Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 %ilgarviðtaUð< Við eldhúsborðið með kvittanir fyrir vinningum úr spilakössum. Fékk gullúr frá Happdrætti Háskólans fyr- ir að hafa unnið silfurpottinn sjö sinnum. en það varð ekkert úr því. Að sjálf- sögðu hafa fikniefnin sett strik í þennan reikning allan en ég segi að ef menn hafa reglu á óreglunni þá myndast ákveðið jafnvægi og það jafnvægi hef ég fundið fyrir löngu.“ Franklín Steiner er forfallinn spilafíkill þó að hann kjósi að kalla sig atvinnuspilara. Hann hefur spilað í Mónakó og Las Vegas og oft unnið stórt, að eigin sögn. Vegna staðhátta hafa spilakassar Happdrættis Háskólans þó verið vettvangur spilafiknar hans und- anfarin ár. Dómarar, og reyndar þjóðin öll, hlógu þegar Franklín Steiner bar því við að hafa haft framfærslu sína af gróða úr spila- kössum Happdrættis Háskólans. Þeir vissu hins vegar ekki að happ- drættið verðlaunaði Franklín með gullúri fyrir að hafa unnið silfur- pottinn sjö sinnum - samtals hafði hann eina milljón og fjögur hund- ruð þúsund krónur upp úr þvi einu saman. Þá hefur hann kvitt- anir fyrir hundruðum þúsunda sem hann hefur unnið í spilaköss- um á síðustu mánuðum. Þetta kemur sér vel fyrir Franklín sem er á opinberu framfæri félagsmála- yfirvalda í Hafnarfirði - því hann er hættur að vinna við að selja dóp. Sjö börn með sex konum „Ég spila eins og atvinnumaður. Ég stúdera kassana og veit hvenær á að láta til skarar skríða. Ég hef næmt auga fyrir þessu. Mér er sama hvort fólk trúir þessu. Þegar mig vantar pening fer ég að spila,“ segir Franklín Steiner og heldur áfiam að veifa nágrönnum sínum út um eld- húsgluggann. „Nágrannar mínir hér við Austurgötu eru ágætis kunningjar. Þeir koma fram við mig eins og jafningja og hafa ekkert upp á mig að klaga. Þeir þekkja mig og vita liklega hvaða mann ég hef að geyma. Hér er gott að búa.“ Franklín Steiner var sex ára þeg- ar hann flutti með móður sinni heim til íslands frá Bandaríkjunum. Þá settust þau að í Reykjavík, í hús- inu við Suðurgötu 8 sem langafi hans, dómkirkjupresturinn í Reykjavík, hafði búið í. Franklín á 7 börn með sex konum en býr nú við Austurveg i Hafnarfirði með konu og ungum syni þeirra sem heitir Abraham Joab, svona beint upp úr Biblíunni í anda langafa í Dóm- kirkjunni. „Ég er 52 ára og í fínu formi eins og allir geta séð, þrátt fyrir allt. Ég hef tekið út mína refsingu og nú vil ég halda áfram að lifa eins og ég á rétt á. En í guðana bænum - látið mig í friði," segir Franklin Steiner og stingur nokkrum fimmtíuköllum í vasann. Hann er að fara út að spila til að eiga fyrir brauði. -EIR Ferill Franklíns - þar sem 3 ráðherrar, lögreglustjóri, yfirlögfræðingur, yfirmenn fíknó og fleiri komast í vandræði 1979 Áriö 1966 Franklín fær skilorðsbundinn 3ja mánaöa dóm. 1972 2ja mánaöa dómur í Málmey í Svíþjóö fyrir fíkniefnabrot. 1977 250 þúsund króna sekt fyrir fíkniefnabrot. 1977 2ja mánaöa fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Kaupmannahöfn. Fangelsi í 18 mánuöi fyrir fíkniefnamál og brot á vopnalöggjöfinni. 1982 2ja ára fangelsi fýrir fíkniefnabrot. Situr inni frá 9. desember 1982 til 9. febrúar 1984. Fyrir stjórnarsklptin 1991 Fikniefnalögregla fer fram á það viö Óla Þ. Guðbjartsson, þáverandi dómsmálaráöherra, að hann hlutist til um aö Franklín fái reynslulausn é helming afplánunar dómanna tveggja. Febrúar 1991 Franklín fer fram á þaö viö fullnustumatsnefnd aö hann fái reynsluiausn á helmingi. Því hafnar nefndin og Fangelsismálastofnun. Maí 1997 Sérstakur rannsóknarlögreglustjóri, Atli Gíslason, skilar skýrslu til rlkissaksóknara um samskipti Franklíns og lögreglunnar. Mars 1998 Franklín og „heimilisvinurinn" ákæröir sérstaklega fyrir aö skýra rangt frá fyrir dómi I sakamálinu I Hafnarfirði. Júní 1998 Franklín og vinur hans sýknaöir þar sem dómurinn segir aö íslensk löggjöf sé þaö óskýr aö ekki sé hægt aö dæma fólk fyrir aö greina rangt frá fyrir dómi. Ríkiö greiddi samtals 300 þúsund króna málskostnað fyrir dómi. Janúar 1999 Leggur fram stefnu og milljón króna skaöabótakröfu á hendur ríkinu fyrir „grófa og harðneskjulega” handtöku I Kópavogi I október 1997. Apríl 1999 Nefnd dómsmálaráöherra leggur fram skýrslu um sérstakar rannsóknaraöferöir lögreglu. 