Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 50
62 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 IJ"V * <§fmæli Brynjólfur Sandholt Brynjólfur Sandholt, fyrrv. yfir- dýralæknir, Laugarásvegi 34, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Brynjólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1950, lauk prófi í dýra- lækningum frá Dýralæknaskólanum í Ósló 1957, lauk prófi í heilbrigðis- fræðum frá Dýralæknaskólanum í Kaupmannahöfn 1967, dvaldi við nám við Dýralæknaskólann í Ósló 1971 og 1973 og við Dýralæknaskól- ann í Hannover 1979. Brynjólfur vann við júgurhólgu- rannsóknir í Noregi 1952, var að- stoðardýralæknir í Noregi 1957, hér- aðsdýralæknir í Dalaumdæmi 1958-60 og 1963-68, var forstöðumaður gæðaeft- irlits Coldwater Seafood 1960-63, héraðsdýra- læknir í Kjósarumdæmi 1969- 89 og forstöðumað- ur Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins hálft árið 1985, var yfirdýra- læknir 1989-97, og starf- aði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brússel 1998. Brynjólfur var for- maður Félags íslenskra stúdenta í Noregi 1953 og 1954, ritari Dýralæknafélags ís- lands 1958-60 og formaður þess 1970- 75. Hann var formaður sauð- fjársjúkdómanefndar 1965-70, odd- viti Laxárdalshrepps 1967-70. Hann var formaður nefnda um gerð reglna um að- búnað búfjár, lífræna ræktun, og vistvæna landbúnaðarfram- leiðslu. Þá var hann í forsvari fyrir samninga- nefnd íslands um heil- brigðismál dýra, búfjár- afurða og sjávarafurða vegna inngöngu íslands í Evrópska efnahags- svæðið 1992-97. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 7.2. 1959 Agn- esi Aðalsteinsdóttur, f. 16.3. 1935, húsmóður. Hún er dóttir Aðalsteins Guðmundssonar verkstjóra og Vil- Brynjólfur Sandholt. borgar Jónsdóttur húsmóður. Börn Brynjólfs og Agnesar eru Egill, f. 5.6. 1959, vélfræðingur; Hild- ur, f. 19.8. 1960, viðskiptafræðingur; Unnur, f. 4.9. 1969, sjúkraþjálfari. Sonur Brynjólfs og Elísabetar Jónsdóttur er Jón Atli, f. 27.8. 1956, byggingafræðingur. Dóttir Brynjólfs og Þórunnar Bjarnadóttur er Elsa, f. 5.5. 1957, húsmóðir. Bróðir Brynjólfs er Hallgrímur, f. 31.1. 1936, verkfræðingur. Foreldrar Brynjólfs voru Egill Sandholt, f. 21.11. 1891, d. 27.8. 1966, skrifstofustjóri í Reykjavík, og Kristín Brynjólfsdóttir, f. 24.9. 1898, d. 25.1. 1980, húsmóðir. Olöf María Guðmundsdóttir Ólöf María Guðmundsdóttir húsmóðir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður áttræð á mánu- daginn, 20.9. nk. Starfsferill Ólöf María fæddist á Refsteins- stöðum í Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp í hópi níu systkina til nítján ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að Nefstöðum í Stíflu. Ólöf María stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi vet- urinn 1938-39 og siðar að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1940-41. Fjölskylda Ólöf Maria giftist 1942 Guð- mundi Jóhannssyni frá Tungu í Stíflu. Þau skildu. Börn Ólafar Maríu og Guð- mundar: Sigríður Jóhanna, f. 1942, ferðafræðingur hjá Suðurgarði á Selfossi, en maður hennar er Jón Pétursson, tæknimaður hjá Sjúkrahúsi Selfoss, og eru börn þeirra Hanna Björk, i sambúð með Agli Egilssyni, og Guðmund- ur Pétur en barnabörn Sigríðar eru þrjú; Ólöf Sigurlaug, f. 1947, d. 1989, nuddkona í Reykjavik en maður hennar var Sigurður Emil Ólafsson trésmiður og eru börn þeirra Ólafur Már, kvæntur Heklu Hannibalsdóttur, og Hildigunnur Jónína, gift Jóni Grétari Hafsteinssyni en Sigurður er nú kvæntur Guðnýju Ottesen; Sigurlína, f. 1949, sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum hjá Landsbanka íslands, en maður hennar er Gylfi Þór Gíslason, kennari á Selfossi, og eru börn þeirra Gísli Rafn, í sambúð með Sigurborgu Kristinsdóttur, ívar Örn, í sambúð með Guðrúnu Þór- isdóttur og Ólöf María, i sambúð með Bjarna Kristinssyni, en barnabörn Sigurlínu eru þrjú; Guðmundur