Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Qupperneq 16
LAUGARDAGUR 26. JÚNI 1999 i6 Géfflr Svarti dauði Nærfellt 60% þjóöarinnar féllu fyrir drepsóttinni ógurlegu sem hér geisaói árin 1402-1404. Svarti dauöi er skæöasta sótt sem stungiö hefur sér niður á Islandi. Móðuharðindi Hörmungar eftir eldgosið í Lakagígum áriö 1783. Heyfengur varö rýr, skepnur féllu unnvörpum og um 20% landsmanna dóu. Stjórnarskráin 5. janúar 1874, var stærsti áfangi sjálfstæöisbaráttunnar til þess dags. Meö henni haföi unnist sigur í baráttu íslendinga fyrir sjálfstæöi og sjálfstjórn. ---- . - ------ 1500 1600 1000 1100 1200 1300 1400 1700 Island fullvalda ríki Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og var ísland viðurkennt sem fullvalda ríki samkvæmt 1. grein þeirra. 1800 1900 2000 Bjórinn leyfður Bann viö bjórbruggun var samþykkt meö lagasetningu á Alþingi áriöl908 og ekki aflétt fyrr en 1. mars 1989. Hernámið Breskur her steig á land Reykjavík að morgni 10. maí 1940. Hernámi Bretanna lauk 10. júlT 1941 þegar íslensk stjórnvöld gerðu samning við Bandarikjastjórn um hervernd. Stofnun lýðveldis Þann 17. júní árið 1944 var lýst yfir gildistöku stjórnarskrár lýöveldisins íslands og Sveinn Björnsson kosinn fýrsti forseti landsins. Gamli sáttmáli Geröur 1262-1264. Samningur sem erindreki Noregskonungs geröi viö fulltrúa Islendinga. Landsmenn geröust þá þegnar Noregskonungs. Kristnitakan Var samjjykkt á Alþingi árið 1000.1 byrjun var ósætti milli ásatrúarmanna og kristinna, en aö lokum var lagt til aö landsmenn skyldu verða kristnir en mættu þó blóta á laun. Hvað segja spekingar um atburði árþúsundsins? Sjálfstæðisbarátta og hernám rótlaus kokkteill - sem nútíminn reynir að þynna út með bjór Hvaóa áhrif hefur þaó á þjóðar- karakterinn þegar helmingur þjóöar- innar þurrkast út á tveimur árum, eins og geröist á tímum svarta dauóa? Hvaö skilur óáranin með sínum Skaftáreld- um, hungri og angistarveinum eftir í fjöllunum, jöklunum og vötnunum sem viö erum svo stolt af? Ekki hefur þjóðin einungis veriö bar- in niöur í náttúruhamfórum, heldw höfum viö einnig átt okkar glœstu sigra, eins og Lýóveldiö ísland sannar. Á Vísi.is hafa veriá tilnefndir níu at- buróir sem aó mati þjóóarinnar rísa hœst á síöasta árþúsundi. En hver er afstaóa íslendinga nútímans til atburö- anna? Hvenær vildi œsifréttamaóurinn hafa verið uppi til þess aö geta flutt þjóöinni fréttir? Hvaó þykir sagnfrœö- ingnum sagnfrœðilega mikilvœgast? Og hvaöa atburöi vantar átakanlega á listann? Helgarblaóiö fékk þrjá spekinga, hvern á sínu sviði, til þess að leggja mat á þetta val. Þaó eru þeir Einar Már Guómundsson rithöfundur, Siguróur Gylfi Magnússon sagnfrœöingur og Eggert Skúlason, fréttamaöur á Stöö tvö. „Þegar spurt er hvaða atburðir hafi helst mótað persónuleika þjóðarinnar vefst mér tunga um tönn. Að pikka út níu atburði er eins og að velja bestu bítlalögin," segir Einar Már. Hann segir að það sé líka spuming hvort persónu- leikar mótist út frá ein- staka atburðum eða heildaraðstæðum. Þættir sem mótað hafa persónuleika þjóðarinnar - sé hann til, séu ekki síð- ur almenns eðlis, til dæmis einangrun fyrri tíma, hafíð og siglingar, búskapar- hættir, náttúran og bókmenntimar. „Ytri sem innri þættir hafa mótað sjálfsskiining