Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 35
JL>V LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 nærmynd « Bosnískur lögreglumaður raðar upp beinagrindum 1 líkpoka í þorpi örstutt frá Saravejo. DV-myndir ÞOK Eva Klonowsky með mannsbein sem lágu úti um allt á vettvangi. ðsins í Bosníu. koma mér hægt og rólega í burtu. Þetta var allt í einu orðið sekúndu- spursmál. Á þessu andartaki skipti engu máli hvað ég gerði, þama gat allt gerst. Ég var einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Upp úr þurru var vin- ur minn kominn frá búðinni og stóð við bílinn sinn alveg grunlaus um at- burðina sem áttu sér stað. Hann sá mig sem snöggvast og kallaði á mig til að hjálpa sér að setja eitthvað í skott- ið. Fyllibyttunni brá eitthvað og hikaði og allt í einu gleymdi ég að fyrir fram- an mig stæði maður með virka hand- sprengju og ég stóð í flýti upp og gekk hröðum skrefum í áttina að bílnum. Þá var félaga mínum ljóst hvaða ástand rikti og við stukkum upp í bílinn ásamt lögreglumanninum og keyrðum í flýti í burtu. Sálarástand gamalla her- manna úr Bosníustríðinu hefur gert marga að stórhættulegum einstakling- um sem oft eru vopnaðir og valda sér og öðrum skaða. Hef grafið upp meira en 1000 manns Ég er búin að grafa upp með eigin höndum meira en eitt þúsund manns. Þar af er ég búin að bera kennsl á um 90% af þeim. Á 14 dögum í september náðum við upp 174 manneskjum sem að mestu eru orðnar beinagrindur. Ef líkin eru í plastpokum þá rotna þau ekki, lyktin verður alveg svakaleg og þá er orðið mjög erfitt að grafa þau upp. Líkamamir geta þá verið 75-85 kíló og þarf þá tvo til þrjá karlmenn fyrir hvert lik. Lyktin er bara smá- baggi á starfmu en ég er fyrst og fremst beinakona og vinn við að setja saman beinagrindur. Erfiðast að grafaupp smáböm Erfiðast við þetta allt saman er að grafa upp smáböm. Vitandi að þau dóu ekki náttúrlegum dauðdaga held- ur á hryllilegan hátt. Það yngsta sem ég hef grafið upp vom líkamsleifar af 17 mánaða gömlu bami. Ég grét ekki. Ég hugsaði: þetta er starfið mitt, það verður vonandi einhver ættingi sem getur jarðsett það á réttan hátt og í ná- lægð við sig. Á öðrum stað leið mér illa og að- stæður óskemmtilegar. Þar var gröf sem í var amman, maniman, stelpa 6-8 ára og 3 ára strákur. Á þessum stað vom karlmenn- irnir annars stað- ar að berjast og þau ein heima. Öll vom þau drepin á stuttu færi og skil- in eftir á heimili þeirra sem þá var sett i rúst. Síðan var allt þakið af jarðsprengjum svo að ættingjar geti ekki snúið til baka. Þegar við kom- um að þessu svæði og unnum við að grafa frá líkamsleifunum var eiginmaður þessarar konu, faðir bamanna, mættur með okk- ur bugaður af harmi. Sonur hans 3 ára hafði verið tekinn af lífi á þríhjólinu sínu af ummerkjunum og stöðu hans að dæma. Allir vora skotnir í höfuðið. Um nóttina var eiginmaðurinn bú- inn að grafa 4 graflr fyrir ætt- ingja sína og hét því að víkja aldrei frá þeim aftur. Það er ávallt erfitt þeg- ar ættingjamir fylgjast með uppgrefti og sjá fjölskyldu sína aftur sem beina- grindur og ummerki um ódæðisverk. Skóflan steytti á leikföngum í annað skipti þá vorum við að leita á svæði, hugsanlegum fjöldagrafreit og vom sjónvarpsupptökumenn með i það skipti. Ég tók ekkert eftir þeim þar sem ég var að einbeita mér við gröft. Allt í einu kemur skóflan mín að ein- hverju hörðu sem mér sýnist vera bein. Þegar ég fór að grafa meira blasti við mér leikfang, þetta var dúkka. Við nánari athugun komu fleiri og fleiri leikfong upp og ég stoppaði. Á þeirri stundu vissi ég ekki af mér í smástund og fór að fella tár. Þetta vom öll uppá- haldsleikföng tæplega 2 ára drengs. Ásamt honum vom mamma hans, afi og amma og nokkrir aðrir ættingjar i Rannsóknaraðilar fjarlægja líkamsleifar úr húsum sem ekki hafði verið farið inn í í sex ár, eða frá stríðslokum. gröfmni. Þetta upplifði ég svo aftur heima hjá mér þegar þetta var sýnt í sjónvarpinu og ég sá sjálfa mig standa með tárin í augunum í leiðslu yfir þessu voðaverki. Ég hef fundið fyrir því hvað fólk tek- ur mér vel og hefur það gerst að þegar ég hef ætlað að borga fyrir eitthvað, svo sem viðgerð á bílnum mínum, mat á veitingarhúsi eða eitthvað smálegt þá er sagt við mig „þú ert okkur góð, þú þarft ckki að borga". Þetta þykir mér ofsalega vænt um því það er ekki sjálfgefið í Bosníu að heimamönnum líki neitt sérstaklega við útlendinga. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað gott.“ Hitti Uffe Qlemann-Jensen Fyrir skömmu hitti Eva Uffe Elle- mann-Jensen í Sarajevo, en hann situr í nefnd fyrir ICMP. „Hann sat við hlið mér allt kvöldið og talaði L um ísland næst- um því allan tím- an. Hann er mjög heillaður af íslandi og fer þangað í laxveiði og til að stunda útivist. Hann hafði einnig mik- inn áhuga á minu starfi og ætlar að koma því til leiðar að ég fái áframhald- andi styrk til að ég geti stundað vinnu mina áfram,“ segir Eva sem er ánægð með sitt framtak og starf í Bosníu. „Hver veit nema ég stofhi samtök um upp- gröft á fólki sem horfið hefur í lýðveldum fyrr- um Júgóslavíu. Þá læt ég fé renna í fram- kvæmdir en ekki í áhorf og skrift- ir.“ Eva hefur dvalist langtím- um fjarri fjölskyldu sinni við þetta erf- iða verkefni. „Fjölskyldan mín líður svolítið fyrir það að ég er svona lengi úti í senn.“ Eva er gift Irek Adam Klonowsky og eiga þau tvær dætur, þær Moniku og Alexöndra sem em 16 og 20 ára. /' „Eldri dóttir mín var hjá mér í smá:L , tíma ekki alls fyrir löngu og hjálpaði við uppgröft allan tímann. Eftir þessa reynslu hefur hún sagt að eftir námið hafi hún áhuga á að koma til mín og vinna við þetta í fullu starfi." Maður Evu, Irek Klonowsky, fer til hennar þegar hann er í fríi og reynir að vera eins lengi og hann getur. * „Þetta er bara lífsstíll sem maður sætt- ir sig við,“ segir hann þegar ég spurði hann hvemig honum þætti að hafa konuna svona lengi í burtu. -ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.