Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Page 19
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
23
Fréttir
Stór stund þegar snjóvarnargaröar voru teknir í notkun:
Bolarnir verja Siglufjörð
DV, Siglufirði:
Snjóflóðavarnargarðarnir sem
hafa verið í byggingu siðustu tvö
sumur í hlíðinni ofan við Siglu-
fjarðarkaupstað voru formlega
teknir í notkun þann 24. septem-
ber. Fjöldi bæjarbúa og annarra
gesta var viðstaddur athöfn sem
haldin var við endann á stærri
garðinum syðst í bænum. Meðal
gesta var Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra sem flutti ræðu
við þetta tilefni. Einnig flutti
ræðu Skarphéðinn Guðmunds-
son, forseti bæjarstjórnar. Guð-
mundur Guðlaugsson bæjarstjóri
lýsti framkvæmdinni og séra
Bragi J. Ingibergsson flutti bless-
unarorð.
Siv Friðleifsdóttir ávarpar Siglfirðinga.
Hornafjörður.
Vistvænn garður
verðlaunaður
DVHötn
Umhverfisnefnd Hornafjarðar
hefur nýlega veitt sinar árlegu
viðurkenningar fyrir besta um-
hirðu húsa og lóða í Hornafirði.
Þeir sem hlutu viðurkenningar í
ár eru eigendur tvibýlisins Ár-
túns í Nesjum, þau Ásdís Mart-
einsdóttir, Gísli Hermannsson,
Þorbjörg Gunnarsdóttir og Mart-
einn Gíslason. Viðurkenninguna
hljóta þau fyrir hversu vel öllum
húsum, bæði íbúðar-og gripahús-
um er við haldið og fyrir snyrti-
legt umhverfi.
Eigendur Farfuglaheimilisins
Nýjabæjar Vigdís Vigfúsdóttir og
Ásbjörn Þórarinsson fyrir snyrti-
lega lóð og uppbyggingu hússins
sem er bæjarprýði. Einnig var
veitt viðurkenning fyrir vistvæn-
an garð, sem Guðrún Hálfdánar-
dóttir Miðtúni 8 hlaut. Umhverfis-
nefnd úthlutaði einnig styrkjum
til þriggja aðila í sýslunni en það
eru Skógræktarfélagið sem fékk
300 þúsund krónur, Landgræðsl-
an í Öræfum fékk 150 þúsund og
Félag fuglaáhugamanna 50 þús-
und krónur.
-Júlía Imsland.
Ók á hross:
Hrossið slapp en
bíllinn ekki
Okumaður á Blönduósi varð
fyrir því óhappi að keyra á hross
síðastliðna helgi. Hrossið, sem
vegur milli 300 og 400 kg, stór-
skemmdi bílinn en meiddist lítið.
Skuldir á
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
nokkuð á undanfornum árum. í
árslok 1989 námu skuldirnar 238
milljörðum króna og áætlað er að
þær verði 229 milljarðar í árslok
þessa árs og 211 milljarðar í lok
ársins 2000.
Sem hlutfall af vergri lands-
Lögreglan á Blönduósi sagði að
það væri nær daglegur atburöur
að ekið væri á kindur en fátiðara
væri að ekið væri á hross á þess-
um slóðum. -hól
niðurleið
framleiðslu voru skuldir ríkis-
sjóðs um 40% I árslok 1998 en
verða um 35% í lok þessa árs og
áætlað er að skuldimar nemi 30%
af landsframleiðslunni I lok árs-
ins 2000.
-GAR
Fjöldi manns var viðstaddur athöfn í tilefni þess að lokið hefur verið við gerð snjóflóðavarnargarða á Siglufirði.
Meðal gesta var umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir. DV-myndir Örn Þórarinsson.
Framkvæmdin hófst í byrjun
júní 1998 og var þá unnið fram í
september. Aftur var hafist handa
í júní í ár og lauk framkvæmdum
um 10. september - eða tuttugu
dögum fyrr en verkgögn kváðu á
um. Mest voru um 30 manns að
störfum í fjallinu og fjöldi tækja.
Verktaki var Héraðsverk ehf. á
Egilsstöðum. Lýsti bæjarstjórinn
sérstakri ánægju með öll sam-
skipti heimamanna við verktak-
ann meðan á framkvæmdum stóð
og færði honum gjöf frá bæjarbú-
um við þetta tækifæri.
Heildarkostnaður við gerð garð-
anna varð um 270 milljónir króna
en greiðslur til verktaka námu
224,4 milljónum. Eftir er hins veg-
ar vinna við uppgræðslu garð-
anna og verður hún unnin á
næstu tveimur sumrum. Verktaki
við þann þátt er Vélaleigan Bás á
Siglufirði og hönnuður Reynir
Vilhjálmsson landslagsarkitekt.
Garðarnir eru tveir eins og áður
segir. Þeim stærri, Stóra-Bola, er
ætlað að bægja frá byggðinni flóð-
um úr svokölluðu Strengsgili.
Þeim minni, Litla-Bola, sem er
nokkru sunnar í fjallinu, er ætlað
að verja byggðina fyrir flóðum úr
Jörundarskál. -ÖÞ
Elsku
S O ffí CL
vertu tilbúin
kl. 17, lauvardavinn
9. október Þú ert að fara að gifta þig.
Nú er síðasta
heima hjd ] 'JQf tækifærið að skemmta sér.