Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 > / ’ y- * Of sein í afmælið Hinar hljóöfráu Concorde-flug- vélar eiga þrjátíu ára afmæli um þessar mundir og var því fagnað í London á dögunum. Svo óheppi- lega vildi þó til aö flugvélin, sem flýgur á tvöfoldum hraða hljóðs- ins, kom of seint í afmælið en ekki mun hafa væst um afmælis- gestina eitt hundrað sem voru um borð. Talsmaður British Airways kenndi ágangi fjölmiðla í París um og þess vegna hefði vélin hafið sig síðar á loft en áætlað var. Farþegaþotan var smíðuð í samvinnu Breta og Frakka og flugfélögin, sem nota hinar þrettán Concorde-vélar heimsins, eru British Airways, með sjö vélar, og Air France með sex. Farmiði með Concorde kostar engan smáskilding og til dæmis má nefna að ferð frá London til New York kostar í kringum 350 þúsund aðra leiðina. Engar biðraðir Ferðamenn í París, sem hyggj- ast heimsækja Louvre-safnið, geta forðast langar biðraðir, sem fnfit jafnan eru við inngang safnsins, með því að kaupa aðgöngumið- ann fyrir fram á Netinu. Þannig geta menn haldið rakleiðis inn í safniö því biðraðimar eru við miðasöluna. Á slóðinni www.ticketweb.com er hægt að kaupa miða sem gilda til janúar- mánaðar árið 2000. Þá má líka festa kaup á miðum á slóð safns- ins, www.louvre.fr. Til þjónustu reiðubúin Verslunareigandi í Tokyo ákvað nýverið að reka allt starfs- fólkið og bjóða þess í stað upp á þjónustu vélmenna. Verslunin nefhist Roboshop Super 24 og þar geta viðskiptavinir spókað sig án þess að á þá sé yrt. Þessi tilraun Tokyomannsins þykir hafa gefið góða raun og til stendur að opna 30 sams konar verslanir víðs veg- ar um heiminn; m.a. við Fimmta stræti í New York. Hæsta hús heims Kin- verskur symból- ismi og nútíma- hönnun munu mætast í fyrsta skýja- kljúfri nýs ár- þúsunds. Skýja- kljúfur- inn, sem mun hýsa kauphöllina i Sjanghæ, verður 94 hæða og mun státa af titlinum hæsta hús veraldar. Auk þess munu veitingahús, verslanir og að öllum líkindum hótelkeðjan Four Seasons koma sér fyrir i húsinu. Áætlað er að húsið verði fullbúið árið 2003. '■A Maður og kona í París eru eins og Adam og Eva í Eden. Freistingar í paradís og allt sem því fylgir. Þegar vorar í París er eins og lífið sé að kvikna í fyrsta sinn. Allt verður nýtt. Aftij, i*VW*WÍ{Íj f MasSR,/ Fyrir ferðamann í Paris eru tvær ófrávíkjanlegar reglur sem halda verð- ur í heiðri. Að borða á næstu krá og nota neðanjarðarlestakerfið, Metro. Þeir sem reyna að leita uppi bestu veit- ingastaðina og fara ailra sinna ferða fótgangandi komast aldrei í tæri við anda borgarinnar, en sitja eftir með safhsins, hafa Gyð- ingar haft aðsetur sitt svo lengi sem elstu menn muna. Þar er ógrynni veit- ingastaða og lítilia verslana og gaman að eigra um. Sá verða gjaman við óskum farþega um að aka undirgöngin á sama hraða og bif- reið Díönu var á og þá sérstaklega bíl- stjórar sem em á Benz-bifreið sömu hans í kjölfarið og þeir sitja þarna enn. Við enda göt- unnar er annað og frægara kafFihús, La Closerie des Lilas, og þar var Hemingway þaul- Gyöingahverfið - Þar er franska stemningin og Friðrik krón- prins. Iðandi mannlíf, menn- ing og listir. Gott að borða. Gott að kyss- ast. Louvre og d 'Orsay - Dýrustu og fallegustu myndlistarperl- ur veraldar inn- an seilingar. Pont de I Alma - Þarna aka leigubílar meö ferðamenn á ofsahraða um undirgöng fyrir stórfé. Þarna lét Díana prinsessa lífið. Þaðan sigla fljótabátar um Signu í Ijósa- skiptunum. &—' Latinuhverfiö - Má muna sinn fífil fegri.