15. feb. 1988 Franklín handtekinn vegna „Furugrundarmálsins" sem síðan átti eftir aö daga uppi - 134 grömm af hassi og amfetamln fundust I íbúö Franklíns. Hann viöurkenndi að hafa átt efnin. Máliö, nr. 62-157-88, var fullrannsakað en frumrannsóknargögn týndust. Málið fór því aldrei fyrir dóm. 1988-89 Fær tvo dóma, 20 mánuöi og 9 mánuöi, fyrir fíkniefnabrot framin síöustu ár á undan. Dómar sem áttu eftir aö draga dilk á eftir sér. 1989 Rkniefnalögreglan talar viö fyrsta dómsmálaráöherran af þremur, Halldór Ásgrlmsson, um mikilvægi þess aö Franklín Steiner fái aö verða laus eftir helming afplánunar á báöum framangreindum dómum. 5. maí 1990 Franklín hefur fangelsisafplánun á 29 mánaöa refsidómi úrtveimur sakamálum. Eftlr stjórnarskiptin voriö 1991 Fíkniefnalögreglan ræöir viö Þorstein Páisson, sem síöan spyr Halldór Asgrímsson um samtöl hans við fíknó I dómsmálaráðherratíö Halldórs. 1992 Rkniefnalögreglufulltrúinn Björn Halldórsson fer fram á aö fá settar skýrari vinnureglur um vinnu fíknó á gráum óheföbundnum rannsóknarsvæöum. 30. sept. 1993 Franklín kemur meö þáverandi sambýliskonu sinni til Húsnæðisstofnunar til aö kaupa einbýlishús í Hafnarfiröi, núverandi búsetustað Franklíns. Konan er skráö fyrir húsinu, en þau Franklín staðgreiða 6,8 milljónir króna fyrir húsiö. Sumariö 1997 Þorsteinn Pálsson skipar nefnd um „sérstakar rannsóknaraöferðir lögreglu". 3. október 1997 Lögreglan handtekur Franklín viö Lækjarsmára I Kópavogi. Franklín reynist ekki vera meö fíkniefni á sér og kvartar yfir því aö sonur hans hafi þurft að horfa upp á handtökuna. 23. des. 1997 Franklín á aö hefja afplánun sína á Þorláksmessu, á 20 mánaöa fangelsisvist sem Hæstiréttur dæmdi hann I vegna amfetamínsins sem fannst á heimili hans I Hafnarfirði I april áriö áöur. Hann mótmæiir, mætir ekki, er I felum yfir jólin og lögreglan leitar hans. 2. janúar 1998 Franklín „gefur sig fram“ og hefur afplánun slna. Febrúar 1998 Sturla Þórðarson viöurkennir I DV að hafa fariö meö Arnari Jenssyni lögreglufulltrúa til dómsmálaráöherra, Þorsteins Pálssonar, á vordögum 1991 til að óska eftir aö Franklín Steiner fengi að fara út eftir helming afplánunar þaö ár. Lögreglustjóri „tekur á málinu" aö beiöni Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra. Mars 1998 Sturla fær áminningu I starfi. 8. jan. 1999 Franklín lýkur afplánun, sem haföi reyndar undir þaö síöasta fariö fram á sjúkrahúsi. Maí 1999 Héraösdómur sýknar ríkiö af skaöabótakröfu Franklíns vegna handtökunnar I Kópavogi 1997. Samantekt: Óttar Sveinsson rroa 4. júlí 1991 í bréfi Fangelsismálastofnunar segir aö fullnustumatsnefnd hafi á fundi sínum þann 28. júní tekiö erindi Franklíns um reynslulausn eftir helming aftur fyrir. Nú var umsökn Franklíns samþykkt. 8. júlí 1991 Franklín laus - 14 1/2 mánuöur liðinn frá því aö hann hóf afplár.un á samtals 29 mánaöa dóminum. Hann fær aö fara fyrr út á reynslulausn en aðrir I sambærilegum málum. Er laus eftir helming afplánunar I staö 2/3 hluta dómsins eins og reglur segja til um. Sumarið 1994 Björn Halldórsson mælir meö byssuleyfi fyrir Franklín Steiner. Björn kvaöst hafa látiö ráðuneytis- og lögreglustjóra vita um máliö. 13. apríl 1996 Kópavogslögreglan tekur Franklín meö hass I bíl sínum. Viö leit á heimili hans og I garöi finnast 252 grömm af amfetamlni. Segist „taka efnin á sig". Er síöan einnig ákæröur fyrir vörslu á meira en tug skotvopna og fjölda eggvopna. Nóv.-des. 1996 Vinur Franklíns og „heimagangur" kemur fyrir dóm í málinu og segist hafa átt efnin á heimili Franklíns. Mars 1997 Sækjandi I málinu segir dularfullt aö Franklln segi um meginframfærslu sína áriö 1996 aö hún hafi verið mikil heppni I spilakössum, þar sem hann kvaöst hafa unniö sér inn 5 milljónir króna árið 1996. Mars 1997 Dómsmálaráöherra fyrirskipar sérstaka rannsókn á samskiptum Franklíns viö lögregluna I Reykjavík. 10. apríl 1997 Franklín fær 25 mánaöa fangelsi fyrir fíkniefnamálið I apríl áriö áöur. Dómari tók miö af því aö Franklín „taföi máliö" og löngum sakarferli. Framburöur heimilisvinarins sem sagðist eiga efnin á heimili Franklíns var dæmdur markleysa. Aðeins eitt af 17 skotvopnum dæmt upptækt, auk fjölda eggvopna. 28. nóv. 1997 Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari segir fyrir Hæstarétti aö framkoma Franklíns fyrir héraösdómi „lýsi hroka og frekju harösvlraös glæpamanns".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.