okkar,“ segir Einar Már. „Sjálfsagt lifa skelfmgar svarta dauða og móðuharðinda enn í bölmóð- inum sem færst hefur yfir á smámuni með þeim afleiðingum að heimsendir er nánast daglegt brauð. í kristnitök- unni býr ákveðið blíðlyndi og líka sú afstaða að betra sé að vera þeim megin sem betra er að vera, eins konar búddísk hentistefna sem ekki er alslæm, en skýrir þó hvers vegna nán- ast öll þjóðin tilheyrir sama stjórn- málaflokknum og hve fáir hafa húmor fyrir því að vera í minnihluta, þó svo að flestar hetjur okkar séu últra-minni- hlutamenn sem fráleitt myndu lúta flokksaga." Einar Már segir enn fremur að hug- myndin um fullveldið og lýðveldið hafi auðvitað mótað okkar tíma. „í sjálfstæðisbaráttunni bjó fram- faratrú, byggð á rómantík og hetjuí- myndum bókmenntanna, og því við- horfi að allt sé hægt, en með hemám- inu er þessum huglægu þáttmn sjálf- stæðisbaráttunnar beint inn á brautir efnishyggjunnar, þannig að úr verður rótlaus kokkteill sem nútíminn reynir að þynna út með bjór. Að mínu mati býr viss andleg fijósemi í þessum mótsögnum. Um leið og allt tekur breytingum er einhver bakgnmnur þama á sveimi eins og skuggi. Sömu röksemdir heyrast til dæmis með og á móti Gamla sáttmála árið 1262 eins og með eða á móti Evrópusam- bandinu meira en 700 árum síðar. „Þetta er Eggert Skúlason sem talar frá Skaftáreldum," hefði æsifréttamaðurinn sennilega hnýtt aftan við mál sitt fiytjandi fréttir af mestu harðindum íslandssögunnar. Gylfi segist hefðu viljað vera uppi þegar bruninn í Kaup- mannahöfn 21. október 1728 átti sér stað. „Ef ég mætti líka setja mig í spor einhverrar persónu í íslandssögunni þá hefði ég viljað vera Mette Magnusson, kona Áma Magnússonar. Það er ekki af tilhneigingu til þess að vOja dressa mig upp í kvenfót heldur vegna þess að hún var örlagavaldur í ís- lenskri menningu. Ámi dró það að flytja handritin þar sem hann hélt að bruninn mikli næði ekki til þeirra. En svo vaknar hann upp um morguninn og sér að eldur- inn stefnir hraðbyri að hús- inu. Þá byrjar hann á því að flytja Mette á brott og tekur vagn heimilisins til þess ama, meðan það sat á hakan- um að flytja handritin. Ef ég hefði verið Mette hefði ég klappað Árna á bakið og sagt: „Heyrðu, Ámi minn. Ég labba.“ Þá ættum við mun meira af handritum í dag.“ við að segja, þó allt sé gamalt í ísskápn- um er ekkert nýtt rmdir sólinni," segir Einar Már.“ Bjórdagurínn einfaldastur En hvaða atburð hefðir þú viljað upplifa? „Það er náttúrlega einfaldast að hafa verið uppi á bjórdaginn. Það er ekki svo miklum vandkvæðum bundið að þamba nokkra bjóra, en að skipta um trú eins og á Þingvöllum fyrir þúsund árum, það hefði valdið mér heilabrot- um sem ég nú vildi vera vitni að,“ seg- ir Einar Már. Sigurður Einar Már Guðmundsson segir að kristnitakan skýri hvers vegna nánast öll þjóðin tilheyri sama stjórnmálaflokkn- um og hve fáir hafi húmor fyrir því að vera í minnihluta. í aksjón í þorskastríði „Satt best að segja er ég ekki hrifmn af neinum þessara atburða sem til- nefndir eru,“ segir Sigurður Gylfi, að- spurður hver atburðanna hafi að hans mati verið sagnfræðilega mikilvægast- ur. „Sex atburðir af átta - ef við slepp- um bjómum, em pólitískir atburðir. Tveir af þessum átta era síðan náttúra- hamfarir sem mér flnnst bera vitni tengslum okkar við landið og við- kvæma náttúra þess. Ef litið er á pólitísku atburðina er þó greinilegt að söguvitund íslendinga er bundin af kennslubókunum sem kenndar hafa verið á síðustu áratugum og leggja mikla áherslu á pólitíska nálgun. Kennslubók sem notuð hefúr verið í gnmnskólum heitir til dæmis Sjálfstæði íslendinga, sem er mjög leið- andi titiU.