Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Side 13
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
13
Viðhorfin söm við sig
Enn ein skýrslan hef-
ur litiö dagsins ljós þar
sem kynbundið launa-
misrétti er staðfest á
óyggjandi hátt. í rann-
sókn sem Hagfræði-
stofnun Háskóla ís-
lands vann að tilhlutan
Verslunarmannafélags
Reykjavíkur kemst hún
að þeirri niðurstöðu að
karlmenn i hópi félags-
manna hafi 30% hærri
heildarlaun en konur.
Viðurkennt er að kyn-
bundinn launamunur
nemi 18% meðal fólks i
fullu starfi þegar tekið
hefur verið tillit til
starfsstéttar, vinnu-
tíma, aldurs og starfs-
aldurs. Enn einu sinni
sannast að ekki er hið sama á
borði sem í orði. Viðhorfin eru
söm við sig.
Sífellt skipt um skrá
í rauninni kemur þessi niður-
staða ekki á óvart. Hún er fullkom-
lega í takt við niðurstöðu saman-
burðar ' Félagsvísindastofnunar á
launakjörum kvenna og karla sem
birt var i byrjun árs 1995 og varð til-
efni mikillar umflöllunar í kosn-
Kjallarinn
Kristín
Halldórsdóttir
fyrrverandi alþingiskona
haldið að konum
sem svo sannarlega
hafa sótt fram á
sviði menntunar og
rannsókna á síð-
ustu áratugum. Þær
eru jafhvel komnar
fram úr körlum á
ýmsum sviðum.
Þegar þær hins veg-
ar koma út á vinnu-
markaðinn með
lykilinn að launa-
jafnréttinu í hönd-
um sér er einfald-
lega búið að skipta
um skrá.
Með hraða
snigilsins
Það er nöturleg
staðreynd að þrátt
fyrir verulegan árangur í sókn
kvenna til jafnrar stöðu á flestum
sviðum samfélagsins er launa-
munur kynjanna enn hinn sami
og hann var þegar svo átti að heita
að hann væri afnuminn með lög-
um. Veruleikinn er því miður oft
víðs fjarri orðaflaumi laganna. Og
hugarfarsbyltingin fer með hraða
snigilsins.
Hvers vegna þegja nú konur
þunnu hljóði? Er kvennabaráttan í
slíkri lægð um
„Það er nöturleg staðreynd aö
þrátt fyrir verulegan árangur í
sókn kvenna til jafnrar stöðu á
flestum sviðum samfélagsins er
launamunur kynjanna enn hinn
sami og hann var þegar svo átti
að heita að hann væri afnuminn
með lögum. “
ingabaráttunni það ár. Þá vakti
ekki síst athygli og umræður sú
staðreynd að kynbundinn launa-
munur fer vaxandi eftir því sem
menntunin er meiri. Þar með reynd-
ist tálvon sú kenning að lykillinn að
launajafnrétti væri fólginn í mennt-
un kvenna til jafns við karla.
En því hefur einmitt mjög verið
þessar mundir
að Magnús L.
Sveinsson verði
látinn einn um
viðbrögð við
þessum fréttum?
Ætla konur að
kyngja þeirri
skoðun sem ný-
lega kom fram á
kvennafundi að
reiðar konur séu
ekki í tísku um
þessar nnmdir?
Hvers vegna taka t.d. konur á stór-
um vinnustöðum sig ekki saman
um það að fá kjaramálin upp á
borðið og krefjast réttar sins? Er
nú svo komið á tímum einstak-
lingshyggjunnar að konur trúi
ekki lengur á mátt samstöðunnar?
Er kannski kominn tími á enn
einn kvennafrídaginn til þess að
„Er kannski kominn tími á enn einn kvennafrídaginn til þess að efla bar-
áttuandann og hrista upp í stöðnuðum hugmyndum? - Frá kvennafrídeg-
inum árið 1985.
efla baráttuandann og hrista upp í
stöðnuðum hugmyndum?
Karlar axli ábyrgð
En það eru ekki bara konur
sem þurfa að líta í eigin barm eins
og gjama er haldið að þeim í
trausti þess hversu auðvelt er að
ala á sektarkennd kvenna. Þjóðfé-
lagið allt þarf að bregðast við, Al-
þingi, sveitarstjórnir, atvinnurek-
endur, verkalýðshreyfingin, og
gera fólki - bæði körlum og kon-
um - kleift að samræma atvinnu
og fjölskyldulíf. Til þess þarf að
breyta löggjöf um fæðingarorlof
og um orlof vegna veikinda bama,
það þarf að stytta vinnudaginn og
auka sveigjanleika á vinnumark-
aðnum. Það þarf að kalla launa-
greiðendur til ábyrgðar. Og ekki
síst þurfa karlar að taka sig ær-
lega á og axla sinn hluta áhyrgðar-
innar á heimilishaldi og umönnun
bamanna.
