Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 35
JL>"V LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 %atgæðingur vikunnar Nýkaup Þar semferskleikinn býr Vanillukrans j - þessi þarf góðan undir- búning en er samt einföld Linsudeig (botn): 1/2 egg 50 g flórsykur 100 g smjörlíki 150 g hveiti Kransamarsi: 250 g méirsi 125 g sykur 2 eggjahvítur Krem: 2 1/2 dl kaffirjómi 25 g sykur 1 msk. kartöflumjöl 3 eggjarauður 1 stk. vanihustöng 3 dl rjómi Botninn: Setjið allt saman í skál og hnoðið rólega saman þar til deigið er slétt, fletjiö út og skerið eftir 26 cm hringformi. Bakið við 190‘C í ca 12 mín. Lagið kransamarsann. Vinnið saman marsann og syk- urinn og bætið eggjahvítu saman við, sprautið honum á kantinn á linsudeiginu og inn á botninn. Bakið aftur við 210°C þar til mar- sinn er orðinn ljósbrúnn (eins og kransakaka). Hitið kaffirjómann með vanillustönginni og skafið innan úr stönginni, blandið restinni | saman við og hrærið vel í á með- an. Athugið að þetta má alls ekki sjóða. Kælið og setjið á kaldan botn- inn, blandið helmingnum saman við þeyttan ijómann og setjið á botninn. Skreytið síðan með ávöxtum og súkkulaði. - gefa þarf sér góðan tíma í þessa mjúku súkkulaðiköku 60 g hveiti 20 g kakó 5 stk. eggjarauður 90 g sykur 4 stk. eggjahvítur 60 g sykur Rjómakrem á milli: 2 dl rjómi 500 g suðusúkkulaði 2 msk. smjör 1 tsk. vanilludropar Þeytið saman eggjarauður og sykur og blandið sigtuðum þurr- efnum samím við. Þeytið svo eggjahvítur og sykur saman og blandið öllu saman með sleikju. Bakið í einu formi við 180"C í ca 20 -22 mínútur. Krem: Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið og smjörið. Blandið svo vanilludrop- unum saman við, kælið lítillega og smyrjið á milli og yfir. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. mmmmmmmmmmmmmtmmmmmmm Nykaup Þa rsem fersklei kinn býr Hrafn Davíðsson er matgæðingur vikunnar: Krummi kann sitt- Gufusoðin smálúða með pestó og furuhnetusósu Matgæðingur síðustu viku, Linda Mjöll Gunnarsdóttir, skoraði á Hrafn, sem er betur þekktur undir nafninu Krummi, og var honum að sjálfsögðu ómögulegt að vikja sér undan því: „Ég varð við ósk Lindu um að taka þátt í veislunni þessa vikuna. Verði ykkur að góðu: Forréttur: Hörpuskel í gráðostasósu 350 g hörpuskel 50 g gráðostur 1 stk. banani 2 dl rjómi 1/2 dl hvítvín salt og pipar smjör til steikingar Hörpuskelin er snöggsteikt upp úr smjöri og krydduð með salti og pipar. Síðan er hún tekin af pönn- unni og sett á disk en pannan látin kólna aðeins. Bananinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnunni þegar hún hef- ur jafnað sig aðeins. Rjóminn og hvítvínið sett á pönnuna og gráð- osturinn mulinn út í. Soðið í 2 mínútur. Að lokum er hörpuskel- in sett út í og hituð upp. Borið fram með ristuðu brauði. hvað fyrir sér Aðalréttur: Lamba- hryggvöðvi í blá- berjasósu 800 g hryggvöðvi 1 askja bláber 2 dl rjómi 2 dl vatn 4 msk. dijon-sinnep 2 stk. súputeningar 2 sl bláberjasafi Hryggvöðvinn er bitaður niður í 4 jafna hluta og steiktur smástund á pönnu. Síðan er kjötið tekið af pönnunni og einni matskeið af dijon-sinnepi smurt á hvern hluta en bláberjum raðað þar ofan á. Kjötið er síðan sett í ofn við 150°C í 20 til 30 mínútur. Vatn og súputeningar sett í pott og hitað vel upp. Þá er bláberja- saftinni bætt út í, rjómanum hellt saman við og sósan látin þykkna. Einnig má þykkja með maizenamjöli. Bláberj- um er hellt út í rétt áður en sósan er borin fram. Meðlæti er bak- aðar kartöflur og steikt grænmeti. Grænmeti: Zucchini, gulrætur, sveppir og smámaís. Skorið í bita og steikt upp úr olíu (bragðbætt með 2 matskeiðum af hunangi). Eftirréttur: Bökuð epli með kanil 2 stk. gul epli 1/2 lítri vanilluís 1/2 lítri rjómi kanill