Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 34
%éttir LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 ID’V 46 Bæjardyrahúsið á Reynistað endurgert: Ráduneytið styrk ir nýjar bæjardyr Menntamálaráðuneytið styrkir endurgerð bæjardyrahússins við Byggðasafn Skagfirðinga á Reyni- stað í Skagafirði með fjögurra millj- óna króna framlagi. Verkið er áætl- að kosta 6,3 milljónir og er unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands. Bæjardyrahúsið er talið hafa verið reist á árunum 1758-’59 og er því að verða tveggja og hálfrar ald- ar gamalt. Að sögn Sigríðar Sigurðardóttur, safnvarðar í Glaumbæ, er um mjög merka byggingu að ræða, en það er af tvennum toga að Byggðasafnið ræðst í þetta verkefni. Annars vegar til að minna á það mikla sögulega hlutverk sem Reynistaður hefur gegnt um aldir, en þar var m.a. um tíma jarlssetur og annað tveggja nunnuklaustra landsins, og hins veg- ar vegna þáttar Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Reynistað, í upp- byggingu Byggðasafns Skagfirðinga. „Það má segja að Jón hafi verið guð- faðir safnsins," segir Sigríður. Þegar gamli bærinn á Reynistað var rifinn um miðja þessa öld tóku bændurnir til handargagns viðina úr bæjardyrahúsinu, sem í dag væri sjálfsagt kallað forstofa eða anddyri, og komu þeim fyrir í vari með stein- hleðslum og járnklæðningu skammt frá kirkjunni. Sigríður, safnvörður í Glaumbæ, segir að þeir hafi varð- veist mjög vel og Reynistaðarbænd- ur þarna bjargað þjóðarverðmæt- um. „Þetta er svokölluð stafverks- bygging og við hyggjumst reisa hana í trjálundinum austan við kirkjugarðinn á Reynistað. Allir sem að þessu máli hafa komið eru mjög samtaka um verkið og það er mjög ánægjulegt," segir Sigriður Sigurðardóttir safnvörður en þessi gamla timburbygging verður klædd með torfi og hefst hleðslan í þessari viku. Við ætlum að reyna að komast eins langt og mögulegt er með verk- ið fyrir veturinn," segir Sigríður safnvörður. -ÞÁ DV-mynd HÍA. Busl í bæjar- tjörninni Krakkarnir á Dalvik eru brún og sælieg eftir sumarið sem var Norðlendingum og Austfirðing- I um hið besta, hlýtt og sólríkt. j Hér er unga fólkið búið að demba f sér í volga bæjartjörnina undir sumarlokin, áður en skólamir kalla. -HÍA Sauðárkrókur: Danskir sokkar ekki á dagskrá Ekkert verður af flutningi sokka- verksmiðju frá Kolding í Danmörku til Sauðárkróks. Þetta varð niður- ^ staðan á fundi Orra Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Hrings, atvinnu- þróunarfélags Skagafjarðar, Þórðar Hilmarssonar rekstrarráðgjafa og Stefáns Jónssonar frá Fjárfestingar- skrifstofu íslands með fulltrúum KT-sokkaverksmiðjunnar í Kolding fyrir skömmu. Hagkvæmni flutnings verksmiðj- unnar hefur verið könnuð undan- farna mánuði og nú hafa fengist svör við ýmsum grundvallarspurn- ingum íslendinganna. í fyrsta lagi að væntanlegum fjárfestum yrði tryggð 20% arðsemi. Ljóst var að það markmið mundi ekki fara sam- an við þá greiðslu sem Danimir vildu fá fyrir sína þekkingu, mark- aðsaðgang, áhættu og framleiðslu- rétt. Þá var KT einungis tilbúið að selja helming framleiðslu sinnar til íslands eða 3-4 þúsund pör. Ástæða þess var krafa stærsta viðskiptavinar KT um að varan yrði framleidd í Danmörku og markaðs- sett sem slík. íslendingum fannst það óásættanlegt og fullreynt að samningsgrundvöllur var ekki leng- ur til staðar. -ÞÁ Borgarfjörður og Snæfellsnes: Ræða frekari sameiningu DV, Vesturlandi:______________________ Sveitarstjómarmenn sex sveitar- félaga í Borgarfirði norðan Skarðs- heiðar og innan Haffjarðarár sam- þykktu samhljóða á sameiginlegum