Þröstur, f. 1953, hug- búnaðarráðgjafi, en kona hans er Björg Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og dóttir þeirra er Kristín Margrét. Systkini Ólafar Maríu: Þrúður Elísabet, f. 1917, áður húsmóðir á Siglufirði en dvelur nú á hjúkrun- arheimilinu Eir; Vilhjálmur, f. 1922, fyrrv. bóndi á Gauksmýri; Pétur, f. 1923, bóndi á Hraunum í Fljótum; Sigurvaldi, f. 1925, pípulagninga- maður í Kópavogi; Steinunn, f. 1927, hús- móðir í Reykjavík; Sig- urbjörg, f. 1929, hús- freyja á Öxl í Austur- Húnavatnssýslu; Jón Unnsteinn, f. 1931, d. 1988, pípulagninga- maöur í Garðabæ; Klara, f. 1935, starfs- leiðbeinandi á vinnu- stofu Landspltalans í Kópavogi. Foreldrar Ólafar Maríu voru Guðmundur Pétursson frá Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu, f. 1888, d. 1964, og k.h., Sigurlaug Jakobina Sigurvaldadóttir frá Gauksmýri i sömu sýslu, f. 1893, d. 1963. Ætt Guðmundur, faðir Ólafar Mar- íu, var sonur Péturs Kristófers- sonar og Þrúðar Elísabetar Guð- mundsdóttur. Hún var dóttir séra Guðmundar Vigfús- sonar, pr. á Melstað, og k.h., Guðrúnar Finnbogadóttur, Björnssonar. Bróðir Guðrúnar var séra Jakob Finnbogason, faðir séra Þorvalds Jakobssonar, föður Finnboga Rúts, föður Vigdísar Finnboga- dóttur. Sigurlaug Jak- obína, móðir Ólafar Maríu, var dóttir Sig- urvalda Þorsteinsson- ar frá Stóru-Hlíð í Víðidal og Ólafar Sigurðardóttur frá Þor- kelshóli í sömu sveit. Ólöf var dóttir Sigurðar Halldórssonar, b. og skálds á Efri-Þverá í Vestur- hópi, ættaðs af Kjalamesi. Bróðir Sigurðar var Þorkefl, faðir Sigur- bjarnar Þorkelssonar, kaup- manns í Vísi. Ólöf María tekur á móti gestum í sal þjónustumiðstöðvarinnar að Bólstaðarhlíð 43 sunnudaginn 19.9. kl. 15.00. Ólöf María Guðmundsdóttir. ¥ Guðmundur Olafur Baldursson TLl hamingju með afmælið 18. september 85 ára Jónbjörg Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Þórdís Sveinbjörg Jónsdóttir, Sólvallagötu 43, Reykavjík. 80 ára Guðrún Árnadóttir, Sæviðarsundi 7, Reykjavík. Stefán B. Algeirsson, Austurbrún 6, Reykjavík. 75 ára Þórdís Inga Þorsteinsdóttir, Stórageröi 12, Reykjavík. 70 ára Gunnar Daníel Sæmundsson, Broddadalsá I, Broddaneshreppi. 60 ára Friðrik Jónsson, Brekkutúni 22, Kópavogi. Guðrún Ólafsdóttir, Skarðshlíð 27 F, Akureyri. Ólína Hhfarsdóttir, Sæviðarsundi 33, Reykjavík. Þórður G. Sigurjónsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. 50 ára María Tómasdóttir, Kambaseli 72, Reykjavík. 40 ára Halldór E. Laxness, Stóragerði 29, Reykjavík. Jóhannes Kristjánsson, Bæjarholti 9, Hafnarfirði. Kolbeinn Þór Axelsson, Þiljuvöllum 29, Neskaupstað. Pétur Rúnar Hauksson, Gerðavöllum 5, Grindavík. Sigríður Helga Jónsdóttir, Tjarnarstíg 5, Seltjamarnesi. Sigurveig Þormar, Einihlíð 14, Hafnaríirði. flndlát__________________________ Jóna Friðriksdóttir, Hólavöllum 18, Grindavík, lést miðvikudaginn 15. september. Minningarathöfn verður í Grindavíkurkirkju mánu- daginn 20. september kl. 17.00. Jarðarfarir Guðmundur Ólafltr Baldursson, fram- kvæmdastjóri Nota Bene, til heimilis að Stararima 16, Reykja- vik, verður fimmtugur á morgun, sunnudag- inn 19.9. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk Gagn- fræðaprófi frá Voga- skóla 1966, lærði raf- virkjun hjá Karli Jóhanni Karls- syni og Guðna Helgasyni, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1971 og löggildingu i rafiðnaði 1975. Guðmundur fór fimmtán ára til sjós og var þá m.a. á Guðmundi Þórðarsyni RE-70. Að námi loknu vann hann við rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson, Þorsteini Sætran og Hannesi Vigfússyni þar til hann varð hluthafi í Neon- þjónustunni 1975, ásamt Karli Jó- hanni Karlssyni og Sýrusi Magn- ússyni. Neoþjónustan sameinað- ist fyrirtækjunum Merkismönn- um og Eureka 1997 svo úr varð Nota Bene. Guðmundur var stjórnarformaður þess fyrirtækis fyrsta árið en hefur síðan verið framkvæmdastjóri þess. Guðmundur sat í stjóm Félags Guðmundur Ólafur Baldursson. löggiltra rafverktaka 1980-88. Hann var for- seti Kiwanisklúbbs- ins Esju 1985-86, birgðarvörður ís- lenska Kiwanisum- dæmisins 1986-88 og sat í stjóm Kiwanis- húss 1983-85. Guðmundur kvænt- ist 21.11. 