Takið hýðið af eplunum og skerið þau í báta. Setjið i eldfast mót og inn í ofn við 100°C. Bakið þar til bát- arnir verða meyrir. Setjið á diska ásamt ískúlu og þeyttum rjóma. Stráið kanil yfir eplin, magn eftir smekk. Ég sendi pottinn norð- ur yfir heiðar, til henn- ar Júlíönu Ástvalds- dóttur meistarakokks, og skora á hana sem næsta matgæðing." Kjúklingabrauð- sneið sælkerans . Fyrir fjóra: 4 sneiðar gróft fjölkomabrauð, ristað á pönnu 600 g kjúklingabringur, bein- lausar 2 stk. tómatar 1/2 haus jöklasalat 1 stk. rauðlaukur 4 stk. sveppir, stórir 1 bakki baunaspírur 16 stk. sykurbaunir 12 stk. beikonsneiðar, steiktar og stökkar Rauðvínsediksósa (vinaigrette): 1 dl rauðvínsedik 3 msk. dijon-sinnep 2 msk. Worchestershire-sósa 1 dl púðursykur, dökkur 3 stk. hvítlauksrif, pressuð 1 dl matarolía 2 msk. fersk steinselja, söxuð Skerið kjúklingabringurnar í strimla og steikið í olíu í 2 til 3 mínútur. Leggið jöklasalat á brauðsneið og setjið tómatsneiðar og sneiddan rauðlauk ofan á. Þar ofan á kemur vel steikt beikon, kjúklingastrimlar, sveppir, bauna- spírar og sykurbaunir í strimlum. Rauðvínsedikssósan sett yfir að - lokum með matskeið. Rauðvínsediksósa: Allt sett í matvinnsluvél og maukað, matar- olíunni bætt síðast í, hægt og ró- lega. iekkert vesen Fljótlegt og létt en smávegis undirbúningur: Lárperu- og rækjusalat - með furuhnetum og lime Uppskriftlrnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst. Fyrir 4: 800 g smálúða í flökum 2 dl vatn 1 tsk. salt safi úr 1/2 sítrónu Basil- og furuhnetusósa: 8 msk. furuhnetur 1 msk. matarolía 4 msk. basil, saxað 1 1/2 dl kjúklingasoð (vatn og teningur eða kraftur) 4 msk. pestó, grænt 4 dl rjómi 300-350 g aspas, grænn Vefjið smálúðuflökin upp í átta rúllur, festið með tannstönglum. | Setjið á heita pönnu með 2 dl af vatni, ásamt salti og sítrónusafa og gufusjóðið í 5-6 mínútur. Berið fram á'v' diskunum miðj- um, setjið furu- hnetusósuna yfir og um kring. Basil- og furuhnetusósa: Léttbrúnið furuhneturnar í olíu, söxuðu basil bætt út í ásamt kjúklingasoði, pestó og aspas, sem skorinn hefur verið í 3-4 hluta. Rjómanum bætt saman við. Soðið í 3-4 mínútur. Þykkt með . maisenamjöli eða sósujafnara ef _ þurfa þykir. Salt og pipar eftii"* smekk. Annað meðlæti: Berið fram með soðnum, smá- um kartöflum. Áætlið 3-4 stk. á hvem fullorðinn. Fljótlegur réttur að elda (u.þ.b. 5 minútur) en dálítils undirbúnings er þörf. Það borgar sig þó margfalt þegar komið er að matborðinu því þetta salat er gómsætt með afbrigð- um: 10 vorlaukar, snyrtir 4 msk. furahnetur 60 ml (4 msk.) olífuolía 15 ml (1 msk.) balsamedik 15 ml (1 msk.) hvítvínsedik 2 tsk. söxuð fersk steinselja 1 msk. söxuð fersk perselja 25 g ósaltað smjör 1 lime-ávöxtur, finlega mulið kjöt og safi 1 hvítlauksgeiri, marinn 225 g pillaðar, stórar og ferskar rækjur 2 stórar, vel þroskaðar lárperur (avókadó) blönduð salatblöð 1. Skerið vorlaukinn þunnt og setjið í glerskál. Dreifið furuhnetun- um á smjörpappír og grillið þangað til þær eru fólar og gullnar en geymið svo. 2. Bætið olíu, hvítvíni, bals- amediki, steinselju og perselju við laukana. Kryddið og hrærið vel. Hyljið glerskálina með plastfilmu og kælið í a.m.k. 2 klst. 3. Bræðið smjörið á pönnu og bætið limesafa og -kjöti út í ásamt hvítlauk. Bætið við rækjum oi svissið á pönnunni í mín- útu eða svo, þangað til þær era orðnar bleikar. Takið af h'itanum og hrærið út í lauk- sósuna. Hyljið og kælið. 4. Þegar bera skal salatið fram era lárperumar skornar til helminga, steinarnir tekn- ir úr og þær síðan skornar í mjög þunnar sneiðar. Setjið salatblöðin í botn fjögurra skála, þá lárperurnar og síðan rækjugumsið. Efst má síðan strá furuhnetum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.