Meðan konur hafa þá ábyrgð
enn að stærstum hluta eiga þær
erfitt með að sækja rétt sinn á
vinnumarkaði. Körlum ber að
styðja konur í baráttunni jafnvel
þótt það kosti þá einhverjar fómir.
Kvennalistakonur höfðu alla sina
tíð á Alþingi sterkt frumkvæði í
umræðu um launamál og þá sér-
staklega launamisrétti kynjanna.
Þær héldu á lofti staðreyndum og
lögðu fram tillögur til úrbóta. Þær
tryggðu að umræðunni var haldið
á lofti. Verður fróðlegt að sjá
hvernig þeim málstað verður
sinnt á næstu ámm.
Kristín Halldórsdóttir
Hvers vegna stundar
fólk kynlíf?
Spurning mín „Hvers vegna
stundar fólk kynlíf?" kemur til
vegna skrifa Þórðar Sigurðssonar
um samkynhneigð í Morgunblað-
inu 25.september sl. Þar heldur
Þórður því fram að það sé rangt að
samkynhneigð sé náttúruleg og
eðlileg og er röksemd hans
svohljóðandi: við erum líf-
fræðilega sköpuð til ákveðins kyn-
„Manninum er það eiginlegt að
leita að hamingju og tilgangi í líf-
inu og gott, fjölbreytt og skap-
andi kynlíf er einn hluti þess að
gæða líf sitt tilgangi. Skiptir þar
engu hvort í hlut á gagnkynhneigð
eða samkynhneigð. “
lífs og ég held að allir líffræðingar
og læknar sem virða sönn vísindi
og sannleika geti fært rök fyrir
því. Ég tel því samfarir tveggja
einstaklinga af sama kyni óeðli-
legt athæfi.“
Náttúrulegur tilgangur
vissra líkamshluta
Samkvæmt skrifum Þórðar
gegna vissir líkamshlutar „nátt-
úrulegum tilgangi" eins og hann
kýs að komast að orði. - Hvað átt
er við með náttúrulegum tilgangi í
skrifum Þórðar er ekki alveg ljóst.
Hvað er náttúrulegur tilgangur
þegar kynlíf er annars vegar? Er
það að hitta í mark í hvert sinn og
keppast við að láta ástarleikinn
enda með óléttu? Því svarar Þórð-
ur í raun ekki en svo má túlka af
orðum hans þar sem hann segir að
——- - .. l- „...samfarir
tveggja einstak-
linga af sama
kyni séu óeðlilegt
athæfi." (Mbl.
25.9.1999). Sam-
farir einstaklinga
af sama kyni
þjóna þá ekki
þeim náttúrulega
tilgangi að fiölga
mannkyninu og
viðhalda tegund-
inni. En stundar fólk bara kynlíf
vegna þessa náttúrulega tilgangs að
viðhalda tegundinni?
Hvað er kynlíf?
Samkvæmt túlkun minni á skrif-
um Þórðar er kynlíf það eitt að
setja typpi sitt inn í skaut konu.
Allt annað sem ekki hefur þetta að
leiðarljósi telst vera líffræðilega af-
brigðilegt og ekki þjóna náttúruleg-
um tilgangi þeirra líkamshluta sem
i hlut eiga. En nú er líf-
ið svo skrýtið og samlíf
fólks ekki síður, að
fjöldi gagnkynhneigðra
einstaklinga stundar að
staðaldri kynlíf sem
fellur ekki að kynlífs-
forskrift Þórðar. Sam-
kvæmt kynlífskönnun-
um sem birst hafa bæði
í erlendum tímaritum
sem og í íslenskum fjöl-
miðlum er klárlega sýnt
að gagnkynhneigðir
einstaklingar virðast
engu síður en samkyn-
hneigðir njóta þess að
víkja út af „náttúruleg-
um tilgangi vissra lík-
amshluta", svo enn
einu sinni sé vitnað til
þessara merku orða Þórðar.
„Óeðlið“ og „náttúruleysið"
virðist því eiga víðar heima held-
ur en í samskiptum samkyn-
hneigðra. Þá ályktun má því draga
af þessu að kynlíf sé eitthvað ann-
að og meira heldur en bara það að
þjóna - „náttúrulegum tilgangi
vissra líkamshluta" og fjölga
mannkyninu.
Hvers vegna kynlíf?
Hvers vegna ætti maður yfir
höfuð að stunda kynlíf fyrst þaö
Kjallarinn
þarf að vera svona
afspyrnu leiðinlegt
og fátt eitt leyfilegt
nema það sem þjón-
ar kreddukenndum
hugarórum Þórðar
um hvað sé rétt og
hvað sé rangt og
hvað sé eðli og hvað
sé óeðli? Kynlíf á
ekki að stunda af
skyldurækni við
ímyndaðar komandi
kynslóðir.
