Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 30
34
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
Afmæli______________________
Friðgeir Grímsson
Friðgeir Grímsson, verk-
fræðingur og fyrrv. örygg-
ismálastjóri, Sundlauga-
vegi 24, Reykjavík, er ni-
ræður í dag.
Starfsferill
Friðgeir fæddist
Reykjavík og ólst þar upp.
Hann stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík frá
1928 og lauk þaðan prófum
1931, lauk prófum frá Vél-
skólanum í Reykjavík 1933,
lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1937 og
prófi sem yfirvélstjóri 1937, stundaði
nám við Ingenieurschule Mittweida í
Sachsen í Þýskalandi og lauk þaðan
vélfræðiprófi 1940, lauk tæknikenn-
araprófi i Kaupmannahöfn 1949, öðl-
aðist yfirvélstjóraskírteini fyrir mót-
orskip af öllum stærðum 1951 og lauk
prófi í vélaverkfræði frá TH í Aachen.
Friðgeir var vélstjóri á ýmsum
skipum 1933-38, kennari við Iðnskól-
ann í Reykjavík 1940-57 og 1961-69,
við Vélskólann i Reykjavík 1940-52,
eftirlivsmaður verksmiðja og véla hjá
Öryggiseftirliti rikisins 1940-69 og ör-
yggismálastjóri 1970-80.
Friðgeir var ritstjóri tíma-
ritsins Tækni 1943-45 og
skrifaði greinar í blöð og
tímarit um tækni og ör-
yggismál á vinnustöðum.
Fjölskylda
Friðgeir kvæntist 8.10.
1930, fyrri konu sinni,
Eyrúnu Guðmundsdóttur,
f. 12.10. 1908, d. 7.11. 1936,
húsmóður. Hún var dóttir
Guðmundar Sigurðssonar,
sjómanns og matsveins í
Hafnarfirði, og k.h., Þóru Egilsdóttur
húsmóður.
Dóttir Friðgeirs og Eyrúnar er
Bergþóra Bachmann, f. 21.7. 1929,
snyrtisérfræðingur í Reykjavík, gift
Baldri Stefánssyni prentara.
Friðgeir kvæntist 2.5.1943 Guðrúnu
Soffiu Gísladóttur, f. 18.12.1912, hjúkr-
unarkonu. Hún er dóttir Gísla Einars-
sonar, bónda að Efra-Apavatni i Laug-
ardal, og k.h., Sigríðar Magnúsdóttur
húsfreyju.
Börn Friðgeirs og Guðrúnar Soffíu
eru Gisli Halldór, f. 13.11. 1943, eðlis-
fræðingur búsettur i Reykjavík,
kvæntur Lilju Sigurðardóttur hjúkr-
unarfræðingi; Grímm- Rúnar, f. 8.3.
1948, rafeindatæknifræðingur í
Reykjavík, kvæntur Halldóru Börns-
dóttur, leikskólakennara og tækni-
teiknara; Sigríður Sólveig, f. 3.1. 1952,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift
Leifi Þorsteinssyni líffræðingi.
Systkini Friðgeirs: Magnea, nú lát-
in, húsmóðir i Reykjavík; Ásgeir Har-
aldur, nú látinn, búsettur í Reykjavík;
Halldór, eðlisfræðingur og efnafræð-
ingur, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Friðgeirs voru Grímur
Ásgrímsson, f. 13.4. 1880, d. 29.8. 1973,
steinhöggvari í Reykjavík, og k.h.,
Bryndís Jónsdóttir Bachmann, f. 15.8.
1886, d. 3.11. 1973, húsmóðir.
Ætt
Grímur var sonur Ásgríms, b. á
Stærribæ í Grímsnesi Sigurðssonar,
og Þuríðar Guðmundsdóttur.
Bryndís var systir Hallgríms
ljósameistara, fóður Helgu Bachmann
leikkonu. Bryndís var dóttir Jóns
Bachmann, b. í Steinsholti, bróður
Borgþórs, föður leikkvennanna,
Önnu, Þóru og Emelíu Borg. Jón var
sonur Jósefs, b. í Skipanesi Magnús-
sonar og Halldóru Guðlaugsdóttur, b.
á Geitagerði Sveinbjörnssonar. Móðir
Halldóru var Sigríður Bachmann,
systir Ingileifar, móður Hallgríms
landsbókavarðar. Hálfbróðir Sigríðar
var Jón Borgfirðingur, afi Agnars
Klemenzar Jónssonar ráðuneytis-
stjóra. Sigríður var dóttir Jóns Bach-
mann, pr. á Klausturhólum Hall-
grímssonar, læknis í Bjarnarhöfn og
ættfóður Bachmann-ættar. Móðir
Jóns var Halldóra Skúladóttir landfó-
geta Magnússonar. Móðir Sigríðar var
Ragnhildur Björnsdóttir, systir Sig-
urðar Thorgrímssonar landfógeta.
Móðir Bryndísar var Hallfríður,
ljósmóðir Einarsdóttir, útvegsb. í
Nýjabæ á Akranesi Einarssonar, út-
vegb. þar Þorvarðarsonar. Móðir Hall-
fríðar var Ingibjörg, dóttir Ingjalds, b.
