Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 D"\T Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@Tf.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. r Aður óþekktar óvinsældir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra má vel við una þessa dagana. Óvinsældir hennar sem stjórnmála- manns eru að vísu töluverðar, en hafa á síðustu misser- um algerlega horfið í skugga feiknarlegra óvinsælda tveggja annarra ráðherra Framsóknarflokksins. Finnur Ingólfsson orkuráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra búa við meiri óvinsældir en áður hafa þekkzt í skoðanakönnunum. Álit fólks á þeim er nærri eingöngu neikvætt. Þau eru ekki umdeild eins og Davíð Oddsson, heldur hreinlega afskrifuð. Finnur Ingólfsson hefur unnið fyrir óvinsældum sín- um á löngum tíma með gegndarlausri stóriðjuþrjózku, sem senn mun leiða til mesta umhverfisslyss aldarinnar hér á landi. Hann starfar í skjóli flokksformannsins, sem beitir honum fyrir sig í Fljótsdalsvirkjun. Siv Friðleifsdóttir siglir hins vegnar inn í sviðsljósið beint á botninn. Hún keypti ráðherradóminn því verði að skipta um skoðun á umhverfismati Fljótsdalsvirkjun- ar. Hún má varla opna munninn án þess að tapa fylgi, svo ógætin er hún í innantómum fullyrðingum. Svo óvinsæl eru þau tvö, að samanlagðar óvinsældir annarra stjórnmálamanna komast ekki í hálfkvisti við þau tvö. Er þá undanskilinn Davíð Oddsson, enda falla miklar óvinsældir hans í skugga enn meiri vinsælda, sem eru hinum megin á vogarskálunum. Vinsældakönnun DV skiptir íslenzkum stjórnmála- mönnum í íjóra flokka. Davíð Oddsson er einn og sér í flokki sem umdeildur landsfaðir. Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Geir H. Haarde eru saman í flokki þeirra, sem njóta töluverðs álits. Síðan koma fyrirlitnu framsóknarmennirnir þrír, Finnur og Siv á botninum og Ingibjörg í humátt á eftir þeim. í fjórða flokki er forustulið Samfylkingarinnar, fremur óvinsælt, en ékki áhugavert að mati kjósenda. í fimmta flokki eru svo hinir, sem engu máli skipta. Halldór Ásgrímsson er einn þeirra, sem kallaðir hafa verið teflon-menn í útlöndum. Hann hefur kvóta í þan- þoli kjósenda. Honum er ekki legið á hálsi fyrir að vera frumkvöðull umhverfisslyssins á Austurlandi, heldur er öðrum ráðherrum flokksins kennt um það. Þótt Halldór njóti þess að geta farið sínu fram í flokkn- um, telst hann ekki í hópi þeirra mikilhæfu manna, sem rækta eftirmenn og sá þannig til framtíðar. Umhverfis hann í ráðherrastólunum eru fyrirlitnir jámenn, sem kjósendur munu ekki treysta til forustu. Vont er fyrir stjórnmálaflokk að hafa aðeins einn frambærilegan mann á toppnum og víðáttumikla eyði- mörk allt í kring. Verra er fyrir stjórnmálaflokk, þegar toppmaðurinn leggur sig fram við að gæta þess, að sjálf- stætt hugsandi fólki sé ýtt til hliðar í flokknum. Þótt framsóknarmönnum hafi þótt og þyki enn sem þeir séu vel settir með óumdeildan formann, er hætt við, að sagnfræðin fari hrjúfari höndum um Halldór Ás- grimsson í framtíðinni, þegar komið hefur í ljós, að hann mun skilja flokk sinn eftir í rjúkandi rúst. Áratugum saman var Framsóknarflokkurinn í milli- þungavigt. Undir forustu Halldórs og hinna óvinsælu já- manna hans hefur flokkurinn krumpast niður í smá- flokksstærð og mælist í skoðanakönnunum á svipuðu róli og Samfylkingin og Græna vinstrið. Engum