Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Page 5
FIMMTUDAGUR 7. OKTÖBER 1999
5
Fréttir
Atlantic Radio í Færeyjum í upplausn:
Útvarpsstöðinni Matthildi
bjargað frá Færeyjarugli
„Málefni Atlantic Radio í Fær-
eyjum koma okkur ekki lengur
við. Matthiidur hefur skipt rnn eig-
endur og færeysku tengslin þar
með verið rofin,“ sagði Hjörtur
Hjartarson, framkvæmdastjóri út-
varpsstöðvarinnar Matthildar,
sem til skamms tíma var systur-
fyrirtæki færeysku stöðvarinnar
Atlantic Radio sem enn og aftur er
orðin eitt helsta fréttaefni í fær-
eyskum fjölmiðlum sem greina frá
því að starfsfólk fái ekki laun, sé í
verkfalli og ein tölva sé látin
standa fyrir öllum útsendingum.
Þá fylgir það fréttunum að íslend-
ingurinn Lárus Arason, útvarps-
stjóri Atlantic Radio, sé horfinn af
sjónarsviðinu og kominn í felur.
Lárus var einmitt sá aðili sem
kom fram fyrir hönd Atlantic
Radio þegar hún keypti útvarp-
stöðina Matthildi fyrir skemmstu.
í viðtali við DV lýsti Lárus því yfir
að hann væri að fá „nervesjokk"
af því að reyna að reka útvarps-
stöð í Færeyjum.
„Núverandi eigandi Matthildar
er Hans Konrad Kristjánsson raf-
magnsverkfræðingur sem reyndar
átti upphaflega allan tækjabúnað
stöðvarinnar og leigði þáverandi
eigendum. Hér erum við að endur-
skipuleggja allt og verðum vel
sýnilegir og ferskir í loftinu áður
en langt um líður,“ sagði Hjörhu'
Hjartarson, framkvæmdastjóri
Matthildar. „Færeysku tengslin
hafa verið rofin.“
-EIR
Vinstri hreyfingin - grænt framboð:
Ofbeldi ríkis-
stjórnarinnar
Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman, alþingismenn Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs, kynntu í gær ásamt félögum sínum ýmis mál sem
þau hafa lagt fyrir Alþingi.
„Því verður vart trúað að slíku of-
beldi verði beitt fyrir opnum tjöld-
um,“ sagði Steinrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs (VG), þegar flokk-
urinn kynnti nokkur þingmál sem
hann hefur lagt fram. Steingrimur
sagði það söguleg tíðindi í samskipt-
um framkvæmdavalds og löggjafar-
valds hvernig ríkisstjómin hygðist
með „sýndartillögu" Finns Ingólfs-
sonar, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, sneiða hjá því að umhverfis-
nefnd Alþingis taki afstöðu til um-
hverfismats fyrir Fljótsdalsvirkjun.
Hann sagði að eins gott væri að for-
seti íslands hefði ekki vitað af þess-
ari tillögu Finns þegar hann flutti
ágæta þingsetningarræðu sína og
minntist þar á yfirgang fram-
kvæmdavalds gegn löggjafarvald-
inu. Ögmundur Jónasson sagði hug-
mynd Finns um að leggja framhald
framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun í
dóm Alþingis eftir að Landsvirkjun
hafi sjálf látið fara fram umhverfis-
mat vera sprengju inn í þjóðfélagið.
„Það á að keyra málið áfram og
valta yfir vilja almennings,“ sagði
Ögmundur.
Milljarðar út á land
Þingmenn VG sögðust leggja aðal-
áherslu á umhverfismál nú og hafa
m.a. endurflutt tillögu um að Fljóts-
dalsvirkjun fari í mat á umhverfis-
áhrifum og lagt fram tillögu um
stofnun Snæfellsþjóðgarðs. Þing-
mennirnir telja að Alþingi eigi að
gefa sér betra tóm til að skoða virkj-
ana- og stóriðjuáform.
„Við viljum framkvæmdabann á
hálendið á meðan við ráðum ráðum
okkar,“ sagði Kolbrún Halldórsdótt-
ir.
VG hefur lagt fram þingsályktun-
artillögu um sérstakar aðgerðir í
byggðamálum og eiga þær að kosta
tæpa fimm milljarða króna á ári.
