Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 UV fréttir Samfylkingin í alvarlegri kreppu: Forystulaus og ráðvillt „Pólitíska umhverflð á íslandi er að breytast. Samfylking jafnaðar- manna, félagshyggjufólks og kven- frelsissinna er í augsýn,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir í kjallaragrein í DV í júlí 1998, þegar verið var að undirbúa sameiginlegt framboð fé- lagshyggjuafla fyrir síðustu kosn- ingar. Þegar hún ritaði þessi orð var orðið ljóst að einhugur var ekki um sameiginlegt framboð vinstra- fólks og Alþýðubandalagið var klof- ið í málinu. „Nú virðast nokkrir ætla að skerast úr leik í Alþýðu- bandalaginu," skrifaði Jóhanna og kvaðst harma það. Einhuga og sterk liðsheild um þá vinstristefnu sem fyrir lægi gæti ráðið úrslitum um að jafnrétti, félagshyggja og kven- frelsi ráði ríkjum í stjórnarráðinu að loknum næstu kosningum. „Tækifærið er núna,“ sagði Jó- hanna. Sú skoðanakönnun á fylgi flokk- anna sem DV birti sl. þriðjudag olli samfylkingarfólki griðarlegum von- brigðum. Samkvæmt henni myndi Samfylkingin tapa nærri því tíunda hluta þess fylgis sem hún hlaut í kosningunum sl. vor og ekki nóg með það: Meirihluti „flóttafólksins" myndi kjósa erkióvininn, Sjálfstæð- isflokkinn, sem bætir við sig 8,2% samkvæmt könnuninni. í stað 26,8% kosningafylgis fengi Samfylk- ingin 17,1% og enn er ekki allt upp talið því að bæði oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, Jóhanna Siguröardóttir, talsmaður hennar, Margrét Frímannsdóttir, og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, sem horft hefur verið til sem framtíðarleiðtoga, komast allar á bekk með óvinsælustu stjómmála- mönnum dagsins í dag. Þar hefur heldur betur orðið breyting á, ekki síst í tilfelli Jóhönnu sem oftast áður hefur verið meðal þeirra vin- sælustu í könnunum DV á vinsæld- um og óvinsældum stjómmála- Margrét Frímansdóttir. f Jóhanna Siguröardóttir. manna. Samfylkingin er forystulaus og ráðvillt. Upp og ofan brekkuna Á stuttri ævi sinni hefur Samfylk- ingin mátt súpa marga fjöruna. Hún hefur átt þokkalega spretti og feng- ið verulegan hljómgrunn meðal þjóðarinnar og líka hið gagnstæða. Eftir vel heppnað prófkjör í Reykja- neskjördæmi og þokkalega heppnað í Reykjavík jókst tiltrúin aftur eftir vandræöaganginn sem á undan var genginn og um tíma voru svo mikl- ar vonir bundnar við hana að fylgi í könnunum mældist til jafns við fylgi Sjálfstæðisflokksins. En fylgið hefur líka dottið niður í 16% sem er langt undir samanlögðu fylgi flokk- anna sem að fylkingunni standa fyr- ir næstsíðustu kosningar. En Sam- fylkingunni tókst að rísa úr öskustónni til hálfs og náöi 26,8% kjörfylgi í kosningunum sl. vor. Síð- an þá hefur varla nokkur skapaður hlutur heyrst í þingmönnum henn- ar. Oddvitarnir í Reykjavík og á Reykjanesi, Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir og út- nefndur talsmaður Samfylkingar, Margrét Frímannsdóttir, hafa varla æmt eða skræmt þótt tilefni hafi verið nokkur og ærin í sumar, svo sem FBA-mál, Eyjabakkamál, bens- ínhækkanir, verðbólga, launaskrið og aukin skattheimta, svo dæmi séu nefnd af handahófí. Um þetta talar niðurstaða skoðanakönnunar DV á þriðjudaginn sínu máli. Ósamstæður hópur Vandi Samfylkingarinnar er ekki bara sá að að henni standi nokkrir stjómmálaflokkar með mismunandi markmið og áherslur. Hann er ekki sfst sá að hún er gersamlega for- ystulaus. Margrét Frímannsdóttir gegnir að vísu því lítt öfundsverða hlutverki að vera talsmaður flokks sem ekki hefur enn og virðist enn eiga erfitt með að gera upp við sig hvort hann ætlar að verða flokkur eða ekki. Þegar Margrét var til- nefnd til þessa vafasama vegsauka fyrir hana sjálfa er engu líkara en Jóhanna Sigurðardóttir, sigurveg- ari prófkjörsins í Reykjavík, hafi fyrst við því að varla hefur heyrst í henni síðan. Margrét þykir ekki hafa þann kraft og þá útgeislun sem þarf til að verða foringi stórs stjórnmálaafls þótt enginn dragi í efa heiðarleika hennar og vilja til góðra verka. Svipaða sögu er af Rannveigu Guð- mundsdóttur að segja. Þá þykir Jó- hanna heldur ekki vænleg. í það minnsta þarf ekki lengi að ganga á óbreytta krata um forystuhæfileika Jóhönnu í