þeg- ar menntun var ekki orðinn ai- menningseign." Veitingahúsin sigla flest undir fölsku flaggi og verðlag miðast við túrista. Eiffel-turninn - Japanskt um- hverfi og jap- anskir þjónar. Þarna er uppá- haldsveitinga- staður Errós. s. haa matarreiknmga Metro og matur sára fætur og Þeir fara á mis. Neðanjarðarlestakerfið hefúr þann kost að þú getur horfið ofan í jörðina hvar sem er í borginni og komið upp hvar sem þú vilt annars staðar. Farið úr einum heimi í annan fyrir fimmtiu- kall. Kerfið er álíka einfalt og marg- fóldunartaflan og mannlífið undir stór- borginni ekki síðra en gerist í kvik- myndum. Minnst þijár stjömur í hvert sinn. Hvað varðar matinn þá er hann ef til vill ekki alltaf bestur í hliðarsöl- um kránna en þar er skemmtilegast að borða. Hinir sem reyna að fara á finan, franskan matsölustað geta átt á hættu að enda með hrísgijónagraut með parmesanosti fyrir framan sig. Á krán- um nægir að segja „menu“ og benda síðan upp í sig. Þá færðu þríréttaða máltíð, skvaldur og hlátrasköll fyrir brot af því sem hrísgijónagrauturinn kostar. Og í loftinu hanga veikir harm- onikkutónar sem þú hefur ekki hug- mynd um hvaðan koma. Gættu þess bara að borða ekki kvöldverð á ís- lenskum matartíma því þá missir þú af Frökkunum. Best er að byija að borða um níu- eða tíuleytið á kvöldin og sitja fram yfir miðnætti. Einnig ættu menn að gæta sin á því að sleppa ekki hádegisverðinum því hann getur verið álíka skemmtilegur; bara öðruvísi. í raun skiptist Paris í fjölmörg hverfi, sem hvert er heimur út af fyrir sig. Með aðstoð neðanjarðalestakerfis- ins er leikur einn að heimsækja þau helstu á einum degi, þó dagstund í hveiju sé best. Á hægri bakka Signu, í hverfmu á milli Bastillunnar og Pompidou-lista- sem ekki hefúr lent í því að mat- ast með gyðingafjölskyldum á þröngum veitingastað að kvöld- lagi á mikið eftir. Allir setja gyð- ingahúfuna á kollinn og tala lát- laust í GSM-síma á meðan þeir matast. í gyðingahverfinu getur þú líka átt von á því að rekast á Friðrik, krónprins Dana, sem einmitt býr á Rue de Vieille Temple og starfar í danska sendiráðinu í París. Gatan hans teygir sig alveg upp á Place de la Republique, en við enda breið- götu sem þaðan liggur í austur er kirkjugarðurinn Cimitiére du Pére Lachaise, þar sem Jim Morrison, söngvari The Doors og goðsögn í lif- anda lífi, liggur grafmn eftir erfiða nótt í Paris. Prínsessa í undirgöngum Af hægri bakkanum, þar sem krón- prinsinn og gyðingamir lifa lífi sínu, er stutt yfir á vinstri bakka Signu og í Latínuhverfið, sem þótti mjög merki- legt..á meðan menntun var ekki al- menningseign," eins og leiðsögumenn- imir á fljótabátunum segja. Latínu- hverfið má muna sinn fífil fegurri. Það er nú yfirfullt af túristum og fyrir bragðið hafa lærðir spámenn flutt sig annað. Veitingahúsin keppast við að laða til sín útlendinga og þama ætti enginn að borða að gamni sínu. Stutt er að fara austur með vinstri bakka Signu, til móts við einhveijar mestu myndlistarperlur síðari tíma, sem finna má í Louvre þar sem Mona Lisa hangir ofúrlítil uppi á vegg, svo og í Dorsey-safninu þar sem impressionist- ar