Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 %/aðan ertu? Skógar Vík í Mýrdal - Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra þótti ódæll í æsku en var sendur í brúarvinnu sex ára gamall og hafði þar sárstakt embætti músavarðar Sjónvarpið á fjallinu DV-mynd E.ÓI. Vfldnni Finnur ólst upp i Vík í Mýrdal sem hann telur fegursta stað á íslandi. unum í Reynisfjalli og ösluðu í sjón- um og stukku milli steina í urðun- um undir fjöllunum sem sífellt hrynur úr og stálu sér gulrótum og rófum úr görðum þorpsbúa. „Ég hafði mjög gaman af hestum sem krakki og fékk hest í ferming- argjöf. Pabbi átti bæði kindur og •sa ■Sá hesta og við tókum virkan þátt í að hirða þennan pening. Seinna var ég eitt sumar í vinnu í Sumarliðabæ í Holtum og fékk þá hest í verkalaun sem reyndist vera mikill gæðingur og varð verðlaunahestur. Þetta er áhugamál sem hefur fylgt mér til þessa dags.“ Fyrsta almannavarnaæfingin Þannig voru æskuárin í Vík skemmtilegur tími í vitund Finns. Magnús og hann voru samrýndir bræður sem búa í dag í samliggj- andi raðhúsum í Grafarvogi sem þeir byggðu sjálfír. í hópi leikfélag- anna var einnig eiginkona Finns, Kristín Vigfúsdóttir, ári yngri en hann, dóttir héraðslæknisins í Vík. Þegar Finnur var að alast upp í Vík heyrði hann oft talað um Kötlu og Kötlugos enda nálægð fjallsins mikil við þorpið. „Ég heyrði mikið talað um Kötlu og man vel eftir fyrstu almanna- vamaæfingunni á sjöunda áratugn- um þegar allir íbúar þorpsins voru fluttir upp á bakka.“ Börn í sveitaþorpum kynnast vinnu mjög snemma og þar var Finnur engin undantekning þó fyrsta starf hans væri reyndar ekki launað. Músavörður í matartjaldi „Min fyrsta vinna var í rauninni þegar ég var sex ára í brúarvinnu með flokki þess rómaða brúarsmiðs Valmundar Bjömssonar. Þarna gegndi ég sérstöku embætti. Þannig var að ég var fylgisveinn móður- systur minnar sem var nýorðin ekkja en haföi ráðið sig sem mat- ráðskonu til flokksins. Sá böggull fylgdi skammrifl að hún var afskap- lega múshrædd en þetta var fyrir tíma skálanna og allt var geymt í tjöldum svo mýsnar sóttu afskap- lega í matartjaldið. Ég hafði því þann starfa að fara alltaf á undan henni inn í matartjaldið og sendast þangað eftir ýmsu smálegu. Á þess- um árum voru ekkert nema alvöru töffarar í brúarvinnu og þeir voru góðir við mig og tóku mig oft með sér þegar þeir skruppu á bæi að hitta heimasætur. Þetta voru afskaplega skemmtileg sumur." Manndómsvígsla í Fögrufjöllum Finnur var síðar alls sex sumur í sveit í Bú- landi í Skaftártungu allt til 14 ára aldurs og hlaut þá manndómsvígslu sein- asta sumarið að vera treyst i göngumar. „Þetta eru sjö daga göngur um Fögrufjöll og nágrenni Skaftár og Eldgjá. Þetta var ógleymanleg reynsla.“ Ekki getur Skaftfellingur rifjaö upp æsku sína án þess að fýlaveiðar komi þar við sögu en fýllinn er ekki aðeins einkennisfugl svæðisins heldur var hann ein helsta matar- uppspretta heimamanna um aldir. At yfir sig af fýl „Ég tók mikinn þátt í fýlaveið- um sem bam og unglingur. Fýll- inn er veiddur með tvennum hætti. Annars vegar er sigið í kletta og unginn tekinn úr hreiðrinu en einnig er gengið um sandinn og hann hirtur þar en hann er svo feit- ur að hann getur ekki flogið fyrst eftir að hann yfirgefur hreiðrið. Ég fór bæði með öðrum og einn í slíkar veiðiferðir. Mér fannst fýllinn afar góður matur þegar ég var að alast upp og át ekki síður fllluna sem Skaftfellingar nefna svo en það er spiklagið undir hamnum. En svo át ég yfír mig einhvern tímann um fermingu og hef ekki getað borðað hann síðan. í nágrenni Víkur er einnig góð lundaveiði og ég fylgdi oft fóður mínum á lundaveiðum." Móðir Finns er látin en faðir hans er enn búsettur í Vík og þang- að fer Finnur stundum en ekki eins oft og hann vildi. „Ég vildi gefa mér meiri tíma til þess því þó oft rigni í Vík þá er hún enn í mínum augum fallegasti staö- ur á íslandi.