Samfylkingunni áður en þeir segja að hún sé of mikill einfari til þess. Hún rekist illa í samstarfi. Hún sé alltaf tilbúin að gagnrýna það sem miður fer í eigin flokki og jafnvel ríkisstjórn en sjáist svo hvergi þegar móta þarf stefnu eða Fréttaljós Stefán Ásgrímsson bregðast þarf við vandamálum eins og nú, þegar minnkandi tiltrú er á Samfylkingunni. Þegar hér er kom- ið sögu vísa kratar til þess er hún yfirgaf Alþýðuflokkinn á sínum tíma eftir mikil átök, stofnun Þjóð- vaka og endaloka þess flokks og síð- an framboð í kratahólfmu í próf- kjöri Samfylkingar í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. i Sighvatur Björgvinsson. Forystukreppa Samfylkingin er í forystukreppu. Það viðurkenna margir þingmanna hennar í samræðum við DV en benda um leið á að Róm hafi ekki verið byggð á einum degi og að það sé nú meira en að segja það að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Bæði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Margrét Frímannsdóttir leggja áherslu á það að verið sé að vinna hörðum höndum að því að festa Samfylkinguna í sessi sem stjórn- málasamtök. Mikið starf hafi verið unnið í sumar í því efni sem lagt verði fyrir stofnanir þeirra flokka sem að henni standa. Ásta Ragn- heiður sagði að ekki stæði til að leggja niður flokkana áður en búið er að stofna stjórnmálahreyfmguna formlega. Flokkarnir komi síðan inn í hana í fyllingu tímans. „Það er ósköp eðlilegt að fólk nefni okkur ekki í skoðanakönnunum meðan við erum í rauninni ekki orðin formlegt stjómmálaafl," sagði Ásta Ragnheiður. Hún sagði að þegar búið væri að stofna Samfylkingar- flokkinn væri fyrst tímabært að kjósa forystu. Aðspurð um þessa forystukreppu og deyfð Samfylking- arþingmanna í því að taka þátt í stjómmálaumræðunni sagðist hún telja að það breyttist þegar þing kæmi saman eftir næstu mánaða- mót. „Við höfum ekki svið til að vera með okkar umræðu á. Það er auðveldara fyrir ríkisstjórnina sem er með völdin mUli þinga, sagði hún. Málin era hins vegar i góðum farvegi. Það er búið að vinna mjög góða vinnu í sumar í sambandi við undirbúning flokksstofnunar og kynning er að hefjast á henni innan flokkanna sem að Samfylkingunni standa," sagði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. Næsta skrefiö verði síðan að fara í að stofna flokkinn og kjósa honum forystu og hún vænti þess að það gæti orðið snemma á næsta ári. Hvorki hún, Margrét Frímanns- dóttir né aðrir Samfylkingarþing- menn vildu ræða forystukreppuna út í hörgul og sínar eigin væntingar í þeim efnum heldur að ný forysta ætti eftir að koma i ljós, enda væri innan Samfylkingarinnar mikið af hæfileikafólki og margir kæmu til greina. Af könnunum DV á fylgi flokkanna og vinsældum stjórn- málamanna má ráða að þær þrjár forystukonur sem hér hafa verið nefndar, þ.e. Margrét, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún, séu ekki ofarlega í hugum almennings sem væntanleg- ir foringjar Samfylkingarinnar sem sópi að fylginu. Það eru reyndar ekki heldur þingmennirnir Sighvat- ur Björgvinsson og Rannveig Guð- mundsdóttir sem ekki komust á blað i síðarnefndu könnuninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur haft yfir sér ám aðsópsmikils for- ystumanns félagshyggjufólks. Hún er leiðtogi R-listans og hefur í tvígang leitt sundurleita hjörðina til sigurs gegn Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún og Davíð Oddsson hafa átt það sameig- inlegt að hafa mikið aðdráttarafl, nógu sterkt til að halda sundurleit- um öflum saman. Ýmislegt bendir hins vegar til að sól Ingibjargar hafi heldur lækkað á lofti. Ungu ljónun- um í borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna hefur tekist að læsa í hana klónum í byggingarmálinu í Laug- ardalnum, i deilunum um Reykja- víkurflugvöll og nú síðast vandræð- unum í sambandi við gagnaflutn- ingafyrirtæki borgarinnar, Linu.net hf. Viðbrögð hennar virðast ekki falla almenningi í geð. Þetta kann að vera ein ástæðan fyrir því að í könnun DV nefna 3,7% aðspurðra hana sem þann stjórnmálamann sem þeir hafi minnst álit á og 2,2% tilnefna hana sem þann sem þeir hafa mest álit á. Rannveig Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.