Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 •étt/r 100 bestu bækur aldarinnar: Sænskur ferðamaður á íslandi: Rukkaður um dísilskatt - kem ekki aftur til íslands meðan þetta viðgengst, segir H.H. Friðþjófsson frá Landskrona Framboösfrestur vegna alþingis- kosninganna 8. maí rann út á há- degi í gær. Þá höfðu átta aðilar skilaö inn framboðsgögnum í Reykjavík: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Húmanistaflokkurinn, Kristilegi lýðræðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Anarkistar á ís- landf. í dag fara yfirkjörstjórnlr f kjördæmunum yfir framboðs- gögnin. Séu gögnin lögum sam- kvæmt verða þau send til Lands- kjörstjórnar. Á myndinni tekur Jón Steinar Gunnlaugsson, for- maður yfirkjörstjórnar í Reykja- vík, við framboðsgögnum Sjálf- stæðisflokksins úr höndum Sig- urbjörns Magnússonar. DV-mynd Hilmar „Ég á bágt með að skilja ástæð- urnar fyrir þessari nauðung og eitt er víst að ég kem ekki til ís- lands aftur meðan þessu er haldið áfram,“ sagði H.H. Friðþjófsson, íslensk-sænskur ferðamaður sem dvalið hefur hér á landi undan- farnar vikur í sumarfríi, um inn- heimtu dísilskatts af bílum er- lendra ferðamanna. H.H. Friðþjófsson, sem býr í Landskrona í Svíþjóð, ætlaði að eyða sumarleyfi sínu hér á íslandi og heimsækja bernskustöðvarnar. Hann kom til landsins með Brúar- fossi með bíl sinn, sem er fólksbíll af gerðinni Fort Galaxy sem er með dísilvél. Þegar hann ætlaði að aka í land var honum gert að greiða þungaskatt af bílnum í þrjár vikur, samtals 7.884 krónur. „Ef maður leggur þennan þunga- skatt og þann þungaskatt sem ég borga af bílnum heima í Svíþjóð saman við það sem bíllinn eyðir á H.H. Friðþjófsson, íslensk-sænskur maður sem mótmælir gjaldtöku íslend- inga af dísilknúnum bílum erlendra ferðamanna og segir hana ganga gegn anda reglna Hvrópska efnahagssvæðisins. DV-mynd ÞÖK hundraðið og miðar við það sem ég sé að greiða hátt í 500 krónur ég hef ekið þá reiknast mér til að fyrir hvem olíulítra sem bíllinn brennir hér á íslandi," segir Frið- þjófsson í samtali við DV. Hann segist hafa ferðast um alla Evrópu og ísland sé eina landið í álfunni sem rukkar erlenda ferða- menn á dísilbílum um þungaskatt fyrir að aka á vegum lands síns. Alls staðar sé í gildi gagnkvæmur réttur þjóða til ferðalaga um lönd hver annarrar og þetta háttalag is- lenskra stjómvalda sé í raun stór- hneyksli og andstætt reglum hins evrópska efnahagssvæðis, í það minnsta anda þeirra. „Ég var ekki látinn vita af þessari innheimtu hjá ferðaskrifstofunni þar sem ég keypti ferðina. Ég ætlaði að vera lengur hér á Islandi en vegna inn- heimtunnar hef ég stytt ferðina. Það er þó ekki alfarið vegna peninganna heldur er þetta prinsippmál," segir H.H. Friðþjófsson sem setti bílinn sinn í skip á miðvikudaginn var en flaug sjálfur til Svíþjóðar í gær. -SÁ Borgarstjórnar- reið í blíðunni Hin árlega borgarstjórnarreið var í gær í Heiðmörkina. Fákur bauð borgarfulltrúum á bak. Að þessu sinni var haldið frá Reiðhöllinni. Þar hafa Fáksmenn lokið viðgerðum á húsinu. Húsið hefur tekið stakka- skiptum og verður endanlega tilbú- ið á næsta ári þegar Reykjavík verð- ur ein af menningarborgum Reykja- víkur. Á myndinni sjást meðal ann- arra borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Inga Jóna Þórðar- dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Anna Geirsdóttir og Helgi Pétursson í fylgd Fáksmanna. DV-mynd GTK Eiginkona Ragnars Sigurjónssonar í bresku blaði: Fjölskyldan er örvæntingarfull hverjum degi þegar hann var í London. Ég heyrði síðast í honum mánudaginn 5. apríl. Hann hefur ekkert samband haft síðan þá. Ég og íjölskyldan verðum áhyggjufyliri með hverjum deginum sem líður - hvað gæti hafa komið fyrir hann. Ég bið alla sem hafa verið í sam- bandi við hann, eða hafa séð hann, að hafa samband við lögregluna," sagði eiginkonan. Blaðið segir Ragnar hafa greitt reikninginn sinn og horfið á braut - að undanskildum fundum með Ní- geríumönnum hefði hann átt að hitta Nigel Rogers. -Ótt Breska blaðið Mail on Sunday greinir frá því að lögreglan í Bret- landi óttist æ meir um afdrif Ragn- ars Sigurjónssonar, íslenska fiskút- flytjandans, eftir að hann „tékkaði sig út“ af hóteli sínu, Montana Hot- el í Gloucestershire í Kensington þann 6. apríl. Blaðið segir ekki úti- lokað að íslendingnum hafi verið banað í tengslum við viðskipti hans við Nígeríumenn og skuldir sem hann hugðist innheimta. Blaðið hefur eftir eiginkonu hans að það sé í hæsta máta óeðli- legt hjá honum