Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1999, Qupperneq 36
Vinningstölur miðvikudaginn 06.10. ’99 í 1Y7 23 24 33 40 Fjöldi < Vinningar vinninga Vinning&upphœð - 1. 6 aþ 6 3 14.851.490 K 2.5 aþ 6* u. 1 4.808.080 p3-SO(6 5 61.180 C 4.4 at 6 208 2.330 « 5-3“t6.t 559 370 ■PPNMMMNMi MiiiMI Ni 11 ■ Heildarvinning&upphœð 50.359.920 Á í&landi 5.805.450 UTTi h___é_ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 Campylobact- er út um allt Eggert Gunnarsson, dýralæknir á Keldum, segir aö campylobacter sé ^umhverfissýkill sem finnist út um allt. Starfshópur sá sem vinnur nú aö rannsóknum á campylobacter er m.a. að rannsaka útbreiðslu mengun- ar í umhverfinu. Sýni úr dýrum og sláturhúsum eru rannsökuð á Keld- um. „Við finnum þetta í svínum, sauðfé, vilitum fuglum o.s.frv.," sagði Eggert. „En ekki er tímabært að segja nákvæmlega um hve víðtæk mengunin er,“ sagði Eggert. „ Við höf- ^um tekið sýni í sláturhúsi úr svínum og sauðfé. Við höfum tekið sýni úr saur dýranna. Það er handhægast að gera þegar slátrað er, Því hafa þau sýni verið tekin í sláturhúsum. Meng- un hefur fundist í sáurnum en ekki í kjöti sauðfjár né svína. Campylobacter er alls staðar í um- hverfmu, Af matvælum hefur hún hins vegar eingöngu fundist í kjúklingum." -JSS 2 nýir seðlar 1 Fókusi sem fylgir DV á morgun kemur það skýrt fram að Emilíana Torrini er ekki á nýju seðlunum sem Fókus lét hanna. Hún er hins vegar í London og ræðir opinskátt um kjafta- sögur, framatilraunir og hvert hún stefnir í framtíðinni. En varðandi nýju seðlana þá eru seðlar skoðaðir í sögulegu samhengi og reynt að finna út hverjir það eru sem mega eiga vona á að prýða seðil í framtíðinni. Halldðr Gylfason leikari segist aldrei hafa farið á Netið og að hann hafi alltaf ætlað sér að verða leikari. Þá skrifar Margrét Ólafsdóttir pistil frá ■ Jfr’rakklandi um landsleikinn á laugar- dag og rifjuð er upp stemningin á H- 100 á Akureyri. Smiðir undibúa hér ráðstefnuna Konur og lýðræði sem verður í Borgarleikhúsinu um helgina. Uppi á sviði verður stórt og stórt og mikið ráðstefnuborð þar sem konur munu sitja og leiða umræður um ýmis efni tengdum ráðstefn- unni. Meðal þátttakenda verður Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna. DV-mynd Pjetur Odincovumálið að leysast: Áhöfnin heim - er ekki frágengið segir kaupandinn „Það er þetta sem við höfum stað- ið fyrir út á götu og ég og öll áhöfn- in er ánægð ef satt er en ég hef ekki heyrt um neitt samkomulag," sagði Kril Sergey, yfirvélstjóri í hinu vél- arvana skipi Odencovu, í morgun en nýr eigandi skipsins mun hafa samið við lögmann áhafnarinnar um launargreiðslur og er áhöfnin sögð geta farið heim í lok vikunnar. Gendin skipstjóri var ekki um borð í Odincovu í morgun en Sergey kannaði hvort viðstaddir úr áhöfn- inni hefðu heyrt um samkomulagið en það hafði enginn gert. Samkvæmt tilkynningu frá lög- manni áhafnarinnar og lögmanni nýs eiganda Odincovu hefur náðst samkomulag í meginatriðum milli áhafnar togarans annars vegar og kaupanda skipsins hins vegár um fullnaðaruppgjör á öllum launakröf- um áhafnarinnar vegna starfa þeirra í þágu fyrri eiganda, Sæ- munds Árelíussonar. Stefnt er að því að ljúka fuilnaðaruppgjöri í lok vikunnar og að áhöfnin fari þá til síns heima. „Þ’að er ótrúlegur léttir að þetta mál skuli vera að leysast og að við getum nú séð á eftir þessum mönnum heim. Það trúa því kannski ekki sum- ir en