Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999
Fréttir
Aðeins eitt tilboð barst í FBA - 26 aðilar standa að því:
Kaupa FBA-hlutinn
á lágmarksgengi
Tveir lífeyrissjóðir eru stærstir í
hópi þeirra 26 aðila sem kaupa munu
51% hlut ríkisins í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins (FBA) á 9.710
milljónir króna. Aðeins eitt tilboð
barst og var það að frumkvæði Orca-
hópsins.
Undanfarna daga hefur verið unnið
að því að fá fleiri aðila inn í tilboðið
og var endanlega gengið frá þátttöku
Árni Bergmann:
Á launum hjá
sovétkommum
„Það var boðið upp á að Pravda
greiddi póst- og símakostnað sem ég
notaði eiginlega ekki. Svo var mér
útveguð íbúð. En fjármálin voru
leyst dálítið öðru vísi,“ segir Ámi
Bergmann en
sovéski komm-
únistaflokkur-
inn samþykkti
að greiða laun
og annað kostn-
að við dvöl Áma
sem fréttaritara
Þjóðviljans í
Moskvu að því
er fram kemur í
Moskvulínunni, bók Amórs Hanni-
balssonar.
„Ég man ekki hvort mér var bein-
linis boðið þetta en ég ræddi við
þann mann sem hafði með þetta að
gera og sagði honum að ég vildi held-
ur reyna að fá „free-lance“ verkefni.
Svo var konan mín að vinna,“ segir
Árni. Hann vísar því á bug að hafa
þegið 2000 rúblna mánaðarlaun sem
sovéski Rauði krossinn átti að greiða
honum sem fréttaritara Þjóðviljans í
Moskvu. Ámi bætir við aö flókin
íjölskyldumái hans hafl þurft úr-
lausnar við og að kommúnistaflokk-
urinn einn hefði getað leyst þau. „Ég
bað Magnús Kjartansson að hjálpa
mér að fá blaðamannaréttindi og
hann hefur beðið Einar Olgeirsson
að ganga í málið," segir hann.
Ámi átti að fá 2000 rúblur i laun á
mánuði en þorri verkamanna 600 til
700 rúblna mánaðarlaun á þessum
tíma. Prófessorar fengu þó 6000 til
10.000 rúblur. -GAR
62 ára karlmaður
aðilanna í gær, fóstudag. Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna og lífeyrisjóður-
inn Framsýn munu hvor um sig eiga
6% i bankanum eftir kaupin og
nokkrir aðrir lífeyrissjóðir samtals
5%, en þessir sjóðir em Lífeyrisjóður
Vesturlands, Lífeyrissjóður Vest-
mannaeyja, Söfnunarsjóður lífeyris-
réttinda, Lífeyrisjóður sjómanna og
Samvinnulífeyrissjóðurinn. Meðal
annarra fjárfesta má nefna Þróunarfé-
lag íslands og Samvinnusjóð íslands,
Gunnar Björgvinsson flugvélasala
sem eignast mun 4% hlut í bankan-
um, Bjarna Armannsson, forstjóra
FBA, og þrjá framkvæmdastjóra
bankans, Svanbjörn Thoroddsen,
Tómas Kristjánsson og Erlend Magn-
ússon, sem kaupa munu lítinn hlut,
auk þess sem bankinn sjálfur hefur
skráð sig fyrir liðlega 4% hlut. Þá
munu liðsmenn Orca-hópsins hafa
skráð sig fyrir nokkrum hlut. Þess ut-
an era ýmsir einstaklingar skráðir
fyrir á bilinu 1% til 4%. Enginn banki
er í hópi bjóðenda.
