Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Side 50
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 X>"V > Til hamingju með afmælið 8. maí 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, Skjólbraut la, Kópavogi. 85 ára Ólafía Magnúsdóttir, Deildartúni 5, Akranesi. Sigurður Guðmundsson, Hjallaseli 55, Reykjavík. 80 ára Guðrún Jóhanna Einarsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára Aðalsteinn Reimarsson, Kelduskógum, Djúpavogi. Pétur B. Árnason, Brekkustíg 1, Bakkafirði. 70 ára Jakobína Kristjánsdóttir, Lagarási 2, Austur-Héraði. 60 ára Erla Þórunn Júlíusdóttir, Skólavörðustíg 13a, Reykjavík. 50 ára Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður íþróttahallarinnar og Akureyrarvallar, Móasíðu 8, Akureyri. Aðalsteinn og kona hans, Anna Gréta Halldórsdóttir, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu á Akureyri í kvöld frá kl. 20-23. Anna Ringsted, Þórustöðum 4, Eyjafjarðarsveit. Brynja Friðfinnsdóttir, Rimasíðu 25b, Akureyri. Ingibjörg Auðunsdóttir, Eikarlundi 4, Akureyri. Jón Kjartan Baldursson, Tjamargötu 1, Sandgerði. Kristín Vilhelmsdóttir, Víðihlíð 5, Reykjavík. Maria Hauksdóttir, Grænási 2a, Njarðvík. Sigfús M. Karlsson, Kópavogsbraut 80, Kópavogi. 40 ára Bryndís Lárusdóttir, Kleppsvegi 40, Reykjavík. ELnar Ásgeirsson, Óttuhæö 1, Garðabæ. EUen R. Kristjánsdóttir, Dísaborgum 4, Reykjavík. Guðlaug Ásbjömsdóttir, Engjaseli 54, Reykjavík. Gunnar Rúnar Hafsteinsson, Bollagörðum 101, Seltjamamesi. Helga Gústafsdóttir, Efstasundi 10, Reykjavík. Kristbjöm Rafnsson, Hellnafelli 4, Eyrarsveit. Ragnheiður Karlsdóttir, Flétturima 21, Reykjavík. Bergur - Jóhannesson Bergur Jóhannsesson frá Langeyjamesi, nú Skólastíg 21, Stykkishólmi er sjötugur mánudaginn 11.5. í tilefni af því tekur Bergur á móti gestum i verkalýðshúsinu Aðalgötu 20, Stykkishólmi, á morgun, sunnu- — daginn 9.5., kl. 15-19. Þórunn Asgeirsdóttir húsmóðir, Báragötu 17, Akranesi, er áttræð í dag. Starfsferill Þórunn fæddist að Innra-Ósi í Stranda- sýslu og ólst upp á Ströndum til átta ára aldurs og þar af lengst i Tungugröf. Þá fluttist hún á Snæfjallaströnd og bjó þar fram að fermingu en fluttist þá til ísafjarðar. Árið 1956 flutti Þórann ásamt fjölskyldu sinni Þórunn Ásgeirsdóttir. til Akraness þar sem hún hefur búið síðan. Þórunn hefur í gegnum tiðina aðallega starfað við fískvinnslu, heimilishjálp prjónaskap. Fjölskylda Þórann giftist 1940 Samúel Guðmundsyni, f. og 31.12. Jóni 11.11. umm 1910, d. 27.12. 1971, sjómanni. Samúel Jón var sonur Guðmundar Guðmundssonar verkamanns og Rannveigar Sigurðardóttur hús- móður. Börn Þórunnar og Samú- els Jóns eru Ásgeir, f. 31.8. 1938, hann var kvæntur Hildigunni Engilbertsdóttur, f. 10.1.1939, d. 15.3. 1999, þau eignuðust fjögur börn og þrettán barnabörn; Guðrún Friðgerður, f. 16.10. 1939, hún var gift Haraldi Sigurðsyni, f. 8.1. 1934, d. 22.3. 1993, þau eignuðust tvo syni og fjögur barnabörn, sambýlis- maður Guðrúnar er Magnús Guð- mundsson; Guðmundína Þórunn, f. 10.11. 1940, hún á eina dóttur og tvö barnaböm; Samúel Þór, f. 17.5. 1943, kvæntur Ólöfu Kristmunds- dóttur, f. 12.8. 