Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Page 2
Fréttir
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Stuttar fréttir i>v
Tillaga Ólafs F. Magnússonar um Fljótsdalsvirkjun fyrir borgarstjórn í dag:
Frávísunar krafist
- borgarstjóri gengisfellur ef hún greiðir ekki tillögu minni atkvæði, segir Ólafur
„Það sem ég óttast er að fram-
sóknarmenn hafi þegar upp er stað-
ið tögl og hagldir í þessu mikil-
væga þjóðarhagsmunamáli, bæði á
Alþingi og í borgarstjórn Reykja-
víkur,“ segir Ólafur F. Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisílokksins,
en tillaga hans um að skora á Al-
þingi að senda Fljótsdalsvirkjun í
lögformlegt umhverfismat verður
tekin fyrir í borgarstjórn Reykja-
víkur í dag. „En ég vona samt enn
þá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hafi eitthvað meint með orðum sín-
um á Bessastaðaárbrú 23. ágúst síð-
astliðinn en þar lýsti hún yfir ein-
dreginni afstöðu með lögformlegu
umhverfismati vegna fyrirhugaðr-
ar Fijótsdalsvirkjunar. Ef hún
greiðir ekki atkvæði með tillögu
minni hefur hún sagt ósatt og geng-
isfellt sjálfa sig sem stjómmála-
mann.“
R-listi í bobba
R-listamönnum er
vandi á höndum vegna
tillögu Ólafs og í raun
sama hvort þeir fella til-
löguna eða samþykkja,
báðir kostir eru slæmir.
Þar með er komin upp sú
staða að innan borgar-
stjórnarinnar hefur
myndast nýr meirihluti
með fyrirmynd í ríkis-
stjórnarmynstrinu. Sam-
þykki borgarstjórn til-
lögu Ólafs hins vegar má
segja að borgin hafi vond-
an málstað að verja þar
sem hún sjálf hefur reist
Nesjavallavirkjun, sem enn þá er i
uppbyggingu, án þess að til lögform-
legs umhverfismats hafi komið.
„Það eru mjög skiptar skoðanir um
það, bæði í meirihluta og minnihluta
í borgarstjóm, hvort tillaga Ólafs eigi
R-listinn fundaði um málið f gær.
DV-mynd E.OI.
erindi inn í borgarstjórn, og á borgar-
stjórnarfundinum í dag mun að öllum
líkindum koma fram tillaga um að til-
lögu Ólafs verði vísað frá,“ segir Al-
freð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-
listans, en þetta mun hafa verið niður-
staða R-listafundar um málið í gær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri er talin munu greiða frávísunar-
tillögunni atkvæði þótt hún hafi á öðr-
um vettvangi lýst þeirri skoðun sinni
að Eyjabakkasvæðið eigi að fara í um-
hverfismat, en hún mun raunar hafa
sagt við það sama tækifæri að lausn
þessa máls væri mál Alþingis.
Ólafur segir að þó hann eigi e.t.v.
ekki vísan stuðning meðal borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins njóti sjónar-
mið hans þó velvilja sumra innan
borgarstjórnarflokksins og nefndi
Ólafur sérstaklega þær Guðrúnu Pét-
ursdóttur og Helgu Jóhannsdóttur.
„En ég óttast að það sýni sig að Hall-
dór Ásgrímsson hafi í raun kverkatak
á Sjálfstæðisflokknum og geti þannig
skákað þjóðarvfija. Mér finnst það
sorglegt ef Halldór setur eigin metnað
og kjördæmapot ofai- þjóðarhagsmun-
um,“ segir Ólafur.
-GAR/gk
Hestamiðstöö:
Ekki komið
á lokapunkt
- segir ráðherra
Málið er ekki komið á loka-
punkt, 2. og 3. umræða eru eftir.
