Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 17
UV LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 17 fjölmtölar Af blöcfum og blaðamönnum: Dagblaðið útgefið á Akureyri 1914! - fákk símskeytafréttir sem Morgunblaðið fákk frá bresku utanríkisþjónustunni Þegar sæsirainn kora til Seyðis- fjarðar 1906 opnaðist í fyrsta skipti rit- símasamband við Evrópu og talsíma- samband komst á innanlands með lagningu línu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Eftir þessu sambandi við útlönd höfðu margir beðið með óþreyju, þar á meðal Jón Ólafsson sem hóf útgáfu Dagblaðsins í október 1906. Jón hélt að með tilkomu ritsím- ans myndi hann hafa aðgang að mörg- um fréttum frá útlandinu en reyndin varð önnur og fjalla ég um það í næsta þætti. Níu árum síðar hófst heimsstyrjöld- in fyrri og þá bárust fréttaskeytin ótt og titt til íslands. Símskeytin frá Morgunblaðinu Á Akureyri ákvað ungur maður, Sigurður Einarsson að nafni, að stofna dagblað sem hann skírði Dag- blaðið og hóf það göngu sína 6. nóvem- ber 1914. Grundvöllur fréttaflutnings blaðsins voru símskeyti frá Morgun- blaðinu í Reykjavík sem þá var rúm- lega ársgamalt. Símskeytin fékk Morgunblaðið ekki frá hlutlausum fréttastofum heldur bresku utanríkis- þjónustunni í London. Sr Dagblaðið RiUljfrt S%. Dmw l’ienlwriftji Odh B^nwonu. Sigurður Einarsson. að ætla það að ósannindi standi í þessum skeytum væri ókurteisi gegn breska utanrikisráðuneyt- inu.“ Hér eru á ferð tvær nýjungar í ís- lenskri blaðamennsku, annars vegar endursala (gjöf) á símskeytafréttum og hins vegar mótttaka ritskoðaðra fréttaskeyta frá stórveldi sem vildi ráða fréttaflutningi á íslandi jafnt sem á heimaslóðum. Af Dagblaðinu akureyrska komu út 129 tölublöð. TU niunganil IkfMWHIM MMI i Erlendar simfregnir TUkynning fri brtskn uianrlkissliiminni i Prjónles V.n) verður keypt hasta vtrði I Carl Höepfners verzlun Stjirnarskráln slaijtst. ygmrniOma Ufa b»W Uryb yini^ii hmuapit luS iu* tUrtnyMpUf UAM. Ur fi.ykja.lfc. Sigurður Einarsson kynnti fyrir- ætlanir sínar í grein á forsíðu undir titlinum Til náungans þar sem hann segir að tilgangur blaðsins, sem var aðeins tvær síður, sé að flytja væntan- legum lesendum þess nýjustu og áreiðanlegustu fréttir og þá sérstak- lega nú þær síðustu fréttir af Norður- álfuófriðnum. Hann sagði: „Þetta fréttasamband er óefað það besta sem vér höfum nú föng á að fá. Allar útlendar fréttir verða nú eins og kunnugt er að ganga gegnum hreins- unareldinn - hendur Englendinga - verður því máske skýrt frekar frá af- reksverkum bandamanna en ella, en Ritstjórinn dýralæknir og síðar alþingismaður Hver var svo þessi glaðbeitti fram- kvæmdamaður? Jú, hér var kominn Sigurður Einarsson, sem síðar kallaði sig Hlíðar, en það ættamafn fékk hann með stjórnarráðsleyfi árið 1917. Sigurður, sem var fæddur árið 1885 og látinn 1962, tók dýralæknispróf í Kaupmannahöfn áriö 1910. Hann var skipaður dýralæknir norðanlands það sama ár og sat á Akureyri. Hann var lengi heilbrigðisfulltrúi á Akureyri og bæjarfulltrúi þar í rúm 30 ár og for- seti bæjarstjómar 1932-38. Hann var alþingismaður Akureyrar 1937^49 fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að útkoma Dagblaðsins hætti stofnaði Sigurður blaðið íslending það sama ár (1915) og var ritstjóri hans til ársins 1920. Meðal barna hans voru Guðbrand- ur Hlíðar dýralæknir og Jóhann Hlið- ar prestur. Sagt hefur verið að hver þjóð hafi þau blöð sem hún verðskuldi. