Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 30
» Qelgarviðtalið LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 Aldrei tapað leik í úrvalsdend Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari knattspyrnuliðs kvenna hjá KR, hefur aldrei tap- að leik í úrvalsdeild kvenna eftir að hún fór að starfa sem þjálfari. Boltinn hef- ur átt hug hennar allan frá barnæsku en nú eru áherslurnar að breytast. Það eru líklega fáir íþróttamenn á íslandi og þótt víðar væri leitað sem eru eins sigursælir og Vanda Sigur- geirsdóttir, þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu. Um síðustu helgi vann liðið úrslitaleikinn í bikarkeppninni og stuttu áður höfðu þær unnið ís- landsmeistaratitilinn. Vanda, sem aðeins hefur þjálfað KR-liðið í eitt ár, þjálfaði A-landsliðið og 21 árs landsliðið í tvö ár þar á und- an, átján ára landsliðið árið 1997 og þar áður meistaraflokk kvenna hjá Breiðabliki frá ‘94-’96, en þar lék hún jafnframt með liðinu, eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki frá 1990 til 1993. Á árunum 1988-1990 dvaldi Vanda í Gautaborg þar sem hún hélt áfram að spila og ‘89 lék lék hún fyrri hluta tímabilsins þar í borg en seinni hlut- ann með ÍA, en þar hafði hún verið liðsmaður frá 1983-1987. Vanda vakti snemma athygli í kvennaboltanum fyrir afburða frammistöðu og urðu lið hennar ávallt sigursæl. Sú sigursæla hefur fylgt henni sem þjálfara vegna þess að þar hefur hún aldrei tapað leik í íslands- móti í úrvalsdeild kvenna. Lið hennar hafa alltaf orðið Islandsmeistarar, unnið 52 leiki og gert fjögur jafntefli. Þegar hún er spurð hvort hún hafi einhvern tímann tapað leik,segir hún: „Ég tapaði einum leik árið 1995 í und- anúrslitum fyrir bikarinn. Sá leikur var á móti KR. Þess vegna hef ég að- eins orðið bikarmeistari þrisvar sinn- um en ekki fjórum sinnum.“ Ef fljótt er farið yflr sögu, þá varð Vanda íslandsmeistari meö Breiða- bliki 1990, 1991 og 1992 og aftur árin 1994, 1995 og 1996, bæði sem leikmað- ur og þjálfari. Bikarmeistari varð hún 1994 og 1996. Einnig íslandsmeistari með ÍA 1984, 1985 og 1987 og bikar- meistari með þeim 1989. Þar áður lék hún með KA á Akureyri og með strák- unum í Tindastóli á Sauðárkróki. Þegar Vanda er spurð hvort henni finnist skemmtilegra að þjálfa deildar- lið eða landslið er hún fljót að svara: „Það er skemmtflegra að þjálfa deild- arlið vegna þess að þá er maður „að þjálfa“. Með landslið hefur maður svo skamman tíma og æfingar eru fáar. í deildarliði tilheyrir maður hópi og æflr sex sinnum i viku.“ Sjálf á Vanda 37 landsleiki að baki og er landsleikjahæst íslenskra kvenna. „Ég býst þó við að það met falli bráðum,“ segir hún og bætir því við að Ásthildur Helgadóttir og Mar- grét Ólafsdóttir séu báðar með um 35 landsleiki og séu ekkert að hætta. Sjálf hætti Vanda að spila árið 1996. Fannst mömmuleikir hundleiðinlegir Þegar undirrituð hitti Vöndu á heimili hennar í Árbænum eru þó engar æfmgar. Hún er í mánaðarfríi eftir að KR vann bikarkeppnina og er heima að njóta þess að leika við son- inn, Þorstein Mána, sem er níu mán- aða, sprettharður á hnjánum og ekki ólíklegt að hann verði farinn að hlaupa á eftir bolta um leið og hann getur staðið upp. Það er ekki laust við að það sé hundur í þeim stutta, vegna þess að eftir leikinn um síðustu helgi fór mamman með KR-liðið til Keflavíkur og gisti að heiman. Svo þurfti auðvitað að fagna titlinum. Það þarf auðvitað ; J að láta sjá að manni sé || misboðið, ekki satt? En svo gleymist það undrafljótt. Vanda er fædd og uppal- in á Sauðárkróki, dóttir Dóru Þorsteinsdóttur og Sig- urgeirs Angantýssonar. Hún á eina eldri hálfsystur og einn yngri bróður. Hún segist hafa verið með fótboltadellu frá því hún man eftir sér en byrjaði að leika sér reglulega í fótbolta þeg- ar hún bjó í Danmörku á aldrin um sjö til níu ára. En hvað kom til að hún fór að spila fótbolta í Dan- mörku? „1 skólanum þar máttum við ráða hvort við værum inni eða úti í frímín- útunum. Stelpurnar vildu vera inni í mömmuleikjum en ég nennti því ekki; mér fannst það hundleiðinlegt. Svo ég fór út. Þar voru strákarnir í fótbolta og ég fór að spila með þeim. Á þessum tíma var kvennafótboltinn rétt að byrja hér heima en bara hjá nokkrum félögum fyrir sunnan, svo ég hafði ekki spilað áðúr.“ Hvernig brugðust strákarnir við? „Þeim fannst þetta ekkert mál vegna þess að ég gat eitthvað. Ekki þar fyrir, ég þurfti auðvitað að sanna mig. Þegar það var búið og gert var ég velkomin í liðið á skólalóðinni." Hvað fannst foreldrum þínum um að þú værir farin að æfa fótbolta? „Þeim fannst þetta bara skemmti- legt. Þau hafa alltaf stutt mig mjög vel og elt mig um allt land á leiki.“ En það hefur varla verið til kvenna- lið handa þér þegar þú komst aftur á Sauðárkrók. „Nei, en þá fór ég aö æfa með strákunum í Tindastóli. Ég fékk að vera með vegna þess að þjálfarinn +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.