Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 65
I>'Vr LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 gsonn 73 Peter Máté píanóleikari og Gunn- ar Kvaran sellóleikari. Bach og Couperin við kertaljós Næstu tónleikar í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborg- ar, Menningar- og Listastofnunar Hafnarfjarðar, og jafnframt þeir síðustu á öldinni, verða á morgun kl. 20. Breyting hefur orðið á áður auglýstri efnisskrá með eingöngu franskri tónlist. Tónleikarnir munu hefjast á „konsertstykki" fyrir selió og píanó eftir franska Tónleikar tónskáldið Frangois Couperin, en siðan verða leiknar tvær af ein- leikssvítum Jóhanns Sebastians Bach, nr. 1 í G-dúr og nr. 2 í d- moll. Flytjendur á tónleikunum verða þeir Peter Máté pianóleik- ari og Gunnar Kvaran sellóleik- ari. Jólatónleikar Kvennakórsins Ljómar nú jata lausnarans er yf- irskrift jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Hallgrímskirkju á morgun kl. 20 og þriðjudaginn kl. 20.30. Dagskrá tónleikanna verður að vanda fjöl- breytt. Flutt verða gömui íslensk jólalög, Ave Maria eftir Gustav Holst í átta röddum, franskt tón- verk eftir Gabriel Fauré auk er- lendra jólalaga við íslenska texta. Stjómandi Kvennakórs Reykjavík- ur er Sigrún Þorgeirsdóttir. Ein- söngvari með kórnum er Egill Ólafsson og undirleikari Þórhildur Björnsdóttir. Keramik og myndir í dag opnar Inga Rún Harðar- dóttir sýningu á verkum sinum í Gallerí Smíðar og Skart, Skóla- vörðustíg 16A. Þar sýnir hún bæði keramik og myndlist. Inga Rún lauk námi frá leirlistardeild MHÍ 1993. Hún nam sfðar við International keramik studio í Késcemet, Ungverjalandi og' Institut for unika, Kunsthand- verkerskolen í Kolding, Dan- mörku. Inga Rún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum bæði á íslandi og í Dan- mörku. Sfðasta sýning Ingu Rúnar var í Gerðasafni í sumar og nefnd- ist hún Hann og Þær. Sýningin í Sýningar Gallerí Smíðar og Skart stendur yfir dagana 27. nóvember til 18. desember. Opnunartími er milli 10 og 18 virka daga og 10 til 14 á laug- ardögum. Allt í einu við Kleifarvatn í Hafnarborg stendur yfir sýn- ing sem hefur yfirskriftina Allt í einu við Kleifarvatn. Er um aö ræða ljósmyndasýningu Lárusar Karls Ingasonar. Sýnir hann tólf svart/hvítar ljósmyndir sem hann hefur tekið á þessu ári, við og I nágrenni Kleifarvatns. Einnig getur að líta í garðskála kafFistofúnnar nokkrar myndir sem prýða síðustu bók Lárusar Karls, Ljósiö í hrauninu. kalt víðast hvar Bjart og í dag verða norðan- og norð- austanáttir ríkjandi um mestallt landiö. É1 verða á Norðausturlandi og suður með austurströnd landins en annars verður bjart veður víðast hvar. Vindur verður á bilinu 10 til 20 metrar á sekúndu, hvassast við ströndina austanlands. Hitastigið verður frá þriggja stiga frosti og allt niður í tíu stiga frost á miðhálend- inu. Mildast verður við suður- og austurströnd landsins. Sólarlag í Reykjavík: 15.58 Sólarupprás á morgun: 10.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.41 Árdegisflóð á morgun: 10.05 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma -3 Bergstaðir hálfskýjað -4 Bolungarvík snjókoma -3 Egilsstaðir -3 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó -2 Keflavíkurflv. hálfskýjað -3 Raufarhöfn snjóél -3 Reykjavíit skafrenningur -3 Stórhöfði skafrenningur -3 Bergen alskýjað 10 Helsinki skýjaó 4 Kaupmhöfn þokumóða 8 Ósló alskýjaó 7 Stokkhólmur rign. á síö. kls. 5 Þórshöfn rigning 7 Þrándheimur skýjað 8 Algarve léttskýjaó 17 Amsterdam þokumóða 9 Barcelona mistur 11 Berlín skýjaö 8 Chicago alskýjað 1 Dublin rign. á síð. kls. 7 Halifax alskýjað 6 Frankfurt þokumóða 5 Hamborg þokumóóa 10 Jan Mayen snjóél -4 London skýjaö 10 Lúxemborg súld 3 Mallorca skýjað 15 Montreal þoka 3 Narssarssuaq skafrenningur -2 New York rigning 11 Orlando alskýjað 19 París léttskýjað 6 Róm Vín léttskýjað 5 Washington þokumóöa 16 Winnipeg þokuruðningur 0 Sólon íslandus: Fjölbreyttur djass Annað kvöld verða djasstónleik- ar á vegum Jazzklúbbsins Múlans á efri hæð Sólon íslandus. Þá kem- ur fram hljómsveit Agnars Más Magnússonar og Ólafs Stolzenwalds. Hljómsveit Agnars og Ólafs leikur alia vega jass í ýmis konar útsetningum. Þeir leit- ast við að draga úr jólastressi með frekar þægilegu prógrammi á ljúf- um nótum. Hljómsveitin sam- anstendur af áðurnefndum Agnari Má Magnússyni á píanó og Ólafi Stolzenwald á bassa, -------- auk þeirra leika Helgi Sk6ltlllltdl1ir Svavar Helgason á--------------------- trommur og Birkir