Bömin (api) 5. sæti: Stolt (ljón) Samfylkingarmaðurinn Össur Skarphéðinsson var ekki lengi að ákveða i hvaöa röð hann myndi losa sig við dýrin. Hann lét ljóniö flakka fyrst, þá apann, svo hestinn og að lokum kúna. Sem þýðir að Össur metur vináttuna mest af öllu (hann lét kindina aldrei frá sér) og frum- þarfimar þar á eftir. Ástríðuna set- ur Össur í þriðja sæti og dóttur sína í það fjórða. í neðsta sæti lendir stolt hans. „Ég er auðmjúkur maður og er þess vegna sáttur við að stoltið sé í fimmta sæti. Sömuleiðis er ég ánægður með að það skuli koma í ljós hversu vel ég met vini mína. Hins vegar viðurkenni ég ekki að dóttir mín sé svo neðarlega i for- Vináttan er í fyrsta sæti hjá Össuri Skarphéðinssyni. gangsröðinni. Ekkert er mér dýr- mætara en hún. Auk þess hef ég hingað litið á sjáifan mig sem ástríðufullan mann en það kemur ekki fram í niðurstöðum þessa prófs. Enda er það japanskt og ekki mikið að marka það. Persónuleika kaldlyndra norðurhjarabúa er ekki hægt að greina með japönsku prófi.“ Methúsalem Þórisson er sáttur við að ástríðan sé efst á blaði hjá sér. Methúsalem Þórisson, Húmanistaflokki: „Margt til í þessu" Forgangsröðun Methúsalems: 1. sæti: Ástrlða (hestur) 2. sæti: Vinátta (kind) 3. sæti: Frumþarfír (kýr) 4. sæti: Bömin (api) 5. sæti: Stolt (ljón) „Líklega er margt til í þessu,“ sagði Methúsalem Þórisson, fram- bjóðandi Húmanistaflokksins, þegar niðurstöður prófsins lágu fyrir. Samkvæmt því er hann ástríðufúll- ur fram í fingurgóma þar sem hann hélt tryggð sinni við hestinn í gegn- um alla auðnina. Kindinni hélt hann líka lengi sem merkir að vini sína metur hann mikiis. „Ég losaði mig við ljónið fyrst af því að það étur hin dýrin. Apinn fékk að fjúka þar á eftir þar sem hcum getur ekki klárað sig í eyði- mörkinni hvort sem er. Kýrin er þung á sér og þess vegna lét ég hana gossa. Hesturinn getur hins vegar hjálpað mér að komast á leiðarenda og þess vegna skildi ég rolluna eft- ir,“ sagði hann til útskýringar á for- gangsröðuninni. „Ég er vinmargur, það er rétt, og met vináttuna mikils. Sömuleiðis viðurkenni ég að frumþarfimar gleymast stundum í öllu mínu sjálf- boða- og hugsjónastarfi. Raunar eru bömin mín ofar í huga mínum en þetta próf segir til um en kannski lenda þau svona neðarlega af því að þau em uppkomin. Börn eru líka sjálfstæðir einstaklingar og enginn ætti að binda lífstilgang sinn við þau þar sem þau munu öðlast sinn eigin tilgang síðar og skapa sína eig- in framtíð," segir Methúsalem og bætir við að ef ástríðuna megi túlka sem leitina eftir tilgangi og ham- ingju í lífinu þá sé hann mjög sáttur við að hún sé efst á blaði. Sverrir Hermansson segir öll atriðin í prófinu vera óskaplega mikilvæg. Sverrir Hermansson, Frjálslynda flokknum: „Þetta er allt í lagi" Forgangsröðun Sverris: 1. sæti: Ástrfða (hestur) 2. sæti: Bömin (api) 3. sæti: Vinátta (kind) 4: Fmmþarfir (kýr) 5: Stolt (ljón) Sverrir Hermannsson, forystu- maður Frjálslynda flokksins, leysti persónuleikaprófið og var ekki lengi að. Þegar útkoman lá fyrir hafði hann þetta um málið að segja: „Mér sýnist að öll atriðin séu óskaplega mikilvæg og er nokkuð ánægður með niðurstöðuna." Hann tók þó fram að bömin sín teldi hann vera ofar í forgangsröð- inni en prófið sýndi. Þau tekur hann fram yfir allt annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.