allra tíma koma gestum í algleymis- ástand. Enn austar er brú sem tengir Signubakka, Pont de 1’ Ama, þar sem Díana prinsessa lét lífið í ofsaakstri í undirgöngum. Leigubilstjórar í París Montparnasse - Þar sátu Thor og Hemingway. Þar sitja kvik- myndastjörnur og drekka og hugsa. gerðar og prinsessan. Það ævintýri er dýrt í peningum talið, en eftirspum meiri en ffamboð. Við Pont de l¥Ama liggja ferjur sem sigla með ferðamenn um Signu i ljósa- skiptunum. Hægt er að velja um ferð með mat, tónlist og konum, eða ferð með engu. Fyrrnefnda ferðin er skemmtilegri og miklu dýr- ari. Toppurinn á slíkri sigl- ingu er þegar siglt er fram- hjá upplýstum Eiffel-tumin- um, sem gnæfir yfir borgina eins og víravirki úr skíra guili. Að degi til er Eiffel-tuminn ekki eins glæsilegur. En heimsóknar virði. Ekki síst vegna japönsku menningar- miðstöðvarinnar sem þar er hjá og allra Japananna sem virðast hafa lagt undir sig hverfið. Meira að segja þjón- amir á kaffihúsunum í hverfinu em japanskir og sögusagnir um japanska auðkýfmga sem vilja kaupa Eiffel-tum- inn era ekki úr lausu lofti gripnar. í hverfinu er uppáhaldsveitingastaður Errós en nákvæma staðsetningu hans geymir listmálarinn eins og sjáaldur augna sinna vegna þess að hann vill ekki hafa of marga íslendinga nálægt sér. Ekki þegar hann borðar. Hann hvetur fólk til að borða kex með rauð- víni svo það verði ekki fúllt. Thorog Hemingway Frá Eiffel-tuminum er bein Metro- lína til Montpamasse, en þar er hið fræga kaffihús Select, einn helsti sam- komustaður íslendinga í París um ára- tugaskeið. Það var Thor Vilhjálmsson sem fyrstur íslendinga settist þar inn með blokk og blýant, því hann hafði frétt að Hemingway hefði setið þar áður með blokk og blýant. Strax og Thor var sestur fylgdu aðrir landar setinn, enda er gull- plata með nafni hans greypt ofan í barborðið þar sem hann sat lengstum. Þama má sjá fræg- ar, franskar kvik- myndastjömur yfir glasi og jafnvel sjálf- an Chirac forseta. Eftir drykkju bregða menn sér yfir götuna á La Coupole og fá sér steik og franskar. Þar sitja Catherine Deneuve og Armani innan um almenning með sína steik eins og aðrir. Montpamasse hefur til langs tima verið aðsetur listamanna af öllum þjóðernum en athyglisverðara og skemmtilegra listamannahverfi er að finna á Montmartre í austurhluta Par- ísar. Þangað er of langt að fara fótgang- andi en gaman i Metró. Montmartre stendur á hæð og þaðan er útsýni yfir alla Paris. Mannlífið er á fáum stöðum í París fjölskrúðugra og verslunar- rekstur í blóma frá morgni til kvölds. Degi í Montmatre er vel varið og má þá sérstaklega benda á Naivista-safnið sem stendur á hæðinni miðri. Þar era sýnd verk margra helstu naivista ver- aldar og á sinn hátt gefúr það safn Lou- vre lítið eftir í snilld verka sem sýnd era. París er dýr. Bjórinn kostar næstum því það sama og í Reykjavík og það sama gildir um matinn í miðborginni. Ráð við því er að fara í Metró og skjót- ast upp í eitthvert úthverfanna þar sem allt er ódýrara - og skemmtilegra. Kosturinn við Metró er að það er alltaf hægt að komast sömu leið til baka. Ein aðvörun: Reynið ekki að skoða París á 2-3 dögum. Það dugar ekkert minna en vika. Best væri reyndar að vera i París allt lífið. Þá væri alltaf vor. -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.