Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 JjV fréttir_________________________ Deilur í áratug um séra Torfa Hjaltalín á Mööruvöllum: Yfir 30 sóknarbörn leystu sóknarbönd - nefnd biskups í sáttaferð norður. Kirkjustarf eðlilegt, segir Torfi Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson sætir nú rannsókn Biskupsstofu eftir að um 30 sóknarbörn hafa sagt skilið við hann. Biskupsstofa leitar nú leiða til að leysa vandamál sem eru í sam- skiptum séra Torfa Hjaltalíns, sóknarprests á Möðruvöllum og safnaða hans. 21 sóknarbam í Möðruvallasókn leysti sóknarbönd í haust og sagði sig úr söfnuðinum en áður höfðu 10 farið sömu leið. Því hafa yfir 30 af 600 sóknarbörn- um sagt skiliö við prestinn. Ekki fæst upp gefið hvað söfnuður- inn hefur við prest sinn að at- huga en sendi- nefnd biskups íslands fór norð- ur i haust til við- ræðna við sókn- arnefndafor- menn og til þess að leita sátta- leiða. Forystu fyrir nefndinni hafði Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari en athygli vakti aö fundimir voru haldnir án nærveru séra Torfa. „Ég þoli ágætlega við í messum hjá honum Torfa. Hann er enginn voða- legur pokaprestur. Mannlegu sam- skiptin við nágranna og fleiri eru vandamálið. Þau virðast ekki ganga upp,“ segir Guðmundur Víkingsson, sóknarnefndarformaður í Bægisár- sókn, sem var einn þeirra sem hittu biskupsnefndina. Guðmundur sagði að hörðustu deilurnar um séra Torfa geysuðu í næsta nágrenni við hann en í sinni sókn væri öllu friðsælla. Magnús Stefánsson í Fagraskógi, sóknamefndarmaður Möðruvalla- prestakalls, vildi sem minnst um deil- urnar ræða. „Það hafa verið hér samskiptaörð- ugleikar lengi og málið er hjá bisk- upi,“ sagði hann við DV. „Við erum að vinna í þessu máli og ég vil ekki tjá mig um það efnislega," sagði Þorvaldur Karl Helgason bisk- upsritari sem fór fyrir sáttanefnd biskups norður. Hann sagðist ekkert vilja tjá sig um ferðina né heldur sjálfa deiluna en ítrekaöi að unnið væri að lausn. Fyrir 5 árum sagði DV frá því að séra Torfi neitaði að opna kirkjuna fyrir aðkomuprestum sem fengnir voru til prestverka. Þá gripu brúð- hjón til þess að láta gefa sig saman utan við læsta kirkjuna. Sum þeirra sóknarbarna sem DV ræddi við segja ástandið vera eins núna. Hólmfríður Helgadóttir á Auðbrekku er ein þeirra sem leystu sóknarbönd í haust. „Þolinmæði mín er þrotin eftir margra ára erfiðleika í samskiptum. Steininn tók úr þegar hann hellti sér yfir mig á skemmtistað og viðhafði þannig orðbragð að ég tek mér þau orð ekki í munn. Ég þakka Guði fyrir að þurfa ekki á honum að halda og ég mun sækja prestþjónustu til Akureyr- ar á meðan Torfi þjónar hér,“ segir Hólmfríður. Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson sóknarprestur, sem spjótin beinast að, sagði við DV að hann hafi frétt af ferð biskupsmanna norður. Hann sagðist kannast við vandmálin í söfn- uðinum en það væri sama sagan og undanfarin ár. „Nefndin hafði ekkert samband við mig en ég frétti af henni. Vandamálin hér eru þau sömu og verið hafa und- anfarin ár. Kirkjustarf hér er með eðlilegum hætti og hér verður að- ventukvöld á sunnudaginn. Ferming- arfræðslan er á minni hendi og ég veit ekki til þess að það sé verið að krefjast þess að ég víki,“ segir Torfi, Hann sagði nærtækt að álykta sem svo að mál sóknar hans séu nú tekin upp í framhaldi af deilum í Holts- prestakalli. „Það er kannski ráðið hjá biskupi að víxla okkur séra Gunnari þannig að ég fari vestur og leysa þannig vanda okkar beggja. Ég á reyndar ættir að rekja þangað og á þar fullt af vinum og ættingjum," sagði Torfi í léttum dúr.“ Þorvaldur Karl Helgason bisk- upsritari rann- sakar deilumálin í Möðruvalla- sókn. Könnun Félagsvísindastofnunar á lestri dagblaöa: Helgarblaö DV í stöðugri Helgarblað DV er í stöðugri sókn, samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar á lestri dagblaða sem gerö var um síðustu mánaðamót. Heild- arlestur Helgarblaðs DV er 50%, miðað við 48% í sambærilegri könn- un Félagsvísindastofnunar í októ- ber í fyrra. í könnuninni nú var kannaður lestur á einstökum efnisþáttum. Af þeim sem eitthvað lásu DV sögðust 56% lesa forsíðuviðtalið, 35% lesa uppskriftir og 37% umfjöllun um feröir. Ekki er til samanburður á lestri þessara þátta frá fyrri könnun Félagsvísindastofnunar. Sérstæð sakamál eru þar undanskilin. 46% þeirra sem eitthvað lásu DV sögðust hafa lesið Sérstæð sakamál, miðað við 40% í könuninni fyrir ári. Þess má reyndar geta að í könnun Gallups í apríl á þessu ári sögðust 43% lesa forsíðuviðtal Helgarblaðs DV, miðað við 56% nú. Þegar litið er til lestrar karla og kvenna kemur í ljós að 50% kvenna sem eitthvað lásu DV sögðust lesa for- síðuviðtalið en 61% karla. 