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Gíslason í bók sinni, Blöö og blaðamenn. Hann segir einnig að „íslensk blöð hafi frá upp- hafi haft mikil áhrif, stundum víðtæk og djúp. En valdið til að beita afleið- ingum eöa afrakstri þeirra áhrifa hef- ur oftast verið annars staðar. Stund- um hafa blöðin haft áhrif með ofsa sínum eða einstrengingslegum áróðri, en mest með fræðslu, frásögnum og fréttum. Þau hafa ýmist talað máli breytinga og byltinga eöa jafnvægis og íhalds. Þau hafa verið í fylkingar- brjósti í þjóðlegri sjálfstæðisbaráttu, stutt nýja atvinnuhætti og lífshætti, nýjar fjármálastefnur og kjarabætur. Þau hafa opnað útsýn um víða heima. Þau hafa verið málgögn merkra og stórbrotinna manna i deilum þeirra. Þau hafa túlkað daglegt líf, óskir og umkvartanir almennings.“ Háskóli hins daglega lífs „Blaðamennska er háskóli hins daglega lífs,“ segir Árni Óla, fyrsti al- menni blaðamaðurinn sem gerði fagið að ævistarfi. „Blaðamaðurinn er þar bæði nemandi og kennari ... æðsta skylda hans er að vera sannorður í fréttaflutningi... hann á að vera boð- beri menningar, kynna mönnum nýja vakningu, hvar sem hún skýtur upp kollinum... Blöðin eiga að vera andleg- ir leiðtogar, en ekki trúðar... brim- brjótar gegn aðvífandi öldum lausung- ar og ómenningar, sem alls staðar leit- ar á“, segir Árni, skorinorður en nokkuð skrúðmæltur. Þorsteinn Gíslason, faðir Vilhjálms Þ. Gíslasonar sem nefndur er hér að framan, ræðir í blaði sínu, Lögréttu, árið 1932, um það hve mikið sé um stjórnmálarifrildi í þeirra tíma blöð- um. „Þó að blöðin séu stjórnmálablöð og flokksblöð, þá vilja menn jafnframt fá í þeim fréttir og fræðandi, mennt- andi efni ... og sá stjórnmálaflokkur sem gerði sér far um að bæta úr þessu ynni við það fylgi, en tapaði ekki.“ Eða einhver slík tæki Þorsteinn ræðir i greininni um samkeppni blaða og útvarps en Ríkis- útvarpið hóf göngu sína árið 1930 og var því nýjung í íslenskri fjölmiðlun. Hann segir: ....í útvarpinu hefur blaðamennskan sýnilega fengið keppi- naut sem vel má vera að verði henni með tíð og tíma erfiður ... það er eigi fjarstæða að hugsa sér að bókagerð heimsins breytist meir og meir á grammafónsplötur eða einhver slík tæki og söfn af þeim komi í stað bóka- safnanna. í stað þess að fá t.d. Njálu eða Eglu lánaða í bókasafni, eins og nú gerist, þá fái menn þar léðar nokkrar plötur og sögurnar síðan vél- lesnar heima hjá sér af plötunum." Þessi tilvitnun sýnir hve hugkvæm- ur Þorsteinn hefur verið varðandi framtið margmiðlunar. Hneykslismál allra uppáhald! Margt fróðlegt og skemmtilegt hefur verið sagt um blöð og hlut- verk þeirra. Skúli Skúlason, þekkt- ur blaðamaöur á sinni tíð, skrifaði eitt sinn grein í Vísi um fréttaflutn- ing blaðsins „að stjórnmál væru æðsta innihald blaðsins, en stórtið- indi, svo sem um jarðskjálfta, eldgos eða stjórnmálahneyksli, lesa allir. Hneykslismál eru allra - líka þeirra sem þykjast hafa skömm á þeim. Léttara hjalið er orðið rúmfrekt í blöðunum, sömuleiðis æsifregnir af atburðum sem í sjálfu sér eru lítils virði.“ Skúli minnir í greininni á þau orð að „efni góðs blaðs eigi að vera að hálfu leyti það sem fólk þarf að lesa, en að hálfu leyti það sem það viU lesa“. Gott hjá Skúla, og hér nem ég stað- ar í bili. Sigurjón Jóhannsson <§> BOSCH Lógmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut 298.700» riðkkqrænt og Le durs ó\ fdsett fráítalíu 4 /tff __ Með 4 áieggS- teguNdillul á 1000« sw- 755 67 67 °°hHh beHave- H Tilboðið gildir frá miðvikud. 15. til sunnud. 19. sept.1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.