íslenzkum flokksformanni hefur tekizt að safna með sér í ríkisstjórn slíku einvala-botnliði óvin- sældafólks, sem Halldóri Ásgrímssyni hefur tekizt. Jónas Kristjánsson Lexían af Tímor og tómarúmið í Asíu Það má kalla það í senn kald- hæðni örlaganna og dæmi um þá hræsni sem oft einkennir alþjóða- samskipti að Ástralía, eina ríkið sem opinberlega viðurkenndi blóði drifið hernám Indónesíu á Austur- Tímor, mun nú leiða alþjóðlegt gæslulið sem sent er til eyjarinnar í nafni þjóðfrelsis og mannréttinda. Nöturleg lexía Slík kaldhæðni og hræsni þarf svo sem ekki að draga úr ánægju góð- viljaðra manna með að friðargæslu- lið fari til Tímor en lexían er heldur nöturleg fyrir ríki Asíu. Forusturiki Vesturlanda studdu í reynd innrás Indónesíu á Austur-Tímor árið 1976 en innrásin kostaði líf álíka fjölda manna og byggir ísland, og var því margtugfalt blóðugri en skálmöld síðustu vikna. Henry Kissinger, sem lauk fundum sínum með indónesískum ráðamönnum í Jakarta að- eins fáum klukkustundum áður en innrásin hófst, sagði það ekki í þágu bandarískra hagsmuna að sparka í Indónesíu, en Kissinger hafði áhyggjur af því hvað frelsishreyfing Austur-Tímor var vinstrisinnuð. Ástralía viðurkenndi innrásina form- lega, eitt allra ríkja, og Bretar hófu stórfellda og ábatasama vopnasölu til indónesiska hersins, þrátt fyrir gagnrýni heima fyrir. Ríki Vesturlanda kepptu hart um að ná hylli herforingjanna sem stjórnuðu ört vaxandi hagkerfi Indónesíu. Fáir sáu sprungurnar í því kerfi, enda héldu Alþjóðabankinn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn áfram að hlaða lofi á stjórn Suhartos allt fram undir hrun hagkerfisins í fyrra. Þegar hagkerfl Indónesíu hrundi snerist afstaða Vest- urlanda til Tímormálsins skyndilega við. Það var ekki lengur hættulegt hagsmunum Bandaríkjanna að sparka i Indónesíu, enda var ríkið sem liggjandi mað- ur. Ástraliumenn, sem enn viðurkenndu þó formlega rétt Indónesíu til hernáms Austur-Tímor, stilltu sér upp í framvarðarsveit áhugamanna um mannréttindi og þjóðfrelsi á eyjarpartinum. Úrelt kennisetning Hvers vegna skyldi Ástralía, tiltölulega fámennt ríki Evrópu- manna á jaðri Asíu, fá alþjóð- legt umboð til lögregluvalds á Austur-Tímor í greinilegri óþökk allra stjómmálaafla, hers og almennings í Indónesíu? Hvers vegna ekki stórveldin Japan eða Kína, risaríkið Ind- land, eða þá samstarfshópur öfl- ugra ríkja í kringum Indónesíu? Svarið við þessu snertir ekki einungis Austur-Tímor og Indónesiu, heldur alla Austur- og Suðaustur-Asíu. Stóra kenni- setningin á bak við allt alþjóð- legt samstarf á svæðinu er sú að ekkert ríki skuli skipta sér Eif innri málefnum annars. ASE- AN, samtök Suðaustur Asíu- ríkja, var ekki stofnað til náins samstarfs, heldur beinlínis til vamar þessari kennisetningu. Engar stofnanir í líkingu við ÖSE, Evrópuráðið, Nató eða ESB hafa orðið til í Asíu heldur hefur pólitískt samstarf á svæð- inu þvert á móti snúist um að verja algert fullveldi hvers ríkis fyr- ir sig. Tómarúm Þótt hnattvæðingar í framleiðslu og viðskiptum hafi óvíða gætt eins mikið og í Austur- og Suðaustur- Asíu hafa ríki svæðisins ekki náð að aðlaga sig að skyldri þróun al- þjóðastjórnmála. Ástæðurnar fyrir því hve ríki álfunnar ríghalda í kenningar um algert fullveldi ríkja má án efa rekja til hroðalegrar reynslu Asíumanna af nýlendutím- anum. Þetta