Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Reglusemi í olíuskiptingu og smurningu borgar sig til lengri tíma:
Olíuskipti gera vélinni gott
- áríðandi að skipta af og til um kælivökva
„Fólk sem ekur um 10 þúsund
kílómetra á ári á hiklaust að láta
skipta um olíu á bílnum á 5000 km
fresti. Ég hef séð vélamar verða
mjög óhreinar þegar olíuskipti eru
trössuð og það er mjög slæmt fyrir
endingu og gang. Sérstaklega þegar
fólk ekur eingöngu stuttar vega-
lengdir í einu. Þessi venjulegi öku-
maður, sem er endalaust að aka í
vinnuna og heim aftur, á hiklaust
að láta skipta um olíu á 5 þúsund
km fresti þó leiðbeiningar framleið-
anda segi kannski að olíuskipti
megi fara fram eftir hverja 8-10 þús-
und ekna kílómetra," segir Ævar
Friðriksson, tæknimaður hjá FÍB
og Bílgerinasambandinu, í samtali
viö DV
þessu sviði enda sparnaðurinn
langsóttur þegar horft er til lengri
tíma. Við olíuskipti eru órhreinindi
losuð úr vélinn og þau gera henni
bara gott,“ segir Ævar.
Nýr kælivökvi
Ævar vill endilega koma á fram-
færi við lesendur nauðsyn þess að
skipta um kælivökva. Það gleymist
mjög oft en er ódýrt og hentugt að
gera um leið og skipt er um oliu.
„Það er fiarri mörgum að skipta
þurfl um kælivökva. Menn láta jú
mæla frostþolið á haustin. En þó það
sé í lagi má ekki hunsa að skipta um
kælivökva. Þegar kælivökvi eldri bíla
er skoðaður sést yfirleitt mikil ryð-
myndun. Það er vegna þess að kæli-
vökvinn missir smám saman, m.a.
vegna ryðs og óhreininda, þann eigin-
leika að ryðverja kæligöngin eins og
hann á að gera. Ryðvörn er einmitt
Fróðir menn er segja öruggast og einfaldast að kaupa þjónustu smurstöðva
þegar skipta á um olíu og smyrja bílinn. DV-myndir E.ól.
Öruggast að kaupa
þjónustuna
Eftir samtöl við fróða menn á
þessu sviði er niðurstaðan sú að ör-
uggast og einfaldast sé að kaupa
þessa þjónustu og eins sé mjög gott
að miða við 5 þúsund km þó ein-
hverja kunni að greina á um tíðni
olíuskipta. Við endurteknar stuttar
aksursferðir hitnar vélin jafnvel úr
frosti og upp í 90 gráður oft á dag.
Þá eykst hætta á myndun raka sem
fer úr í olíuna og rýrir gæði henn-
ar. Sótmyndun verður einnig meiri.
Ef menn aka hins vegar um og yfir
Ráðgjafaþjónustan Húsráð:
Kælivökvinn f þessum bíl er tiltölulega nýr enda enginn ryðlitur sem blasir
við þegar vatnskassalokið er tekið af.
20 þúsund kílómetra á ári og eru
mikið í lengri ferðu, segja viðmæl-
endur DV óhætt að fara eftir leið-
beiningabók bílsins um tíðni olíu-
skipta.
Þá eru ótalin áhrif reglulegra ol-
íuskipta á endursöluverð. Sýni
smurbókin reglusemi í þessu efnum
sé síður hætta á verðfalli við sölu.
„Annars er þetta ekki það mikill
kostnaður að taki því að spara á
mikilvægur þáttur í virkni kæli-
vökva.“
Framleiðendur mæla með að skipt
sé um kælivökva ekki sjaldnar en á 40
þúsund km fresti. Er upplagt að gera
það á haustin. Ef það er ekki gert
styttist líftími vatnskassa og hætta
verður á tæringu í heddpakkingum.
Kostnaður getur því orðið verulegur
ef kælivökvaskipti eru hunsuð.
-hlh
Smurstöðvar mæla með olíuskipt-
um á 5 þúsund km fresti.
Meðalakstur fólksbíla er talinn
vera frá 15.000 km á ári. Þegar farið
er með bíl í olíuskipti og smurningu
mælir smurstöðin með að komið sé
aftur eftir 5.000 km akstur. Það þýð-
ir að bíllinn fari í olíuskipti og
smurningu þrisvar sinnum á ári að
meðaltali. Reyndar fara ekki alltaf
saman leiðbeiningar frá framleið-
anda, það sem sagt er í umboðinu
eða hvað smurstöðvarnar segja.
