Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
•étt/r
100 bestu bækur aldarinnar:
Sænskur ferðamaður á íslandi:
Rukkaður um dísilskatt
- kem ekki aftur til íslands meðan þetta viðgengst, segir H.H. Friðþjófsson frá Landskrona
Framboösfrestur vegna alþingis-
kosninganna 8. maí rann út á há-
degi í gær. Þá höfðu átta aðilar
skilaö inn framboðsgögnum í
Reykjavík: Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndi
flokkurinn, Húmanistaflokkurinn,
Kristilegi lýðræðisflokkurinn,
Samfylkingin, Vinstrihreyfingin -
grænt framboð og Anarkistar á ís-
landf. í dag fara yfirkjörstjórnlr f
kjördæmunum yfir framboðs-
gögnin. Séu gögnin lögum sam-
kvæmt verða þau send til Lands-
kjörstjórnar. Á myndinni tekur
Jón Steinar Gunnlaugsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í Reykja-
vík, við framboðsgögnum Sjálf-
stæðisflokksins úr höndum Sig-
urbjörns Magnússonar.
DV-mynd Hilmar
„Ég á bágt með að skilja ástæð-
urnar fyrir þessari nauðung og
eitt er víst að ég kem ekki til ís-
lands aftur meðan þessu er haldið
áfram,“ sagði H.H. Friðþjófsson,
íslensk-sænskur ferðamaður sem
dvalið hefur hér á landi undan-
farnar vikur í sumarfríi, um inn-
heimtu dísilskatts af bílum er-
lendra ferðamanna.
H.H. Friðþjófsson, sem býr í
Landskrona í Svíþjóð, ætlaði að
eyða sumarleyfi sínu hér á íslandi
og heimsækja bernskustöðvarnar.
Hann kom til landsins með Brúar-
fossi með bíl sinn, sem er fólksbíll
af gerðinni Fort Galaxy sem er
með dísilvél. Þegar hann ætlaði að
aka í land var honum gert að
greiða þungaskatt af bílnum í
þrjár vikur, samtals 7.884 krónur.
„Ef maður leggur þennan þunga-
skatt og þann þungaskatt sem ég
borga af bílnum heima í Svíþjóð
saman við það sem bíllinn eyðir á
H.H. Friðþjófsson, íslensk-sænskur maður sem mótmælir gjaldtöku íslend-
inga af dísilknúnum bílum erlendra ferðamanna og segir hana ganga gegn
anda reglna Hvrópska efnahagssvæðisins. DV-mynd ÞÖK
hundraðið og miðar við það sem ég sé að greiða hátt í 500 krónur
ég hef ekið þá reiknast mér til að fyrir hvem olíulítra sem bíllinn
brennir hér á íslandi," segir Frið-
þjófsson í samtali við DV.
Hann segist hafa ferðast um alla
Evrópu og ísland sé eina landið í
álfunni sem rukkar erlenda ferða-
menn á dísilbílum um þungaskatt
fyrir að aka á vegum lands síns.
Alls staðar sé í gildi gagnkvæmur
réttur þjóða til ferðalaga um lönd
hver annarrar og þetta háttalag is-
lenskra stjómvalda sé í raun stór-
hneyksli og andstætt reglum hins
evrópska efnahagssvæðis, í það
minnsta anda þeirra. „Ég var ekki
látinn vita af þessari innheimtu hjá
ferðaskrifstofunni þar sem ég
keypti ferðina. Ég ætlaði að vera
lengur hér á Islandi en vegna inn-
heimtunnar hef ég stytt ferðina. Það
er þó ekki alfarið vegna peninganna
heldur er þetta prinsippmál," segir
H.H. Friðþjófsson sem setti bílinn
sinn í skip á miðvikudaginn var en
flaug sjálfur til Svíþjóðar í gær.
