Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Qupperneq 51
JL>V LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 #næ// 63 * 111 hamingju með afmælið 9. maí 85 ára Þorsteinn Eiriksson, Ásgeirsstöðum, Austur- Héraði. 80 ára Ragna Jóhannsdóttir, Hólmgarði 39, Reykjavík. Richard Þórólfsson fyrrverandi framkvæmdastj. Iðunnar skógerð, Munkaþverárstræti 35, Akureyri. Þórir Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. 75 ára Aðalbjörg Sigðurðardóttir, Selvogsgrunni 6, Reykjavík. Ema Ingólfsdóttir, Álfheimum 4, Reykjavík. Guðríður Dýrleif Skjóldal, Hamragerði 14, Akureyri. Ingibjörg Jónasdóttir, Grýtubakka 18, Reykjavík. Kári Þórir Kárason, Bugðulæk 4, Reykjavík. Kristín Guðmundsdóttir, Gullsmára 5, Kópavogi. Þórir Þorsteinsson, Digranesheiði 31, Kópavogi. 70 ára Halldór G. Pálsson, Faxabraut 75, Keflavík. Teitur Jensson skrifstofumaður hjá Olíufélaginu hf., Lækjasmára 4, Kópavogi. Teitur og kona hans, Elsie Sigurðardóttir verða að heiman í dag. 60 ára Guðmundur Lárusson, Borgarholtsbraut 58, Kópavogi. Jóhannes Sigurbjömsson, Vogalæk, Borgarbyggð. Jóhann býður gestum í opið hús í félagsbæ í Borgarnesi frá kl.14. 50 ára Alda Pálmadóttir, Kambaseli 29, Reykjavík. Benedikt Svavarsson, Holtagerði 9, Kópavogi. Jóhann Bjarnason, Akurholti 9, Mosfellsbæ. Jochum Magnússon, Klubbegatan 8b, Malmö, Svíþjóö Sigrún Valgarðsdóttir, Vallholti 9, Akranesi. Soffía Valdemarsdóttir, Huldugili 11, Akureyri. Þórdís H. Jónsdóttir, Norðurbyggð 12, Akureyri. 40 ára Albert Gunnar Arnarson, Garðarsbraut 69, Húsavík. Ásta Jóna Skúladóttir, Steinahlíð 4, Hafnarfirði. Efemia Mjöll Guðmundsdóttir, Næfurási 10, Reykjavík. Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Skarði, Djúpárhreppi. Margrét Garðarsdóttir, Rekagranda 1, Reykjavík. María Auður Gissurardóttir, Glerá 1, Akureyri. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Lönguhlíð 5f, Akureyri. Vigdis Thordersen, Ölduslóð 4, Hafnarfiröi. Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, Sóleyjargötu 7, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Páll fæddist á Kletti í Reykholts- dal, Borgarfirði. Hann lauk stúd- entsprófi frá M.R. 1937, hélt til Kaupmannahafnar og lauk kandídatsprófi frá Dýralæknahá- skólanum 1944. Þá tók við fram- haldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Námsferðir til Bandaríkj- anna 1950 og 1979, Bretlands 1965 og 1968, Svíþjóðar 1975 og Danmerkur 1977. Þá stundaði hann dýralækna- störf á Jótlandi 1944-45. Sérfræðing- ur í húsdýrasjúkdómum við Til- raunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum 1948-56. Páll var yfir- %imm dýralæknir 1956-89 en starfaði jafnframt við Til- raunastöð Háskólans og var settur forstöðumaður þeirrar stofnunar 1959-67. í stjórn Hafnarstúdenta- og íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn 1945-47. Hann var varaformaður Landssambands hesta- mannafélaga 1959-63 og í tilraunaráði búfjárræktar 1960-65. í dýraverndunar- nefnd 1958-84 og í stjórn Vísindasjóðs 1972-75. For- maður fisksjúkdómanefndar 1970- 89 og í lyfjanefnd 1976- 89. Páll hefur setið ýmsa fundi og ráðstefnur um búijársjúkdóma erlendis og flutt er- indi um það efni m.a. í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Norðurlöndunum við háskóla, alþjóðlegar stofnanir og í vísindafélögum. Kjörinn í Vís- indafélag íslendinga 1965 og heið- ursdoktor konunglega dýralækna- og landbúnað- arháskólans í Kaup- mannahöfn 1974 og Nor- ges Veterinærskole 1985. Kjörinn heiðursdoktor við Læknadeild Háskóla ís- lands 1986. Heiðursfélagi í Finnska Dýralæknafélag- inu 1980 og i Dýralæknafé- lagi íslands 1994. Páll hef- ur ritað fjölda ritgerða, einkum um búfjársjúk- dóma, í innlendum og er- lendum tímaritum, og sat í ritstjóm tímaritsins Acta Veterin- aria Scandinavica frá 1971. Fjölskylda Páll giftist 22.6.1946 Kirsten Hen- riksen, f. 22.3. 