að hverfa með þess- um hætti: „Við erum örvæntingar- 28 im Fears grow for the safety of missing foreign businessman full yfir að vita ekki hvar hann er og að vita ekki hvort það sé í lagi með hann. Hann hringdi í mig á ; Halldór Laxness er á toppnum Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness er besta íslenska bók aldarinn- ar, ef marka má niðurstöður kosn- ingar sem Bókasamband íslands gekkst fyrir á dögunum og í tóku þátt á fjórða þúsund manns. íslands- klukka Laxness er í öðru sæti og Englar alheims eftir Einar Má Guð- mundsson í því þriðja. Fjórða besta bók aldarinnar er Heimsljós eftir Laxness og fast á hæla hennar fylg- ir Þorgrímur Þráinsson með tvær bækur í fimmta og sjötta sæti; Nótt- in lifnar við og Margt býr í myrkr- inu, og skýtur hann þar Sölku sjöunda sæti. Alls á Þorgrímur Þrá- Völku aftur fyrir sig, en hún er í insson sjö bækur á listanum. Bók aldarinnar kynnt í gær: Rut Ingólfsdóttir menntamálaráðherrafrú, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Auður Laxness og nafna hennar Jónsdóttir. DV-mynd Hilmar Þór Þórbergur Þórðarson verður að láta sér ellefta sætið nægja með Bréf til Láru og Brennu-Njáls saga er í fertugasta og áttunda sæti, á eftir Vestur í bláinn eftir Kristínu Steinsdóttur. Steinn Steinarr verm- ir botnsætið, er i hundraðasta sæti með Kvæðasafn sitt og greinar sem út kom 1964. Markmiðið með vali á bestu bók aldarinnar er fyrst og fremst það að vekja athygli á bókinni og skapa umræður um hana og bóklestur al- mennt. -EIR stuttar fréttir Stjórnarkjör Stjóm Lands- virkjrmar var kjörin á árs- fundi fyrirtæk- isins í gær. Hana skipa nú Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður, Ámi Grétar Finnsson varaformaður, Sigfús Jónsson frá ríkinu, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Pétur Jónsson og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson frá Reykjavikurborg, og sem fulltrúi Akueyrarbæjar er Kristinn Þór Júlíusson bæjarstjóri. Landsvirkjun greiðir eigendum sínum 235 milljónir króna í arð að þessu sinni. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Spáir 2,8% verðbóigu Seðlabanki íslands hefur endur- metið verðlagshorfúr í ár í ljósi nýrra upplýsinga um þróun vísi- tölu neysluverðs og undirliggjandi stærða. Seðlabankinn spáir nú 2,4% verðbólgu á milli ársmeðal- tala þessa og síðasta árs, og 2,8% hækkun frá ársbyrjun tE ársloka. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Ölfprhreppur selur Ölfushreppur hefur selt hlut sinn í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Mikið tap er af rekstri fýrirtækisins en beðið er eftir milliuppgjöri. Afkomuvið- vörun var birt í vikunnni. RÚV greindi frá. Villandi uppiýsingar Ágúst Ein- arsson, þing- maður Samfylk- ingarinnar, sak- ar Davíð Odds- son forsætisráð- herra um að hafa ekki yfirlit yflr stöðuna í hagkerfinu og segir að í kosninga- auglýsingum Sjálfstæðisflokksins séu gefnar villandi upplýsingar um niðurgreiðslu erlendra skulda. Ágúst sagði í samtali við Bylgjuna að erlendar skuldir íslendinga hefðu aukist um 60 milljaröa á síð- asta ári og að skuldir hefðu aldrei verið stærri hluti af landsfram- leiðslunni en nú. Háskólinn greiöi bætur Héraðsdómur hefur dæmt Há- skóla íslands til að greiða Aitor Eyþór Yraola, fyrrum lektor 1 spænsku, fjögurra milljóna króna bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í febrúar 1995. Með vöxtum og málskostnaði fer kostnaður Háskólans upp í 6 milljónir króna. Dagur greindi frá. Ríkisspítalar í samstarf Ríkisspítalar og erfðarann- sóknafyrirtækið Urður Verðandi Skuld hafa gert með sér ramma- samning um vísindasamstarf á líftæknisviði. Mest áhersla verð- ur lögö á krabbafneinsrannsókn- ir, að sögn Ríkisútvarpsins. Davíö um landhernaö son forsætisráð- herra, sem nú er staddur ásamt Halldóri Ás- grímssyni utan- ríkisráðherra á afmælisfundi NATO í Wash- ington í Bandaríkjunum, segir ís lendinga ekki í aðstöðu til að krefjast þess að NATO sendi landher til Júgó-slavíu. Hins vegar sé fjarri lagi að hægt sé að una þeim þjóðemis- hreinsunum sem eiga sér stað í Kosovo. Skráningu frestað Skráningu Vöruveltunnar hf., sem rekur verslaiúmar 10-11, á Veröbréfaþingi hefur verið frestað um óákveðinn tíma en skrá átti fyrirtækið í mars eða apríl. Trj'gg- ingamiðstöðin hf. og Hekla hf. em hætt við kaup í fyrirtækinu og Baugur hefúr ekki tekið afstöðu til boðs um að kaupa. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindí frá. íbk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.