Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 20
24 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 Hvar hefurðu átt heima? Búsetusaga fólks er misjafnlega flókin. Sumir eru alltafað flytja á nýjan stað en aðrir kjósa að halda kyrru fyrir mestalla ævina. í Tilverunni í dag er búsetusaga þriggja Reykvíkinga kortlögð - frá fæðingu til dagsins í dag. Hringbrautin er mér afskaplega hjartfólgin - segir Guðrún Ögmundsdóttir þingmeður sem hefur búið á átján stöðum í Reykjavík d Bólstaðarhlíð „Þcima fæddist ég og bjó fyrstu tvö ár ævi minnar.“ o Hverfisgata „Flutti tveggja ára á Hverfisgöt- una. Ég man aö mér þótti afskap- lega gaman aö sitja með ömmu við gluggann og telja bílana sem fóru hjá. Þeir voru auðvitað misflottir og við amma spáðum mikið í það.“ 9 Laugarnesvegur (gamli) „Það var óskaplega gaman að vera krakki i Laugamesinu. Ég eignaðist mikiö af vinum sem ég á enn.“ 0 Laugarnesvegur (nýi) „Fjölskyldan flutti sig um set í nýrra húsnæði. Ætli ég hafi ekki verið svona sjö ára. Þetta breytti ekki miklu fyrir mig enda enn þá í sama hverfi." 9 Ljósheimar „Þetta þótti mér erfitt hverfi að búa í og ég náði aldrei sambandi við krakkana þama enda heimtaði ég að vera áfram í Laugamesskólan- um. Ég gekk á hverjum degi i gegn- um dalinn, alla leið í skólann, og ég man að það var ansi erfitt enda dimmt á morgnana." © Hringbraut „Tíu ára gömul flutti ég með fjöl- skyldu minni á Hringbrautina og þar áttum við eftir að vera næstu fjögur árin. Hringbrautin er mér af- skaplega hjartfólgin og ég hef æ síð- an verið tengd vesturbænum eilífð- arböndum. Það var gaman að vera unglingur í vesturbænum og ég gæti vel hugsað mér að flytja einhvern tíma aftur á Hring- brautina." © Háaleitisbraut Ég er sextán ára þegar við flytjum á Háaleitisbrautina. Mér fannst allt í lagi að búa þarna en vinirnir voru auðvitað allir í vesturbænum. O Álftamýri Foreldrar mínir voru af þeirri kynslóð að vera sífellt að byggja og við fluttum alltaf í nýbyggðu hverf- in. Við stoppuðum frekar stutt við í þetta skiptið í Álftamýrinni. O Hvassaleiti Við bjuggum stutt í Hvassaleitinu og þetta var erfiður tími fyrir fiöl- skylduna því faðir minn féll frá á þessum tíma. © Álftamýri Flutti aftur með mömmu í Álfta- mýrina, þó ekki i sama hús og áður. Guðrún hugsar með hlýhug til æskuáranna í Laug- arnesinu. Grjóta- © Bræðraborgarstígur Þama er komið að þeim tíma- punkti í lífi míriu að ég fer að heim- an. Ég flutti inn til vinkonu minnar og ég man að mér fannst þetta allt saman voðalega spennandi. © Barmahlíð Þarna kaupi ég mína fyrstu íbúð fyrir arfinn frá pabba. Ég byrjaði á að mála alla íbúðina í fiólubláum og lillabláum litum enda hippatiminn í algleymingi. Þarna bjó ég og naut frelsisins í fiögur ár og get ekki ann- að sagt en að Hlíðamar séu góður staður að búa á. „Þarna bjó ég í einn vetur hjá þeim Guðmundu Eliasdóttur og Sverri Kristjáns- ÆmWlS&mæ syni Þau voru afskap- lega góð við mig og eftir á að hyggja held ég að þarna hafi ég hlotið full- orðinsvígsluna. © Laugavegur Þetta var stuttur timi en ég fékk inni hjá vinkonu