á Bakka Ingjaldssonar, og Margrétar
Bjarnadóttur, frá Brekku á Kjalar-
nesi.
Friðgeir dvelur með Oddfell-
owbræðrum sínum í dag og er að
heiman.
Hann tekur á móti öðrum vinum
sínum og vandamönnum í safnaðar-
heimili Laugarneskirkju laugardag-
inn 9.10. n.k. milli kl. 16.00 og 19.00.
Friðgeir Grímsson.
Valgerður
Valgerður Pálsdóttir, húsfreyja að
Kálfafelli í Fljótshverfi, Vestur-
Skaftafellssýsla, er níræð í dag.
Starfsferill
Valgerður fæddist að Seljalandi í
Fljótshverfi og ólst þar upp. Hún gekk
í hinn stutta barnaskóla síns tíma og
síðan tók við skóli lífsins.
Valgerður var húsfreyja á Kálfafelli
frá 1931 og fram á þetta ár. Þar var
jafnan margt gesta því þar var enda-
stöð Austurleiðarrútu, lengi vel, og
mjólkurbíllinn fór ekki austar.
Bjöm, eiginmaður Valgerðar, var
austanpóstur og við það skapaðist
aukinn gestagangur. Voru þá margir i
fæði og húsnæði í viðbót við heimilis-
fólk og sveitabörn, sem oft voru
barnabörn Valgerðar eða systkina
hennar.
Fjölskylda
Valgerður giftist 31.12. 1931 Birni
Stefánssyni, f. 30.9. 1896, bónda og
landspósti í Kálfafelli. Hann var sonur
Stefáns Þorvaldssonar, bónda og land-
pósts í Kálfafelli, og k.h., Guðnýjar
Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Valgerðar og Björns eru Páll,
f. 18.11. 1932, smiður í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Albertsdóttur; Stef-
án, f. 13.5. 1934, bóndi á Kálfafelli;
Sveinn, f. 24.5. 1936, rafvélavirki í
Pálsdóttir
Reykjavík; Guðný, f. 30.11.
1938, húsmóðir og starfs-
maður dvalarheimilis aldr-
aðra á Skagaströnd, gift
Sveini Garðarssyni; Guð-
jón, f. 13.4. 1942, ráðgjafi í
Svíþjóð, kvæntur Valdísi
Sæunni Kristinsdóttur;
Snorri, f. 7.9. 1944, bóndi á
Kálfafelli, kvæntur Ragn-
heiði Runólfsdóttur; Mál-
fríður, f. 16.8. 1948, hús-
móðir og starfsmaður vist-
heimilis i Reykjavík, gift
Sigurði Kristni Óskarssyni.
Systkini Valgerðar: Þórarinn, f.
1899; Jón, f. 1902; Kristín, f. 1903;
Valgerður Pálsdóttir.
Helgi, f. 1904; Bjarni, f.
1905; Valdimar, f. 1905;
Helgi, f. 1907; Helga, f. 1908;
Guðríður, f. 1911; Páll, f.
1912; Þórarinn, f. 1913; Sig-
urður, f. 1915; Elías, f. 1916;
Málfríður, f. 1918; Pálína, f.
1919.
Foreldrar Valgerðar voru
Páll Bjarnason, f. 29.1.
1875, d. 24.6. 1922, bóndi á
Seljalandi í Fljótshverfi, og
k.h., Málfríður Þórarins-
dóttir, f. 6.11. 1877, d. 7.3.
1946, húsfreyja.
Sævar Már Björnsson
Sævar Már Björnsson
flokksstjóri, Norðurgötu
51, Akureyri, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Sævar fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp en flutti
til Akureyrar með fjöl-
skyldu sinni er hann var
tíu ára.
Sævar lauk gagnfræða-
Sævar Már
Björnsson.
prófi frá Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri.
Sævar starfaði m.a. við
Vegagerð ríkisins á Akur-
eyri á unglingsárunum.
Hann heftu: starfað við
Frystihús Útgerðarfélags
Akureyringa frá 1976.
Fjölskylda
Sævar kvæntist 25.9.1998
Ingu Randversdóttur, f.
14.11. 1963, verslunarmanni. Hún er
dóttir Randvers Karlssonar og Fjólu
Egedíu Hjaltalín sem lést 1990.
Dóttir Ingu er Fjóla Sif Ómarsdótt-
ir, f. 1.7.1986.
Dætur Sævars og Ingu eru Kolbrún
Egedía Sævarsdóttir, f. 10.4. 1996; El-
ísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, f. 20.1.
1999.
Systkini Sævars eru Sigurlaug
Björnsdóttir, f. 20.3. 1964, skrifstofu-
maður á Akureyri en maður hennar
er Kristján Bjarnason og sonur Sigur-
laugar er Björn Már Jakobsson; Jónas
Björnsson, f. 9.10.1965, verkamaður á
Akureyri; Sveinn Björnsson, f. 11.12.
