Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 mngar 19 íslensk grafík 30 ára: Gluggalandslag, Smálönd og Sögulegar Ijósmyndir fimm Ijósmyndarar með samsýningu í sal félagsins Félagið íslensk grafík opnar í dag, klukkan 16.00, sýningu á ljós- myndaverkum í nýjum sal félags- ins. Nýr salur og verkstæði eru til húsa að Tryggvagötu 17, en rétt er að taka fram að inngangur er hafn- armegin. Félagið á 30 ára afmæli á þessu ári og formleg opnun á verk- stæði félagsins í hinum nýju húsa- kynnum var síðastliðna menning- arnótt Reykjavíkurborgar. íslensk graflk hefur um 70 félags- menn og hefur félagið farið mjög stækkandi á undanfórnum árum. Með flutningum á Tryggvagötu 17 er gert ráð fyrir að ungt fólk komi enn frekar til starfa í íslenskri graf- ík þar sem aðstaðan er betri en áður og fólki gefst nú kostur á að fá afnot af tækjabúnaði sem er afar dýr. í stað þess að listamenn þurfi að kaupa sér tækjabúnað fá þeir nú tækifæri til þess að leigja hann. Ljósmyndasýningin stendur frá 18. september til 10. október og er sýningin opin fimmtudaga til sunnudags frá kl.14.00-18.00. Alls sýna fimm ljósmyndarar. Þeir eru Einar Falur Ingólfsson, Guðmund- ur Ingólfsson, ívar Brynjófsson, Spessi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Fólk þetta kemur allt úr sitt hverri áttinni, þannig er Þorbjörg mynd- listarkona, Guðmundur vinnur við auglýsingaljósmyndun, ívar hefur að baki hefðbundna ljósmynda- menntun en Einar Falur hefur starfað sem blaðaljósmyndari. Syrpur þeirra eru ólíkar en Ein- ar Falur sýnir syrpu sem kallast Gluggalandslag, syrpa Guðmund- ar Ingólfssonar ber nafnið Smá- lönd, ívar Brynjólfsson sýnir Sögulegar Ijósmyndir, Þorbjörg sýnir Uppstillingar en verk Spessa hafa enga yfirskrift. Blaðamaður náði tali af Einari Fali og bað hann að segja frá verkum sínum. „Þetta eru ljós- myndir sem eru teknar á ferða- lögum frá árinu 1993 til dagsins í dag. Þær sýna landslag eins og fólk sér landslag, því að fólk sér venjulega ekki landslag eins og það birtist á póstkortum heldur í gegnum glugga á ferðalögum. Ljósmyndirnar eru allar teknar úr farartækjum, í gegnum glugga í bílum, lestmn, flugvélum og bátum. Það er ekki bara glerið í linsunni sem horft er í gegnum heldur líka glugginn á farartæk- Stöðugar sýningar Aðeins ein sýning hefur verið haldin í salnum áður en þá voru graflkverk Braga Ásgeirssonar sýnd og sú sýning var mjög vel sótt. Ætlunin er að vera alltaf með sýningu i gangi, en sýningamar standa yflrleitt yfir í þrjár vikur, og búið er að skipuleggja dagskrá alveg fram á næstu menning- amótt. Til stendur meðal annars að taka þátt í grænlenskum menn- ingardögum sem haldnir verða í mars. Þá verða nokkrar sýningar hjá félagsmönnum, til dæmis jóla- sýning, en svo er ætlunin að opna skúffugallerí. Þá verða stórar pappírsskúffur settar inn i gallerí- ið en í þeim verða verk listamann- anna. Listamennirnir kaupa sér skúffu sem þeir geyma verk sin í óinnrömmuð. Gestum og gangandi býðst svo að skoða skúffumar og geta þá keypt verkin beint, óinn- römmuð. Þetta gerir sýninguna sérstæða og meira spennandi fyrir vikið en er þar að auki ljósmynd- urunum til hagræðis þar sem mik- ill kostnaður fylgir þvi að láta ramma inn öll verk. Stefnt er að því að hafa „skúffusýninguna" í lok nóvember. Stefnt er að því að hafa salinn leigulausan fyrir listamenn til þess að styðja við bakið á þeim enda fylgir því gífurlegur kostnaður að halda sýningar. í stað þess að leigja salinn á að reyna að sækja styrki til fyrirtækja en fyrirtækin Beco, Hans Petersen og Skyggna- Myndverk hafa til að mynda styrkt þá sýningu sem nú fer í hönd. Öll aðstaða og aðbúnaður hjá ís- lenskri graflk hefur batnað við flutninginn. Er salurinn hinn glæsilegasti og sýningin spenn- andi, ekki síst fyrir þær sakir hve fjölbreytt verk verða sýnd þar. Blaðamaður lenti þó í vandræðum með að finna salarkynnin og þvi er rétt að ítreka það að inngangur er hafnarmegin, Tryggvagötu 17. Þórður Hall sýnir í Ósló - Gallerí Islanri flutt í nýtt og stærra húsnæði Myndlistarmaðurinn Þórður Hall opnar í dag sýningu í Gallerí ísland- ia, við Welhavens-gate 14, í Ósló. Á sýningunni eru 25 olíumálverk, öll unnin á síðustu tveimur ámm. Þórður hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga víða um heim. Verk eftir Þórð era I eigu listasafna hér á landi og víða erlendis. Galleri Íslandía flutti núna í sept- ember í nýtt og stærra húsnæði í miðborg Óslóar, nálægt konungs- höllinni. í vetur verða haldin menn- ingarkvöld í húsakynnum gallerís- ins. Sýning Þórðar stendur til 3. október. mVÐSKIPTAVNA Þvööawlar SS? Viðurkennd gæðavara á mjög góðu tilboðsverði í tilefni afmælisins Þvottavél, 1000 snúningar. 45.505f Verð áður 55.000,- Þvottavél, 1200 snúningar. 47.405.* Verð áður 56.905.- Þvottavél, með þurrkara. 66310.- Verð áður 74.215.- PFA F cHeimilisUekjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222 Veffang: www.pfaff.is . Blákaldar sti Heiti Brútto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Tilboðsverð stgr. HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 29.900 HFL230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900 HFL 290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.900 HFL 390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900 EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900 EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 53.900 Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgamesi. BI6 Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. HúnvS Fáskrúðsfirði. KASK, Höfp. KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu.” lallqríméison. Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestflrðin Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. ‘ðingabúö, Sauðárkróki. Urð, Raufartiöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, :ás, Poríákshöfn. Brfmnes, Vestmannaeyjurn. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.