Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Side 29
LAUGARDAGUR 30. OKTOBER 1999
kamál
29
Hann varð af arfinum
„Ég er sannfærður um að sá
gamli hefur haft af mér arfinn,“
sagði Sebastian Tappe.“ Hann var
mjög æstur. Svo rétti hann fram
höndina, heliti meira kampavíni í
glasið og drakk úr því í einum
teyg. Hann var að halda upp á tutt-
ugu og níu ára afmælið sitt ásamt
konu sinni, Jasmine, sem var
tveimur árum yngri, og sex ára
gömlum syni þeirra, Michael.
Þegar Sebastian hafði lagt glasið
frá sér tók hann aftur til máls og
röddin bar vitni um ástandið sem
hann var í. „Hér vinnur maður dag
og nótt en samt verður manni
aldrei neitt úr neinu. Svo á að hafa
af manni móðurarfinn ofan á það
allt.“ Þau Jasmine og Michael
horfðu á hann og drengnum fannst
faðir hans mjög reiður.
Gagnkvæmar erfðaskrár
Hálfum öðrum mánuði fyrir af-
mæli Sebastians hafði móðir hans
dáið af ólækn-
andi sjúk-
Æðið
dómi, fimm-
tíu og átta ára
gömul.
eldrar
höfðu
nokkur
sem
leigðu
tekjurnar
voru umtals-
verðar á
mælikvarða
Sebastians.
Þær höfðu
runnið til for-
eldra hans en
nú, eftir lát
móðurinnar,
hafði hann
vænst þess að
helmingur
þeirra myndi
renna til hans.
Hann hafði því beðið þess með eft-
irvæntingu að búið yrði gert upp
en þegar sá dagur rann upp kom í
ljós að engin breyting yrði á hvað
hann varðaði. Þá var frá því skýrt
að faðir hans og móðir hefðu gert
gagnkvæmar eríðaskrár en það fól
í sér að félli annað þeirra frá
skyldu eigur og tekjur þess aðila
renna óskiptar til hins. Ljóst var
því að staða Sebastians yrði
óbreytt en faðir hans yrði helmingi
eigna- og tekjumeiri en hann hafði
verið áður.
Tók það ekki nærri sár
Kona Sebastians, Jasmine, leit
málið allt öðrum augum en maður
hennar. Hún hafði engan sérstakan
áhuga haft á eigum og tekjum
tengdaforeldra sinna. Og í miðju
eintali Sebastians þetta afmælis-
dagskvöld lét hún þessi ummæli
falla: „Við eigum ekki að lifa af tekj-
um foreldra þinna. Við eigum að sjá
fyrir okkur sjálf."
Það var sem þessi ummæli kipptu
fótunum undan manni hennar.
Hann leit á hana og svipurinn bar
með sér að það var sem honum
fyndist kona hans hafa brugðist sér
er mikið lá við. Hann reis á fætur
og muldraði lágt: „Það þykir engum
vænt um mig og þá
skiptir framhaldið
ekki miklu.“
Sebastian settist
aftur að drykkju.
Loks tæmdi hann
kampavínsflöskuna
og kastaði henni út í hom á stof-
unni. Konan hans var þá fyrir
nokkm farin að hátta. Hún hafði
tekið son þeirra, Micahel, með sér í
hjónarúmið. Það var reyndar engin
nýlunda því drengum fannst gott að
vera í því en þetta kvöld var hann
hræddur og gat ekki sofhað því fað-
ir hans var svo óskaplega reiður.
í raun var tæpast hægt að lýsa
ástandi Sebastians sem reiði. Á
hann hafði runnið æði. Áfengið, til
viðbótar reiðinni sem fyrir var,
hafði séð til þess. Hann gekk nú
fram í eldhúsið, tók þar hníf, gekk
með hann inn í svefnherbergið og
tók sér stöðu innan við dyrnar. Um
hríð virti hann hina sofandi eigin-
konu sína fyrir sér. Svo gekk hann
rólega að rúminu, brá
hnífnum á loft og rak
hann af afli í brjóst
Jasmine. Drengurinn
skildi í fyrstu ekki hvað
var að gerast og horfði
skelfdur á föður sinn. Svo
blikaði aftur á hnífinn. Augnabliki
síðar lá Michael í blóði sínu við hlið
andvana móðurinnar. Hún hafði
kippst til við hnífstunguna og tók
nú að renna út úr rúminu.
Loks féll hún á gólfið. Sebastian
lét hana liggja þar.
Um hríð stóð hann
■■■■■^^ kyrr en svo gekk
hann fram í eldhús-
ið, skrúfaði frá vatn-
inu og skolaði blóðið
af hnífsblaðinu. En
morðæðið var ekki
runnið af honum.
Hann hraðaði sér út
úr húsinu, settist
upp í bíl sinn og ók
af stað til foður síns.
Hann átti óuppgerð-
ar sakir við hann.
cna
sjúkrarúmi
aðrar bjöllur
gerst. Hann hefði því farið fram á
gang og séð að dyrnar að íbúðinni
stóðu opnar. Er hann hefði komið
inn hefði hann séð Rudolf Tappe,
fóður Sebastians, í blóði sínu á gólf-
inu.
Lögreglan kom brátt á vettvang.
Nákvæm lýsing nágrannans á því
sem gerst hafði leiddi til þess að
grunur beindist strax að syni hins
látna. Var þvi gert út lið heim til
hans til að handtaka hann.