Ég á von á að vilji sé fyrir því að
þetta fari inn í
fjárlögin en það
liggur ekkert fyr-
ir eins og er,“
sagði Guðni
Ágústsson land-
búnaðarráðherra,
aðspurður um
hvers vegna ekki
væri gert ráð
fyrir framlögum
til Miðstöðvar ís-
lenska hestsins. í undirbúnings-
drögum var gert ráð fyrir að fram-
lag ríkisins yrði 30 milljónir króna
á ári í fimm ár, samtals 150 millj-
ónir króna.
Guðni kvaðst þrýsta á um að
framlag til miðstöðvarinnar færi
inn í fjárlögin. Verið væri að
vinna í málinu á öðrum stöðum og
stæðu samningaviðræður við
heildarsamtök hestamanna enn
yfir. -JSS
Guðni Agústs-
son.
Það er erfitt hjá reykingamönnum á þingi þessa dagana, þeir mega hvergi vera. Trúlega eru það þó ekki reykinga-
málin sem eru efst á baugi hjá þessum þingmönnum enda eru þeir ekki þekktir af þeim ósið, i mesta lagi sáldra þeir
neftóbaki í sig annað veifið. Hér gantast Össur Skarphéðinsson við Gunnar Birgisson og Jón Bjarnason fylgist með
í forundran. DV-mynd Hilmar Þór
Bréfberar undir álagi fokreiðir út í íslandspóst:
Fengu auglýsingaspólu og
bland í poka með heim
- sorglegt ef þetta fer illa í þá, segir framleiðslustjórinn
Mikillar óánægju gætir meðal bréf-
bera vegna sendingar sem þeir hafa
fengið frá íslandspósti. Er um að ræða
auglýsingaspólu um starf fyrirtækis-
ins og blandað sælgæti í poka. Allir
starfsmenn fyrirtækisins fengu slíka
sendingu. Bréfberar hafa borið sig illa
að undanfóriíu vegna'útburðar á vax-
andi magni af auglýsingapósti. Þeir
hafa kvartað undan drápsklyfjum.
Sendingar íslandspósts til þeirra,
fyrst á fréttabréfi frá fyrirtækinu og
síðan auglýsingaspólunni og sælgæt-
inu hafa ekki orðið til að lægja þær
öldur, þvert á móti.
„Það er niðurlægjandi að fá sent
bland i poka fyrir 60 krónur,“ sagði
fokreiður bréfberi við DV í gær. „Og
svo ætlast þeir til að maður fari að
horfa á auglýsingar frá fyrirtækinu
þegar maður kemur slituppgefinn
heim á kvöldin."
Óskar Örn Jóns-
son, framleiðslu-
stjóri hjá íslands-
pósti, sagði að komið
hefði í ljós í við-
horfskönnun sem
fyrirtækið gerði
meðal starfsmanna
að bréfberar væru út
undan og vildu fá
meira upplýsinga-
flæði. Strax hefði
verið gert átak í því
máli. „Það er sorg-
legt ef svona fer illa í
bréfberana," sagði
Óskar Örn.
íslandspóstur vinnur nú að því að
minnka póstburðarhverfin og fjölga
bréfberum til muna til að minnka á
Stefán Karl Guðjónsson bréfberi með sendinguna frá vinnuveitand-
anum, auglýsingaspólu og bland í poka. DV-mynd Pjetur
þeim álagið, að sögn framleiðslustjór-
ans. Þegar hafa verið ráðnir tugir til
viðbótar. Þá hyggst fyrirtækið vera
með markvissari stýr-
ingu á auglýsingapóstin-
um til að koma í veg fyr-
ir álagstímabil. Óskar
Örn var staddur erlendis
á sýningu að skoða hjóla-
kerrur fyrir bréfbera
þegar DV ræddi við
hann í gær. Fyrirtækið
hefur þegar pantað 150
kerrur með betri tösk-
um, auk þess sem keypt-
ar verða 600 léttari og
þægilegri töskur. Til-
raunir eru í gangi með
notkun reiðhjóla þar sem
aðstæður gera hana
mögulega. Loks er unnið
að ýmsum skipulagsbreytingum, á
vinnustað og úti í hverfunum sem
koma eiga bréfberum til góða. -JSS
Finnur lýðræðislegur
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra segir það misskilning hjá
flokksbróður
sínum Ólafi Erni
Haraldssyni, for-
manni umhverf-
isnefndar Al-
þingis, að verið
sé að sniðganga
umhverfisnefnd
varðandi Fljóts-
dalsvirkjun. Iðnaðarnefnd sem mun
fá málið til meðferðar á Alþingi
muni senda umhverfisnefnd það til
umsagnar. Dagur sagði frá.