1943, og eiga þau þrjú böm og sjö barnabörn; Reynir Már, f. 16.12. 1949, kvæntur Svanhvíti Erlu Einarsdóttur, f. 29.3. 1950, þau eiga tvö börn; Sigríður Karen, f. 31.7. 1952, hún er gift Guðjóni Sólmundsyni, f. 9.7. 1948, þau eiga Qögur börn og fjögur barnaböm; óskírður drengur, f. 31.7. 1954, lést sama dag. Systkini Þórannar, samfeðra, voru Kristín Bjarney, Guðrún Halldóra Haraldína og Páll Sigurjón sem öll era látin. Bræður Þórunnar, sammæðra, eru Olgeir Gunnar Ásgeirsson, Ólafur Kristinn og Gísli Jón Gíslasynir. Foreldrar Þórannar voru Guð- mundína Kristín Ingimundardóttir, f. 12.2. 1892, d. 21.8. 1965, og Ásgeir Jónsson, f. 14.10. 1866, d. 13.05. 1922. Stjúpfaðir Þórunnar var Gísli Jón Gíslason verkamaður, f. 5.12. 1901, d. 6.1. 1962. Boðið verður upp á veitingar í tilefni dagsins í Jónsbúð að Akursbraut, Akranesi, ffá kl. 15 til kl. 18. Þessa mynd tók Pétur Frantzson af Helgu Margréti Gígju í Lundúnamaraþoni þegar hlaupið var tæplega hálfnað. Myndasmiðurinn Pétur var einn þeirra 19 íslendinga sem þreyttu hlaupið og aðalhvatamaðurinn að þátttöku flestra þeirra. Nítján íslendingar þreyttu Lundúnamaraþon 18. apríl: Flestir hlupu þon í fyrsta Sunnudaginn 18. apríl síðastlið- inn var Lundúnamaraþonið haldið í nítjánda sinn. Á síðustu áram hafa íslenskir hlauparar tekið þátt í þessu skemmtilega hlaupi, en i ár sló þátttaka íslendinga öll met. Nítján íslendingar þreyttu Lund- únamaraþon að þessu sinni, þar af 12 konur, og enginn heltist úr lest- inni. Það kom fáum á óvart að Ingólfur Geir Gissurarson skyldi ná bestum tíma íslendinganna, en hann hljóp á tímanum 2:39.15 og endaði í 223. sæti af um 30.000 manns sem luku hlaupinu. Skráðir þátttakendur i hlaupið vora um 41.500 manns, sem er nýtt met. Helga Margrét Gígja var meðal þeirra tólf kvenna sem þreyttu maraþon í fyrsta sinn á ævinni. „Við byrjuðum á markvissum æf- ingum í vetur með það að markmiði að fara í Lundúnamaraþonið. Það er óhætt aö segja það að síðastliðinn vetur er lengsti vetur sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Helga Margrét. „Ég er ekki vön svona löngum hlaupum. Áður en ég hóf markviss- ar æfrngar fyrir hlaupið í London hafði ég lengst hlaupið 10 km í al- menningshlaupi (Mývatn). Ég fór reyndar hálft maraþon á undirbún- ingstímanum í Mars-maraþoninu. Við voram svolítið smeykar kon- umar við að leggja í þetta hlaup og fórum meðal annars á þriggja tíma undirbúningsfund hjá Lárasi Blön- dal sálfræðingi til þess að peppa okkur upp fyrir hlaupið. Þar var lögð áhersla á að öllu máli skipti að klára hlaupið, tíminn skipti ekki svo miklu máli.“ Lenti í vandræðum „Allar konurnar kláraðu hlaupið með miklum sóma, flestar þeirra hlupu á betri tíma en þær bjuggust við í upphafi. Ætli ég hafi ekki lent í mestu vandræðunum, því hnén fóra að gefa sig þegar 15 mílur vora að baki (rúmlega 24 km). Ég kláraði samt hlaupið, en á heldur verri tíma en ég bjóst við. Það var meiri- háttar upplifun að fara í þetta hlaup. Stemningin er ólýsanleg þar sem hundruð þúsunda borgarbúa hvetja hlauparana til dáða. Ég er ekki viss um að ég