það er það sem ég hef alltaf stefnt að,“ sagði Sæmundur Arelí- usson. „Það er ekki nema algjörlega ófyrirsjáanleg- ir hlutir sem geta komið í veg fyrir Fimm bílar lentu saman í árekstri við Litlu kaffistofuna á Sandskeiði um áttaleytið í morgun. Um tíma þurfti að loka Suðurlands- vegi vegna slyssins og klippa konu út úr ilia fórnu bilflaki. Tveir bfi- að þetta gangi ekki upp,“ sagði hann. Væntanlegur kaupandi skipsins er Vélsmiðjan Gjörvi. Vilhjálmur Óskarsson, annar eigandi hennar, sagðist undrandi á að málið væri komið í fjölmiðla. „Við ræddum þetta í nótt en málið er ófrágengið, þó mjög líklegt sé að það endi með þessari niðurstöðu," sagði Vilhjálm- ur. Gjörvi mun kaupa Odincovu með það í huga að togarinn verði gerður upp. -GAR anna þeyttust út af vegi en önnur slys urðu ekki á fólki. „Það var framúrakstur sem olli slysinu og hér var ömurlegt um að litast," sagði starfsstúlka í Litlu kaffistofunni í morgun. -EIR Fimm bíla árekst- ur á Sandskeiði Veðrið á morgun: Él norðan- lands Á morgun verður norðvestan- og vestanátt. 8-13 m/s norðaust- anlands en hægari annars stað- ar. É1 norðanlands en víða létt- skýjað sunnanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig að deginum en víða frost um kvöldið. Veðrið í dag er á bls. 37. Campylo í rénun Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði við DV að dregið hafi verulega úr sýkingum af völdum campylo- bacter á síðustu vikum. „Ég er nokkuð ánægður en við sjáum að við erum enn þá i óeðlilegu ástandi." í september sl. greindust 37 til- felli á móti 28 á sama ’ tímabili í fyrra. Árið 1997 greindust um 10 tilfelli i september- mánuði. í júli sl. greindust 110 sýk- ingar og 65 í ágúst sl. Haraldur sagði að þær rannsókn- ir sem gerðar hefðu verið til að rekja ferlið sýndu að kjúklingurinn kæmi út sem helsti áhættuþáttur- inn. Úrtakið í rannsókninni hefði verið mjög lítið en mjög nákvæm- lega skoðað. „Það sem finnst í matvörum á markaðinum er einungis í kjúkling- um enn sem komið er.“ -JSS Baugur: Óskar hættir „Þesi ákvörðun er tekin sjálfstætt með hagsmuni Baugs fyrir augum,“ sagði Óskar Magnússon, stjórnarfor- maður Baugs, sem lætur af störfum um næstu áramót. „Þetta gengur allt átakalaust fyrir sig og í góðu,“ sagði Óskar í morgun þar sem hann var staddur í höfuð- stöðvum Deutsche Fiskfang Union í Cuxhaven sem er dótturfyrirtæki Samherja. Óskar er þar sem stjórnar- maður í Samherja en ekki sem nýr starfsmaður þýska útgerðarfyrirtæk- isins. „Ég hef ekki gert upp hug minn hvað ég tek mér fyrir hendur en mér hefur boðist að starfa fyrir erlenda verslunarkeðju," sagði Óskar. -EIR Hassið lækkar Verð á hassi á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað á ný eftir verðspreng- ingu sem varð í kjölfar aðgerða lög- reglunnar í stóra fikniefnamálinu. Verðið á grammi af hassi fór þá úr 1500 krónum í 3000 krónur og hélst þannig í nokkra daga. Síðan hefur verðið sigið hægt og samkvæmt heim- ildum úr undirheimum Reykjavíkur er það nú aftur orðið 1500 krónur og framboð nægilegt. „Þó þeir loki einni leið þá eru margar eftir. Ég hef ekki orðið var við skort á hassi þrátt fyrir yfirlýsingar um annað en fíkniefnasalar notfærðu sér að sjálfsögðu ástandið sem skapað- ist við handtökumar í stóra fíkniefna- málinu og hækkuðu verðið. -EIR Færeyjar MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-i2qq_ (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.