39% karla lesa Sérstæð sakamál en 51% kvenna. Uppskriftir og ferðir virðast höíða meira til kvenna en 40% þeirra lesa uppskriftir en 25% og 14% karla lesa um ferðir en 53% kvenna. -hlh íslendingar Qárfestu fyrir 2,5 milljónir dollara í Letsbuyit.com: Fimmfölduðu hlut sinn á hálfu ári íslendingar, sem keyptu 6% hlut í netversluninni Letsbuyit.com fyrir fimm mánuðum, hafa fimmfaldað fiárfestingu sína. Kaupgengið var 6,0 en er nú um 30. 180 milljónir króna hafa því vaxið í 900 milljónir á þessum stutta tíma. Stukku íslendingamir, 14 aðilar, tO þegar sænskir aðilar kipptu að sér hönd- um og vildu ekki taka áhættuna. Fyrirtækið var stofnað af Ástral- anum John Palmer, sem staddur var hér á landi á dögunum, í janúar á þessu ári. Fór hlutafiárútboð fram í sumar. Verðmæti fyrirtækisins nú er talið nema um 175 milljónum dollara. Nú er verið að undirbúa nýtt hlutafiárútboð upp á 50 milljón- ir dollara, sem breskur fiárfestinga- banki annast. Stefnt er að skráning fyrirtækisins á markað næsta vor en þá á það að vera starfandi i flest- um ef ekki öllum Evrópulöndum. Eiga menn von á að þá hafi verð- mæti þess fimmfaldast miðað við stöðuna í dag. Letsbuyit.com er netverslun sem starfrækt er á öllum Norðurlöndun- um utan íslands og í Þýskalandi og Bretlandi. Hugmyndin á bak við þessa netverslun er að sameina afl neytenda i þeim tilgangi að ná fram hagstæðara verði á titekinni vöru. Kaupa má allt milli himins og jarð- ar á Letsbuyit.com en tilboðin gilda í tiltekinn tíma. Er varan send heim til kaupanda. Ef tekið er dæmi af borði koma fram upplýsingar um hve margir hafa ákveðið að kaupa borðið. Sýnt er meö súluriti hvaö borðið kostar án afsláttar (enginn kaupandi), hvað fyrsti kaupandi greiðir fyrir borðið og hver afslátturinn er ef einn kaupandi bætist í hópinn eða þá fiórir kaupendur. Kaupi fimm borðið er verðið um 12.200 krónur en tæpar 14.000 krónur ef einungis einn kaupandi er að borðinu. Al- mennt verð borðsins er annars 15.700 krónur. Letsbuyit.com hefur selt gríðar- legt magn jólatrjáa upp á síðkastið en sú sala hefur verið notuð til að kenna fólki að kaupa á vefnum. -hlh Reiðir Kristni Stuðningsmenn Páls Péturs- sonar eru æfir þessa dagana út í Kristin H. Gunnarsson, for- mann þingflokks Framsóknar. Ástæðan er viðtal hans við Dag þar sem Kristinn sagði að Páll hefði gert samkomulag um að víkja úr ráðherrastóli um áramótin. Þetta segja fylgismenn Páls að sé tóm vitleysa. Páll sjálfur reiddist viðtalinu viö Kristin og segja stuðningsmenn hans að hann hafi tekið Kristin afsíðis í þinginu og veitt honum þungt tiltal... Tímavillt þingkona Stuðningsmenn Páls Péturs- sonar segja Valgerði Sverris- dóttur eiga lítið erindi í ríkis- stjóm i stað Páls. Benda þeir á að þegar Stöð 2 spurði þingmenn á Degi íslenskrar tungu hvaða dag- ur'væri svaraði Valgerður: „Er ekki miðviku- |dagur?“ Heldur var þetta óheppilegt því fyrir utan Dag íslenskrar tungu var óvart spurt á þriöjudegi! Gengur þessi saga vel meðal stuðnings- manna Páls nyrðra og syðra sem benda á aö það sé til lítillar far- sældar að setja inn í ríkisstjórn manneskju sem veit ekki einu sinni hvaða dagur er... Þjóðaratkvæði, takk Þau undur og stórmerki gerð- ust að söngkonan heimsþekkta, Björk, rauf þögnina og plantaði sér í fremstu víglínu baráttunnar um Eyjabakka. Það er einn fremsti PR-maður allra tíma, Jakob Frímann Magn- ússon, sem leiðir baráttuna fyrir umhverfismati. Heldur þyngist nú brún virkjun- armanna enda andófsöflin sterk. Þó þótti nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar söngkonan lýsti því einlæglega að hún vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Lands- virkjun er sögð leita logandi ljósi að listamanni sem skákað geti Björk. Helst mun horft til Krist- jáns Jóhannssonar í þeirri von að hann vilji beita sér fyrir sökkvandi Eyjabökkum... Klofningsbrotið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, þótti fara á kostum í umræðu- þætti Þorfinns Ómarssonar á Rás 1 um síðustu helgi. Þar áttust við, auk V0- hjálms, Hrann- ar B. Arnars- son og Dagur B. Eggertsson. Ungu mennirn- ir ætluðu að valta yfir Vil- hjálm en tilraunin gjörsamlega og á svipstundu var Vilhjálmur búinn að snúa um- ræðunni sér í vil. Hann benti á áð eftir síðustu skoöanakönnun, þar sem Vinstri-grænir voru orðnir stærri en Samfylkingin, væri ekki lengur hægt að líta á flokkinn sem klofningsbrot - því hið eina raunverulega klofnings- brot A-flokkanna væri sjálf Sam- fylkingin... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.