hefði haft það af að klára hlaupið ef ég hefði ekki mara- sinn haft þessa hvatingu," segir Helga Margrét. Fyrsta Lundúnamaraþonið fór fram í marsmánuði árið 1981, en þá luku 7.747 manns hlauþinu. Frá upphafi hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt og í fyrra vora það 29.924 sem luku hlaupinu. Frá því Lundúnamaraþonið var sett á lagg- imar hafa um 382.672 manns þreytt hlaupið og komið í mark. Þá eru ekki taldir með þeir sem luku hlaupinu í ár. Góðir tímar náðust í hlaupinu i ár. Marokkobúinn E1 Mouaziz kom fyrstur í mark á frábærum tíma, 2:07.57. Veður var ákjósanlegt, um 10 stiga hiti og sólar gætti á köflum. Margir frægir hlauparar tóku þátt í Lundúnamaraþoni að þessu sinni. Meðal þeirra var heimsmethafinn Ronaldo da Costa frá Portúgal. Það kom nokkuð á óvart að hann varð að gera sér 17. sætið að góðu og sýn- ir vel hve mikil barátta er um fremstu sætin. Kenýabúinn Joyce Chep Chumba varð fyrst kvenna í mark, á tímanum 2:23.22, eða um 16 mínútum á undan Ingólfi Geir. Fram undan... Maí 9. Smárahlaup (**) Hefst kl. 13.00 við Smáraskóla. Vegalengdir: 2,5 km og 7 km með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol. Upp- lýsingar í Smáraskóla í síma 554 6100. 13. Breiðholtshlaup Leiknis ^***) Hefst kl. 13.00 við sundlaugina í Austurbergi. Vegalengdir: 2 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 12 ára og yngri (2 km), 13-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Upplýsingar Ólafur I. Ólafsson í síma 557 9059 og Jóhann Úlfarsson í síma 587 2853. 15. Landsbankahlaup (**) Fer fram um land allt. Hefst kl. 13.00 í Laugardal. Rétt til þátttöku hafa börn fædd 1986,1987, 1988 og 1989. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Skráning fer fram i útibúum Landsbankans. 29. Neshlaup TKS (**) (Ath. - breytt tímasetning) Hefst kl. 11.00 við Sundlaug Sel- tjamarness. Vegalengdir: 3,25 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 7 km og 14 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri (7 km), 17-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun fyr- ir þrjá fyrstu í öllum flokkum. Upplýsingar Kristján Jóhannsson í sima 561 1594 og Svala Guðjóns- dóttir í sima 561 1208. 30. Hólmadrangshlaup (**) Hefst kl. 14.00 við hafnarvogina á Hólmavík. Vegalengdir: 3 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 10 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 16 ára og yngri, 17-39 ára, 40 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverj- um flokki og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upp- lýsingar Matthías Lýðsson í síma 451 3393. Júní 3. Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins (***) Hefst kl. 10.00 við hús Krabba- meinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Vegalengdir: 2 km án tímatöku, 5 km og 10 km með tímatöku. Hlaupið fer jafnframt fram á fleiri stöðum. Upplýsingar á skrifstofu Krabbameinsfélagsins í síma 562 1414. 3. Bændadagshlaup UMSE (**) Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. Umsjón Isak Örn Sigurðsson A r k....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.