Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Side 20
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 DV
20 VÍðtsl
Föt upp úr minningum og draumum
- efnisbútar, gamlar tölur og melóna sem innblástur
alls kyns efnisbútum, tölum og ljós-
myndum í bók sem hún flettir
stundum í gegnum til að fá innblást-
ur og rifja upp minningar.
„Amma var saumakona og ég á
nokkur efni frá henni, sum hver
þau sömu og voru í fötum sem hún
notaði."
Ömmumar höfðu líka mikil áhrif
á hana en það voru einmitt þær sem
kenndu henni að sauma og prjóna,
hún erfði líka saumavél annarrar
þeirra og notar hana i alla vinnu, sú
vél er ‘67 módel og fylgja henni
margar tilfinningar og minningar.
Hún er einmitt um þessar mund-
ir að koma sér og vélinni fyrir í
vinnustofu, þar vill hún hafa ró og
næði en ekki tónlist i botni.
„Ég blístra í mesta lagi meðan ég
er að vinna.“
Hún heitir Bergþóra Guðnadóttir
og er 28 ára fatahönnuður. Hún út-
skrifaðist úr textíldeild MHÍ sl. vor
og er nú að koma fyrstu fjöldafram-
leiddu fatalínunni sinni fyrir í
versluninni FBI í Kringlunni undir
vörumerkinu „bg“. Hún segir undir-
„Jú eiginlega, maður er alltaf að
skoða efni, pæla i sniðum og fá hug-
myndir. Svo er það tískan sem hef-
ur alltaf áhrif, núna er þó í tísku að
hafa sinn persónulega stíl og ég
vona að svo verði áfrarn."
Hvemig öðravísi?
Vinnur með tilfinningar
og minningar
Ertu alltaf sátt við endanlega út-
gáfu af hugmynd?
„Já, oft þegar ég er búin að vinna
flík til enda átta ég mig allt í einu á
því hvaða tilfinningu, minningu eða
jafnvel draum ég hef verið að vinna
með/úr, þess vegna er maður
kannski líka dálítið spéhræddur að
sýna fotin."
Ertu þá hrædd við gagnrýni?
„Nei, þetta er meira eins og sviðs-
skrekkur sem kemur fram eins og
hálfgert spennufall. Ekki það að ég
sé hrædd við að fólki líki ekki fótin
heldur að ég sé að gefa af sjálfri
mér. Það er alltaf góð tiUfínning að
ljúka verki og að sýna flíkina er
hluti af ferlinu.“
En þessu var þó allt öðravísi far-
ið með unglingalínuna sem hún
vann út frá fyrirmyndum ung-
linga.
„Ég er hálfgerður unglingur
í mér og ligg yfir MTV þegar
ég kemst í það. Ég elska tón-
listarmyndbönd."
Tónlistarmyndbönd
Bjarkar era í miklu uppá-
haldi í þeirri deild og svo
skoðaði hún lika mikið
inúíta-klæönað og sjó-
klæði. Þaðan segist
hún hafa fengið
hugmyndir sem
sameina nota-
gildi, þægindi
og fegurð í
flíkunum.
Reyndi
fyrir sér
í tann-
lækning-
Bergþóra hefur saumað og prjón-
að frá því hún man eftir sér. I MHÍ
lærði hún svo að vinna úr hug-
myndum sínum og þróa þær. Hún
segist fá hugmyndir frá ólíklegustu
stöðum og vera mjög viðkvæm fyrir
umhverflsáreiti. Sem dæmi varð
lokaverkefni hennar við MHÍ til
upp úr melónu sem hún átti í
ískápnum heima.
„Ég opnaði ískápinn og sá þessa
fallegu skornu melónu. Ég tók hana
og stillti henni upp úti í glugga,
myndaði hana og teiknaði skissu.
Síðan málaði ég risastóra mynd af
þessu og upp úr því þróaðist hug-
myndin að þrykkinu á kjólunum."
Hún segir að það taki tíma að
þróa hugmyndir og fókusa þær og
oft verður endanleg útkoma ekki al-
veg eins og sú upphaflega en það
liggur oftast í hagnýtu gildi og feg-
urð raunveruleikans.
Hún er mikill fagurkeri og spáir í
byggingar, fer á myndlistarsýning-
ar, fylgist með tískuþáttum og tíma-
ritum, því alls staðar er fegurð og
innblástur. Einnig horfír hún á sí-
gildar kvikmyndir og segir Break-
fast at Tiffanies vera í miklu uppá-
haldi.
Á erfitt með að hemja
sig í biðröðum
En er fatahönnuður ekki alltaf í
vinnunni?
Nú skiptist tíska í
flokka, hvar ert þú á
þeim skala?
„Það sem ég er aðal-
lega að gera flokkast
undir „Haute coutm-é“
sem þýðir í raun að engar
tvær flíkur eru nákvæm-
lega eins því allt er hand-
unnið og þ.a.l. er ekki held-
ur hægt að fjöldaframleiða
þær. Efnin era unnin þannig
að þau verða aldrei nákvæm-
lega eins, t.d. lita ég þau á ein-
hvern sérstakan hátt eða
þrykki á þau.“
Era fötin þá ekki dýr?