1968, verkamaður, kvæntur Leenu
Kaisu Vittanen; Birgitta Linda Björns-
dóttir, f. 9.1.1972, þjónn á Akureyri.
Foreldrar Sævars era Björn Harald-
ur Sveinsson, f. 6.7. 1940, húsagana-
bólstrari á Akureyri, og Kolbrún Jón-
asdóttir, f. 20.3.1940, ræstitæknir.
I>V
Tll hamingju með
afinælið 7. október
90 ára_________________
Sigriður Þorsteinsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
80 ára
Brynhildur Eydal,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
Eiginmaður Brynhildar var
Brynjar Eydal. Brynhildur
verður á afmælisdaginn stödd
hjá Guðfinnu, dóttur sinni,
Garðastræti 25, Reykjavík.
70 ára
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Grettisgötu 26, Reykjavík.
Gunnar Egilsson,
Holtagötu 5, Reyðarfirði.
60 ára
Álfur Ketilsson,
Brennigerði, Sauðárkróki.
Jón Sigurðsson,
Ásbúð 45, Garðabæ.
Jón Stefánsson,
Greniteigi 51, Keflavík.
Þorsteinn Sæmundsson,
Hverfisgötu 42, Reykjavík.
50 ára
Anna Júlíana Sveinsdóttir,
Ásbúð 98, Garðabæ.
Fjóla Leósdóttir,
Marbakkabraut 32,
Kópavogi.
Grétar Jónatansson,
Hilmisgötu 5,
Vestmannaeyjum.
Guðmundur Jónsson,
Mávakletti 4, Borgarnesi.
Hallgrímur Hallgrímsson,
Suðurhólum 22, Reykjavík.
Kristinn Guðmundsson,
Suðurhúsum 3, Reykjavík.
Margrét Jónsdóttir,
Kirkjuteigi 15, Reykjavík.
Ólafur Hreiðarsson,
Flúðaseli 34, Reykjavik.
Ragnar M. Óskarsson,
Dvergaborgum 3, Reykjavik.
Randver Þorláksson,
Selbrekku 26, Kópavogi.
40 ára
Berglind Hulda
Hilmarsdóttir,
Fagrahjalla 100, Kópavogi.
Guðrún SteUa
Gunnarsdóttir,
Ljósheimum 14, Reykjavík.
Kjartan Óskarsson,
Hagalandi 1, Mosfellsbæ.
OUver Edvardsson,
Álftamýri 40, Reykjavík.
Sigríður Björg
Gunnarsdóttir,
Búlandi 30, Reykjavík.
Sigurður Olaf Bragason,
Hjallavegi 16, Hvammstanga.
Sigurþór Jónsson,
Sogavegi 152, Reykjavík.
3
Sú var tíð að norsk herskip ógnuðu íslenskum fiskiskipum með fallbyssur að vopni. Nú ríkir friður á milli frænd-
þjóða. Monika Haug er norsk yngismær sem taldi þó réttara að kynna sér varnir íslands. Myndin er frá Ánanaust-
um við aflagða fallbyssu Landhelgisgæslunnar. DV-mynd Gólfi
Karl Georg Magnússon
í afmælisgrein um Karl
Georg Magnússon, sem
birtist 5.10. sl., féll niður
kafli i upptalningu á
systkinum hans. Kaflinn
um fjölskyldu er þvi birt-
ur hér aftur leiðréttur og
Karl beðinn velvirðingar
á mistökunum.
Fjölskylda
Karl kvæntist 11.3. 1972
Sigrúnu Sighvatsdóttur, f.
23.3. 1945, skrifstofumanni. Hún er
dóttir Sighvats J. Gíslasonar af-
greiðslumanns og Ingveldar Hafdís-
ar Guðmundsdóttur, húsmóður og
sjúkraliða.
Börn Karls og Sigrúnar eru Hilm-
ar Þór, f. 16.8.1973, nemi í viðskipta-
fræði við HÍ, í sambúð með Hall-
dóru Hálfdánardóttur, nema í
hjúkrunarfræði; Ingveldur Hafdís, f.
25.3.1976, nemi í bókasafnsfræði við
HÍ, í sambúð með Starra Frey Jóns-
syni stjórnmálafræðingi; Guðlaug
Karl G. Magnússon.
Björk, f. 25.10.1977, nemi
í viðskiptafræði við HÍ, í
sambúð með Birgi Guð-
finnssyni viðskiptafræð-
ingi.
Systkini Karls: Jón
Hjaltalín, f. 2.4. 1948,
verkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri; Hilmar
Þór, f. 21.7. 1951, d. 10.8.
1966, háseti; Þórdís, f.
19.7. 1954, hjúkrunar-
fræðingur; Stefán, f.
21.7. 1959, verkstjóri í
Reykhólahreppi.
Hálfsystir Karls, sammæðra, er
Bergþóra Magnúsdóttir, f. 7.11.1944,
skrifstofumaður.
Foreldrar Karls eru Magnús
Jónsson, f. 27.11. 1918, vélvirkja-
meistari og vélstjóri, og Guðlaug
Bergþórsdóttir, f. 16.11. 1927, hús-
móðir og matreiðslukona.