Ef tegundin deyr
út vegna þess að
„líffræðilega rétt“
kynlíf hefur ekki
verið stundað, þá
hvað með það? Eru
........... einhverjar raun-
hæfar líkur á að slíkt gerist? Á
fólk ekki að haga sínu samlífi eins
og þvi sjálfu líður best með burt-
séð frá því hvort það er að fjölga
mannkyninu af skyldurækni við
náttúruna eða bara af eigin
skemmtiþörf? Manninum er það
eiginlegt að leita að hamingju og
tilgangi í lífinu og gott, fjölbreytt
og skapandi kynlíf er einn hluti
þess að gæða líf sitt tilgangi. Skipt-
ir þar engu hvort í hlut á gagnkyn-
hneigð eða samkynhneigð.
Jóhann Björnsson
Jóhann
Björnsson
heimspekingur
Með og
á móti
Eiga borgaryfirvöld að hafna
eða heimila rekstur fransks
léttvínsbars í öldnu húsi í
miðborg Reykjavíkur?
Ung, frönsk kona, Stephanie Caradec,
hefur undanfarnar vikur unnið að því
að koma á fót frönskum léttvínsbar að
Klapparstíg 30, í miðborg Reykjavíkur,
þar sem matvörubúðin Vaðnes var um
áratugi til húsa. Hún tók húsnæöið á
leigu hjá verktakafyrirtækinu Húsanesi
í Keflavik, eiganda húsnæðisins og
lóðarinnar, í þeirri trú að allt væri til
reiðu að hefja rekstur. En svo er ekki.
Borgin vill húsið burt. Málið er komið
frá byggingarnefnd á borð borgarráðs
sem mun fjalla um það.
Stephania Cara-
dec: VIII reka létt-
vínsbar.
Staðurinn upp-
fyllir allar kröfur
„Eigandinn fær ekki að nota eign
sína eins og hann vill. Hann fékk
leyfí til að rífa húsið og byggja nýtt
hús á lóðinni en er hættur við það.
Borgin vill skil-
yrða leyfi eigand-
ans til að hætta
við framkvæmd-
ir með því að
hann borgi
ákveðinn pening.
Um þetta snýst
málið. Borgin er
hins vegar alls
ekki búin að
hafna því að
þarna komi
franskur vínbar, það var rangt í
Morgunblaðinu.
Mér var leyft að undirrita samn-
inga um leiguna og var í góðri trú
að ég gæti innréttað og opnað létt-
vínsbarinn minn núna í haust.
Staðurinn uppfyllir allar kröfur um
eldvarnir og hreinlætl; þetta mál
snýst ekki um það. Þama hefur ver-
ið rekið veitingahús árum saman
og til skamms tima. Húsið er í
rekstrarhæfu ástandi og ekkert því
til fyrirstöðu að Reykvíkingar njóti
góðra léttra vina frá Frakklandi. Ég
hef orðlö fyrir fjárhagslegu tjóni af
biðinni síðan um miðjan ágúst. Mér
var sagt af borginni að ég yrði að
bíða í 20 daga og ég sagði að ég gæti
það ekki. Enn bið ég og vona að
borgaryfirvöld taki rétta ákvörðun.
Ég verð að fá aftur peningana
sem ég lagði í þetta, um tvær millj-
ónir króna. Ég er með 900 flöskur af
gæðavíni frá Frakklandi á hafnar-
bakkanum. Auðvitað get ég selt það
vín til veitingahúsa en helst af öllu
vil ég opna staðinn sem fyrst. Það
yrði menningarauki fyrir menning-
arborgina Reykjavík.“
Skjóta fýrst og
spyrja svo
„Það er alfarið rangt sem haft er
eftir frönsku konunni að borgin hafi
synjað um leyfi til veitingareksturs-
ins. Bygginganefnd frestaði málinu á
fundi sínum 30.
september og vís-
aði því til borgar-
ráðs. Eftir að það
hefur fjallað um
málið kemur það
aftur til bygg-
ingarnefndar sem
tekur þá endan-
lega ákvörðun
um afgreiðslu; þá
fyrst er komið á
byggingaleyfi eða
synjun. Við getum ekki gengið út frá
því sem vísu að málinu verið synjað.
Fáist leyíið er fyrst kominn grund-
völlur fyrir þetta fólk að framkvæma
i húsnæðinu. Ef það hefur verið að
gera aöra hluti en að halda húsinu
við, byggingarleyfisskylda hluti, þá
er það brot á byggingarreglugerö-
inni. Fólk hlýtur náttúrlega að þurfa
að taka afleiðingum af slíku frum-
hlaupi. Menn méga ekki skjóta fyrst
og spyrjá svo.
Við erum að fara að lögum. Þarna
var áður búið að samþykkja niðurrif
hússins og nýja byggingu á lóðinni.
Það er ekki að undra þótt bygginga-
nefnd doki aðeins við og spyrji hvað
sé á seyði.“
-JBP
Magnús Sædal
byggingafulttrúi:
Fólk þarf aö spyrja
fyrst.