1970 Helgu Kristínu Stefánsdótt- ur, f. 2.12. 1951. Hún er dóttir Stefáns Jóhannssonar, f. 12.12. 1916, d. 13.9. 1997, frá Minni- Brekku í Fljótum, verkstjóra í Reykjavík, og Sigríðar Sóleyjar Sigurjónsdóttur, f. 7.5. 1930, frá Steinavöllum í Fljótum, húsmóð- ur og verkakonu. Börn Guðmundar og Helgu em Katrín Anna, f. 10.1. 1970, við- skipta- og markaðsfræðingur í Reykjavík; Kristin Inga, f. 26.3. 1973, kennari í Reykjavík; Baldur, f. 7.8. 1975, rafvirki í Reykjavík. Systkini Guðmundar eru Hafliði Baldursson, f. 29.10. 1944, skipstjóri í Reykjavík; Brynja Baldursdóttir, f. 24.12. 1946, ritari ríkisendurskoðanda; Halldóra Baldursdóttir, f. 22.12. 1952, kenn- ari á Eskifirði; Jón Baldursson, f. 23.12. 1954, deildarstjóri hjá Flug- leiðum og heimsmeistari í bridge; Baldur Baldursson, f. 2.1. 1957, d. 21.12.1979, rafvirki. Foreldrar Guðmundar voru Baldur Guðmundsson, f. 14.5. 1911, d. 14.8. 1989, fyrrum kaupfé- lagsstjóri á Patreksfirði og útgerð- armaður í Reykjavík, og k.h., Magnea Guðrún Rafn Jónsdóttir frá Tálknafirði, f. 3.3. 1923, d. 8.6. 1981, húsmóðir. Ætt Baldur var sonur Guðmundar, útvegsb. á Vatnseyri, Patreks- firði, Þórðarsonar. Móðir Baldurs var Anna, systir Láru, ömmu Lám Valgerðar, fyrrv. lögfræð- ings ASÍ, og Halldórs Júlíussonar, forstöðumanns á Sólheimum. Anna var dóttir Helga, b. á Ösku- brekku í Barðastrandarsýslu, Arasonar og k.h., Þuríðar Krist- jánsdóttur. Magnea var systir Gerðu, móð- ur Óttars, blaðamanns og rithöf- undar, Hjalta, skólastjóra VMA, og Jóhönnu, rithöfundar, Sveinsbarna. Önnur systir Magneu er Erna, móðir Margrét- ar Theódórsdóttur skólastjóra. Þriðja systir Magneu er Sigurrós, móðir Guðrúnar, yfirmanns Þroskaþjálfaskorar KHÍ. Magnea er dóttir Jóns, útgerðarmanns á Suðureyri í Tálknafirði, Guð- mundssonar og k.h., Halldóru Kristjánsdóttir, útgerðarmanns á Sellátmm, Arngrímssonar, pr. á Brjánslæk, Bjamasonar. Móðir Arngríms var Guðrún Sigurðar- dóttir, klausturhaldara á Kirkju- bæjarklaustri, Ólafssonar, sýslu- manns í Haga, Árnasonar, bróður Guðrúnar, konu Ólafs Jónssonar, lögsagnara á Eyri, ættmóður Eyrarættarinnar, langömmu Jóns forseta. Móðir Sigurðar var Guð- rún Hjaltadóttir, prófasts og mál- ara i Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Móðir Hafldóru var Þórey Eiríks- dóttir, b. á Mjðjanesi, Sveinsson- ar og k.h„ Ingibjargar, systur Sig- ríðar, langömmu Svanhildar, móður Ólafs Ragnars Grimsson- ar. Ingibjörg var dóttir Friðriks, prófasts á Stað á Reykjanesi, Jónssonar og k.h., Valgerðar Páls- dóttur, prests á Stað, Hjálmars- sonar. Móðir Páls var Filippía Pálsdóttir, systir Bjarna land- læknis. Móðir Valgerðar var Ingi- björg, systir Páls, langafa Jónas- ar, afa Guðlaugs Tryggva Karls- sonar hagfræðings. Ingibjörg var dóttir Bjarna, prests á Mel, Pét- urssonar og k.h„ Steinunnar Páls- dóttur, systur Filippíu. Guðmundur og Helga taka á móti gestum í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík, sunnud. 19.9. kl. 18.00-21.00. Steindór Guðmundur Leifsson, Vallholti 12-14, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, laugard. 18. september, kl. 15.30. Jón Vigfússon frá Holti í Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag, laugardaginn 18. september, kl. 10.30. Viola Pálsdóttir, Hlíðarvegi 44, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, laugardag- inn 18. september, kl. 14.00. Bergljót Benjamínsdóttir er látin. Útfor hennar fer fram frá Foss- vogskapellu, fostudaginn 24. sept- ember kl. 10.30. Dýr kunna ekki umferöarresiur. Höldum þeim frá vegunum. http 7/www. umf erd. Is H|ígR°AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.