“ Sigurður Gylfi á ekki í neinum vand- ræðum með að nefna atburði sem hon- um fmnst vanta í upptalninguna. „Siðbreytingin er ekki nefnd og þyk- ir mér það stórfurðulegt. Siðbreytingin og tilkoma prentlistar og pappírs er að mínu mati það mikilvægasta sem gerst hefur í fslandssögunni." Sigurður furðar sig líka á því að eng- inn menningaratburður skuli vera á blaði en þar megi sannanlega nefna upphaf ritmenningar um 1100 sem skapaði fombókmenntimar. Það megi halda því fram að við værum ekki sú þjóð sem við eram hefðum við ekki átt Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur vildi hafa verið kona Árna Magnússonar þegar handritin brunnu. þessa gullöld sem tólfta öldin var. „Það sem kemur mér líka mikið á óvart er að engir atburðir sem tengdir era efnahagsmálum era nefndir. Til dæmis upphaf togaraútgerðar eða bara iðnbyltingin í sjálfu sér. Ég hélt að þjóðin væri mun uppteknari af efnahag sínum og veraldlegri menningu." Þegar Eggert Skúlason er spurður hvort eitthvað vanti í upptalninguna að hans mati segir hann að það sé þá helst þorskastríðið hið síðasta. „Þá hefði verið gaman að vera með beinar útsendingár af vígvellinum, en mikið held ég samt að hafi verið erfitt að vera þar hlutlaus fréttamaður." Ekkert fútt í lýðveldisstofnuninni „Atburðurinn sem mig hefði mest langað að flytja fréttir af era móðu- harðindin. Sú atburðarás var hroðaleg og aldeilis tilefni til beinna útsend- inga,“ segir Eggert. „I dag yrðu þessir atburðir þó aldrei eins átakanlegir og manni skilst af sögubókum að þeir hafi verið. Öll blöð, útvarp og sjónvarp væra uppfull af fréttum af ástandinu og sýnt beint all- an sólarhringinn á Netinu. Á landinu væra líka sennilega fleiri fréttamenn alls staðar að úr heiminum en íbúar og hingað myndu streyma tugir flugvéla með hjálpargögn. Mitt í hringiðu at- burðanna stæði ég síðan þvaðrandi um þetta allt út og suður. Gaman væri líka að ná viðtali við eldklerkinn síra Jón Steingrímsson þó að það væri nokkuð furðulegt þar sem ég er afkomandi hans,“ segir Eggert og hlær. „Ég vildi lika gjama hafa verið á staðnum til þess að taka viðtöl við menn eftir undirritun Gamla sáttmála. Einkum og sér í lagi Norðmennina. Þetta yrði bein útsending í formi yflr- heyrslu og ég hefði spurt beinskeyttra spuminga: Hvað, hvenær og hvers vegna, og ekki tekið nein undanbrögð i mál.“ Eggert viðurkennir að hann sé ak- -sjónmaður eins og sést af vali hans. Hann vilji vera þar sem handagangur er í öskjunni. „Þó að eitthvert lýðveldi hafi verið stofnað, fullveldi samþykkt eða stjóm- arskrá tekin í gildi þá þýða það bara leiðindafundahöld sem ekkert fútt er í. Hemámið hefði þó verið nokkuð mynd- rænt með sínum byssum og nælon- sokkum en ég er ekki spenntur fyrir svartadauða þar sem ég heföi sennilega steindrepist við að reyna að afla frétta af honum,“ segir æsifréttamaðurinn Eggert. -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.