Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 Viðskipti____________________________________________________________________________ov Þetta helst:... Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 445 mkr. ... Með hlutabréf fyrir 308 mkr. ... Með húsbréf fyrir 137 mkr. ... Mest hlutabréfaviðskipti með bréf Flugleiða, fyrir 61 mkr., SÍF 59 mkr. og íslandsbanka fyrir 43 mkr. ... Verð hlutabréfa Mar- els hækkaði um 7,0% ... Fiskiðjusamlags Húsavíkur um 6,3%, SÍF og ÍS um 5,3%. ... Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1%. Frekari samvinna SAS og Flugleiða Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir í viðtali við Viðskipta- blaðið i gær að gera megi ráð fyrir að Flugleiðir muni fara í frekari samvinnu við önnur flugfélög og þar sé SAS efst á blaði, enda sé sam- starf félaganna komið lengst á veg. Eins og fram kom í DV í gær hafa Flugleiðir og SAS gert samning um að taka upp samstarf I flugi milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Jafnframt verður flug SAS frá Kaupmannahöfn, Ósló og Stokk- hólmi til sjö borga í Evrópu flogið í nafni SAS og Flugleiða. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir í viðtalinu við Viðskiptablaðið að þessi samningur geti skilað mögu- leikum á auknum tekjum. Það að fljúga jafnframt í nafni SAS gefi aukna möguleika á farþegum sem ferðist á viðskiptafargjöldum og hafl þannig í fór með sér auknar - möguleikar á auknum tekjum þar sé SAS efst á blaði, enda sé samstarf félag- anna komið lengst á veg. Ráða verð- lagningu Einar Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri stefnumótunar- og stjómunar- sviðs, segir í Viðskiptablað- inu að samningurinn feli í sér að SAS muni annast sölu á þeim leið- um sem samningurinn nái til gegn þóknun en tekjumar komi að öðru leyti í hlut Flugleiða. Akkurinn af samningnum fyrir SAS sé hins veg- ar sá að félaginu sé unnt að bjóða Einar Siqurðsson. aukna þjónustu án þess að þurfa leggja út í tilheyrandi kostnað. Einar segir, spurður hvort Flug- leiðir muni missa forræði sitt á verðlagningu á þjónustu sinni, að unnt sé að skipta verðlagningu á fargjöldum í tvennt. Annars vegar sé um að ræða skráð gjöld milli Skandinavíu og Bandaríkjanna sem Flugleiðir ákveði ekki heldur setji flugfélög í Bandaríkjunum og Skandinavíu ákveðin mörk sem Flugleiðum beri að taka mið af. Hins vegar segir Einar að Flugleið- ir muni áfram bjóða tilboðsfargjöld til að tryggja sætanýtingu en áhersl- ur á markaðnum séu að breytast. Með aukinni ferðatíðni og fjölgun á áfangastöðum hafi Flugleiðir þannig verið að flytja sig yfir í þann hluta markaðarins sem gefi meira af sér. tekjur fyrir Flugleiðir. Þá komist Flug- leiðir inn í alla fyrirtækja- samninga og markaðs- og sölukerfi SAS. Sigurður segir að líta megi á samninginn nú sem framhald cii þvi saiii- starfi sem hófst Sigurður Helga- 1993. Samstarf son- flugfélaga er að aukast í heiminum, að sögn Sigurð- ar, en yfirleitt sé ekki um samein- ingu að ræða sökum laga sem komi í veg fyrir eignatengsl flugfélaga á mUli landa. Það megi því gera ráð fyrir að Flugleiðir muni fara í frek- ari samvinnu við önnur flugfélög og Delta hf. og Lyfjaverslun Islands hf. undirrita stórsamning Delta hf. og Lyfjaverslun ís- lands hf. hafa undirritað fimm ára samning um að Lyfjaverslun íslands hf. dreifi öllum framleiðsluvörum Delta hf. hér á landi frá næstu ára- mótum. Velta Delta hf. á inn- lendum markaði á árinu 2000 er áætluð 650 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að Delta hf. lækki rekstrarkostnað um 45 milljónir króna á ári með þessum samningi, miðað við núverandi