Paprika dýrust hér
í vikunni var gerð verðkönnun
á ávöxtum og grænmeti í stór-
mörkuðum sjö borga í þremur
heimsálfum. í ljós kom að græn
paprika er 403% dýrari í Reykja-
vík en í Barcelona á Spáni en
14,5% dýrari en í Ósló. Þá kom í
ljós að fimm ávaxta- og græn-
metistegundir af þeim tíu sem
fengust í Hagkaupi eru dýrastar á
íslandi. Mbl. sagði frá.
Erlend keðja til íslands
McCann-Erickson, auglýsinga-
keðjan sem rekur um 120 auglýs-
ingastofur víða um heim, hefur
verið aö leita hófanna með sam-
s’tarfsaðila hérlendis. Sendinefnd
frá fyrirtækinu hefur tvívegis
komið hingað til lands á undan-
fórnum mánuðum að kynna sér
fyrirtæki á Islenskum auglýsinga-
markaði. Mbl. sagði frá.
Mikið hestasvindl
Tollayfirvöld í Þýskalandi
rannsaka nú skýrslur um inn-
flutning íslenskra hesta síðustu
tíu ár og segja þau að skattsvika-
málið, sem kom upp í sumar, sé
mun umfangsmeira en talið var í
fyrstu. Tollayfirvöld og saksókn-
arar um allt Þýskaland rannsaka
nú innflutning á þúsundum
hrossa. RÚV greindi frá.
Aukamilljón á þingmenn
Mikil útgjaldahækkun kemur
fram á öllum stigum æðstu stiómar
ríkisins í nýju
„aðhalds-fjár-
lagafmmvarpi"
fyrir árið 2000.
Þar á meðal eru
10,4 milljónir
vegna úrskurðar
Kjaradóms frá
mai sl. - eða sem
svarar tæplega einni milljón á
hvern ráðherra. Dagur sagði frá.
Tryggöi persónurétt
í svari sínu við fyrirspurn um
hvernig heilbrigðisráðherra og
ráðuneytið hefði komið að þvi að
Tölvunefnd leyfði ÍE aðgang að 30
sjúkraskýrslum á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, sagði Ingibjörg Pálma-
dóttir að heilbrigðisráðuneytið
hefði ekki komið með beinum hætti
aö leyfisveitingunni. Hún sagði
jafnframt að Tölvunefnd hefði
tryggt persónurétt með skilyrðum
sínum og lýsti fyllsta trausti. á
nefndina. Vísir.is sagði frá.
Hillary vel gætt
Ráðstefnan, Konur og lýðræði,
verður sett i Borgarleikhúsinu á
morgun. Gestir á ráðstefnuna eru
farnir að streyma til landsins og sá
umtalaðasti kemur væntanlega á
fóstudag, þ.e. Hillary Clinton og
hennar fylgdarlið. Einnig er von á
varautanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Sfi-obe Talbott, sem mun setja
ráðstefnuna. Það kemur í hlut Hill-
ary að slíta ráðstefnunni nk. sunnu-
dagskvöld. Dagur sagði frá.
Sent til ríkissaksóknara
Lögreglan í Reykjavík hefur lok-
ið rannsókn
sinni á morð-
málinu sem kom
upp við Leifs-
götu í miðjum
júlímánuði og
mun málið
verða sent ríkis-
saksóknara í
dag, fimmtudag, þar sem það verð-
ur tekið til ákærumeðferðar. Mbl.
sagði frá. -GAR