Vekur það spurningar um hvort
fólk sé að láta smyrja og skipta um
olíu of oft eða hvort það ætti bara
að gera það sjálft og spara þannig
8-12 þúsund krónur á ári svo dæmi
sé tekið af algengum fólksbíl. Þess-
ar tölur byggjast á skyndikönnun
DV sem sýndi að það kostar
3.000-3.500 krónur að skipta um ol-
íu, olíusíu og fara yfir stöðu helstu
vökva á algengum japönskum fólks-
bíl. Breytilegt verð miðast við hve
dýr olía er sett á vélina.
Oháð sérfræðiráð'
gjöf fyrir húsfélög
- sparar tíma, fé og fyrirhöfn
HUSRAÐ
Húsráð eru þjónustumiðstöð fyrir
húsfélög sem veitir víðtæka þjón-
ustu og ráðgjöf varðandi allt sem
viðkemur rekstri húsfélaga. Hefur
þessi nýjung fengið góð viðbrögð í
húsfélögum. í þjónustusíma Hús-
ráða - 568 9988 geta forsvarsmenn
húsfélaga fengið margvislega ráð-
gjöf, upplýsingar og þjónustu og
sparað sér þannig tíma, fé og fyrir-
höfn. Húsráð aðstoða við að útvega
reynda og trausta iðnaðarmenn og
afla tilboða í flest verk. Markmið
Húsráða er að tryggja sem best hag
húsfélaga og eru Húsráð því í sam-
starfi við Húseigendafélagið, Sam-
tök iðnaðarins og fleiri fyrirtæki og
sérfræðinga með dýrmæta þekk-
ingu á ýmsum sviðum er snerta
starfsemi fjöleignarhúsa.
Öfl húsfélög geta gerst aðilar að
Húsráðum sem eru í samstarfi við
húsfélagaþjónustu íslandsbanka.
Húsfélög í húsfélagaþjónustunni
geta gerst aðilar að Húsráðum.
Sérfræðingar til
reiðu
Verkfræðistofan Verkvangur býður
húsfélögum ráðgjöf um viðhald, fram-
kvæmdir, orkusparnað o.fl. Aðildarfé-
lög Húsráða fá fyrsta viðtal hjá verk-
fræðingi endurgjaldslaust og þeim
bjóðast sérstök kjör á Viðhaldsverðin-
um, eftirlits- og viðhaldsþjónustu
Verkvangs.
í samstarfl við Þema endurskoðun-
arskrifstofu bjóða Húsráð húsfélögum
aðstoð og ráðgjöf við frágang árs-
reikninga, uppgjör, endurskoðun árs-
reikninga, skattaráðgjöf o.fl. og veita
afslátt af allri þjónustu. Við inngöngu
í Húsráð fær húsfélagið fyrsta viðtal
hjá endurskoðanda Þema endurgjalds-
laust.
Loks eru Húsráð í samvinnu við
GÁJ lögfræðistofu sem býður lög-
fræðilega ráðgjöf og aðstoð við húsfé-
lög, gerð eignaskiptayfirlýsinga, að-
stoð við meðferð ágreiningsmála og
innheimtu hússjóðsgjalda ef til van-
skila kemur. Aðildarfélög Húsráða fá
afslátt af allri þjónustu og fyrsta við-
tal hjá lögfræðingi endurgjaldslaust.
Sérkjör
og neyðarsími
Félagar í Ráðgjafaþjónustunni
Húsráðum njóta sérstakra kjara hjá
Húsasmiðjunni. Hvert húsfélag og
hver íbúi í viðkomandi fjöleigna-
húsi fær 12% afslátt í Húsasmiðj-
unni við inngöngu í Húsráð auk
sérstakra tilboða sem auglýst eru
sérstaklega í fréttabréfi Húsráða.
Ef upp koma neyðartilvik utan
hefðbundins vinnutíma geta félagar
í Húsráðum hringt í þjónustusíma
Húsráða, 568 9988. Þar fást upplýs-
ingar um iðnaðarmenn sem leyst
geta þann vandann.
Framkvæmdastjóri Húsráða er
Fanny Kristín Tryggvadóttir. -hlh
Mat-
vinnsluvél
• Tekur 2 lítra
• Safapressa
• Þeytari
• Grænmetisrifjám
• Deighrærari
• Alhliða hnífur
• Má þvo í uppþvottavél
Kynningartilboð
5.995 Kr.
HUSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is