-SÁ
Borgarstjórnar-
reið í blíðunni
Hin árlega borgarstjórnarreið var í
gær í Heiðmörkina. Fákur bauð
borgarfulltrúum á bak. Að þessu
sinni var haldið frá Reiðhöllinni. Þar
hafa Fáksmenn lokið viðgerðum á
húsinu. Húsið hefur tekið stakka-
skiptum og verður endanlega tilbú-
ið á næsta ári þegar Reykjavík verð-
ur ein af menningarborgum Reykja-
víkur. Á myndinni sjást meðal ann-
arra borgarfulltrúarnir Vilhjálmur
Þór Vilhjálmsson, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri, Anna Geirsdóttir og
Helgi Pétursson í fylgd Fáksmanna.
DV-mynd GTK
Eiginkona Ragnars Sigurjónssonar í bresku blaði:
Fjölskyldan er
örvæntingarfull
hverjum degi þegar hann var í
London. Ég heyrði síðast í honum
mánudaginn 5. apríl. Hann hefur
ekkert samband haft síðan þá. Ég og
íjölskyldan verðum áhyggjufyliri
með hverjum deginum sem líður -
hvað gæti hafa komið fyrir hann.
Ég bið alla sem hafa verið í sam-
bandi við hann, eða hafa séð hann,
að hafa samband við lögregluna,"
sagði eiginkonan.
Blaðið segir Ragnar hafa greitt
reikninginn sinn og horfið á braut -
að undanskildum fundum með Ní-
geríumönnum hefði hann átt að
hitta Nigel Rogers. -Ótt
Breska blaðið Mail on Sunday
greinir frá því að lögreglan í Bret-
landi óttist æ meir um afdrif Ragn-
ars Sigurjónssonar, íslenska fiskút-
flytjandans, eftir að hann „tékkaði
sig út“ af hóteli sínu, Montana Hot-
el í Gloucestershire í Kensington
þann 6. apríl. Blaðið segir ekki úti-
lokað að íslendingnum hafi verið
banað í tengslum við viðskipti
hans við Nígeríumenn og skuldir
sem hann hugðist innheimta.
Blaðið hefur eftir eiginkonu
hans að það sé í hæsta máta óeðli-
legt hjá honum að hverfa með þess-
um hætti: „Við erum örvæntingar-
28 im
Fears grow for the safety of
missing foreign businessman
full yfir að vita ekki hvar hann er
og að vita ekki hvort það sé í lagi
með hann. Hann hringdi í mig á
;
Halldór Laxness er á toppnum
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax-
ness er besta íslenska bók aldarinn-
ar, ef marka má niðurstöður kosn-
ingar sem Bókasamband íslands
gekkst fyrir á dögunum og í tóku
þátt á fjórða þúsund manns. íslands-
klukka Laxness er í öðru sæti og
Englar alheims eftir Einar Má Guð-
mundsson í því þriðja. Fjórða besta
bók aldarinnar er Heimsljós eftir
Laxness og fast á hæla hennar fylg-
ir Þorgrímur Þráinsson með tvær
bækur í fimmta og sjötta sæti; Nótt-
in lifnar við og Margt býr í myrkr-
inu, og skýtur hann þar Sölku sjöunda sæti. Alls á Þorgrímur Þrá-
Völku aftur fyrir sig, en hún er í insson sjö bækur á listanum.
Bók aldarinnar kynnt í gær: Rut Ingólfsdóttir menntamálaráðherrafrú,
Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Auður Laxness og nafna hennar
Jónsdóttir. DV-mynd Hilmar Þór
Þórbergur Þórðarson verður að
láta sér ellefta sætið nægja með Bréf
til Láru og Brennu-Njáls saga er í
fertugasta og áttunda sæti, á eftir
Vestur í bláinn eftir Kristínu
Steinsdóttur. Steinn Steinarr verm-
ir botnsætið, er i hundraðasta sæti
með Kvæðasafn sitt og greinar sem
út kom 1964.