“ Skemmtilegast: Að vera inn- an um skemmtilegt fólk. Leiðinlegast: Að fara yfir •eikningsyfirlitin. Uppáhaldsmatur: Bökuð kartafla með fyllingu. Uppáhaldsdrykkur: Egils appelsín. Fallegasta manneskja fyrir utan maka: Ewan McGregor. Fallegasta röddin: Jón Atli (Rödd Guðs). Fallegasti likamshlutii Karlmannsbak. Hvaða hlut finnst þéi vænst um? Æviágrip okkar1 Klöru sem hún gaf mér í afmæl- isgjöf. Hvaða teiknimyndapersóna vilja vera? Garfield, er alltaf í afslöppun. Uppáhaldsleikari: Edward Norton. Uppá- haldstónlistarmaður: Það eij íslensk hljómsveit sem er búin að leggja upp laupana. Sætasti stjórnmálamaðii Villi R-listi. Uppáhaldssjónvarpsþáttur^ Friends. Leiðinlegasta auglýsing Aktu-taktu. Skemmtilegasta kvikmymj in: About Last Night. Sætasti sjónvarpsmaður| inn: Róbert Marshall. Uppáhaldsskemmtistaður: Skuggabarinn. Besta „pikk-öpp“-línan:| „Been Trying to Meet You“. Hvað ætlaðir þú að verða?| Prestur eða danskennari. Eitthvað að lokum: Nei,| þetta er fint. Vandræðabarnið í ... í prófíl Á þessum árum voru tætífæri til afþreyingar i formi sjónvarps og þess háttar nær óþekkt en þó mátti sjá til umheimsins með smá fyrir- höfn. „Það var rekin lóranstöð á Reyn- isfjalli á þessum árum og þar mátti sjá kanasjónvarpið. Það þótti mikið sport ef pabbi einhvers var á vakt að fara upp á fjall og fá að sjá sjón- varpið.“ Fyrir utan þennan glugga til um- heimsins var fátt um afþreyingu og krakkastóðið í Víkinni sá sér sjálft fyrir skemmtun. Féll í öngvit „Við vorum endalaust í alls kyns leikjum. Fótbolti var gríðarlega vin- sæll en einnig leikir eins og Fallin spýtan, Hverfa fyrir hom og þess háttar. Eitt sinn var hópur af krökk- Eg er fæddur og alinn upp i skaftfellskri náttúrufegurð nánar titekið í Vik í Mýr- dal sem mér flnnst ennþá vera í góðu veðri fallegasti staður á Is- landi," sagði Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaöarráðherra og varaformaður Framsóknarflokks- ins, þegar DV innti hann eftir upp- runa sínum. Finnur er fæddur árið 1954 og á einn eldri bróður, Magnús, sem er fæddur 1948. Þeir eru synir Ingólfs Sæmundssonar og Svölu Magnús- dóttur sem bjuggu í Vík þar sem Ingólfur vann hjá Kaupfélaginu. „Það verður að segjast eins og er aö ég þótti afskaplega baldinn i æsku. Framtakssemi mín og at- orka á ýmsum sviðum var ekki alltaf vel séð og foreldrar mínir liðu oft önn fyrir ýmis uppátæki og hrekkjabrögð sem ég stóð fyrir eða átti þátt í. Vík var á þessum árum litið og friðsælt sveitaþorp og krakkamir þekktu alla sem þar bjuggu og vissu hverja gat verið gaman að hrekkja og hverja ekki. Eitt sinn læddumst við í skjóli nætur og máluðum allar rúður í húsi eins manns með svartri máln- ingu. Hann kom ekki út í tvo sól- arhringa, hefur sjálfsagt haldið að enn væri nótt. Þetta dró dilk á eft- ir sér og við máttum hlýða á marga fyrirlestra bæði heima og í skólanum sem allir fjölluðu um að þetta mætti maður ekki gera.“ Finnur Ingólfsson þótti afar baldinn í æsku og urðu margir fyrir barðinu á strákapörum hans. Magnea Sif, 24 ára hársnyrtir Hún er dansleiðbeinandi, um að Hverfa fyrir hom sem fólst í að skipta liði og annað liðið faldi sig en hitt leitaði. Við skriðum inn í hlöðu og foldum okkur í stabbanum og biðum í miklum æsingi. Áfast við hlöðuna var fjárhús og þangað inn kom konan sem átti kindurnar og sagði stundarhátt þegar hún kom inn: Eruð þið þama elskurnar mínar? Ein stelpan sagði strax hátt og snjallt já og konunni brá svo voða- lega að hún hneig niður í hlöðudyr- unum í hálfgerðu öngviti en hún hafði auðvitað veriö aö tala við kindumar." Krakkarnir í Vík príluðu í klett- stílisti og hársnyrtir og heitir Magnea Sif Agnarsdóttir. Hún setti upp sýningu um síðustu helgi ásamt Eydísi dansara fyr- ir Sibel X-20 Krosshamar. Sýn- ingin var á Astró og vakti mikla hrifningu áhorfenda sem fengu undir miklum trumbuslætti og indverskri tónlist að sjá það nýjasta i hárlitun, fötum, fórðun og dansi ásamt heljarmikilli sýningu. Fullt nafn: Magnea Sif Agn- arsdóttir. Fæðingardagur og ár: 5. jan- úar 1975. Maki: Enskur. Böm: Stefni á 2 með eftir- nafni James (eins gott að hann kann ekki að lesa ís- lensku). Eyjafjalla Mýrdalsjökull jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.