dreifingarfyrir- komulag. Lyfjaverslun íslands hf. hefur einnig verulegan hag af samningnum við Delta hf. og getur nýtt dreifingarkerfi sitt mun betur en áður. Samningur Delta hf. og Lyfjaverslunar íslands hf. stuðlar að því að bæta veru- lega þjónustuna við lyfjakaup- endur. Þannig berast allar töl- ur um sölu og birgðir sam- stundis með rafrænum hætti á milli fyrirtækjanna sem ger- ir sölustarfsemi og birgðastýr- ingu Delta hf. enn markviss- ari og hagkvæmari en áður. Lyfjaverslun íslands hf. á 16,54% hlut í Delta hf. Sá eign- arhlutur er yfir 500 milljóna króna virði samkvæmt núver- andi gengi hlutabréfa. Fyrir- tækin hafa því bæði ótvíræð- an hag af nýja samningnum. Fyrirsjáanlegt er að hag- kvæmni eykst í rekstri Lyfja- verslunar íslands hf. og um leið eykst arðsemi í rekstri Delta hf. 4,6% verðbólga samkvæmt spá íslandsbanka F&M Islandsbanki F&M spáir nú 4,6% verðbólgu frá byrjun til loka þessa árs og 3,1% miÚi ársmeðaltala 1998 og 1999. Þetta er eitthvað minni verð- bólga en nýútkomin þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir. Þar er þvi spáð að vísitala neysluverðs hækki um 5,0% yfir árið 1999 og um 3,2% á milli árs- meðaltala 1998 og 1999. Munurinn felst í sérstökum áhrifum vegna árs- tíðabundinna þátta. Næsta mánuð spáir íslandsbanki F&M 0,4% hækkun neysluverðsvísi- tölunnar. Búast má við einhverri hækkun á grænmeti og áframhald- andi hækkun húsnæðisverðs. Olíufé- lögin hækkuðu verð á bensíni um 90 aura, eða 1%, um mánaðamótin og leiðir sú hækkun til 0,04% hækkunar vísitölunnar. Gjaldskrár leigubíla hækkuðu um 5,5% í september en áhrif þeirrar hækkunar eru hverf- andi í vísitölunni. Á næsta ári gerir íslandsbanki F&M ráð fyrir 2,9% hækkun neysluverðsvísitölunnar yfir árið og 4,0% hækkun milli árs- meðaltala 1999 og 2000. Þjóðhags- stofnun gerir í spá sinni ráð fyrir 2,5% hækkun vísitölunnar yflr árið og 4,0% á milli ársmeðaltala. Helstu forsendur leiðniaukning er áætluð 2,5% á þessu ári og 2,0% á þvi næsta, í samræmi við spá Þjóðhagsstofnunar. I kjölfar væntinga um hækkandi hrávöruverð er nú gert er ráð fyrir að erlent verð- lag hækki um 2,5% á þessu ári og því næsta í stað 1,5% í fyrri spá. Sérstök- um árstíðabundnum áhrifum er bætt við. Seðlabankinn hækkaði stýri- vexti sína um 60 punkta fyrr í þess- um mánuði og staðfesti með því vilja sinn til að halda gengi krónunnar sterku. í nýútkominni þjóðhagsspá kemur einnig fram sterkur vilji stjórnvalda og Seðlabanka til að halda gengi krónunnar sterku. Krón- an hefur styrkst nokkuð í kjölfarið og er útlit fyrir að hún haldist sterk á komandi vikum. Styrking krónunn- ar ætti, að öðru óbreyttu, að slá á verðbólguþrýsting á næstu mánuð- um. Samkvæmt spá Goldmans Sachs má búast við almennri hækkun hrá- vöruverðs næstu 12 mánuði. Hing- að til hefur það einkum verið olíuverð sem hefur verið að hækka en nú er spáð hækkun ann- arra hrávara einnig. Gangi þessi spá eftir eykst verðbólguhætta al- mennt og þar með þrýstingur til hækkunar verðlags hér á landi enn frekar. í spánni er gert ráð fyrir óbreyttu innflutningsgengi. Gert er ráð Markaðsvirði Íslandssíma 780 milljónir - umframeftirspurn í hlutafjárútboði félagsins Hlutafjárútboði Íslandssíma hf. lauk í fyrradag. Boðnar voru út 100 milljónir króna að nafnvirði á geng- inu 3,0, eða 300 milljónir króna sam- tals. Fyrir útboðið var heildarhluta- fé Íslandssíma 160 milljónir króna að nafnvirði. Miðað við útboðsgeng- ið er markaðsvirði Íslandssíma því 780 milljónir króna. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá íslands- síma skráðu forkaupsréttarhafar sig fyrir 50-66% hlut í útboðinu en eft- irspurn eftir þeim hlut sem eftir stóð var meiri en framboð. Hluta- fjárútboðið fór fram í umsjá MP- verðbréfa hf. sem festu kaup á um 5% hlut. Stærstu hluthafar íslands- síma eru eftir sem áður Burðarás hf. og Fjárfestingarfélagið Þor, sem er í eigu Hagkaupsflölskyldunnar, en bæði félögin eiga um 20% hlut. Aðrir hluthafar eiga mun minni hlut en þeir er á flórða tug. Tilgangur útboðsins var að flár- magna ljósleiðaranet sem Lína.Net, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur, er að leggja um höfuðborgar- svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandssíma gengur lagning netsins, sem verður í heild 140 kiló- metrar, hraðar en áætlað var. Það gerir Íslandssíma kleift að hleypa af stokkunum víðtækri þjónustu sinni við fyrirtæki og einstaklinga nokkru fyrr en áformað var. Bjarni seldi bréfin Bjarni Ármanns- son, forstjóri Fjár- festingarbanka at- vinnulífsins, sagði í viðtali við Vísi.is í gær að það væri rétt að hann hefði selt hlutabréf sem hann átti í FBA í ágúst sl. Hann hafnar þó alfarið kenningu Óðins, huldupenna Við- skiptablaðsins, sem lætur í veðri vaka í dag að Bjami hafi selt bréf sín vegna þess að hann sé að missa trúna á framtíðarmöguleik- um fyrirtækisins. Breyting á bensíngjöldum Á Alþingi var í gær flallað um frumvarp flármálaráðherra um vörugjald af ökutækjum og bens- íni. Þar er lagt til að í stað hlut- fallsskatta á bensín verði tekin upp föst skattlagning. Þetta er breyting sem margir hafa lagt til, m.a.'til að tryggja tekjur af bens- íni í flárlögum og að ekki verði óvissa með tekjur ríkissjóðs. Flugaðilum mismunað Eftirlitsstofnun EFTA telur það brjóta i bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið að lægri skattur sé innheimtur af innanlandsflugi og flugi til Grænlands og Færeyja en milli- landaflugi til annarra EES-landa. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Að mati Eftirlits- stofnunarinnar felst í því mis- munun, erlendum flugaðilum í óhag, að skatthlutfall sé hærra í flugi til annarra landa EES. Þessi mismunun felur, að mati Eftirlitsstofnunarinnar, i sér brot á almennum ákvæðum samningsins um frjálsa þjón- ustustarfsemi. Gengi Advanta sveiflast Hlutabréf í bandaríska flár- málafyrirtækinu Advanta Cor- poration, sem Ólafur Jóhann Ólafsson veitir forstöðu, hafa lækkað um 27% frá því þau náðu hámarki í kjölfar afkomufréttar frá fyrirtækinu í lok júlí. Við- skiptavefurinn á Vísi greindi frá. Markaðsvirði félagsins var í gær 184 milljónir dollara en þá var verðmæti hvers hlutar 17,5 doll- arar. Lægst fór verðmæti hvers hlutar hins vegar í 15,0 í lok síð- asta mánaðar. Hjá Advanta starfa um 2.400 manns. Eimskip hagnast um 300 millj- ónir á hækkun Flugieiða Þær gengishækkanir sem urðu á hlutabréfum Flugleiða í gær færðu Eimskip um 300 millj- ónir í verðmætaaukningu en Burðarás, flárfestingarfélag Eim- skips, á um 31,4% hlut í Flugleið- um. Á þetta bendir Morgunkorn FBA í gær. I fyrradag hækkaði gengi hlutabréfa Eimskips um 0,5% þannig að fréttin hafði, að sögn FBA, ekki afgerandi áhrif. Florinda flytur til Dan- merkur Portúgalska skipafélagið Port- line, sem hefur haft flutningaskip- ið Florindu í föstum ferðum milli íslands, Noregs og Spánar síðan í fyrra, hefur ákveðið að bæta við viðkomu í Esbjerg í Danmörku. í frétt frá félaginu kemur fram að ákvörðunin sé tekin til að koma til móts við ósk margra viðskipta- vina. Florinda flytur alla hefð- bundna vöru bæði í gámum og pöllum, frosið sem ferskt. Fyrsta viðkoma skipsins í Esbjerg verður 22. október næstkomandi. Umboðs- maður Portline á Islandi er G. Guðjónsson sf. skipamiðlun. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.