Freyr Matthí- asson á trompet. Hljómsveitin hef- ur leik sinn kl. 21. Dagur harmonikkunnar Harmonikufélag Reykjavíkur heldur létta tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun ki. 15 und- ir heitinu Dagur harm- onikunnar. Meðal þeirra sem koma fram eru nemendur Karls Jónatansson- ar og Matthíasar Kormákssonar, systumar Hekla, Inga og Ása Ei- ríksdætur, Matthías Kormáksson, hljómsveitin Stormurinn, Jóna Er- lendsdóttir, Djassband Þóris og Léttsveit Harmonikufélags Reykja- vikur. Agnar Már Magnússon og Ólafur Stolzenwalds verða f framvarðasveit á djasskvöldi í Múlanum. Unglingakór Selfosskirkju Unglingakór Selfosskirkju held- ur tónleika í Selfosskirkju, annað kvöld kl. 20. Kórinn flytur verkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten ásamt Moniku Abendroth, hörpuleikara. Einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga og einnig hljóðfæraleikarar sem aðstoða í að- ventu- og jólalögum. Einnig flytur fyrrverandi kórfélagi, Magnea Gunnarsdóttir arfu úr Jólaóratorí- unni ásamt Matthíasi Nardeau, óbóleikara. Orgelleikari er Glúmur Gylfason og stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. Á ráðstefnunni Heimur kvikmynd- anna er meðal annars fjallað um náttúruna í íslenskum kvikmynd- um. Á myndinni er Sigríður Haga- Ifn í Börnum náttúrunnar. Heimur kvikmyndanna Á morgun verður ráðstefna um kvikmyndir í Háskólabíói, sal 2,1 tii- efni af útkomu bókarinnar Heimur kvikmyndanna. Á ráðstefnunni verða flutt átta erindi úr greinum í bókinni og fjalla þau um erlendar sem innlendar kvikmyndir, afþrey- ingarmenningu og margt fleira, en Heimi kvikmyndanna er ritstýrt af Guðna Elíssyni og gefin út af ART.IS og Forlaginu. Þeir sem halda erindi á ráðstefnunni eru: Björn Þór Vil- hjálmssson, Heiða Jóhannsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Kristján B. Jón- asson, Matthlas Viðar Sæmundsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Sigriður Þor- geirsdóttir og Torfi Tulinius, sem jafhframt er fundarstjóri. Félags íslenskra músíkþerapista Þjóðbúningar Heimiiisiðnaðarfélag íslands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur kynna þjóðbúninga í Ráðhúsi Reykjavikur á morgun, frá kl. 14. Leiðsögn er í höndum Dóru Jónsdóttur gullsmiðs. Félagar í Þjóðdansafélaginu og Heim- iiisiðnaðarféiaginu sýna upphluti 19. og 20. aldar, peysufót, faldbúninga og kyrtla. Þá verður einnig sýndur skautbúningur og hvemig er skautað. Kaffdeikhúsið mun standa fyrir bókakynningum síðdegis á laugar- dögum í desember. Fyrsti dagur upp- lestrar er í dag, kl. 15. Þeir höfúndar sem munu —------------:----------- íesa að þessu Samkoniur sinni eru m.a. ------------------- Börkur Gunnarsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Elisabet Jökulsdóttir og Ólafur Gunnarsson. Jólin í þjóðsögunum Jólafundur Félags íslenskra há- skólakvenna verður haldinn á morg- un, kl. 15, i Þingholti, Hótel Holti. Gestur fundarins verður Ólína Þor- varðardóttir þjóðfræðingur sem heldur fyrirlestur um jólin í þjóðsög- um. Að öðru leyti verður fundurinn með hefðbundnu sniði. Jóiafundur Félags íslenskra mús- íkþerapista verður haldinn í dag, kl. 15, i Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 (inngangur á vesturgafii). Allir vel- komnir í tónfóndur með jólaívafi. Mætum með góða skapið og njótum þess að syngja saman, dansa og leika á hljóðfæri. Býr Þuríður í þér í dag verður haldinn hvatningar- dagur fyrir ungar konur á norðanverð- um Vestfjörðum, í Bolungarvík, undir j'firskriftinni Býr Þuríður í þér? Er þar verið að vísa í landnámskonu Bol- víkinga, Þuríöi sundafylli, sem kom frá Hálogalandi í Noregi. Dagskráin, sem verður fjölbreytt, fer fram i hátíð- arsal Bakka og hefst kl. 12. Gengið Almennt gengi LÍ 26. 11. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,310 72,670 71,110 Pund 116,800 117,390 116,870 Kan. dollar 49,250 49,560 48,350 Dönsk kr. 9,8740 9,9280 10,0780 Norsk kr 9,0400 9,0900 9,0830 Sænsk kr. 8,5840 8,6310 8,6840 Fi. mark 12,3524 12,4266 12,6043 Fra. franki 11,1965 11,2637 11,4249 Belg. franki 1,8206 1,8316 1,8577 Sviss. franki 45,8400 46,0900 46,7600 Holl. gyllini 33,3274 33,5277 34,0071 Þýskt mark 37,5513 37,7770 38,3172 it. líra 0,037930 0,03816 0,038700 Aust sch. 5,3374 5,3695 5,4463 Port. escudo 0,3663 0,3685 0,3739 Spá. peseti 0,4414 0,4441 0,4504 Jap. yen 0,694800 0,69900 0,682500 irskt pund 93,254 93,815 95,156 SDR 99,070000 99,67000 98,620000 ECU 73,4400 73,8900 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.