fundi að stofna til formlegrar sam- ráðsnefndar. Nefndinni er ætlað að vera samstarfsvettvangur sameigin- legra mála og verður hún skipuð oddvitum sveitarfélaganna. Fyrir áratug voru sveitarfélög á svæðinu 15 en þrjár sameiningar hafa fækk- að þeim í 6. Samkvæmt heimildum DV er talið líklegt að hugmyndir um frek- ari sameiningu sveitarfélaga á svæðinu hljóti að koma til umræðu í samráðsnefndinni. Ályktunin, sem samþykkt var einróma, er svohljóð- andi: Fundur sveitarstjórnarmanna sex sveitarfélaga norðan Skarðs- heiðar, haldinn 2. september 1999, samþykkir að stofna til samráðs- nefndar Borgarbyggðar, Borgar- fjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Hvítársíðu, Kolbeinsstaðahrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps. Sam- ráðsnefndin verði vettvangur þess- ara sveitarstjórna til að fjalla um sameiginleg mál, t.d. á sviði um- hverfis-, fræðslu-, félags-, atvinnu- og samgöngu- og fjarskiptamála og skiptist á upplýsingum -DVÓ Uppboö Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bergþórugata 11A, Reykjavík, þingl. eig. Eva Dís Snorradóttir, gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn, fimmtudaginn 23. september 1999 kl. 16.00. Borgartún 36, 232,1 fm vélasalur á 1. hæð t.h. ásamt 172 fm sal á 2. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Vélsmiðja Jóns Sigurðssonar ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Tollstjóraembættið og Trygging hf., fimmtudaginn 23. septem- ber 1999 kl. 13.30. ________________ Drápuhlíð 22, 2ja herb. kjallaraíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Steinn Þór Jónsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, ís- landsbanki hf., höfuðst. 500, og Toll- stjóraskrifstofa, fimmtudaginn 23. sept- ember 1999 kl. 16.30._______________ Grettisgata 86, 2ja herb. íbúð á 1. hæð í vestur, merkt 0103, Reykjavík, þingl. eig. Byggðatækni ehf., gerðarbeiðendur Is- landsbanki hf., útibú 546, og Samvinnu- sjóður íslands hf., fimmtudaginn 23. september 1999 kl. 14.00. Gyðufell 14. 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.h. m.m:, Reykjavík, þingl. eig. Hjördís Björg Hjörleifsdóttir, gerðarbeiðandi ; íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. sept- V ember 1999 kl. 14.00. Hamratún 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sig- uijón Eyþór Einarsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Trésmiða- félag Reykjavíkur, fimmtudaginn 23. september 1999 kl. 11.00. Höfðatún 2, matshl. 010301, atvinnuhús- næði á 3. hæð, 394,6 fm, m.m., Reykja- vík, þingl. eig. Sögin ehf., gerðarbeiðend- ur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Lögsókn ehf., fimmtudaginn 23. septem- ber 1999 kl. 14.30. Leirubakki 34, 89,9 fm íbúð á 2. h. lengst til vinstri m.m, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðendur Ibúðalána- sjóður og Tollstjóraskrifstofa, miðviku- daginn 22. september 1999 kl. 13.30. RaUðarárstígur 33, 50% ehl. í íbúð á 4. hæð, merkt 0402 (70,25 fm), ásamt stæði í bílahúsi, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Daníelsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, miðvikudaginn 22. september 1999 kl. 16.30. Stangarhylur 3, Reykjavík, þingl. eig. Valgerður O. Hlöðversdóttir, gerðarbeið- endur Samvinnusjóður íslands hf. og Tollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 22. september 1999 kl. 15.30. Tryggvagata 4, Hamarshúsið, íbúð á 3. hæð, merkt 03-05, Reykjavík, þingl. eig. Vatnsiðjan Lón ehf., gerðarbeiðandi Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn, fimmtudaginn 23. september 1999 kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Frá mannfagnaði eldri borgara Hveragerðis. Pétur Þórðarson söngvari, Helena Káradóttir tónlistarkennari, Kristján Jónsson söngvari. Hressir ejdri borg- arar á Örkinni DV, Hveragerði:__________________________ Félag (h)eldri borgara í Hvera- gerði er í fullu fjöri þrátt fyrir að að- stöðuleysi hái þeim eftir lokun Hótel Bjarkar (fyrrum Hótel Hveragerðis). Félagið hefur nú aðstöðu í sal við Breiðumörk en hann er á 2. hæð og þangað liggja háir og erfiðir stigar sem sumum finnst erfitt að klífa. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Blikanes 22, 0101, Gaiðabæ, þingl. eig. Helgi Rúnar Magnússon og Friðrik Aðal- steinn Guðnason (eig. að 10%), gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður sjómanna, Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn, Tollstjórinn í Reykjavík og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 21. september 1999, kl. 10.30.________________________________ Grænavatn, Krýsuvík, Hafnarfnði, þingl. eig. Grænavatn ehf., Gaiðabæ, gerðartieið- andi Hafnarfjarðarbær, þriðjudaginn 21. september 1999, kl. 14.30. Hraunberg við Staðarberg 8, 50% eignar, Hafnarfuði, þingl. eig. Gísli Kristjánsson, gerðarbeiðandi Ema Bjömsdóttir, þriðju- daginn 21. september 1999, kl. 11.00. Langeyrarvegur 3, Hafnarfuði, þingl. eig. Kristján Sigurðsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Ibúðalánasjóður, mið- vikudaginn 22. september 1999, kl. 10.00. í fyrra voru Hvergerðingar í heimsókn á Akranesi en í síðustu viku endurguldu Akurnesingar heimsóknina. Hátt á annað hundrað manns komu saman í veglegu kaffisamsæti á Hótel Örk á dögunum. Mjög góð þátttaka Hvergerðinga var í kaffi- veislunni. Einn Hvergerðinganna, Pétur Móaflöt 7, Gaiðabæ, þingl. eig. Ámi B. Elfar, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf., útibú 546, Lífeyrissjóður sjómanna og Sparisjóður Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 22. september 1999, kl. 11.30. Reykjavíkurvegur 68, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Erlendur F. Magnússon, geið- arbeiðendur Byggingavöruversl. Steinars ehf., Iceland Review ehf., Kynning og Kaupfélag Ámesinga, miðvikudaginn 22. september 1999, kl. 13.00. Strandgata 19, 0201, eignarhl. gþ., Hafn- arfiiði, þingl. eig. Sólveig Margrét Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Is- lands hf., höfúðst., þriðjudaginn 21. sept- ember 1999, kl, 10.00._________________ Suðurbraut 20, 0201, Hafnarfuði, þingl. eig. Jón Skúli Þórisson og Svana Ragn- arsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarijarðar- bær og Miklatorg hf., miðvikudaginn 22. september 1999, kl. 13.30. Suðurbraut 28, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Oddur Halldórsson, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarbær, miðvikudaginn 22. september 1999, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐl Þórðarson, söng einsöng og síðan tók kórfélagi hans, Kristján Jónsson frá Selfossi, undir og þeir sungu dúett við undirleik Helenar Kára- dóttur tónlistarkennara. Tapað/fundið Kópavogsbúar, athugið Skuggi er týndur og hans er sárt saknað. Ef þið sjáið hann þá vin- samlegast hringið í síma 554-0510 að kvöldi eða Kattholt í sima 567-2909. Amma. UPPBOÐ Mánudaginn 20. september nk., kl. 14, að Skáney í Reykholtsdal, veiðurboðið upp 1 óskilahross. Um er að ræða rauða 3ja vetra hryssu, ómarkaða, óskilahross úr Rauðs- gilsrétt síðan 24. október 1998. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI UPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.