Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 gsonn «► Pálína Jónsdóttir, Valur Freyr Ein- arsson og Davíð Þór Jónsson í hlutverkum sínum. Hattur og Fattur Hafnar eru aftur sýningar á hin- um skemmtilega söngleik Hattur og Fattur, Nú er ég hissa og er næsta sýning í Loftkastalanum á morgun kl. 14. Hattur og Fattur eru tveii' grænir kallar sem eru svo furðulegir að fullorðið fólk sem sér þá í fyrsta skipti heldur að það sé komið með slæma flensu. Þeir koma frá plánetunni Úridúx og eru að kanna málin hér á jörð- inni. Þeir geta ýmislegt sem jarð- arbúar geiá ekki, svo sem að gera sig ósýnileg^. Leikhús Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur Hatt. Hann fór meðal ann- ars með aðalhlutverk í spennu- myndinni Sporlaust. Felix Bergs- son leikur Fatt. Felix er öllum krökkum að góðu kunnur síðan hann var umsjónarmaður Stund- arinnar okkar auk þess sem hann var um tíma forsöngvari Greif- anna. Valur Freyr Einarsson og Pálína Jónsdóttir leika systkinin Óla og Rósu sem lenda í miklum ævintýrum í leikritinu. Davíð Þór Jónsson leikur hrekkjusvínið Gumma. Steinunn Ólafsdóttir leik- ur mömmuna og Sigurdór Heimir Albertsson leikur pabbann. Þór- hallur Sigurðsson er leikstjóri. Gönguferð verður farin á Þing- völlum í dag. Haustlitir á Þingvöllum Nú eru Þingvellir óðum að fær- ast í haustbúning og gulir, brúnir og rauðir litir verða allsráðandi á lyngi og kjarri. I dag verður sem endranær boðið upp á gönguferð með leiðsögn á vegum þjóðgarðs- ins og er ætlunin að halda í Öl- kofradal. Einnig verður komið við á Þórhallastöðum, en sá stað- ur tengist sögu Þingvalla með sér- stökum hætti. Gönguferðin hefst við Flosagjá (Peningagjá) kl. 13 og tekur um það bil þrjár klukku- stundir. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Álmurinn í borginni í haust standa Skógræktarfélag Islands, Garðyrkjufélag íslands og Ferðafélag íslands fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfúðborgarsvæð- inu. í göngunum eru teknar fyrir ákveðnar trjátegundir, reynt að hafa upp á þeim trjám sem hafa verið mæld og kannað hvernig þeim hefur reitt af. Einnig verðru Utivera fjallað um hagnýt atriði við rækt- un viðkomandi trjátegunda. Síð- astliðinn laugardag voru skoðað- ar trjátegundirnar ilm- og silfur- reynir. í þessari göngu verður skoðuð trjátegundin álmur. Von- andi verður hægt að finna hæsta álmtré borgarinnar. Gangan hefst klukkan 10 í dag við stóra hlyn- tréð á horni Vonarstrætis og Suð- urgötu og tekur um tvo tíma. Allt áhugafólk um ræktun er hvatt til aö mæta. Þeir sem taka þátt í öll- um göngunum geta átt von á óvæntum glaðningi í lokin. Lengst af úrkomulítið Austlæg átt, víða 10-15 m/s, en norðaustlægátt á morgun, 8-13 m/s. Veðrið í dag Víða rigning austanlands en að mestu þurrt suðvestan til. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast vestan- lands. Höfuðborgarsvæðið: Aust- læg átt, 8-13 m/s en norðaustlægari á morgun, skýjað og lengst af úr- komulítið. Hiti 9 til 15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.45 Sólarupprás á morgun: 07.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.46 Árdegisflóð á morgun: 00.46 Veðrið kl.12 á hádegi í gær Akureyri úrkoma í grennd 13 Bergstaöir skýjaö 15 Bolungarvík rigning 10 Egilsstaðir 10 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 11 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 12 Raufarhöfn rigning 8 Reykjavik úrkoma i grennd 14 Stórhöföi úrkoma í grennd 10 Helsinki skýjaó 14 Kaupmhöfn þokumóö 18 Ósló rigning og súld 13 Stokkhólmur 16 Þórshöfn rigning 10 Þrándheimur skúr á síö. kls. 14 Algarve léttskýjaö 24 Amsterdam skúr á síö. kls. 18 Barcelona mistur 25 Berlín skýjaö 22 Chicago Dublin hálfskýjaö 15 Halifax skúr 23 Frankfurt skýjaö 21 Hamborg