Rudolf Tappe
Þegar Sebastian
kom að húsinu sem
faðir
hans
bjó i
var úti-
hurðin
læst. Hann brá því á það ráð að
hringja á dyrabjöllur annarra íbúa
hússins og loks varð einn við þeirri
bón hans í dyrasímcmn að opna. Þá
hljóp hann upp stigann að íbúð foð-
ur hans.
Einn nágranna fóður Sebastians
skýrði siðar svo frá við lögregluna
að hann hefði heyrt mikið rifrildi
innan úr íbúðinni en skyndilega
hefði orðið dauðaþögn. Þá hefði
Var á lífi
Þegar Sebastian hafði stungið foð-
ur sinn til bana flýtti hann sér sem
mest hann mátti út í bíl sinn og ók
heim. Þegar þangað kom settist
hann inn í stofu. En skyndilega
heyrði hann grát innan úr svefnher-
berginu. Hann hrökk við, stóð á fæt-
ur og gekk inn í það. Þá var hann
aftur kominn með hnífinn í hendi.
Sebastian brá afar mikið þegar
hann sá að sonur hans, sem átti að
vera dáinn, var enn á lifi. Hafði
hann ekki stungið hann nógu djúpt?
Átti hann að stinga hann aftur og
ganga alveg frá honum? Nú kom i
Christos
Tsolakidis
hann heyrt dyrnar opnast og ein-
hvern hlaupa fram með miklum lát-
um.
Nágranninn sagði að þegar hér
heföi verið komið hefði sett að sér
ugg um að eitthvað voðalegt hefði
fyrsta sinn á hann hik og hann vissi
ekki hvað hann ætti að gera. Um
hríð stóð hann kyrr en svo lét hann
hnífrnn detta á gólfið, opnaði fyrir
útvarpið, fór að hlusta á tónlist og
settist aftur. Hann ætlaði að gefa sér
tíma til að hugsa ráð sitt.
En nú var lögregluliðið komið að
húsinu. Sveitin fór hljóðlega um.
Þegar hún kom að dyrum íbúðar-
innar heyrðust kvein og grátur í
drengnum að inn-
an. Þá var
ákveðið að
brjóta hurðina
niður án tafar.
sjúkrahús til að-
gerðar. Læknar
voru í senn
hneykslaðir og
undrandi.
Ástand drengs-
ins var mjög al-
varlegt. Innvort-
is blæðingar
voru miklar og í
kviðarholinu
voru um tveir
lítrar blóðs. Það
vakti því í raun
undrun að hann
skyldi enn vera
á lífi.
„Michael hélt
lifi fyrir krafta-
verk,“ sagði
Christos
Tsolakidis yfir-
skurðlæknir eft-
ir aðgerðina.
„Það verður að
teljast undur að
hann skuli hafa
lifað af þessa
morðtilraun.
Hnífsblaðið fór í
lifur drengsins
og hefði það farið
einum eða tveimur
millímetrum innar hefði það sært
garnimar og þá hefði drengurinn
dáið úr sýkingu. Hann hefur því
ekki aðeins átt sér vemdarengil
heldur heilan hóp verndarengla."
Nýtt æði
I sveitinni
voru fimm
sterkir lögreglu-
þjónar. Á einu
augnabliki
brutu þeir nið-
ur hurðina og
ruddust inn í
íbúðina. Seba-
stian sá þá
koma, reis á
fætur og ærðist.
Hann gekk svo
hart fram gegn
fimmmenning-
unum að þeir
áttu fullt í fangi
með að yfírbuga hann og jafnvel
piparúði hafði lítið sem ekkert að
segja. Það var því ekki fyrr en tek-
ist hafði að koma handjámum á
hann og hann hafði verið færður
niður í lögreglubílinn sem stóð fyr-
ir utan að tími gafst til að kanna
ástandið
íbúðinni. Þá
kom í ljós að
hinn mikið
særði dreng-
ur var enn á
lffi.
í niu
klukkustund-
ir hafði Mich-
ael legið lífs-
hættulega
særður í íbúð-
inni. í fyrstu
hafði hann
verið meðvit-
undarlaus en
þegar hann
rankaði við
sér sá hann
móður sína í
blóði sínu og
andvana. Þá
gat hann séð
mann sitja í
stól frammi í
stofu. Hann
reri þar fram og aftur. Það var faðir
hans.
I aðgerð
Michael var í skyndi fluttur á
Réttar-
Jasmine
Atburðir
þessir gerð-
ust í Austur-
ríki. Rann-
sókn málsins
tók skamman
tíma enda
málsatvik
skýr frá upp-
hafi. Eftir
varðhaldsvist
Sebastians
tóku við rétt-
arhöld í Linz
þar sem farið
var yfir ein-
stök atriði
þessa
skeffi-
lega
_________________________ máls.
Saksóknarinn taldi glæpina svo al-
varlega að ekki kæmi annað til
greina en sakborningur yrði dæmd-
ur í lífstíðarfangelsi.
Verjandi gat litlu komið til leiðar
fyrir skjólstæðing sinn og málalykt-
ir urðu þær að
Sebastian
Tappe fékk lífs-
tíðardóm fyrir
að hafa myrt
konu sína og
föður og fyrir
að hafa sært
son sinn lífs-
hættulega.
Sálfræðingar
og geðlæknar
hafa ekki kom-
ið fram með
neina sérstaka
skýringu á því
æði sem rann á
Sebastian
kvöldið sem
hann framdi
glæpina. Fram
komu hug-
myndir um að
hann
hefði
misst
vitið,
að
minnsta kosti um stundarsakir, en
ekkert kom fram sem renndi stoð-
um undir þá kenningu og þvi var
hann talinn sakhæfur.