1920, dýralækni. Kirsten er dóttir Ludvig Henriksen og Soffy Henriksen frá Kaupmanna- höfh. Börn þeirra Páls og Kirsten em Hlín Helga, f. 25.10. 1949, kennari, gift Ólafi Guðmundssyni, f. 4.7.1944, kennara, og þau eiga börnin Helgu Láru, nemi, og Magnús Björn, nemi; Vigdís, f. 12.8. 1951, hjúkrunarfræð- ingur, hún á börnin Kristínu Helgu Þórarinsdóttur, stud.med., í ffam- haldsnámi í Kaupmannahöfn, og Pál Agnar Þórarinsson, stud.öcom. Systkini Páls eru Unnur, f. 23.5. - 1913, húsfrú í Reykjavík; Zóphónías, f. 17.4. 1915, fyrrv. Skipulagsstjóri ríkisins; Hannes, f. 5.10. 1920, fyrrv. aðstoðarbankastjóri; Hjalti, f. 1.11. 1922, fyrrv. framkvæmdastjóri; og Vigdís, f. 13.1 1924, kennari. Foreldrar Páls voru Páll Zóphóní- asson, f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, al- þingismaður og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Þuríður Hannesdóttir, f. 11.5. 1881, d. 11.11. 1963, húsfrú. Páll verður að heiman í dag. Páll Agnar Pálsson. Reykjavíkurmót - mfl. karla Úrslitaleikurinn Fylkir-KR ferfram í dagf laugardaginn 8. maí, kl. 16f á Fylkisvelli Knattspyrnuráð Reykjavíkur Kapparnir Ágúst Kvaran, Sigurður Gunnsteinsson, Halldór Guðmundsson og Svanur Bragason við upphaf Þingvallahlaupsins. Þingvallahlaup 1999 - lengsta hlaup landsins Þann fyrsta maí síðastliðinn þreyttu fjórir langhlauparar lengsta hlaup sem vitað er til að hlaupið hafi verið hérlendis, 65,7 km hring í kringum Þingvallavatn. Kl. 9.00 laugardaginn 1. maí lögðu þeir Ágúst Kvaran, Sigurður Gunn- steinsson, Halldór Guðmundsson og Svanur Bragason af stað frá Nesbúð á Nesjavöllum sem leið lá réttsælis í kringum vatniö. Þeir félagarnir fengu mörg sýnis- horn af íslensku veðri á leiðinni: Fremur þungbúið var í fyrstu og hrepptu þeir félagarnir hríðarveður í Grafningnum. Á leið þeirra norður fyrir vatnið stytti upp en hóf að rigna í námunda við Lögberg og allt þar til komið var suður undir Úlf- ljótsvatn. Á lokasprettinum suður fyrir Úlfljótsvatn og að Nesjavöllum fengu þeir loks blíðskaparveður. Hópur hlaupafélaga kom færandi hendi með orkudrykki á síðari hluta leiðarinnar og hlupu með þeim félögum síðasta spottann. Að loknu rúmu einu og hálfu maraþon- hlaupi, eftir að hlaupa í á að giska 6 1/2 klst., gafst tækifæri til að láta þreytuna líða úr sér í heitu pottun- um á Nesbúð. Þingvallahlaupið er félagshlaup en ekki keppnishlaup þar sem tak- markið er fyrst og fremst að komast alla leiðina hlaupandi í einum áfanga. Minna er skeytt um ná- kvæmni við tímatöku. Þetta er þriðja árið í röð sem Þingvallahlaup hefur verið þreytt. Að þessu sinni var farið um lengstan veg. Fyrst árið 1997 hlupu tveir af þeim félög- um fyrir vatnið frá Móakotsá, sam- tals 50 km leið. Var það liður í und- irbúningi Ágústs fyrir þátttöku í 90 km ofurmaraþonhlaupinu „Comra- de“ í Suður-Áfríku síðar það sama ár. I fyrra var byrjað og endað á Nesjavöllum en farið um Almanna- gjá, samtals um 61 km. Þetta árið var svo fylgt veginum alla leið, samtals 65,7 km. Allir þátt- takendurnir hafa stundað maraþon og ofurmaraþon um nokkurt skeið. Þess má geta að fyrir Sigurð og Ágúst er hlaup þetta liður í undir- búningi þeirra fyrir þátttöku í hinu þekkta 100 km ofurmaraþoni „del Passatore" sem fram fer dag- ana 29. og 30. maí næstkomandi á Ítalíu yfir Appennina-fjallgarðinn frá Flórens til Faenza (sjá: http://www.dina- mica.it/100km/eng/default.cfm ). Nánari upplýsingar um Þingvallahlaupið (kort, vörður o.fl.) er að finna á vefsíðunni http://www.raunvis.hi.is/~ag- ust/olhopur.html. -ÍS Tilboð á kæli- og frystiskápum H3 Electrolux Mikið úrval af kæli- og frystiskápmn á frábæru tilboðsverði HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.