Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1999, Side 25
JD"V LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 25 mtal Á meðan borgin sefur svefni hinna réttlátu fer Valgarður Braga- son á stjá og hengir upp plaköt í Reykjavíkurborg. „Þegar ég byrjaði var frekar lítið að gera en nú sé ég um öll leikhúsin og fleira. Ég er með átta plaköt núna í gangi og þetta er fmt, ég ræð mér sjálfur." Valgarður, eða Valli eins og vinir hans kalla hann, bað blaðamann um að koma því til skila að launin væru afleit, til þess að koma í veg fyrir óþarfa samkeppni. „Þetta eru skíta- laun, helvitis hark. Ég þarf að glíma við vont veður og erfiðar sjoppu- stúlkur og það getur verið erfitt, sér- staklega þegar þær eru á túr.“ Starfstími Valla er óvenjulegur, hann vinnur frá klukkan tvö síðdeg- is til fjögur eða fimm á nóttunni og kann þvi vel. En hvað hefur maður- inn gert um ævina annað en að hengja upp plaköt i skjóli nætur? „Ég hef verið að gera hitt og þetta, er stúdent úr Kvennó og byrjaði í bókmenntafræði en fannst hún leið- inleg og hætti. Það er alveg öruggt að þetta er ekki ævistarfið en ég held áfram þangað til að ég fæ nóg.“ Valli er maður mikilla sagna og sagði nokkrar skemmtilegar sögur af sér þar sem hann var staddur á Sóloni Islandusi, þar á meðal söguna af ballettferlinum. „Þegar ég var tíu ára byrjaði ég í ballett og ég æfði og dansaði af mikilli list i átta ár. Svo var ég á leiðinni á ball einu sinni þegar ég fékk skyndilega þá flugu í hausinn að leigubílstjórinn væri að fara með mig í vitlausa átt og stökk út úr bílnum, á ferð. Ég braut á mér hnéð og hef ekki dansað síðan.“ Þeir sem merkja verða kærðir Samkeppnin í plakatbransanum fer harðnandi og reglurnar eru orðnar fleiri en var í byrjun. „Áður hengdi ég á alla símakassa en nú má ekki hengja nema á vissum stöðum. Maður fór að sjá litla bláa miða sem á stóð: þeir sem merkja verða kærð- ir. Það er gaman að þessum nýju kettlingum sem eru að byrja. Ég á torgið og ef einhver limir þar lími ég yfir hann þar og ef hann kemur aft- ur lími ég yfir hann alls staðar. Þeir gefast yfirleitt allir upp en ég hef Á meðan borgin sefur svefni hinna réttlátu fer Valgarður Bragason á stjá og hengir upp plaköt í Reykjavíkurborg. gaman af keppni. Um daginn voru einhverjir strákar að hengja upp fyr- ir sirkus sem sýndu viðleitni, það var skemmtilegt en ég elti þá uppi og vann.“ Valli er að vinna að gerð kvik- myndar með tveimur vinum sínum um þessar mundir auk þess að hengja upp plaköt um víðan völl. „Myndin er um mig og tilveruna i Reykjavík", sagði Valli en var að öðru leyti mjög loðinn í svörum um myndina þannig að við hin verðum að bíða og sjá hvað setur. Vinnuaðstæður eru misjafnar og það gildir einnig um starf Valla, veggirnir eru misjafnir. „Það er best að hengja á fallegum og skemmtileg- um kaffistað, þar sem fólk skoðar plakatið vel og vandlega." En hefur maður sem vinnur í plakatbransanum ekki áhyggjur af dauða þeirra, að tölvan drepi pappír- inn? „Plakötin hafa áhrif, það hefur sýnt sig. Ég held að það sé nokkum veginn sama hvað gerist, plakatið verður alltaf gott og gilt.“ -þor Plaköt hengd upp á nóttunni: Best að hengja í miðbænum - segir Valgarður Bragason Borvél 500W, stiglaus rofi, sjálfherðandi patróna, hraði 2500 sn. Stingsög 450W, Tnglaus rofi, stillanlegt framskot, plan, hraði 2500 sn. Juöari 175W, 187x90 mm, stiglaus rofi, útblástur fyrir poka. Innréttingar & tæki Varð abeins kr. 10.900,- Vib Fellsmúla OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14 Sími 588 7332 Síitií 535 9000 • FagfSS 9040 • www.bllanaust.is LÖ3 m f i Meí Eldhúsinnrétting og borö uppsett. Baðherbergi með sturtu, handlaug og salerni Tvö rúmstæði og pláss fyrir svefnsófa. Húsið hentar sérstaklega í ferðaþjónustu og er auðvelt að flytja hvert á land sem er. Tilboðsverð aðeins 1.350.000 kr. Til sölu nýtt sumarhus, svo til fullbúið Upplýsingar í síma 471-1700 og 471 1450

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.