Þórarinn V. Þórarinsson, stjómar-
formaður Framsýnar, staðfestir þátt-
töku sjóðsins í FBA-tilboðinu. „Fjár-
festingarbankinn er mjög áhugaverð-
ur en salan hefur ekki farið fram
þannig aö það er ekkert meira um
málið að segja fyrr en eftir það,“ seg-
ir Þórarinn.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, segir FBA
mjög áhugaverðan. „Það er öflugur
stjórnendahópur og mjög öflugt starfs-
lið í bankanum. Bankinn hefur sýnt
frá því að hann var stofnaður að hann
hefur alla möguleika inn í þá miklu
þróun sem er á fjármagnsmarkaði og
þær breytingar sem era að verða með
því að aflir múrar milli fjármagns-
markaðarins hér innanlands og er-
lendis eru að falla,“ segir Þorgeir.
Eina þátttökutilkynningin sem barst
vegna sölunnar uppfyllir alla skilmála
um skyldleika, fjárhagsleg tengsl og
eignarhlut hvers bjóðanda, samkvæmt
áliti sérstakrar matsnefndar. Því hefur
framkvæmdanefnd um einkavæðingu
boðið hópnum kaupa allan 51% hlut
ríkisins á 9.710,4 milljónir króna eða á
genginu 2,8. Frestur bjóðenda til að
svara þessu boði er til næsta fóstudags
og skal greiðsla alls söluverðsins fara
fram í siðasta lagi mánudaginn 15.
nóvember.
-GAR
Mikið var að gera í Blóðbankanum í gær eftir að auglýst hafði verið í útvarpi að blóðgjafar fengju tvo miða í bíó fyrir
að gefa blóð. Hér sést starfsmaður Blóðbankans gefa blóðgjafa miða með bros á vör, enda geta báðir tekið undir að
sælla er að gefa en að þiggja. DV-mynd E.ÓI.
sá sem lögreglan hirti af þúsundir svæsinna klámspólna:
Ég keypti barna-
klámið í Danmörku
„Ég hef verið að kaupa þetta efni
meðal annars í Kolaportinu og víð-
ar. Bamaklámið er efni sem ég
keypti fyrir mörgum árum í Dan-
mörku og Hollandi," sagði Birgir
Th. Bragason, 62 ára íbúi í Reykja-
vík, sem er grunaður um að hafa
leigt út svæsið klám sem vekur við-
bjóð og ekki síst barnaklám. Lög-
reglan lagði hald á 4000 myndbönd á
heimili mannsins, um 2000 mynd-
bönd með svæsnu klámi og um 100
myndbönd með barnaklámi þar sem
5-6 ára börn eru m.a. bundin og bar-
in.
Lögreglan lítur mál Birgis mjög
alvarlegum augum. Samkvæmt
heimildum DV varð lögreglumönn-
um svo mikiö um
að sjá ýmislegt af
hinum rúmlega
tvö þúsund klám-
spólum mannsins
að menn urðu
andvaka á eftir.
- Er ekki ónátt-
úra og ólög að
vera með
barnaklám undir
höndum?
„Ég horfði nú
sárasjaldan á
þetta.“
- Sýndir þú öðr-
um barnaklámið?
„Ég vil nú helst
Birgir Th. Bragason
ekkert tjá mig
um það. Það eru
nokkrir öfugugg-
ar hér á landi
sem ég vil ekki
nafngreina að
svo stöddu. Ég
gaf. skýrslu um
þetta í gær. Það
er sagt að ég hafi
verið að leigja og
selja barnaklám
en það er lygi og
vitleysa."
- En annað
klámefni, leigðir
þú það út?
„Bara það sem
menn geta fengið á öllum videoleig-
um og geta keypt bæði í Kolaport-
inu og á öðrum stöðum."
- En þú ert ekki með myndbanda-
leigu?
„Nei, þetta hefur bara verið í
einkaleigu hjá mér í gegnum árin.“
- En hvers vegna ertu með
barnaklám undir höndum?
„Þetta eru myndir sem ég keypti
fyrir mörgum árum í Danmörku og
Hollandi, á þeim árum sem þetta
var leyfilegt."
Mál Birgis verður sent ákæra-
valdi áður en langt um líður. Hann
mun síðan mæta fyrir dóm þar sem
svarað verður til saka. -Ótt
Stuttar fréttir i>v
Rafmagnstruflanir
Rafmagnstraflanir urðu um
klukkan hálf átta í gærmorgun, m.a.
