Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 16
Ueið( falleg og sterk samkomutjöld Framsókn fíkniefnum ■ - segir Einar Brekkan FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Einar Brekkan, atvinnuknatt- spyrnumaður í Svíþjóð, er ekki mikið þekktur á íslandi enda hef- ur hann búið í Svíþjóð undanfarin tuttugu ár. Faðir hans, Einar Brekkan læknir, flutti til Svíþjóðar fyrir tveimur áratugum og Einar yngri með. Hann hefur þó haldið ís- lenska ríkisborgararéttinum. „Ég get ekki séð að það séu neinir kostir við að vera með sænskan ríkisborgararétt en fáir gallar við íslenskan rík- isborgararétt," segir Einar. „Ég get að vísu ekki kos- ið í alþingiskosningum í Svíþjóð en get kosið í sveitarstj órnarkosning- um. Á móti kemur að Svíar geta ekki kallað mig í herinn. Að öðru leyti er ég með flest rétt- indi Svía,“ segir hann. Einar spilaði bandy sem unglingur en hóf að spila knattspyrnu með Sirius í B-deild- inni árið 1994 og var með liðinu til ársins 1996. Vásterás, sem komst upp í A-deildina haustið 1996, Einar Brekkan hjá Örebro í leik gegn Vástra Frölunda í Gautaborg. DV-mynd E.J. samdi við Einar og hann var hjá félaginu í tvö ár. Vasterás spilaði í A-deiIdinni sumarið 1997 og þar voru töluverðar væringar og með- al annars voru þrír þjálfarar hjá liðinu sem féll úr A-deiIdinni um haustið. í B-deildinni árið 1998 skoraði Einar 12 mörk í 24 leikjum og vakti þá töluveröa athygli margra liða. Hann var samnings- laus um haustið 1998 en fékk mörg tilboð, meðal annars frá Haugesund, sem féll í B-deildina í Noregi síðastliðið haust, og Trelle- borg og Örebro í A-deildinni í Sví- Þjóð. „Samningur við Haugesund heföi gefið mest af sér en mig lang- aði að spila með liði í A-deildinni og valdi Örebro. Þótt ég hafi verið með lausan samning þurfti Örebro að borga fyrir mig 7 milljónir króna af þvf að ég var seldur inn- anlands. Ég var með umboðsmann en fannst hann ekki vinna nógu vel fyrir mig og sá um samninginn við Örebro sjálfur og samdi til þriggja ára. Það hafa orðið miklar breyting- ar frá Örebro á síðustu árum og fé- lagið hefur misst marga snjalla knattspyrnumenn. íslendingarnir Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohn- sen og Hlynur Birgisson eru allir farnir og Gunnlaugur Jónsson fór í mars til Akraness. Það er talað mjög hlýlega um íslendingana hér og ekki verra fyrir mig að vera ís- lendingur. Við erum með 14 manna hóp sem er sterkur en þar fyrir utan imga og efnilega leikmenn. Hér eru hvorki stjörnur né þekktir leikmenn. Örebro hefur verið eitt af bestu liðum Svíþjóðar á liðnum árum og ef metin er sætaskipan liða á síðasta áratug er einungis Göteborg með betri árangur liða í A-deildinni í Svíþjóð. Ég missti af sex vikum í undir- búningi vegna meiðsla í hné en sýnist að hnéð sé að komast í lag og stefni á fullan styrk um miðjan maí. Það borgar sig ekki að fara of geyst af stað aftur eftir meiðsli. Við spilum 4-3-3 og sóknarmað- urinn i miðjunni spilar dýpra. Ég get ekki spilað þá stöðu og spila því hægra megin í sókninni en spilaði ýmist sem tengiliður hægra megin eða sóknarmaður hjá Vasterás. Það er erfitt að spá fyrir hvemig okkur muni ganga í sumar. Það hafa orðið miklar breytingar á flestum liðunum og þau eru að komast í gang og hafa sum hver ekki spilað á fullum styrk ennþá. Okkur er spáð 8.-10. sæti en það besta sem ég hef séð er 6. sæti. Ekkert lið er í sérklassa en ég tel að Helsingborg muni hafa það af nú. Ég er bjartsýnn á að okkur muni ganga vel. Við gerðum jafn- tefli við AIK á útivelli í fyrsta leik og höfum sýnt góða spretti í öðrum leikjum“, segir Einar Brekkan hjá Örebro. Þess má geta að öllum leikmönn- um í A-deildinni í Sviþjóð var gef- inn kostur á að velja þann leik- mann sem þeir telja að inuni koma á óvart í A-deildinni í sumar. Fimm leikmenn af sextíu og einum völdu Einar Brekkan. Það er því greinilegt að nafn hans hefur borið á góma víða. -EJ X99 Öðruvísi kosningavaka verður á Vísi.is í kvöld Fylgst verður með talningu í öllum kjördæmum og blaðamenn verða á vettvangi að leita álits og viðbragða frambjóðenda og kjósenda. Spáið sjálf í spilin á reiknivél vefsins. Nýjustu upplýsingar eru ávallt tiltækar þegar ykkur hentar. Kosningasjónvarp Stöðvar 2 verður í beinni útsendingu á Vísi.is írisir.is ■ Fréttir úr heimi stjórnmála ■ Fréttir úr kjördæmunum ■ Skýr framsetning á niöurstöðum allra skoðanakannana H Framboðin og framboðslistarnir ■ Úrslit kosninga frá 1995 H Allar upplýsingar varðandi framkvæmd kosninganna H Lesendabréf H Aðsendar greinar H Leiðarar H Véfréttir Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990 LAUGARDAGUR 8. MAI 1999 Gott ai vera íslendingur hjá Orebro Gerið spennandi kosningar enn fjörugri með því að fylgjast með þeim á Vísi is I Uggur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.