hefur hins vegar leitt til þess að ríki utan Asíu reynast enn hafa hlutverki að gegna innan álfunnar. Hvað sem Asíumönnum finnst um ótrúlega hræsni Ástralíu- stjórnar í Tímormálinu, verða þeir að viðurkenna að það er vegna van- máttar Asíuríkjaí alþjóðamálum sem Ástralía hefur nú fengið hlutverk á Austur-Tímor. Púðurtunnur Það em púðurtunnur um alla Asíu og sumar þeirra em eins og Balkanskagi í öðru veldi, enda eru flest ríki Asíu byggð mörgum og oft mjög ólíkum þjóðum, en þetta hefur einmitt stuðlað enn frekar að ótta þeirra við erlend afskipti af sínum innri málum. Ýmsar afleiðingar hnattvæðingar i efnahagslífi hafa lagst á eitt með vaxandi áhuga almennings um alla Asíu á lýðræði og auknum mannréttindum við að veikja möguleika ríkisstjóma víða um álfuna við að halda saman ríkjum sínum með valdboði. Um leið hafa innanríkismál einstakra landa í vaxandi mæli orðið að alþjóðamálum. Það virðist hins vegar langt í land með að til verði í Asíu ríkjasamtök á borð við ÖSE í Evrópu, hvað þá samtök á borð við ESB eða Nató. Ekkert stórvelda Asíu getur heldur leikið leið- andi hlutverk við lausn vandamála álfunnar, Japan af sögulegum ástæðum, Kína af pólitískum ástæðum, Indland og Indónesía vegna vanmáttar. Tómarúmið í kringum Tímor á því eftir að endurtaka sig víðar í álfunni. „Það eru púðurtunnur um alla Asíu og sumar þeirra eru eins og Balkanskagi í öðru veldi.“ Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Wiodanir annarra Habibie hinn hugrakki „Tilkynning Habibies (Indónesíuforseta) um að fj hann fellist á alþjóðlegt friðargæslulið (til Austur- I Tímor) bar vott um þónokkurt pólitískt hugrekki þar | sem hugmyndin er mjög óvinsæl meðal Indónesa og þá einkum innan hins valdamikla hóps yfirmanna hersins. Hann féllst á þetta eftir að ijölmörg lönd I hættu við sameiginlegar heræfingar, svo og hemaðar- | aðstoð og sölu hergagna, og eftir að mikilvægir gef | endur aðstoðar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn gáfu til kynna að frekari aðstoð yrði | háð framgöngu Indónesíu á Austur-Tímor.“ Úr forystugrein New York Times 15. september. Vanþóknun á spillingu „Abdelaziz Bouteflika, sem var kjörinn forseti í apríl, hefur síðan sagt margt sem mann langaði að | heyra úr munni forseta Alsirs. Hann hefur lýst van- | þóknun sinni á spillingi innan ríkiskerfisins, ráðist I á lögregluna, dómskerfið, tollgæsluna. Hann hefur DV hvatt meðborgara sina til að læra að lifa í sátt og samlyndi, eftir tíu ára átök sem hafa orðið tugum þúsunda Alsíringa að bana og markað djúp spor á jafnmarga.“ Úr forystugrein Le Monde 16. september. Jagland í vandræðum „Formaður Verkamannaflokksins, Thorbjörn Jag- land, fyrrverandi forsætisráðherra, var aðalmaður kosninganna þrátt fyrir að ekki væri um þingkosn- ingar að ræða. Honum var lýst sem hallærisgæja og manni sem hefur orðið undir í lifmu. í lokahrinu kosningabaráttunnar drógu meira að segja nokkrir stjórnmálamenn í Jafnaðarmannaflokknum í efa forystuhæfileika Jaglands. Jagland, þessi geðfelldi maður, stóð sig vel, sérstaklega undir lokin, en tókst ekki að halda flokknum réttum megin við 30 pró- sentin. Verkamannaflokkurinn er samt sem áður stærsti flokkurinn. Það er spurning hvers vegna hann eða næststærsti flokkurinn hafi hvorugur veruleg áhrif á pólitíska stjórnun landsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.