Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 20
 Ungfrúin góða og Húsið, ný kvik- mynd byggð á smásögu eftir Halldór Laxness sem fyrst kom út árið 1933 í smásagnasafninu Fótatak manna, verður frumsýnd á næstu dögum. Handritshöfundur og leikstjóri er Guð- ný Halldórsdóttir, sú hin sama og gerði Karlakórinn Heklu, Kristnihald undir Jökli, Skilaboð til Söndru eftir Jökul Jakobsson og skrifaði handrit að einhverri skemmtilegustu kvik- mynd sem framleidd hefur verið á ís- landi, Stellu í orlofi. Guðný hefur einnig verið höfundur og leikstjóri Qölda áramótaskaupa sem nutu mikilla vinsælda almennings fyr- ir þann beitta húmor sem í þeim var. En í Ungfrúnni góðu og Húsinu söðlar hún um. Húmorinn er settur í geymslu - í bili að minnsta kosti - því þessi nýjasta kvikmynd, sem frum- sýnd verður 24. september, er há- dramatísk. „Sagan segir frá tveimur systrum sem eru flnustu dömurnar í þorpinu „Eyvik" og lenda í því að eignast sama elskhugann úti í Danmörku. Úr því verður mikið drama sem endar með því að sú eldri eyðileggur líf hinnar yngri,“ segir Guðný. „Óhamingjan byrjar á því að yngri systirin er send til Kaupmannahafnar til að læra saumaskap og mannasiði en kemur heim ólétt. Þar með byrja ógæfuhjólin að snúast því þetta er svo fínt fólk að það má ekki spyrjast út að stúlkan sé að eignast barn í lausaleik." I Ungfrúnni góðu góðu og Húsinu eru leikarar frá Isiandi og Skandinavíu. Ragnhildur Gísladóttir fer með hlutverk Rannveigar, yngri systurinnar, og Tinna Gunnlaugsdóttir með hiutverk þeirrar eldri, Þuríðar. Aðrir teikarar er Egill Ólafsson, Björn Floberg, Ghita Nörby, Agneta Ekmanner og Reine Brynolfsson, svo einhverjir séu nefndir. Fágað yfirborð, dúndr- andi óhamingja Fylgirðu sögunni eins og hún var upphaflega skrifuð? „Nei, það þarf að bæta við hana ýmsu, taka út annað og opna hana. Ég hef ekkert undir rós. Sagan er mikið skrifuð undir rós og er ágæt þannig, og skemmtileg saga vegna þess að á einu stigi málsins skilur maður hana. En sem kvikmynd hefði hún orðið óskiljanleg. Ég byggi mína vinnu á því sem faðir minn sagði mér um sög- una fyrir löngu og visa í formála hans að smásagnasafninu þar sem hún birt- ist fyrst og segir: „Vinnan hefur eink- uift verið fólgin að leitast við að opna lesandanum nauðsynlegar útsýnir, svo að hann geti sjálfur „skrifað" hin- ar löngu sögur er leynast á bak við.“ Hvenær gerist þessi saga? „Hún gerist um síðustu aldamót, áður en síminn kom. Það eru mikil bréfaskipti sem eiga sér stað - og skipaferðir." Hvers vegna valdirðu þessa sögu af öllum sögum fóður þíns? „Ég valdi hana vegna þess að það eru fáir sem hafa lesið hana og hún fellur mjög vel að dramatískri mynd um konur fyrir hundrað árum. Lif þeirra var svo erfitt. Það voru karl- amir sem börnuðu konurnar en þær voru lentar í synd og tiifmningar voru aldrei með í dæminu. Þetta er eins og hjá skvísunum í Buckingham- höll, Díönu og Söru Ferguson. Það á allt að vera svo fínt á yfirborðinu þótt allt sé í dúndrandi óhamingju og dellu.“ Er boðskapur í myndinni, eða ertu að segja sögu? „Ég er fyrst og fremst að segja sögu en það er boðskapur í henni. Faðir minn hefur alltaf tekið upp hanskann fyrir konur í öllum sínum sögum. Það má kannski segja að einn sterkasti boðskapurinn í þessari sögu sé fyrir- gefningin - og maður þarf að vera sterkur til að geta fyrirgefið." Fólkið og Húsið Eru systurnar sterkar konur? „Sú eldri er rosalega sterk. Ungfrú- in góða er eiginlega of góð fyrir heim- inn, eins og svo margar konur em, og það er oft sest ofan á þær. Hún er eig- inlega engill." Nú er þessi smásaga skrifuð á und- an flestum stóru skáldsögum Hall- dórs. Eru systurnar skyldar öðram kvenpersónúm í verkum hans? „Já, ætli það ekki. Eldri systirin er gríðarlega hörð, eiginlega alveg ótrú- leg. Þær gætu alveg verið upptaktur að síðari kvenpersónum hans, rétt eins og mörgum atvikum úr fyrri sög- um hans bregður aftur fyrir seinna í stóra skáldsögunum. Enda, eins og hann segir í formálanum, var hann ekki búinn að skrifa söguna til fulls. En þegar ég hugsa um það, þá má segja að eldri systirin sé lik Snæfríði íslandssól og sú ljúfa lík Sölku Völku. Þetta gætu verið frænkur, en með ólíka genablöndu.“ En það koma fleiri við sögu en syst- urnar, ekki satt? „Jú, heO fjölskylda sem sam- anstendur af prófastshjónunum og tengdasyni sem, fyrir utan að halda uppi kristnihaldinu í Eyvík, eiga út- gerðina og verslunina. Þorpsbúarnir líta svo upp til ^ölskyldunnar að þeir kalla hana „Fólkið“, með stórum staf, og heimilið þeirra „Húsið“ með stór- um staf.“ Hvar standa prófastshjónin í átök- um systranna? „Pabbinn vill ekki gera upp á milli systranna en mamman vorkennir dóttur sinni sem er uppburðarlítil. En á einu stigi málsins tekur eldri systir- in yfir prófastshjónin og allt saman. viðtal LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 I3k V W Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri: x Ég hef ekkert undir rós - Ungfrúin góða og Húsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.