skýaö 19 Jan Mayen skýjaö 6 London hálfskýjað 19 Lúxemborg rigning 12 Mallorca léttskýjaó 29 Montreal þoka 11 Narssarssuaq skýjaó 4 New York París skýjaö 17 Róm léttskýjaö 26 Vín skýjaó 22 Winnipeg heiöskírt 9 S Hótel Selfoss: djass og söngleikir Söngkonan Kristjana Stefáns- dóttir heldur tónleika á morgun í Hótel Selfossi. Hún mun koma fram ásamt fjölda góðra gesta. Þar f á meðal eru söngvaramir Soffia Stefánsdóttir, Gísli Stefánsson, Gísli Magnason, Margrét Eir Hjartardóttir, Helena Káradóttir, Berglind Helga Sigurþórsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Þórarinsson. Einnig mun Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari og Ólafur Stolzenvald koma fram. Dagskráin er fjöl- breytt, allt frá klassískum perlum og djassi til þekktra söngleikja og dægurlaga. Kristjana mun einnig koma fram með kvartett sínum sem skipaður er Gunnari Jóns- syni, Smára Kristjánssyni og pi- anistanum Agnari Má Magnús- syni, sem leysir Vigni Þór Stefáns- son af hólmi í þetta skiptið. Skemmtanir Kristjana Stefánsdóttir er á leið til náms í Hollandi, en hún hefur hlotið inngöngu við djassdeild Konunglega tónlistarháskólans í Haag. Tónleikaranir annað kvöld, sem heflast kl. 20, eru hluti af fjár- öflunarleið hennar til að kosta námið. Bee Gees-sýning á Broadway í kvöld verður á Broadway Bee Gees-sýning þar sem fimm strákar syngja þekktustu lög þeirra Gibb- bræðra. Strákamir eru Kristján Gíslason, Kristbjörn Helgason, Davíð Olgeirsson, Kristinn Jóns- son og Svavar Knútur Kristinsson. Þeim til halds og traust eru tvær ungar söngkonur, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hjördís Elín Lárus- dóttir. Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar leikur undir. Kristjana Stefánsdóttir syngur og fær góða gesti á tónleika á Selfosi á morgun. Myndgátan Hnífur stendur á hári Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Annar tvíburanna Cole eða Dylan Sprouse, sem leika Julian til skiptis. Svalur pabbi í Svölum pabba (Big Daddy) leikur Adam Sandler letiblóðið Sonny Koufax sem neitar að full- orðnast, lifir á örorkubótum og fé- lagsstofnun. Þegar myndin hefst er kærastan að yfirgefa hann fyr- ir sextugan mann sem hefur það sem Koufax hefur ekki, er traust- vekjandi. Óvænt bankar á dymar hjá honum hinn fimm ára Julian sem er í pabbaleit og það vill svo til að '////////, faðir hans leigir ///'////' Kvikmyndir íbúð með Koufax en er á löngu ferðalagi. Koufax sér þarna kjörið tækifæri til að end- urheimta kærustuna og gengur drengnum í pabba stað. Gallinn er að hann veit ekki neitt um barna- uppeldi og nennir ekki að setja sig inn i slíkt hlutverk svo glansinn fer fljótt af pabbanum. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Eyes Wide Shut Háskólabió: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Limbo Nútímavöruskipti I dag og á morgun verður vöru- sýningin Nútímavöruskipti hald- in í Perlunni. Er þetta í annað sinn sem sýningin er haldin á vegum Viðskiptanetsins. Eins og áður er ætlunin að efla tengsl á milli aðildarfyrirtækja þess og kynna almenningi nútímavöru- skipti. Sýningin er opin kl. 11-18 báða dagana. I/jöldi fyrirtækja í Viðskiptanetinu kynnir;, sýnir og selur fjölbreyttar vörur og þjón- ustu þessa helgi, svo sem blóm, byggingarvörur, plaköt, parket, húsgögn og hugbúnað. Sýningar Fjöldi skemmtikrafta mætir á svæðið, Pétur pókus, Fjóla klaust- ur, Hattur og Fattur og margir fleiri. Báða dagana verða tísku- sýningar á vegum aðildarfyrir- tækja í Viðskiptanetinu. Kynnir á sýningunni verður Jón Axel Ólafsson. Gengið Almennt gengi LÍ17. 09. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenqi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 i Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.