Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Reyklaus kona spyr um rétt sinn gagnvart reykingum nágranna:
„Reykgísling“ dreg
ur úr söluverðmæti
- ágreiningur vegna reykinga í fjöleignarhúsum ört vaxandi vandamál
Spurning: Ég er „reyklaus
kona“ og bý á 3. hæð í 4 hæða
blokk. Ég verð fyrir miklum ama
og óþægindum vegna reykinga á
svölum íbúðanna beggja vegna við
og fyrir neðan mína. Fólkið virðist
vera hætt að reykja inni hjá sér og
farið að nota svalirnar til þess
arna. Þetta veldur þvi að mér er
fyrirmunað að hafa venjuleg og
eðlileg not af svölum mínum.
Ófysilegt er að hafa svaladymar
opnar og sama er að segja um
glugga á þessari hlið.
Hver er réttur minn gagnvart
reykspúandi nágrönnum? Er rétt-
ur þeirra til að menga og skaða
heilsu mína og minna ríkari en
réttur minn til að hafa eðlileg og
truflunarlaus afnot af minni eign
og lifa reyklausu lifi heima hjá
mér? Rýrir þetta ekki verðgildi
íbúðar minnar og verð ég ekki að
greina hugsanlegum kaupendum
frá þessu ef ég neyðist til að selja?
Sigurður
Helgi Guð-
jónsson hrl.
svarar: Það
v a n d a m á 1
sem hér um
ræðir er til-
tölulega nýtt
af nálinni en
ört vaxandi.
Að vísu hafa
alltaf annað
veifið komið upp mál vegna reyk-
inga í sameign og reykmengtmar
út í stigagang frá ibúð. Það er al-
kunna að reykingar eru á hröðu
undanhaldi í híbýlum fólks og
hefur reykingafólk hrökklast út
undir bert loft - út á svalir, tröpp-
ur, undir gafla. Þetta minnir á
söguna af Guðmundi góða þegar
hann blessaði bjargið en skildi
eftir hluta þess því einhvers stað-
ar yrðu vondir að vera.
Það eru engin bein ákvæði í
fjöleignarhúsalögunum um reyk-
ingar. í þeim er almennt boðið að
íbúar skuli gæta þess að valda
sambýlisfólki sínu ekki óþarfa
ama og óþægindum. Reykingar
falla undir það eins og aðrar
mannlegar athafnir. Vegna skað-
semi reykinga, bæði beinna og
óbeinna, verður að telja að réttur
þolenda sé ríkari en þegar um er
að tefla ónæðisvalda sem ekki eru
beinlínis skaðlegir heilsu fólks.
Bönn og friðhelgi
eignarréttarins
Húsfélag getur í húsreglum lagt
blátt bann við reykingum í sam-
eiginlegu húsrými. Þótt slíkt
bann hafi ekki verið sett 1 hús-
reglum er ekki þar með sagt að
gagnálykta megi í þá veru að
reykingar séu þar leyfilegar.
Þvert á móti verður að telja að
reykingar i sameign fari í bága
við almennar reglur fjöleignar-
húsalaganna. Það er miklu vafa-
samara að húsfélag hafi vald til
að banna einnig reykingar á sam-
eiginlegri lóð hússins. Hvað hús-
félag má og getur í þessu efni fer
eftir tíðarandanum og er líklegt
að slíkt bann teljist sjálfsagt inn-
an nokkurra ára.
Hvað reykingar á svölum varð-
ar er hugsanlegt að húsfélag geti
og megi takmarka þær með ein-
hverjum hætti. Má vísa til þess
sem segir hér að ofan en þó verð-
ur að hafa hugfast að svalir eru i
séreign og að vald og heimildir
húsfélags til að selja takmarkandi
reglur um hagnýtingu séreignar
eru miklu þrengri en þegar um
sameign er að tefla.
Þá reynir á friðhelgi eignarrétt-
arins og það frelsi til hagnýtingar
og athafna sem í honum felst.
Verður vegna þessa að telja að
húsfélag geti ekki nema þá með
samþykki allra lagt almennt bann
við reykingum í húsinu, bæði í
íbúðum og sameign. Slíkar kvað-
ir verða ekki lagðar á gegn vilja
einhvers hlutaðeigandi.
Gripið til úrræða
Hins vegar geta miklar reyking-
ar í íbúö valdið slíku ónæði og
óþægindum að húsfélagið eða ein-
stakir íbúðareigendur geta á
grundvelli ákvæða fjöleignarhúsa-
laganna gripið til úrræða sam-
kvæmt þeim til að knýja viðkom-
andi til að draga úr þessu áreiti
niður í einhver eðlileg og viðun-
andi mörk, ef þau eru á annað borð
til. Rétt er að geta þess að séu ein-
hverjir íbúar sérlega viðkvæmir
fyrir svona áreiti, þ.e. reyk og
ólykt, þá eiga þeir ekki lögvarða
kröfu til þess að aðrir taki sérstakt
Húsráð og DV:
Sérfræð-
ingar svara
lesendum
Ráðgjafaþjónustan Húsráð hef-
ur boðist til að svara spumingum
lesenda DV varðandi rekstur og
viðhald húseigna og ýmislegt sem
upp kann að
koma vegna
þeirra. Þeir
sem svara era
Theodór S.