Þá hefur VG lagt fram tillögu um
að skoðuð verði verkaskipting opin-
berra aðila og einkaaðila og vill að
áformum um einkavæðingu og
einkaframkvæmd verði slegið á
frest. VG hefur enn fremur lagt
fram frumvarp til laga um breytta
skipun Vísindasiðanefndar sem
talsmenn flokksins sögðu ekki vera
hlutlausa heldur aðeins ráðgjafar-
nefnd fyrir ráðherra sem sjálfur
skipar allar nefndarmenn. Að end-
ingu hefur VG lagt fram þingsálykt-
unartillögu um að skipuð verði
nefnd allra flokka sem ræði þátt-
töku íslendinga í uppbyggingu á
Balkanskaganum.
-GAR
Lokun kúfiskverksmiðjunnar á Flateyri:
Þetta er
bara eitt enn í súpuna
- segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV
Ákvörðun um að hætta rekstri
Skelfisks á Flateyri og flytja starf-
semina til Þórshafnar hefur vakið
ugg manna fyrir vestan. „Þetta er
bara eitt enn í súpuna," segir Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusam-.
bands Vestfjarða. Eins og DV
greindi frá hafa forsvarsmenn Skel-
fisks tilkynnt starfsfólki að ákveðið
sé að flytja starfsemina austur. For-
svarsmenn Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hafa sagt að málið hafi að-
eins verið lauslega rætt. Pétur seg-
Pétur Sigurðsson.
ir viðhorf for-
svarsmanna
Skelfisks til
flutningsins
undarleg.
„Fréttin var
þannig að
skipið færi
austur en á
því væru ein-
tómir utanbæj-
armenn. Ég
veit ekki hvort
það átti að afsaka það að það væri
allt í lagi að skipið færi. Maður átti
bara eftir að heyra að það væri allt
í lagi að loka verksmiðjunni því þar
ynnu „bara“ Pólverjar. Þetta er það
viðhorf sem er ríkjandi í sambandi
við allt það sem er að gerast hér í
atvinnulifinu. Þetta á aldrei að
skipta neinu máli vegna þess að
það vinni eingöngu útlendingar og
aðkomumenn í þessum fyrirtækj-
um. Þetta sé því ekki eins alvarlegt
og við séum alltaf að væla yfir.
Það sem er aðalatriðið í þessu er
að með hverju starfi sem lagt er
niður er jafnframt verið að
minnka tekjurnar í bænum og
skerða tekjur allra hér á svæðinu,
nema kannski helst opinberra
starfsmanna. Það er verið rýra af-
komumöguleika byggðarlagsins í
heild. Þetta er það sem ég og fleiri
höfum verið að býsnast yfir. Þegar
við njótum ekki tekna þessa fólks
hlýtur að fara að þrengjast um hag
byggðarlagsins. Það hangir allt
mögulegt á spýtunni, t.d. þjónust-
an í kringum þetta, hverju nafni
sem hún nefnist.
Einar Oddur segir að það sé hins
vegar nóg til af skel, en það vanti
einhvem til að taka út skelfiskmið
á svæðinu. Hann hlýtur þá að beita
sér fyrir því, maðurinn, að sú út-
tekt verði gerð svo verksmiðjan
geti farið í gang að nýju,“ segir
Pétur Sigurðsson.
HKr.
ilagötu 14 • Sími
Hií Hallgríma
ffðingabúð,:
lás, Þorláksl
Blönduósi. Sk
drkinn, Selfosí
» ^ \ ...-,
- Blákaldar s
rrTTirrm'i
3 ára ábyrgð
Örugg þjónusta
Vcsturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesl. E
Kf. Steingrímsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. HúnveS
Fáiskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Á
Heiti Brútto Lítrar Hæö sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fyigja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. -s-
HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 29.900
HFL230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900
HFL290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.900
HFL 390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900
EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900
EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 53.900
Irði. Ásubúð, Búðardal. Vastfirðin Geirseyrarbúðin, Patreksfirðí. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, ísafirði. Pokahomiö, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri.
;i. Urö, Raufartiöfn. Austuiiand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfiröinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga,
*"* “ " ■ " ‘ jin Keflavík. Rafborg, Grindavík.
mes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.