Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 45- Bandaríkjamenn felmtri slegnir vegna morðanna í Denver: Morðingjarnir gortuðu af nýlegum vopnakaupum - en enginn tók þá alvarlega Mikil skelfing greip um sig í skólanum f Littleton og meðal þeirra sem biðu fyrir utan á meðan tveir námsmenn skutu á skólafélaga sína. Símamynd Reuter Þegar Brooks Brown gekk út úr skólanum sínum í Littleton í Den- ver í Colorado í Bandaríkjunum síð- astliðinn þriðjudag til að fá sér smók sagði vinur hans honum að forða sér. Vinurinn var Eric Harris, annar unglinganna sem myrtu fjölda skólafélaga sína þennan sama dag. Brown kveðst hafa reykt sígarett- una sína og síðan heyrt skothvelli. „Ég hljóp þá af stað og fór í næsta hús og hringdi í lögregluna. Ég sagði þeim að ég vissi hver væri að verki,“ greindi Brown frá í viðtali við fréttamenn. Eric Harris, sem var 18 ára, var aö taka töskur út úr bílnum sínum þegar hann sagði Brown að forða sér þar sem honum líkaði vel við hann. í töskunum voru sprengjur og byssur. Hvað það var sem fékk Eric Harr- is og vin hans, Dylan Klebold, til þess að ganga inn í framhaldsskól- ann sinn og skjóta til bana skólafé- lagana kemur ef til vill aldrei í ljós. En atferlisfræðingar segja að auð- veldur aðgangur unglinga, sem eiga við erfiðleika að glíma, að skotvopn- um geti valdið stórslysum. Banvæn blanda „Stærsta vandamálið í þessu þjóð- félagi er að unglingar skuli hafa að- gang að skotvopnum. Það er ban- væn blanda," segir Mark DeAnton- io, yfirmaður tauga- og geðlækn- ingadeildar unglinga í Háskóla Kali- forníu í Los Angeles. „Stærsti munurinn á unglingum nú og fyrir 20 árum er það hversu þeir eiga nú ótrúlega auðvelt með að komast yfir skotvopn,“ segir DeAntonio. „Þetta er erfitt óróleika- tímabil og krakkar ættu ekki að hafa aðgang að byssum." Mannskæðar árásir hafa verið gerðar á undanförnum árum í bandarískum skólum. ímai síðast- liðnum skaut 15 ára piltur i Spring- fleld í Oregon tvo skólafélaga sína til bana og særði tutttugu og tvo. Tveimur mánuðum áður höfðu tveir drengir, 11 og 13 ára, skotið til bana kennara og fjórar skólasystur sínar í Jonesboro í Arkansas. Árið 1997 skaut 14 ára drengur í Paducah í Kentucky þrjár skólastúlkur til bana og særði fimm. Að sögn sérfræðinga eru tánings- árin tímabil ólgu og ofsa. Þá geta vinsældir skipt gríðarmiklu máli. „Þetta er sá tími sem fólk skynjar hvort það feliur inn í hópinn. Ung- lingar eru mjög viðkvæmir fyrir þvi hvort þeir eru með í hópnum eða ekki,“ segir DeAntonio. Hann bend- ir einnig á að unglingar séu mjög hvatvísir. „Þeir taka skyndiákvarð- anir án þess að hugsa um afleiðing- arnar. Þeir hafa tilhneigingu til að vera mjög uppteknir af sjálfum sér á þann hátt að þeir halda að þeim muni alltaf líða eins og þeim líður í augnablikinu," segir DeAntonio. Rykfrakkamafían Morðingjarnir í Littleton í Den- ver tilheyrðu andfélagslegri klíku sem kallaði sig rykfrakkamafmna. Aðrir nemendur gerðu gys að klíkunni. Lýsingar skólafélaga og nágranna á morðingjunum eru ekki allar á einn veg. Sumir segja þá hafa verið utangarðsmenn og einfara. Aðrir segja þá hafa verið venjulega krakka sem stöku sinnum hafi lent í vandræðum. Harris og fjölskylda hans fluttu í hverfið sitt fyrir um það bil tveimur árum. í fyrra fór Harris að ganga svartklæddur og tala þýsku. Hann var með allan hugann við seinni heimsstyrjöldina, að því er Matt Good, 16 ára nágranni Harris, greindi frá. Good gat þess enn frem- ur að Harris og Klebold, sem ók svörtum BMW, hefðu dvalið í bíl- skúrnum heima hjá Harris alla helgina áður en þeir frömdu ódæð- isverkið í skólanum sínum. Nágranni Klebolds segir hann hafa verið sérlega vel gefinn. Skóla- félagi Klebolds, Mike Vendegnia, segir hann hafa haft mikinn áhuga á byssum. Annar skólafélagi Kle- Námsmenn krjúpa á kné eftir að hafa sloppið frá byssumönnunum. Símamynd Reuter bolds, Joe Malion, segir hann hafa verið ósköp venjulegan strák. Hann hafi í raun aldrei reiðst neinum og oft gert að gamni sínu. Hann hafi hins vegar breyst undanfarið ár og ekki verið jafnræðinn og áður. Skólafélagar Harris og Klebolds spurðu þá um klæðnað þeirra og hvers vegna þeir gengju um í þýsk- um hermannastígvélum. Harris og Klebold kváðust vera nasistar. Þeir höfðu undirbúið sig vandlega fyrir blóðbaðið síðast- liðinn þriðjudag. Nokkrum dögum fyrir ódæðisverkið gortuðu þeir af því að hafa útvegað sér vopn en enginn hafði tekið þá alvarlega. 11 þúsund vopnaðar árásir í skólum í Colorado voru I fyrra 475 unglingar gripnir með vopn í skólum sínum. Þar eru engin takmörk fyrir því á hvaða aldri þeir eiga að vera sem mega bera vopn. Þar þarf ekki heldur að framvísa skilríkjum við kaup á vopnum. Skólaárið 1996 til 1997 var tilkynnt um 11 þúsund vopnaðar árásir i bandarískum skólum. í flestum tilfellum v£ir ekki um blóðbað að ræða. Tugir hafa samt fallið fyrir hendi skólafélaga á undanfornum þremur árum. Þess vegna hefur verið gripið til aðgerða í mörgum skólum. Málmleitartæki hafa verið sett upp. Lögreglumenn sinna störfum skólavarða í skólum þar sem vandamála gætir og eftirlits- myndavélum hefur verið komið fyrir. Bandaríska þingið hefur samþykkt fjárveitingu til rann- sóknar á öryggi í skólum. Skólastjórar taka einnig hótanir um ofbeldi alvarlega og greina yfirvöldum frá þeim. Sérstök skólaöryggismiðstöð hefur verið opnuð í Kaliforníu. Yfirmaður stöðvarinnar segir 100 skóla hafa fengið þjálfun í hvemig koma megi í veg fyrir ofbeldi. En Banda- rikjamenn eiga samt enn erfitt með að svara spumingunni hverjir það era sem fremja ódæðisverk og hvers vegna. Sumir telja að Harris og Klebold hafi orðið fyrir áhrifum af skólamorðunum undanfarin ár. Byggt á Denver Post, Reuter o.fl. Herbfll fyrir framan skólann þar sem unglingspiltar myrtu skólafélaga sína. Símamynd Reuter *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.