minni. Ég var að brúa bilið áður en ég hélt til Ind- lands þar sem ég dvaldi í nokkra mánuði ásamt þeim Sigvalda Hjálm- arssyni og Baddý, konu hans. © Óðinsgata Seldi Barmahlíðina þegar ég kom frá Indlandi og keypti mér íbúð við Óðinsgötuna. Skömmu seinna hélt ég til Kaupmannahafnar ásamt ungum syni mínum. Þar átti ég eftir að búa næstu sjö árin og bjó á einum átta stöðum í borginni. Það þótti nú bara eðlilegt að flytja einu sinni á ári í Kaupmannahöfn. Þegar ég kom svo til baka bjó ég einn vetur í íbúðinni við Óðinsgötu áður en ég seldi hana.“ © Grundarstígur Þarna bjó ég i ein fimm ár, frá 1987 til 1992. Grundarstígurinn hefur alltaf síðan verið í uppáhaldi hjá mér.“ © Smiðjustígur Keypti mér hús við Smiðjustíg. Garðurinn var stór og þarna kunni ég afskaplega vel viö mig. © Stangarholt Hér hef ég átt heima síðustu tvö árin. Hingað flutti ég aðallega vegna skólagöngu dóttur minnar en hún gengur í Háteigsskólann. Þótt ég sé komin i póstnúmer 105 þá finnst mér ég enn vera í miðbænum, enda vil ég hvergi annars staðar vera. Imyndaði mér vini í Sigtúninu - segir Kjartan Guðjónsson leikari sem hefur flutt sjö sinnum á átta árum Kjartan kann vel við sig í vestur- bænum og segist ekki á förum það- an á næstunni. © Sigtún „Ég bjó i Sigtúninu fyrstu tuttugu og sex ár ævi minnar. Mér fannst það ágætt en það var mikið af gömlu fólki í hverfinu og ég þurfti að fara alla leið upp á Kleppsveg til að finna mér einhvem að leika við. Ég var mikið einn á þessum árum og ef ég nennti ekki á Kleppsveginn þá ímyndaði ég mér bara vini. Þess vegna er ég eins og ég er.“ © Þjórsárgata „Eg flutti út í Litla-Skerjafiörð þegar ég byrjaði í Leiklistarskólan- um. Þetta var í fyrsta skipti sem ég bjó ekki hjá foreldrunum en þama leigði ég með vinkonu minni. Þetta var frábær tími því hún keyrði mig alltaf í skólann og var svo alltaf með heitan mat- á kvöldin. Ég á því margar góðar minningar frá Þjórs- árgötunni." „Það voru hrikaleg við- brigði að flytja úr Skerjafirði og í gettóið þarna í Engihjallanum. Mér leið aldrei vel í Kópa- voginum og gat ekki beð- ið eftir að komast þaðan. © Laugavegur „Ég flutti í ömurlega íbúð við Laugaveginn sem var þó skárra en Engihjall- inn. Bjó þama í ár.“ © Sólvallagata „Þetta var svo sem í lagi en mér fannst rosalega óþægilegt að búa í kjall- ara. Ég er bara enginn kjallaramaður í mér. Var því enn og aftur feginn þegar ég flutti.“ J Laugavegur „Frábær tími enda bjó ég í svona ekta piparsveina- ibúð. Þetta var voða góður tími, þægilegt að geta labbað í leikhúsið og svo- leiðis." OEn&hjalli Kópavogi O Ingólfsstræti „Ekki slæmur staður að búa á. Þarna bjó ég þar til í fyrra en þá var ég búinn að fá meira en nóg af því að henda stórfé í húsaleigu." © Hjarðarhagi „Það er rosaleg góð tilfinning að vera kominn í sína íbúð. Núna er líka allt breytt hjá mér, ég eignaðist son fyrir rúmri viku, auk þess sem konan mín á fimm ára strák. Þetta er fint hverfi fyrir fiölskyldur og ég held ég nenni ekki flytja næstu fiög- ur til fimm árin að minnsta kosti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.