Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 lil hamingju með afmælið 25. apríl 75 ára Margrét Ólafsdóttir, Asparfelli 6, Reykjavík. Pétur Þorláksson, Árbraut 15, Blönduósi. Ingimar Þórðarson, Laufási 11, Egilsstöðum. 70 ára Þórarinn Guðmundsson, BjörtuMíð 31, Mosfellsbæ. Guðmundur Frímannsson, Fomósi 6, Sauðárkróki. Guðrún Sigurjónsdóttir, Hlíðargötu 57, Fáskrúðsfirði. Ari Guðjónsson, Búlandi 12, Djúpavogi. 60 ára Kristján Ólafsson, HlíðarhjaOa 42, Kópavogi. Bára Ema Ólafsdóttir, Heiðarhvammi 6C, Keflavík. ísgerður Árnadóttir, Skúlabraut 16, Blönduósi. Birgir Eyfjörð Tryggvason, Klettaborg 3, Akureyri. 50 ára Oddný Halla Hauksdóttir, Meðalholti 7, Reykjavík. Þórður Sigurðsson, Brekkubæ 40, Reykjavík. Elín Guðmundsdóttir, Selbrekku 14, Kópavogi. Guðmundur Vilhjálmsson, Asparlundi 8, Garðabæ. Margrét Björgvinsdóttir, Marargrund 1, Garðabæ. Bára Leifsdóttir, Seftjöm 4, Selfossi. Gestur Þórðarson, Káifhóli 2A, Selfossi. 40 ára Erna Guðrún Agnarsdóttir, Seilugranda 1, Reykjavík. Sigrún Jóhannsdóttir, Skógargerði 1, Reykjavík. Hugrún Stefánsdóttir, Kögurseli 46, Reykjavík. Pétur August Pétursson, Hábergi 5, Reykjavík. Elías Þór Höskuldsson, Öldugötu 15, Dalvík. Jón Magnús Guðbrandsson ís- berg, fyrrv. sýslumaður Húnavatns- sýslu, Brekkubyggð 36, Blönduósi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist á Möðrufelli í Eyja- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1946, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1950 og stundaði nám í al- þjóðarétti við Lundúnaháskóla 1950-51. Jón var fulltrúi sýslumanns Húnavatnssýslu 1951 og sýslumaður Húnavatnssýslu 1960-94. Samhliða embættisrekstri stund- að Jón búskap í Laxholti, einkum hrossabúskap til 1983. Eftir að hann hætti búskap hefur hann stundað skógrækt í Laxholti. Jón sat i stjórn Vöku 1947-A9, í stúdentaráði HÍ 1947-48, formaður Orators 1948-49, meðal stofnenda skátafélagsins Bjarma á Blönduósi 1938, flokks- og ylfingaforingi til 1943 og félagsforingi Skátafélags Blönduóss 1958-74. Jón var oddviti Húnavatnssýslu 1960-88 er sýslufélögin voru lögð niður í þáverandi mynd, var for- Jón Isbera rnaðm- jarðhitanefndar V- Húnavatnssýslu, formað- ur stjórnar Héraðssam- hands Austur-Húnavatns- sýslu, formaður náttúru- verndarnefndar, formað- ur stjórnar Héraðsskjala- safns Austur-Húnavatns- sýslu, formaður bygging- arnefnda um bókhlöðu á Blönduósi, um félags- heimili þar og heilbrigðis- stofnanir á Blönduósi og Skagaströnd, sat í undir- búningsnefnd fyrir bygg- ingu Húnavallaskóla, sat í hrepps- nefnd Blönduóshrepps 1958-82, odd- viti Blönduóshrepps 1965-66 og 1970-78, formaður skólanefndar, hafnamefndar, byggingarnefndar hitaveitu Blönduóss, í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 1977-78, átti sæti í stjóm Fjórðungs- sambands Norðlendinga og var for- maður þess 1977-78, safnaðarfulltrúi Blönduóssóknar 1965, í stjórn Skóg- ræktarfélags Austur-Húnvetninga 1960-71 og formaður 1965-71, stofn- andi Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og fjöl-umdæmisstjóri 1983-84, formað- ur stjórnar Sýslumannafélags ís- lands, formaður Jörundar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Austur-Húna- vatnssýslu 1952-56, í stjóm Varðar, félags sjálfstæðis- manna í Austur-Húna- vatnssýslu 1960-67, varaþm. 1967, í iðnþróun- arnefnd fyrir Norðurland vestra 1977-78, í ráðgjafar- nefnd um almennings- bókasöfh 1978. Hann var stjómarformaður m.a. fyr- irtækjanna Pólarprjóns hf., Trefjaplasts hf., Versl- unarfélags Austur-Húnavatnssýslu hf. og stjómarformaður Veiðifélags Laxár í Ásum 1972. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Þórhildur Guð- jónsdóttir, f. 1.12.1925, héraðsskjala- vörður. Hún er dóttir Guðjóns Hall- grímssonar bónda og Rósu ívars- dóttur húsmóður. Börn Jóns og Þórhildar era Arn- grímur, f. 10.5. 1952, héraðsdómari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Mariettu ísberg kennara og eiga þijú börn; Eggert Þór, f. 18.6. 1953, Jón ísberg. tynæli es c framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Árna- dóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn; Guðbrandur Magnús, f. 10.5. 1955, prentari í Kópavogi; Guðjón, f. 14.2. 1957, hagfræðingur i Reykja- vík; Jón Ólafur, f. 20.2. 1958, sagn- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Ingvadóttur yfirkennara og eiga þau þrjár dætur; Nína Rós, f. 17.2. 1964, mannfræðingur og sér- kennari, búsett í Reykjavík. Systkin Jóns: Gerður Ólöf, f. 20.3. 1921, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún Lilja, f. 28.9. 1922, hárgreiðslumeist- ari í Reykjavik; Ari Guðbrandur, f. 16.9.1925, lögfræðingm’ í Reykjavík; Ásta Ingifríður, f. 6.3. 1927, hár- greiðslumeistari; Nína Sigurlína, f. 22.11. 1929, ritari; Ævar Hrafn, f. 30.4. 1931, vararíkisskattstjóri, bú- settur í Kópavogi; Arngrímur Óttar, f. 31.5. 1937, kennari. Foreldrar Jóns voru Guðbrandur Magnússon ísberg, f. 28.5. 1893, d. 13.1. 1984, sýslumaður, og Ámína Hólmfríður Jónsdóttir ísberg, f. 27.1. 1898, d. 3.10. 1941, húsmóðir. Ingi Stefánsson Ingi Kristinn Stefánsson tann- læknir, Seiðakvísl 28, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ingi fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp hjá fósturforeldrum sínum, Ingveldi Sveinsdóttur og Kristni 01- sen, vélstjóra í Neskaupstað, en Kristinn var ömmubróðir Inga. Ingi lauk stúdentsprófi frá MA 1968 og tannlæknaprófi frá HÍ 1974, en tannlækningaleyfi öðlaðist hann 1975. Hann var aðstoðartannlæknir hjá Ólafi G. Karlssyni 1974-77 en hefur síðan starfrækt eigin stofu i Reykja- vik. Ingi sat í félagsheimilisnefnd TFÍ 1975-81. Hann hefur átt sæti í stjóm körfuknattleiksdeildar íþróttafélags stúdenta, knattspyrnudeildar Ár- manns og körfuknattleiksdeildar Fylkis. Fjölskylda Ingi kvæntist 13.9. 1969 Valgerði Jónu Gunnarsdóttur, f. 10.6. 1948, söngkennara í Reykjavík. Foreldrar hennar era Gunnar Bjömsson, f. 14.8. 1927, d. 28.10. 1988, bóndi á Sól- heimum Blönduhlíð og síðar hús- vörður í Reykjavík, og k.h., Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 9.4. 1929, hús- móðir og fyrrv. bankaritari. Kjörsynir Inga og Valgerðar eru Gunnar Trausti, f. 23.2. 1982, nemi; Jón Kristinn, f. 14.3.1982, nemi. Dóttir Inga og Valgerð- ar: Hanna Ragnheiður, f. 6.3. 1987, nemi. Hálfsystkini Inga, sam- mæðra, era Fjóla Bach- mann, f. 13.9. 1950, búsett á Selfossi; Guðlaug Bachmann, f. 26.1. 1952, húsett á Djúpavogi; Rósa Bachmann, f. 3.3.1953, bú- sett á Húsavík; Inga Lára Bachmann, f. 3.1.1955, bú- sett á Akureyri; Jónína Bachmann, f. 1.6.1957, bú- sett í Hafnarfirði; Halldór Bach- mann, f. 29.3. 1965, búsettur í Reykjavík. Hálfsystir Inga, samfeðra, er Guð- rún F. Stefánsdóttir, f. 1.12.1960, bú- sett í Garði. Foreldrar Inga: Stefán Sigbjömsson, f. 16.3. 1924, sjómaður, og Anna M. Guðmundsdóttir Bach- mann, f. 1.1. 1930, verslun- arkona. Ætt Foreldrar Stefáns: Sig- björn Benedikt Sveinsson, trésmiður á Fáskrúðsfirði, og kona hans, Helga Sigur- björg Stefánsdóttir hús- Foreldrar Önnu Maríu: Guð- mundur Jónsson, b. á Hrauni í Reyðarfirði, og kona hans, Guðrún , _ Jónína Ol-sen húsmóðir. Ingi og Valgerður eru í París. Ingi Stefánsson. móðir. Áskrifendur fó ffff aukaafslótt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar DV 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.