„Verðlag er eitthvað sem ég
er enn að læra á. Línan sem ég
er að vinna að núna fer líklega
inn í verslunina Kirsuberjatréð
á næstu mánuðum og ég hef
verið að velta verði fyrir mér
fram og aftur. Að minu mati
V myndu það vera mikil forrétt-
Lokaverkefni Bergþóru í MHÍ. Hér
er einn kjólanna sem varð til út frá
melónu f ískápnum.
búningsvinnuna hafa verið
skemmtilega og fræðandi reynslu
þar sem línan er hönnuð sérstak-
lega fyrir islenska unglinga og ís-
lenskar aðstæður.
Viðkvæm fyrir umhverf-
isáreiti
„Hatiskan
núna byggist
á miklum
einfald-
leika
og
hún
verður
þannig
fram yfir, ég er
orðin leið á
þessu orði, alda-
mót. En götu-
tískan er öðru-
vísi, t.d. að
vera í öllu
svörtu og svo
eiturgrænum
skóm gengur
vel upp og þá
eru fötin mjög
einfóld en skórn-
ir orðnir aðal.“
Það er sem sagt
margt að spá og
spekúlera þegar
maður er fata-
hönnuður. Hún
segist meira að
segja stundum
eiga erfitt með
að hemja sig í
bankanum ef
manneskjan
fyrir framan hana
er i fallegri flík úr
einhverju sérstöku
efni. Hún safnar líka
indi fyrir mig ef ég
gæti lifað á þessu
en það sem ég geri >"
má ekki stjómast af
því að ég þurfi að lifa
af því.“
„Unglingalínan
er aftur á móti
hrein fjöldafram-
leiðsla. Það var
einmitt mjög
spennandi að fá
tækifæri til að
vinna svoleiðis,
meira eins og
stóru nöfnin
gera þetta. Ég
teiknaði og gerði
prufur og svo sá
saumastofa um
rest. Mjög „pro-
fessional" allt saman
og gaman að prófa nýja
vinnuaðferð."
Þarf ekki sjálfsaga til
að koma hlutum í verk
þegar maður vinnur svona
sjálfstætt?
„Ég hef reglulega tekið
hagsýnisköst og spáð í 9-5
vinnu en enda alltaf í hönn-
uninni. Meira að segja gekk eitt
hagsýniskastið svo langt að ég byrj-
aði í tannlæknadeild í Háskólanum.
Hagsýnin hefði náð hámarki sínu ef
ég hefði náð mér í eiginmann þar,
maðurinn minn er nefnilega tónlist-
armaður þannig að það er ekki mik-
ið um fastar tekjur á heimilinu."
Vonandi verður alltaf
fjölbreytni
Sérðu fyrir þér heim þar sem allir
klæðast fótum frá þér?
„Nei, nei, engan veginn, það gerist
aldrei. Hver hefur sinn smekk og allir
eru ólíkir, þess vegna gengur heimur-
inn upp. Ég kann t.d. best við mig í
stórborgum þar sem enginn er að spá
í mig. Þar er fjölbreytni hluti af dag-
legu lífi og enginn kippir sér upp við
grænt hár eða skakkar tennur."
Hver yrði þá draumaferðin?
„Ég veit það nú kannski ekki alveg
en við getum orðað það sem svo að ég
myndi frekar velja viku í New York
heldur en safarí í Afríku. Ég er ein-
hverra hluta vegna hrifnari af mann-
gerðum hlutum og umhverfi."
Tvær ungar stúlkur vora svo
fengnar til að prófa fatnaðinn í
„bg“ línunni og segja okkur
sitt álit. Þær voru heillengi
að fara í gegnum slána og
svo varð auðvitað að máta 5
mismunandi útfærslur
minnst. Allt gekk þetta þó
fyrir rest og þær sögðust
báðar mjög hrifhar af fot-
unum, að allir gætu fundið
eitthvað fyrir sinn
smekk. Báðar voru þær
líka sammála um að
fótin væru létt og
mjúk.
• Agnes Þorleifs-
dóttir, móðir ann-
arrar stúlkunn-
ar, var á
^ f staðnum og
— leist henni
Ástríður Viðarsdóttir, 14 ára. Henni
fundust fötin létt, þægileg og hlý
og gætí vel hugsað sér að ganga í
þeim daglega.
mjög vel á. Hún sagði flíkurnar
virka sterkar og góðar og ekki lík-
legar til að þurfa straujámið reglu-
lega.
Hvernig tilfinning var að sjá ung-
linga í fötunum i fyrsta sinn?
„Það var góð tilfiiming og gaman
að sjá fólk í fotunum sem ég hef bara
séð fyrir mér hingað til. Endanleg
útkoma á fötunum er ekki alveg eins
og ég hafði ímyndað mér en ég er
mjög sátt og stolt.“
„Núna sé ég líka ávöxt erfiðisins
og hvað ég þarf að gera öðruvísi
næst og hvað má vera eins í vinnu-
ferlinu. Það er öðravísi að vinna
með fjöldaframleiðslu í huga, það
þarf að hugsa fyrir svo mörgu þegar
maður stjórnar ekki sjálfur endan-
legri útkomu.“ -KT
Anna K. Guðmundsdóttir, 13 ára. Hún sagðist vilja helst víð föt og að þessi
væru „ógeðslega þægileg ’.