í Hátúni, Skipholti og á Laugarvegi.
Samkvæmt upplýsingum frá Orku-
veitu Reykjavíkur höfðu tveir há-
spennustrengir slitnað. Vísir.is
greindi frá.
Kristnihátíð í
Forseti Is-
lands, Ólafur
Ragnar Gríms-
son, flytur hátíð-
arræðu á
Kristnihátíð
Snæfellsnes- og
Dalaprófasts-
dæmis sem hald-
in verður á sunnudag. Hátíðin verð-
ur haldin í Stykkishólmskirkju og
munu kirkjukórar og tónlistarfólk
frá Snæfellsnesi syngja og flyfja tón-
list.
Benda á fólk í atvinnuleit
Svæðisráð Vinnumiðlunar höfuð-
borgarsvæðisins hefur sent leikskól-
um Reykjavíkur bréf, þar sem bent
er á að um 1600 manns séu í leit að
atvinnu, en 12 leikskólar á höfúð-
borgarsvæðinu senda nú böm fyrr
heim vegna skorts á vinnuafli.
Minni laxveiði en í fýrra
Laxveiðitímabilinu í íslenskum
ám lauk 30. september. Samkvæmt
fyrstu tölum var stangaveiði um
30.800 laxar sem er um 23% minni
veiði en var 1998 og um 13% undir
meðalveiði áranna 1974-1998. Vís-
ir.is greindi frá.
Starfsmenn ekki í hættu
Forsvarsmenn Noröuráls vilja
taka fram að viðbrögð starfsmanna
hafi verið fumlaus og ákveðin og í
samræmi við viðbragðsáætlun
Norðuráls. Starfsmenn hafi enn
fremur ekki verið í hættu.
Landgræðsluverðlaun
Landgræðsla
ríkisins veitti í
gær land-
græðsluverð-
laun. Vora þau
veitt Jóni Hall-
grímssyni, Mæh-
völlum, Jökul-
dal, Leó Guð-
laugssyni, Kópavogi og ungmenna-
hreyfing Rauða kross íslands.
LR að eyða samkeppni?
Bandalag atvinnuleikara íhuga að
kæra LR til samkeppnisstofnunar
fyrir að selja leikhúsmiða á hálf-
virði. Bandalagið telur að með þessu
sé LR að fella miðaverð í krafti
styrkja frá Reykjavíkurborg og
drepa niður samkeppni á þessum
markaði. Ámi Möller, framkvæmda-
sfjóri LR, vísar því á bug. Bylgjan
greindi frá.
Aukin rafleiðni í ánum
Samkvæmt heimildum frá Vatna-
mælingarmönnum Orkustofnunar
reyndist rafleiðni í Múlakvísl og
Jökulsá í fyrradag og í gær en und-
anfama daga. Aukin rafleiðni vísar
til aukins hlutfalls jarðhitavatns.
Færri ferðir á gamlársdag
Flugleiðir hafa ákveðið að fækka
ferðum í áætlunarflugi félagsins á
gamlársdag. Þetta er fyrst og fremst
gert vegna lítillar eftirspurnar.
Ekkert úr samruna
Ekkert verður
úr kaupum ís-
lenska útvarps-
félagsins á Fín-
um miðh en við-
ræður ÍÚ og
Saga Commun-
ications, sem á
ráðandi hluta í
Finum miðli, vora komnar á loka-
stig nú í vikunni. Vísir.is greindi
frá.
Básafell stokkað upp
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf.,
Básafell hf., Þormóður rammi-Sæ-
herg hf. og fleiri hafa stofnað félag
sem kaupir rækjuverksmiðju og
frystigeymslu Básafells á ísafirði. Þá
hefur orðið að samkomulagi að
Hraðfrystihúsið-Gunnvör kaupi var-
anlegar aflaheimOdir af Básafelli
fyrir allt að 600 milljónir króna. Við-
skiptavefurinn á Vísi.is greindi frá.
-AA
Stykkisholmi