Sigurbergsson
og Eyjólfur
Brynjólfsson,
báðir löggiltir
endurskoðend-
ur hjá Þema
ehf., hæsta-
réttarlögmað-
urinn Sigurð-
ur Helgi Guð-
jónsson og héraðsdómslögmaður-
inn Sandra Baldvinsdóttir hjá
Húseigendafélaginu, héraðsdóms-
lögmennirnir Halla Bergþóra
Björnsdóttir og Jón Ármann Guð-
jónsson hjá GÁJ, lögfræðistofu, og
Ragnar Gunnarsson, verkfræðing-
ur hjá verkfræðistofunni Verk-
vangi. þegar tilefni er til verða
fleiri sérfróðir aðilar kallaðir til
svara. Lesendur geta sent stuttar
og gagnorðar spurningar á net-
fangið dvritst@ff.is og merkt þær
hagsyni. Spurningarnar verða
síðan sendar Húsráðum. -hlh
Fanny Tryggva-
dóttir, frkvstj.
Húsráða.
tillit til viðkvæmni þeirra. Við mat
á því hvað má og ekki má verður
að beita almennum kvarða.
Ef ástandið er svona hrikalegt og
engin betrun í augsýn þá liggur í
augum uppi að íbúðin er ekki eins
verðmæt og góð söluvara og ella.
Svona reykgísling er þess eðlis að
fæstir kjósa hana, hvað þá að
kaupa sig inn í hana. Það er aug-
Ijóst að einhverjir líklegir kaup-
endur munu hrökkva frá og aðrir
bjóða lægra. Seljanda ber að upp-
lýsa væntanlega kaupendur um aht
það er máli getur skipt fyrir mat
kaupanda á því hvort hann kaupir
og þá fyrir hvaða verð. Atriði eða
annmarki eins og þetta reykkóf er
tvímælalaust þess eðlis að upplýsa
ber um það við sýningu íbúðarinn-
ar. Láti seljandi það hjá líða og hafi
það dulist við skoðun kaupanda þá
er hann í vondum málum og á yfir
höfði sér riftun eða kröfu um
skaðabætur eða afslátt.
Setjið nýtt pinnastykki f, herðið með skrúflykli
og setjið handfangið aftur á. Myndin sýnir
hvernig pinninn er liðkaður. DV-myndir E.ól.
Kaldir ofnar vegna fasts pinna í ofnlokum:
Notið rétta smurfeiti
- ódýrt, einfalt og öruggt að skipta um pinnastykki
í Hagsýni fyrir viku var rætt um
haustverk þau innan dyra sem fel-
ast í því að liðka pinna í ofnlokum
eða hitastillum, pinna sem stjóma
flæði heits vatns um ofnana. Eftir
sumarið þarf oft að liðka pinnana
til að fá ofnlokana til að virka al-
mennilega. Einfalt ráð er þá að
skrúfa handfangið, þetta með tölun-
um, af og liðka pinnan með því að
ýta nokkrum sinnum á hann. í Hag-
sýni fyrir viku var einnig mælt með
því að smyrja pinnana svo þeir fest-
ust síður.
í kjölfarið hafði talsmaður versl-
unarinnar Héðins, umboðsaðila
Danfoss á íslandi, samband við
blaðið en myndir með textanum
voru af slíkum ofnloka. Hann sagði
afar varasamt aö nota venjulega
heimilissmurolíu eða öfluga
smurúða á dósum til að liðka pinn-
ana í ofnlokunum. Ef notuð er
venjuleg smurolía eða smurúði geta
pakkningar eða þéttihringir í ofn-
lokanum skemmst og jafnvel gefið
sig með tilheyrandi vatnsskaða og
ómældu tjóni. Áríðandi væri því að
nota smurfeiti eða olíu sem sérstak-
lega væri ætluð vatnstækjum, t.d
ofnlokum og blöndunartækjum,
svokallaða vatnsfælna eða vatns-
þolna feiti. Slík feiti fengist í bygg-
ingavöruverslunum, hjá söluaðilum
ofnloka eða í verslunum með pipu-
lagnaefni.
Samkvæmt upplýsingum hjá
Héðni er ódýrt, einfalt og öruggt að
skipta hreinlega um pinnastykkið
ef pinninn er orðinn stirður. Slíkt
stykki kostar tæpar 300 krónur og
er afar auðvelt að setja nýtt í. Á
meðfylgjandi myndum má sjá
hvernig það er gert.
-hlh