Markmiðið með vali á bestu bók
aldarinnar er fyrst og fremst það að
vekja athygli á bókinni og skapa
umræður um hana og bóklestur al-
mennt. -EIR
stuttar fréttir
Stjórnarkjör
Stjóm Lands-
virkjrmar var
kjörin á árs-
fundi fyrirtæk-
isins í gær.
Hana skipa nú
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
formaður, Ámi
Grétar Finnsson varaformaður,
Sigfús Jónsson frá ríkinu, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Pétur
Jónsson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson frá Reykjavikurborg, og
sem fulltrúi Akueyrarbæjar er
Kristinn Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Landsvirkjun greiðir eigendum
sínum 235 milljónir króna í arð að
þessu sinni. Viðskiptavefur VB á
Vísi.is greindi frá.
Spáir 2,8% verðbóigu
Seðlabanki íslands hefur endur-
metið verðlagshorfúr í ár í ljósi
nýrra upplýsinga um þróun vísi-
tölu neysluverðs og undirliggjandi
stærða. Seðlabankinn spáir nú
2,4% verðbólgu á milli ársmeðal-
tala þessa og síðasta árs, og 2,8%
hækkun frá ársbyrjun tE ársloka.
Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi
frá.
Ölfprhreppur selur
Ölfushreppur hefur selt hlut
sinn í Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum. Mikið tap er af
rekstri fýrirtækisins en beðið er
eftir milliuppgjöri. Afkomuvið-
vörun var birt í vikunnni. RÚV
greindi frá.
Villandi uppiýsingar
Ágúst Ein-
arsson, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, sak-
ar Davíð Odds-
son forsætisráð-
herra um að
hafa ekki yfirlit
yflr stöðuna í
hagkerfinu og segir að í kosninga-
auglýsingum Sjálfstæðisflokksins
séu gefnar villandi upplýsingar um
niðurgreiðslu erlendra skulda.
Ágúst sagði í samtali við Bylgjuna
að erlendar skuldir íslendinga
hefðu aukist um 60 milljaröa á síð-
asta ári og að skuldir hefðu aldrei
verið stærri hluti af landsfram-
leiðslunni en nú.
Háskólinn greiöi bætur
Héraðsdómur hefur dæmt Há-
skóla íslands til að greiða Aitor
Eyþór Yraola, fyrrum lektor 1
spænsku, fjögurra milljóna
króna bætur vegna ólögmætrar
uppsagnar í febrúar 1995. Með
vöxtum og málskostnaði fer
kostnaður Háskólans upp í 6
milljónir króna. Dagur greindi
frá.
Ríkisspítalar í samstarf
Ríkisspítalar og erfðarann-
sóknafyrirtækið Urður Verðandi
Skuld hafa gert með sér ramma-
samning um vísindasamstarf á
líftæknisviði. Mest áhersla verð-
ur lögö á krabbafneinsrannsókn-
ir, að sögn Ríkisútvarpsins.
Davíö um landhernaö
son forsætisráð-
herra, sem nú er
staddur ásamt
Halldóri Ás-
grímssyni utan-
ríkisráðherra á
afmælisfundi
NATO í Wash-
ington í Bandaríkjunum, segir ís
lendinga ekki í aðstöðu til að krefjast
þess að NATO sendi landher til
Júgó-slavíu. Hins vegar sé fjarri lagi
að hægt sé að una þeim þjóðemis-
hreinsunum sem eiga sér stað í
Kosovo.
Skráningu frestað
Skráningu Vöruveltunnar hf.,
sem rekur verslaiúmar 10-11, á
Veröbréfaþingi hefur verið frestað
um óákveðinn tíma en skrá átti
fyrirtækið í mars eða apríl. Trj'gg-
ingamiðstöðin hf. og Hekla hf. em
hætt við kaup í fyrirtækinu og
Baugur hefúr ekki tekið afstöðu til
boðs um að kaupa. Viðskiptavefur
VB á Vísi.is greindí frá. íbk